Fćrsluflokkur: Spil og leikir
28.10.2013 | 12:05
Vetrarmót öđlinga hefst á miđvikudagskvöldiđ
Vetrarmót öđlinga 40 ára og eldri hefst miđvikudaginn 30. október kl. 19.30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa sjö umferđir og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viđbótartími á hvern leik.
Ţetta nýja mót, sem nú er haldiđ í ţriđja sinn, hefur fengiđ góđar viđtökur og er án efa góđ viđbót í öfluga skákmótaflóru landans. Fyrirkomulag mótsins hentar vel ţeim sem ekki hafa tök á ađ tefla oft í viku eđa yfir heila helgi ţví ađeins er teflt einu sinni í viku, á miđvikudagskvöldum kl. 19.30. Dagskráin er ţví ekki stíf og jafnframt lýkur mótinu vel fyrir jólaösina.
Ţátttökurétt hafa allir öđlingar fertugir (á árinu) og eldri.
Dagskrá:
- 1. umferđ miđvikudag 30. október kl. 19.30
- 2. umferđ miđvikudag 6. nóvember kl. 19.30
- 3. umferđ miđvikudag 13. nóvember. kl. 19.30
- 4. umferđ miđvikudag 20. nóvember kl. 19.30
- 5. umferđ miđvikudag 27. nóvember kl. 19.30
- 6. umferđ miđvikudag 4. desember kl. 19.30
- 7. umferđ miđvikudag 11. desember kl. 19.30
Keppt er um veglegan farandbikar, en auk hans eru verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin.
Ţátttökugjald er kr. 4.000. Innifaliđ er frítt kaffi allt mótiđ.
Skráning fer fram á taflfelag.is. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.
28.10.2013 | 08:00
Unglingameistaramót GM Hellis (suđur) hefst í dag
Unglingameistaramót GM Hellis 2013, suđursvćđi hefst mánudaginn 28. október n.k. kl. 16.30 ţ.e. nokkru fyrr heldur en venjulegar mánudagsćfingar. Mótinu verđur svo fram haldiđ ţriđjudaginn 29. október n.k. kl. 16.30. Tefldar verđa 7 umferđir eftir Monrad kerfi. Fyrri keppnisdaginn verđa fjórar skákir og ţrjár ţann seinni. Umhugsunartími á hverja skák er 20 mínútur. Mótiđ er opiđ öllum 15 ára og yngri í grunnskóla en titilinn sjálfan getur ađeins félagsmađur í GM Helli unniđ. Á međan á mótinu stendur falla venjulegar barna- og unglingaćfingar niđur. Nćsta barna- og unglingaćfing eftir unglingameistaramótiđ verđur mánudaginn 4. nóvember n.k. Keppnisstađur er Álfabakki 14a (inngangur viđ hliđina á Subway) og er salur félagsins á ţriđju hćđ. Engin ţátttökugjöld.
Verđlaunagripir verđa fyrir ţrjú efstu sćtin. Allir ţátttakendur fá skákbók.
Umferđatafla:
1.-4. umferđ: Mánudaginn 28. október kl. 16.30
5.-7. umferđ: Ţriđjudaginn 29. október kl. 16.30
Verđlaun:
- 1. Unglingameistari GM Hellis suđursvćđi fćr farandbikar til varđveislu í eitt ár.
- 2. Ţrír efstu fá verđlaunagripi til eignar.
- 3. Allir keppendur fá skákbók.
- 4. Ţrír efstu 12 ára og yngri fá verđlaunapening.
- 5. Stúlknameistari GM Hellis suđursvćđi fćr verđlaunagrip til eignar.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2013 | 07:00
Hrađkvöld hjá GM Helli í kvöld
Skákfélagiđ GM Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 28. október nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.
Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr máltíđ fyrir einn á Saffran. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.
Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 07:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2013 | 21:50
Ólafur hrađskákmeistari SA
Hausthrađskákmót Skákfélags Akureyrar var háđ í dag. Ţung undiralda var í upphafi móts, enda hafđi fráfarandi meistari haft uppi stór orđ um ađ verja meistaratitil ţriggja síđustu ára. Sumir töldu hann víst orđinn of gamlan fyrir slík afrek, en einnig kom fram í umrćđum fyrir mótiđ ađ mađurinn vćri síungur og gefiđ í skyn ađ hann ţćttist bara vera gamall til ţess ađ slá ryki í augu keppinauta sinna. Ţađ kom reyndar í ljós á mótinu ađ aldurinn skipti máli. Sérstaklega gekk mönnum sjötugs- og áttrćđisaldri vel.
Ólafur Kristjánsson hóf mótiđ međ öruggum sigri á fráfarandi meistara og leit aldrei til baka eftir ţađ, vann allar skákir sínar, 13 ađ tölu. Ţrátt fyrir hrakfarir í upphafi móts tókst Áskatli ađ hreppa annađ sćtiđ, sjónarmun á undan Sigurđi Eiríkssyni. Fjórđi varđ svo aldursforsetinn Ingimar Jónsson, gamall félagi sem er snúinn aftur á heimaslóđir. Ţađ var svo fyrst í fimmta sćti vart var viđ fulltrúa ungu kynslóđarinnar, sem ađ ţessu sinni var Símon Ţórhallsson.
Mótstöflu má nálgast á heimasíđu SA.
27.10.2013 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Vestmannaeyingar efstir á Íslandsmóti skákfélaga

Nýjar reglur taka nú til keppninnar í 1. deild, fjölgađ hefur veriđ úr átta í tíu sveitir og ađeins tveir erlendir skákmenn leyfđir í hverju liđi. Sameining Hellis og Gođans-Máta korteri fyrir keppnina hefur sćtt gagnrýni en greinarhöfundur ćtlar ađ leiđa ţćr deilur hjá sér. Stađreyndin er nefnilega sú, ađ ýtrustu túlkanir á ófullkomnum reglum hljóta ađ setja allt í bál og brand og ganga ţvert á ţann skemmtilega anda sem svífur yfir vötnum í keppni ţar sem u.ţ.b. 400 félagar hittast og tefla sjálfum sér og öđrum til ánćgju.
Gleymdir meistarar hafa átt sína endurkomu um helgina; Unglingameistari Íslands 1962", Sveinn Rúnar Hauksson, sneri sér ađ öđrum hugđarefnum eftir sigurinn fyrir meira en 50 árum en tefldi nú opinberlega í fyrsta sinn í langan tíma fyrir Vinaskákfélagiđ. Ţađ virđist eiga betur viđ flesta ađ tefla í liđi en ađ berjast ţetta einir og sér. Rimaskóla-strákarnir" í Fjölni, Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson og Jón Trausti Harđarson, sem allir eru í 1. deildarliđi Fjölnis, vöktu athygli fyrir góđa frammistöđu. Ţó ađ liđsmenn efstu sveitanna komi úr ýmsum áttum er samt ákveđinn kjarni heimamanna" í flestum sveitum. Eyjamenn hafa innanborđs Björn Ívar Karlsson, Nökkva Sverrisson, Ingvar Ţ. Jóhannesson og undirritađan. Hjá Akureyringum hefur heiđursfélagi SÍ, Gylfi Ţórhallsson, varla misst úr skák frá fyrstu viđureign deildarkeppninnar" haustiđ 1974. Halldór Grétar Einarsson, Magnús Pálmi Örnólfsson, Guđmundur Dađason og Stefán Arnalds eru Bolvíkingar í húđ og hár og ýmsir ađrir virđast vera ađ leita upprunans. Rúnar Sigurpálsson er aftur kominn í sveit Skákfélags Akureyrar og vann sannfćrandi sigur yfir nýjasta međlimi Víkingasveitarinnar:
Hjörvar Steinn Grétarsson - Rúnar Sigurpálsson
Kóngsindversk vörn
1. c4 Rf6 2. Rc3 g6 3. d4 Bg7 4. Rf3 O-O 5. Bf4 d6 6. h3 Rbd7 7. e3 b6 8. Be2 Bb7 9. O-O Re4 10. Rxe4 Bxe4 11. Rd2 Bb7 12. Bf3 Bxf3 13. Rxf3 e5 14. Bh2 De7 15. Dc2 Hfe8 16. Had1 a5 17. Da4 Hac8 18. dxe5 Rxe5 19. Rd4 Rd7 20. Rc6 De4 21. b3?
Fram ađ ţessu allt tíđindalaust en ţetta er ónákvćmur leikur. Stađan má heita í jafnvćgi eftir 21. Hd2.
21. ... Rc5! 22. Db5 Dc2!
Skyndilega riđa peđ hvíts á drottningarvćng til falls.
23. Ra7 Hb8 24. Dc6 Re6 25. Rb5 Hbc8 26. e4?
Hann varđ ađ reyna ađ ná jafntefli međ 26. Ra7 og aftur 27. Rb5.
26. ... Dxa2 27. f4 Dxb3 28. f5 De3+ 29. Kh1 Dc5!
30. Db7 Rg5 31. f6 Bf8 32. e5 dxe5 33. Hc1 Re6 34. Rc3 Rd4 35. De4 Hcd8 36. Rd5 b5 37. Re7+ Bxe7 38. fxe7 Dxe7 39. cxb5 Rb3!
Hótar hróknum og 40. ... Rd2 sem vinnur skiptamun. Hvítur gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 20. október 2013
Spil og leikir | Breytt 22.10.2013 kl. 23:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2013 | 09:30
Bragi Halldórsson sigurvegari Ćskunnar og ellinnar
ĆSKAN OG ELLIN X. - OLÍS STRANDBERGSMÓTIĐ Í SKÁK 2013 fór fram í gćr međ pomp og prakt í samstarfi TR-RIDDARANS OG TG Í skákhöllinni í Faxafeni. Hinn valinkunni skákmeistari BRAGI HALLDÓRSSON (63) varđ efstur međ 8 vinninga af 9 mögulegum, Oliver Aron Jóhannesson (15), sigurvegari mótsins frá í fyrra varđ annar međ 7.5 v. og Vignir Vatnar Stefánsson (10) ţriđji međ 7 en hćrri á stigum en Ţór Valtýsson og Gunnar Kr. Gunnarsson.
Bragi vann mótiđ líka fyrir 2 árum. Ekki verđur annađ sagt en vel hafi tekist til viđ ađ brúa kynslóđabiliđ. Innbyrđis var einnig keppt í ţremur aldursflokkum ungmenna og gamalmenna og má sjá ţau úrslit í međf myndasafni, en ítarlegri pistill um mótiđ birtist fljótlega.
Svo má sjá öll nánari úrslit á Chess Results.
27.10.2013 | 09:13
Barna- stúlkna- og unglingameistaramót TR fer fram í dag
Tefldar verđa 7 umferđir eftir Monrad-kerfi međ umhugsunartímanum 15 mín. á skák.
Teflt verđur í einum flokki. Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í mótinu og ţar fyrir utan hlýtur efsti T.R.-ingurinn titilinn Unglingameistari T.R. 2013.
Ţá verđa veitt verđlaun fyrir ţrjár efstu stúlkurnar og ţar fyrir utan hlýtur efsta stúlkan úr T.R. titilinn Stúlknameistari T.R. 2013.
Til viđbótar verđa veitt verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í aldursflokknum 12 ára og yngri.
Mótiđ er opiđ öllum krökkum 15 ára og yngri (fćdd 1998 og síđar). Skráning fer fram á taflfelag@taflfelag.is (vinsamlegast gefiđ upp nafn, fćđingarár og símanúmer) og einnig er hćgt ađ skrá sig á mótsstađ sunnudaginn 27. október frá kl. 13.30- 13.45.
Ađgangur á mótiđ er ókeypis.
26.10.2013 | 19:36
EM taflfélaga: Víkingar unnu - frábćr frammistađa Hannesar og Hjörvars
EM taflfélaga lauk í dag en keppnin fór fram 20.-26. október á grísku eyjunni Rhodos. Víkingaklúbburinn vann sveit frá Lúxemborg 3˝-2˝ í lokaumferđinni. Stefán Ţór Sigurjónsson, Gunnar Freyr Rúnarsson unnu sínar skákir. Frammistađa Hannesar Hlífars Stefánssonar, sem gerđi jafntefli í lokaumferđinni var afar góđ en hann náđi ţriđja besta árangri fyrsta borđs manna í keppninni.
Áđur hefur komiđ ađ Hjörvar Steinn Grétarsson náđi stórmeistaraáfanga međ frábćrum árangri en hann tefldi fyrir enska klúbbinn Jutes of Kent.
Úrslit Víkingaklúbbsins í lokaumferđinni:
Bo. | 39 | CE De Sprenger Echternach | Rtg | - | 30 | Viking Chess Club | Rtg | 2˝:3˝ |
16.1 | GM | David, Alberto | 2574 | - | GM | Stefansson, Hannes | 2521 | ˝ - ˝ |
16.2 | IM | Wiedenkeller, Michael | 2479 | - | IM | Thorfinnsson, Bjorn | 2385 | 1 - 0 |
16.3 | Gnichtel, Gerd | 2123 | - | FM | Kjartansson, David | 2348 | ˝ - ˝ | |
16.4 | Wilger, Frank | 2107 | - | Sigurjonsson, Stefan Th. | 2104 | 0 - 1 | ||
16.5 | Drzasga, Michael | 2019 | - | Runarsson, Gunnar | 2074 | 0 - 1 | ||
16.6 | Sparwel, Oliver | 0 | - | Ingason, Sigurdur | 1866 | ˝ - ˝ |
Frammistađa Hannesar samsvarađi 2665 skákstigum og hćkkar hann um 13 stig fyrir hana. Hjörvar hćkkar einnig umtalsvert á stigum eđa um 10 skákstig. Ţađ verđur ađ teljast ánćgjulegt ađ sjá ţessa tvo landsliđsmenn í svo góđu formi en ţeir verđa í landsliđi Íslands sem tekur ţátt í EM landsliđa sem fram fer í Varsjá 8.-17. nóvember nk.
26.10.2013 | 15:30
Hjörvar Steinn stórmeistari í skák!
Hjörvar Steinn Grétarsson (2505) var rétt ađ ţessu ađ landa langţráđum stórmeistaratitli! Hann vann makedónska stórmeistarann Vasile Sanduleac (2423) í sjöundu og síđustu umferđ EM taflfélaga sem fram fór í Rhodos í dag. Hjörvar hlaut 5 vinninga í 7 skákum og samsvarađi árangur hans 2607 skákstigum.
Hjörvar verđur ţar međ ţrettándi íslenski stórmeistarinn.
Áđur hafđi hann náđ stórmeistaraáfanga á EM landsliđa í Porto Carras 2011. Hjörvar verđur formlega útnefndur stórmeistari af hálfu FIDE á nćstum vikum.
Til hamingju međ ţetta Hjörvar!
26.10.2013 | 11:32
Klárar Hjörvar stórmeistaratitilinn í dag?
Lokaumferđ EM taflfélaga fer fram á grísku eyjunni Rhodos í dag. Alţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2505), sem teflir fyrri enska skákfélagiđ Jutes of Kent, hefur möguleika á ađ ná sér í lokaáfanga ađ stórmeistaratitli. Ţá ţarf hann nauđsynlega á sigri á ađ halda en hann mćtir makedónska stórmeistaranum Vasile Sanduleac (2423) sem teflir á fyrsta borđi fyrir írskt taflfélag.
Hćgt verđur ađ fylgjast međ skákinni beint á Chessbomb en umferđin hefst kl. 12.
Einnig er fróđlegt ađ fylgjast međ Víkingaklúbbnum. Ţeir tefla viđ skákfélag frá Lúxemborg. Ţar hefur Hannes Hlífar Stefánsson fariđ mjög mikinn og hefur hlotiđ 5 vinninga í 6 skákum. Hannes er međ nćstbestan árangur allra fyrsta borđs manna í keppninni sem er frábćrt afrek.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 15
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 112
- Frá upphafi: 8780650
Annađ
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 91
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar