Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

EM-farinn: Róbert Lagerman - skákstjóri

Róbert LagermanUmfjöllun um EM-faranna heldur áfram! Nú er annar skákstjórinn kynntur til sögunnar, ţ.e. Róbert Lagerman.

Nafn:

Róbert Lagerman

Stađa í liđinu:

Skákstjóri

Aldur:

51

Félag:

Vinaskákfélagiđ

Skákstig

2312

Hvenćr teflt fyrst á EM landsliđa og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt í EM landsliđa:

Aldrei.

Besta (og/eđa minnisstćđasta) skák sem ţú hefur teflt fyrir Íslands hönd (hvort sem er á EM, Ól eđa annars stađar) og smá umfjöllun um hana.

Jafnteflisskák á móti GM Dorfman (Vinamatch á móti Frakklandi) Náđi ađ halda jafntefli í mjög erfiđu endatafli. Ég hlaut hressilegt lófaklapp á liđsfundinum eftir skákina, ţarna var virkilega góđur liđsandi í liđinu Smile.

Spá ţín um lokasćti Íslands?

15.

Hverjir verđa sigurvegarar EM (báđir flokkar)

Rússar, Rússar.

Hver hefur veriđ undirbúningur ţinn fyrir EM?

Fara yfir skáklögin.

Persónuleg markmiđ á mótinu.

Ná í áfanga ađ IA.

Eitthvađ ađ lokum?

Brosa og njóta lífsins, Gens Una Sumus! Smile

Samantekt EM-farans 2013:


EM-farinn: Hjörvar Steinn Grétarsson - ţriđja borđ í opnum flokki

Hjörvar Steinn GrétarssonUmfjöllun um EM-faranna heldur áfram! Nú er nýjasti stórmeistari okkar Íslendinga, Hjörvar Steinn Grétarsson kynntur til sögunnar.

Nafn:

Hjörvar Steinn Grétarsson.

Stađa í liđinu:

Ţriđja borđ í opnum flokki.

Aldur:

Tvítugur

Félag:

Víkingaklúbburinn

Skákstig

2511

Hvenćr teflt fyrst á EM landsliđa og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt í EM landsliđa:

Ég tók ţátt í fyrsta skipti áriđ 2011 í Grikklandi. Ţetta mun semsagt verđa mitt annađ mót.

Besta (og/eđa minnisstćđasta) skák sem ţú hefur teflt fyrir Íslands hönd (hvort sem er á EM, Ól eđa annars stađar) og smá umfjöllun um hana.

Skák mín gegn Shirov áriđ 2011 sem ég vann. Hún byrjađi hálf illa fyrir mig og fékk ég ađeins verri stöđu en náđi síđan óvćnt ađ flćkja skákina og tímahrakiđ gerđi Shirov erfitt fyrir. Ég endađi á ţví ađ vinna hana nokkuđ örugglega eftir ađ Shirov hafđi leikiđ 2-3 illa af sér.

Spá ţín um lokasćti Íslands?

Viđ munum lenda sirka 5-7 sćtum ofar en okkur er spáđ.

Hverjir verđa sigurvegarar EM (báđir flokkar)

Ćtla ađ giska á Rússana, ţeir eru einfaldlega langsterkastir í báđum flokkum.

Hver hefur veriđ undirbúningur ţinn fyrir EM?

Jafnar og ţéttar stúderingar ásamt ţví ađ hafa teflt í Evrópukeppni klúbba á Rhodos ţar sem ég náđi mínum loka stórmeistaraáfanga.

Persónuleg markmiđ á mótinu.

Engin persónuleg markmiđ fyrir ţetta mót, upphaflega hafđi markmiđiđ veriđ ađ ná áfanga en ţar sem ég náđi ţví fyrir stuttu ţá vil ég bara standa mig eins vel og ég get fyrir liđiđ. Ţađ sem er gott fyrir liđiđ er gott fyrir mig!

Eitthvađ ađ lokum?

Ég er gríđarlega spenntur fyrir mótinu. Viđ erum međ flottan hóp skákmanna og er ég sérstaklega ánćgđur ađ sjá ađ flestir af okkur skákmönnum sáu sér fćrt ađ mćta. Viđ misstum flottan skákmann stuttu fyrir mót, hann Braga, en ég tel ađ Guđmundur eigi eftir ađ standa sig vel enda sýnt ţađ seinustu mánuđi hversu góđur hann er.

Samantekt EM-farans 2013:


EM-farinn: Elsa María Kristínardóttir - varamađur í kvennaliđinu

Elsa María KristínardóttirUmfjöllun um EM-faranna sem hófst í gćr heldur áfram í dag. Nú er ţađ Elsa María Kristínardóttir sem er varamađur í kvennaliđinu. 

Fram ađ móti verđa tveir EM-farar kynntir á dag!

Nafn:

Elsa María Kristínardóttir

Stađa í liđinu:

Varamađur í kvennaliđinu.

Aldur:

24 ára

Félag:

GM Hellir

Skákstig

1819

Hvenćr teflt fyrst á EM landsliđa og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt í EM landsliđa:

Ţetta er í fyrsta skipti sem ég fer á EM landsliđa.


Besta (og/eđa minnisstćđasta) skák sem ţú hefur teflt fyrir Íslands hönd (hvort sem er á EM, Ól eđa annars stađar) og smá umfjöllun um hana.

Minnisstćđasta skákin er ţegar ég fór á fyrsta Ólympíumótiđ mitt 2008. Sigurbjörn var ţá landsliđsţjálfari. Hann var ađ ítreka viđ mig ađ nýta tímann. Sagđi mér svo ađ nota fimm mínútur á hvern leik, sem ég tók ađeins of bókstaflega! Ég endađi međ ađ falla á tíma.. enda í engri ćfingu ađ lenda í tímahraki Wink.

Spá ţín um lokasćti Íslands?

Ţađ mun koma á óvart Smile.

Hverjir verđa sigurvegarar EM (báđir flokkar)

Úkraína.

Hver hefur veriđ undirbúningur ţinn fyrir EM?

Ćfingar hjá Davíđ ţjálfara, teflt á öllum löngum mótum, skođađ byrjanir heima.

Persónuleg markmiđ á mótinu.

Ná punkti hehe Smile

Eitthvađ ađ lokum?

Áfram Ísland!

Samantekt EM-farans 2013:

  • 1. GM Héđinn Steingrímsson
  • 2. GM Hannes Hlífar Stefánsson
  • 3. (GM) Hjörvar Steinn Grétarsson
  • 4. GM Henrik Danielsen
  • 5. IM Guđmundur Kjartansson
  • Liđsstjóri: Helgi Ólafsson
  • 1. WGM Lenka Ptácníková
  • 2. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir
  • 3. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
  • 4. Tinna Kristín Finnbogadóttir
  • 5. Elsa María Kristínardóttir
  • Liđsstjóri: Davíđ Ólafsson
  • Fararstjóri: Gunnar Björnsson
  • Skákstjóri: Omar Salama
  • Skákstjóri: Róbert Lagerman

Flugfélagshátíđ Hróksins á Grćnlandi: Gleđin rćđur ríkjum

1Liđsmenn Hróksins heimsóttu í dag göngudeild fyrir fólk međ geđraskanir í Nuuk, höfuđborg Grćnlands, og kynntu skákíţróttina viđ góđar undirtektir. Flugfélagshátíđ Hróksins hófst fyrir viku og hafa liđsmenn félagsins heimsótt skóla, fjölmiđju fyrir unglinga, leikskóla og athvörf, og efnt til skákmóta og fjöltefla. 
 
IMG_2868Hátíđin markar upphaf ađ 11. starfsári Hróksins á Grćnlandi, og hafa liđsmenn félagsins alls fariđ 30 sinnum til ađ kynna skák međal Grćnlendinga, og efla vináttu og samvinnu ţjóđanna á sem flestum sviđum. Ađ baki hátíđinni nú standa Hrókurinn og Flugfélag Íslands, í samvinnu viđ Kalak, vinafélag Íslands og Grćnlands, og Grćnlensk-íslenska verslunarráđiđ, međ stuđningi fjölmargra fyrirtćkja og einstaklinga.
 
IMG_2860Skákhátíđin hefur heppnast einstaklega vel og vakiđ mikla gleđi og ánćgju. Strax á fyrsta degi hátíđarinnar fengu um 80 börn taflsett ađ gjöf frá Flugfélagi Íslands sem alls lagđi 300 taflsett til hátíđarinnar. Ţá hafa hundruđ barna fengiđ ađ gjöf skákkver á grćnlensku, sem skákfrömuđurinn Siguringi Sigurjónsson stendur ađ.
 
IMG_3304Viđ setningarathöfn hátíđarinnar var Benedikte Thorsteinsson gerđ ađ heiđursfélaga í Hróknum og Kalak, en hún hefur um árabil unniđ mikiđ og óeigingjarnt starf viđ ađ efla tengsl Íslands og Grćnlands. Hún fékk ađ gjöf listaverk frá Huldu Hákon, gjafabréf frá FÍ og lambalćri frá Finnbogastöđum í Trékyllisvík. Benedikte hefur hafiđ störf á rćđisskrifstofu Íslands í Nuuk sem opnar formlega í nćstu viku, og hefur Pétur Ásgeirsson sendiherra tekiđ virkan ţátt í hátíđahöldunum.
 
2aFöstudaginn 1. nóvember mun skákfélag heimamanna í Nuuk slá upp afmćlismóti Hrafns Jökulssonar, forseta Hróksins, og verđur ţađ haldiđ í hinni glćsilegu verslunarmiđstöđ borgarinnar. Mótiđ ber nafniđ ,,Tulugaq Open" en tulugaq ţýđir hrafn á grćnlensku. Auk Hrafns eru í leiđangrinum Róbert Lagerman og Jósep Gíslason, sem notiđ hafa ómetanlegrar liđveislu Kristjönu G. Motzfeldt, heiđursforseta Hróksins á Grćnlandi, Benedikte Thorsteinsson og margra annarra.
 
Í vetur eru fyrirhugađar fleiri skákferđir á vegum Hróksins og Kalak, en félögin vinna náiđ saman ađ ţví ađ rćkta vináttubönd grannţjóđanna.
 
Hćgt er ađ fylgjast međ gangi  mála á Facebook-síđunni Skák á Grćnlandi.
 

Ný alţjóđleg skákstig

Ný alţjóđleg skákstig eru komin út, dagsett 1. nóvember. Jóhann Hjartarson (2586) er sem fyrr stigahćsti skákmađur landsins. Haraldur Haraldsson (1982) er stigahćstur sjö nýliđa og Jón Trausti Harđarson (73) hćkkar mest frá október-listanum. Magnus Carlsen (2870) er langstigahćsti skakmađur heims.

Topp 20

288 skákmenn er á listanum yfir virka skákmenn. Jóhann Hjartarson (2580) er stigahćsti skákmađur landsins. Í nćstum sćtum eru Helgi Ólafsson (2546) og Héđinn Steingrímsson (2543).

Nr.NameTitnov13GmsDiff
1Hjartarson, JohannGM25803-3
2Olafsson, HelgiGM254652
3Steingrimsson, HedinnGM254300
4Stefansson, HannesGM25391118
5Gretarsson, Hjorvar SteinnIM2511126
6Danielsen, HenrikGM2502211
7Arnason, Jon LGM24992-3
8Kristjansson, StefanGM2491140
9Kjartansson, GudmundurIM2455238
10Gretarsson, Helgi AssGM24552-5
11Thorfinnsson, BragiIM245413-29
12Thorsteins, KarlIM24523-11
13Thorhallsson, ThrosturGM24454-4
14Gunnarsson, ArnarIM24343-7
15Gunnarsson, Jon ViktorIM2412143
16Olafsson, FridrikGM240600
17Arngrimsson, DagurIM239756
18Thorfinnsson, BjornIM2387102
19Ulfarsson, Magnus OrnFM23824-7
20Johannesson, Ingvar ThorFM237756


Heildarlistann má finna sem PDF-viđhengi.

Nýliđar

Sjö nýliđar eru á listanum. Ţeirra stigahćstur er Haraldur Haraldsson (1982) en í nćstum sćtum eru Smári Sigurđsson (1913) og Kristófer Ómarsson (1756). 

Nr.NameTitnov13GmsDiff
1Haraldsson, Haraldur 1982151982
2Sigurdsson, Smari 1913111913
3Omarsson, Kristofer 1756161756
4Karlsson, Jon Einar 1668151668
5Steingrimsson, Karl Egill 1663111663
6Arnason, Ragnar 1407101407
7Solmundarson, Johannes Kari 137891378


Mestu hćkkanir

Jón Trausti Harđarson (73) hćkkar mest frá október-listanum. Í nćstum sćtum eru Dawid Kolka (55) og Einar Hjalti Jensson (45). Ţađ er óvenjulegt ţegar jafn stigaháir skákmenn og Einar Hjalti hćkka svo mikiđ á stigum.

"Ungu ljónin" ţrjú úr Rimaskóla/Fjölni eru öll topp 10 yfir hćkkanir.

Nr.NameTitnov13GmsDiff
1Hardarson, Jon Trausti 20031473
2Kolka, Dawid 17481355
3Jensson, Einar HjaltiFM23501645
4Finnsson, Johann Arnar 1471238
5Palsdottir, Soley Lind 1450738
6Traustason, Ingi Tandri 18541237
7Johannesson, Oliver 20771434
8Ragnarsson, Dagur 20731433
9Bragason, Gudmundur Agnar 1352833
10Kristinardottir, Elsa Maria 18191132


Stigahćstu ungmenni landsins

Hjörvar Steinn Grétarsson (2511) er langstigahćsta ungmenni landsins. Í nćstum sćtum eru Oliver Aron Jóhannesson (2077) og Dagur Ragnarsson (2073). 

Nr.Namenov13GmsB-dayDiff
1Gretarsson, Hjorvar Steinn25111219936
2Johannesson, Oliver207714199834
3Ragnarsson, Dagur207314199733
4Sverrisson, Nokkvi205941994-5
5Karlsson, Mikael Johann20571419951
6Magnusson, Patrekur Maron2027219937
7Hardarson, Jon Trausti200314199773
8Johannsson, Orn Leo195531994-15
9Johannsdottir, Johanna Bjorg1901141993-10
10Sigurdarson, Emil18673199610


Stigahćstu skákkonur landsins


Lenka Ptácníková (2238) er langstigahćsta skákkona landsins. Í nćstum sćtum eru Guđlaug Ţorsteinsdóttir (2052) og Harpa Ingólfsdóttir (1965). 

Nr.NameTitnov13GmsDiff
1Ptacnikova, LenkaWGM223831
2Thorsteinsdottir, GudlaugWF205248
3Ingolfsdottir, Harpa 19651-12
4Thorsteinsdottir, Hallgerdur 1951132
5Johannsdottir, Johanna Bjorg 190114-10
6Finnbogadottir, Tinna Kristin 1882123
7Kristinardottir, Elsa Maria 18191132
8Birgisdottir, Ingibjorg 17822-9
9Helgadottir, Sigridur Bjorg 1758312
10Fridthjofsdottir, Sigurl. Regina 17521117


Stigahćstu öldungar 

Friđrik Ólafsson (2406) er langstigahćstur öldunga (60+). Í nćstum sćtum er Arnţór Sćvar Einarsson (2223) og Áskell Örn Kárason (2220).

Nr.Namenov13GmsB-dayDiff
1Olafsson, Fridrik2406019350
2Einarsson, Arnthor2223019460
3Karason, Askell O222071953-4
4Thorsteinsson, Bjorn2206419403
5Viglundsson, Bjorgvin219321946-11
6Fridjonsson, Julius217531950-2
7Thorvaldsson, Jon215621949-9
8Gunnarsson, Gunnar K215631933-12
9Briem, Stefan215221938-4
10Halldorsson, Bragi214631949-14


Reiknuđ mót

  • Gagnaveitumótiđ - Haustmót TR (a-, b-, c- og d-flokkar)
  • Framsýnarmótiđ (5.-7. umferđ)
  • Stórmeistaramót TR
  • Íslandsmót skákfélaga (1.-4. deild)
  • Haustmót SA (6.-9. umferđ) 

Stigahćstu skákmenn heims

Magnus Carlsen (2870) er langstigahćsti skákmađur heims. Levon Aronian (2801) er nćstur og Vladimir Kramnik (2793) ţriđji. Heimsmeistarinn Viswanathan Anand (2775) er ađeins áttundi stigahćsti skákmađur heims.

1 Carlsen, Magnus NOR 2870
 2 Aronian, Levon ARM 2801
 3 Kramnik, Vladimir RUS 2793
 4 Nakamura, Hikaru USA 2786
 5 Grischuk, Alexander RUS 2785
 6 Caruana, Fabiano ITA 2782
 7 Gelfand, Boris ISR 2777
 8 Anand, Viswanathan IND 2775
 9 Topalov, Veselin BUL 2774
 10 Mamedyarov, Shakhriyar AZE 2757

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Skákir frá Íslandsmóti skákfélaga

Dađi Ómarsson hefur slegiđ inn skákir frá Íslandsmóti skákfélaga (1. og 2. deild). Ţćr fylgja sem viđhengi.


Vetrarmót öđlinga: Óvćnt úrslit í fyrstu umferđ

2013 10 30 19.49.10

Vetrarmót öđlinga hófst í félagsheimili TR í gćrkveldi. Prýđisţátttaka er á mótinu en 37 keppendur taka ţátt. Strax í fyrstu umferđ urđu óvćnt úrslit ţegar Yngvi Björnsson (1835) vann Gylfa Ţórhallsson (2154) og Magnús Kristinsson (1845) gerđi jafntefli viđ Hrafn Loftsson (2218), stigahćsta keppenda

2013 10 30 19.48.42

 mótsins.  

Teflt er vikulega á miđvikudögum og er önnur umferđ fram nćsta miđvikudagskvöld. Ekki er búiđ ađ para í hana.

 

 


EM-farinn: Helgi Ólafsson - liđsstjóri í opnum flokki

Helgi ÓlafssonEM landsliđa fer fram í Varsjá í Póllandi 9.-18. nóvember nk. Fimmtán manna sendinefnd fer frá Íslandi ađ ţessu sinni. Bćđi liđ í opnum flokki og kvennaflokki, fimm í hvorum flokki, tveir liđsstjórar, fararstjóri og tveir skákstjórar.

Á nćstunni verđur fjallađ um alla fulltrúa Íslands. Byrjađ er sjálfum liđsstjóranum í opnum flokki, sem er reyndar stigahćstur íslensku sendinefndarinnar og einnig aldursforseti hópsins!

Nafn:

Helgi Ólafsson

Stađa í liđinu:

Liđsstjóri í opnum flokki

Aldur:

57 ára

Félag:

Taflfélag Vestmannaeyja

Skákstig

2546

Hvenćr teflt fyrst á EM landsliđa og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt í EM landsliđa:

Debrecen 1992, Porto Carras 2011  

Besta (og/eđa minnisstćđasta) skák sem ţú hefur teflt fyrir Íslands hönd (hvort sem er á EM, Ól eđa annars stađar) og smá umfjöllun um hana.

Á EM: skákin viđ Smbat Lputian - engin spurning. Mögnuđ skák.

Spá ţín um lokasćti Íslands? 

Ísland á ađ geta náđ betra sćti en síđast ţegar viđ urđum efstir Norđurlandaţjóđa. Vil engu spá um lokasćti en viđ erum međ gott liđ.  

Hverjir verđa sigurvegarar EM (báđir flokkar)

Spái engu um ţađ
.
Hver hefur veriđ undirbúningur ţinn fyrir EM?

Liđsmenn hafa veriđ ađ tefla mikiđ undanfariđ og í ţví felst mikill undirbúningur. Liđsmenn eru ađ hittast ţess dagana.  

Persónuleg markmiđ á mótinu.

Ađ liđinu gangi sem best.

Eitthvađ ađ lokum?

Áfram Ísland.

 

Samantekt EM-farans 2013:

  • 1. GM Héđinn Steingrímsson
  • 2. GM Hannes Hlífar Stefánsson
  • 3. (GM) Hjörvar Steinn Grétarsson
  • 4. GM Henrik Danielsen
  • 5. IM Guđmundur Kjartansson
  • Liđsstjóri: Helgi Ólafsson
  • 1. WGM Lenka Ptácníková
  • 2. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir
  • 3. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
  • 4. Tinna Kristín Finnbogadóttir
  • 5. Elsa María Kristínardóttir
  • Liđsstjóri: Davíđ Ólafsson
  • Fararstjóri: Gunnar Björnsson
  • Skákstjóri: Omar Salama
  • Skákstjóri: Róbert Lagerman

Hilmir Freyr unglingameistari GM Hellis

IMG 1852Vignir Vatnar Stefánsson sigrađi á jöfnu og skemmtilegu unglingameistaramóti GM Hellis sem lauk á ţriđjudag. Vignir Vatnar fékk 6˝ vinning í sjö skákum og ţađ var Veronika Steinunn Magnúsdóttir sem náđi jafntefli. Ađrar skákir vann Vignir Vatnar og gilti ţá einu ţótt hann stćđi einhverju sinni höllum fćti um tíma; ţá landađi hann sigri međ keppnishörkunni og vann ađ lokum sanngjarnan sigur á mótinu.

Annar varđ Hilmir Freyr Heimisson međ 6 vinninga, sem er 038sami vinningafjöldi og dugđi honum til sigurs í mótinu í fyrra. Hilmir Freyr, sem býr á Patreksfirđi, gerđi sér sérstaka ferđ í bćinn til ađ taka ţátt í mótinu og verja titilinn sem hann vann í fyrra. Ţađ tókst, ţví Hilmir Freyr var efstur félagsmanna í GM Helli og er ţví unglingameistari félagsins. Ţriđji varđ Dawid Kolka međ 5 vinninga. Hann vann mótiđ fyrir tveimur árum en var í skólaferđalagi í fyrra og átti ţess ekki kost ađ verja titilinn ţá. Núna vantađi herslumuninn til ađ ná lengra ţótt vissulega hafi tćkifćri bođist til ţess í mótinu.

Vignir Vatnar og Hilmir Freyr voru einnig í tveimur efstu sćtum í flokki 12 ára og yngri en ţar náđi Mikhael Kravchuk ţriđja sćtinu eftir mikinn stigaútreikning ţar sem hann var hálfu stigi hćrri en Óskar Víkingur Davíđsson í öđrum stigaútreikningi.

2013 10 29 17.19.05Nýjasti stórmeistari landsins, Hjörvar Steinn Grétarsson, heilsađi upp á keppendur í fimmtu og sjöttu umferđ og tók viđ viđurkenningu frá félaginu. Hjörvar Steinn er líka sá sem oftast hefur orđiđ unglingameistari félagsins, fimm sinnum. Á ţessu móti voru hins vegar keppendur sem eiga möguleika á ađ ná ţeim árangri. Ţađ fór síđan vel á ţví ađ Hjörvar Steinn léki fyrsta leiknum fyrir lćrisvein sinn Vigni Vatnar í skák viđ Mikhael Kravchuk í 6. umferđ. Sennilega er Hjörvar Steinn samt vanari ţví ađ ađrir fái ţađ hlutverk ađ leika fyrsta leiknum fyrir hann.2013 10 29 17.19.37

Mótshaldiđ tókst vel og allir keppendur sem hófu mótiđ luku ţví, sem er ekki sjálfgefiđ í tveggja daga móti, međ 20 mínútur í umhugsunartíma og marga unga ţátttakendur. Allir stóđu ţeir sig međ prýđi og tefldu af áhuga og ţá ekki sísti yngstu keppendurnir Adam Omarsson sem er fćddur 2007 og Kristófer Jökull Jóhannsson sem er fćddur 2008.

Lokastađan:

1. Vignir Vatnar Stefánsson                   6˝ v./7

2. Hilmir Freyr Heimisson                       6 v.

3. Dawid Kolka                                       5 v.

4. Veronika Steinunn Magnúsdóttir       4˝ v.

5. Birgir Ívarsson                                   4˝ v.

6. Mikhael Kravchuk                              4 v. (24˝; 28)

7. Óskar Víkingur Davíđsson                 4 v. (24˝; 27˝)

8. Alec Elías Sigurđarson                       4 v. (23; 26˝)

9. Stefán Orri Davíđsson                       4 v. (23; 26)

10. Halldór Atli Kristjánsson                  4 v. (20)

11. Róbert Luu                                      4 v. (18)

12. Heimir Páll Ragnarsson                   3˝ v.

13. Oddur Ţór Unnsteinsson                 3 v.

14. Sindri Snćr Kristófersson                3 v.

15. Óttar Örn Bergmann Sigfússon        3 v.

16. Ívar Andri Hannesson                      3 v.

17. Adam Omarsson                              3 v.

18. Brynjar Haraldsson                          2 v.

19. Egill Úlfarsson                                  2 v.

20. Kristófer Eggert Arnarson                2 v.

21. Kristófer Jökull Jóhannsson             1 v.

 

Myndir frá mótinu má finna hér.



Fréttakona Stöđvar 2 vann Hjörvar í skák!

Stöđ 2 fjallađi í gćr um nýjasta stórmeistara Íslendinga, Hjörvar Stein Grétarsson. Fréttakonan, María Lilja Ţrastardóttir, tefldi skák viđ Hjörvar og gerđi sér lítiđ fyrir og mátađi stórmeistarann.

Myndbrotiđ má nálgast á Vísi.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband