Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Spil og leikir

Skákþáttur Morgunblaðsins: Magnúsi Carlsen spáð sigri í HM-einvíginu við Anand

Anand og Carlsen í Bilbaó 2010Eitt það fyrsta sem Magnús Carlsen og fylgdarlið hans gerði eftir að hafa skráð sig inn á Hyatt Regency-lúxushótelið í Chennai í Indlandi þar sem einvígið um heimsmeistaratitilinn hefst um helgina, var að leita að hlerunar- og njósnabúnaði í híbýlum sínum. Prúðmennið Anand er manna ólíklegastur til að hafa rangt við en Magnús hefur lært lexíu sem skáksagan hefur kennt honum og vill bægja frá sér öllum grunsemdum.

„Ofsóknarbrjálæði" hefur alltaf verið fylgifiskur heimsmeistaraeinvígja. Sundurhlutun ljósahjálms og stóla í „einvígi aldarinnar" í Laugardalshöll 1972 er frægt dæmi; í þriðja einvígi Kasparovs og Karpovs í Leningrad haustið 1986 knúðu dyra hjá aðstoðarmanninum Vladimirov „górillur" tvær og Kasparov sjálfur og veiddu upp úr farangri hans „grunsamlegar glósur". Vladimirov var rekinn úr liði Kasparovs - alsaklaus að flestra mati.

„Toilet-gate", speglunargleraugu, dulsálfræðingurinn Zoukhar, kaffibrúsar, tvö umslög fyrir einn biðleik, jógúrt. Þetta eru hugtök og nöfn sem tengjast öll tortryggni heimsmeistaraeinvígja.

Magnús Carlsen sem er 22 ára er mættur á heimavöll Anands með tölvuver í farangrinum, norskan kokk, foreldrana Henrik og Sigrúnu og systurnar Ellen og Ingrid, umboðsmanninn Espen Agdestein og aðstoðarmennina Jon Ludwig Hammer og Laurent Fressinet. Ýmsir fleiri verða „á kantinum", Kasparov hefur boðað komu sína og Anand hefur ekki vandað honum kveðjurnar en það mun eiga rætur að rekja til ummæla sem Garrí lét falla um taflmennsku hans meðan á HM-einvíginu við Gelfand stóð.

Það er skoðun undirritaðs að nokkur mikilvæg atriði gefi heimsmeistaranum Anand von þó hann sé 95 stigum lægri á stigalista FIDE. Í fyrsta lagi er það heimavöllurinn sem fyrir Magnús Carlsen og þá sem koma til Indlands í fyrsta sinn er framandi menningarsvæði sem tekur tíma að aðlagast. Í öðru lagi reynsla Anands og frábær árangur í heimsmeistaraeinvígjum og snilldar undirbúningur. Hafa ber í huga að Magnús er að heyja sitt fyrsta alvöru einvígi á ferlinum. Anand hefur hinsvegar háð HM-einvígi við Kasparov, Shirov, Kramnik, Topalov og Gelfand.

Engu að síður spá flestir því að Magnúsi sigri og hann verði þannig fyrsti Norðurlandabúinn til að verða heimsmeistari. Í breskum veðbönkum eru sigurhorfur hans taldar 3:1. Til samanburðar má geta þess að sigurhorfur Kasparovs gegn Short árið 1993 voru 4:1.

Norska pressan stendur á öndinni og flykkist til Indlands. Magnús og Anand munu tefla 12 kappskákir með venjulegum umhugsunartíma og hefjast þær kl. 9.30 að íslenskum tíma.

Skákirnar eru á dagskrá 9. nóvember, 10. nóvember, 12. nóvember, 13. nóvember, 15. nóvember, 16. nóvember, 18. nóvember, 19. nóvember, 21. nóvember, 22. nóvember, 24. nóvember og 26. nóvember.

Verði jafnt eftir 12 skákir tefla þeir fjórar at-skákir. Verði enn jafnt taka við tvær hraðskákir, síðan Armageddon-skák. Verðlaunaféð deilist í hlutföllunum 60% - 40%, en 55% - 45% verði jafnt eftir 12 skákir hafa verið tefldar.

Heimasíða einvígisins er:

http://chennai2013.fide.com.

Hægt verður að fylgjast með einvíginu á fjölmörgum vefsíðum.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.  

Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 10. nóvember 2013

Skákþættir Morgunblaðsins


Töp með minnsta mun í lokaumferðinni - Aserar Evrópumeistarar

HéðinnBæði íslensku liðin töpuðu með minnsta mun í níundu og síðustu umferð EM landsliða sem fram fór í dag í Varsjá. Íslenska liðið í opnum flokki fyrir sterku liði Spánverja. Þar vann Héðinn vann góðan sigur á hinum sterka stórmeistara Vellejo Pons (2705). Hjörvar gerði jafntefli. Kvennaliðið tapaði fyrir Englendingum. Þar vann Tinna KristínTinna og Lenka gerði jafntefli.

Íslenska liðið í opnum flokki endaði í 29. sæti af 38 liðum en fyrirfram var liðinu raðað í 28. sæti.

Aserar urðu Evrópumeistarar. Þeir voru aðeins einu sinni efstir á mótinu en það á hárréttum tíma! Frakkar, sem leiddu mótið mest allan tímann urðu aðrir og Rússar þriðju.

Íslenska liðið í kvennaflokki endaði í 31. sæti af 32 liðum en fyrirfram var íslenska liðið var það stigalægsta sem tók þátt.

Úkraínukonur urðu Evrópumeistarar, Rússar aðrir og Pólverjar þriðju.

Nánari fréttir síðar.

 

 


Viðureignir dagsins: Spánn og England

Lokaumferð EM landsliða hófst kl. 10. Liðið í opnum flokki Spánverjum en stelpurnar mæta Englendingum. Bæði liðin eru að tefla töluvert uppfyrir sig.

Opinn flokkur

Bo.28  ICELANDRtg-11  SPAINRtg0 : 0
13.1GMSTEINGRIMSSON, Hedinn2543-GMVALLEJO PONS, Francisco2705
13.2GMSTEFANSSON, Hannes2539-GMSALGADO LOPEZ, Ivan2610
13.3IMGRETARSSON, Hjorvar Steinn2511-GMILLESCAS CORDOBA, Miguel2614
13.4GMDANIELSEN, Henrik2502-GMKORNEEV, Oleg2637

Kvennaflokkur

Bo.32  IcelandRtg-23  EnglandRtg0 : 0
15.1WGMPtacnikova, Lenka2238-WFMChevannes, Sabrina L2200
15.2
Thorsteinsdottir, Hallgerdur1951-WGMCorke, Anya S2276
15.3
Finnbogadottir, Tinna Kristin1882-WFMGrigoryan, Meri2039
15.4
Kristinardottir, Elsa Maria1819-WFMBhatia, Kanwal K2039

 

 

 


EM: Sigur gegn Belgum

HenrikGóður sigur vannst á Belgum í áttundu og næstsíðustu umferð EM landsliða sem fram fór í dag. Henrik Danielsen vann en öðrum skákum lauk með jafntefli. Guðmundur Kjartansson var hetja liðsins ásamt Henrik en hann hélt jafntefli í erfiðri stöðu. Íslenska liðið hefur Elsa7 stig, er einu stigi á eftir Svíum, sem gerðu jafntefli við Búlgari. 

Frakkar og Aserar eru efstir fyrir lokaumferðina.

Íslenska kvennaliðið tapaði 0,5-3,5 fyrir sterkri sveit Króatíu. Elsa María gerði jafntefli.

Minnt er á lokaumferðin hefst fyrr en venjulega eða kl. 10.

 

Kveðja frá Varsjá,
Gunnar


EM-pistill - Tvö töp og eitt jafntefli í gær

005Bæði íslensku liðin töpuðu í gær með minnsta mun. Liðið í opnum flokki fyrir Búlgörum og stelpurnar fyrir Slóveníu. Íslenska fótboltaliðið gerði svo jafntefli við Króatíu. Formaður sendinefndar Króatíu talaði við mig um „friendly results. Króatar er víst pínulítið áhyggjufullur fyrir síðari leikinn. Í dag eru það Belgar og Króatar. Keppum við Króata á hverjum degi.

Viðureignir gærdagsins

Það leitt vel út gegn Búlgörum um tíma en Hjörvar hafði unnið tafl. 020Hann lék því miður niður í tímahraki og því fór sem fór. Henrik var seigur að halda jafntefli á fjórða borði. Hannes vann enn góðan sigur og virðist sífellt vera að bæta sig skákmaður síðustu misseri eftir skrykkjótt gengi um tíma. Héðinn náði sér aldrei á styrk gegn Topalov. Og það er líka ástæða fyrir því af hverju hann er með öll þessi skákstig!

Elsa María vann í gær. Mikilvægur sigur en Elsa hefur ófarsæl í góðum skákum á mótinu. Tinna og Lenka náðu sér aldrei á strik en Hallgerður náði jafntefli við mikilli seiglu og baráttu.

Viðureignir dagsins

024Andstæðingar dagsins eru Belgar. Þeir eru eilítið lakari en við (2478-2524). Fyrsta borðs maður þeirra hefur verið performa vel, hefur 5 vinninga í 7 skákum, og hefur tryggt stórmeistaraáfanga.  Belgarnir eru hér aðeins fjórir - eru varamannslausir. Hinum hefur ekki gengið vel.  Hjörvar hvílir í dag.

Við höfum aldrei mætt Belgum á EM enda taka þeir yfirleitt ekki þátt á EM. Við höfum hins vegar mætt þeim 10 sinnum á Ólympíuskákmóti á árunum á árunum 1933-1982. Unnið þá sjö sinnum, tapað tvisvar og gert eitt jafntefli. Staðan í vinningum er 26-14 okkur í vil.

Stelpurnar mæta Króötum.  Þær eru mun sterkari á pappírnum en við (2226-1993) en hefur alls ekki gengið vel á mótinu. Aðeins fyrsta borðs konan hefur staðið fyrir sínu. Vonandi hægt að ná ásættanlegum úrslitum í dag.

Við höfum mætt þeim tvívegis á Ólympíuskákmótum (2002 og 2008) 011og tapað í bæði skiptin. Staðan er ekki góð eða 0,5-6,5.

Toppbaráttan

Frakkar halda áfram sínu striki og gerðu jafntefli í gær við Asera. Þeir eru efstir með 12 stig og mæta Armeníu, sem er í 2.-3. sæti ásamt Aserum, í dag sem eru aðrir með 11 stig eftir sigur á Rússum.  Grikkir eru fjórðu með 10 stig og hafa sérdeilis slegið í gegn. Þeir mæta Aserum.

Úkraína leiðir í kvennaflokki með 13 stig og Armenía er í öðru sæti með 11 stig. Þessar þjóðir mætast í dag.Georgía, Rússland og Pólland hafa 10 stig.

 Norðurlandamótið

Svíar hafa tekið góða forystu á Norðurlandamótinu með góðum sigri á Póllandi (Futures) í gær. Við höfum fimm stiga ásamt Dönum og Finnum en erum hærri á stigum. Það er svolítið magnað að færðumst upp um eitt sæti þrátt fyrir tap!

Opinn flokkur (heildarkeppni - upphafleg röð)

  • 1. (23-25) Svíþjóð 7 stig
  • 2. (28-28) Ísland 5 stig (68,5)
  • 3. (31-26) Danmörk 5 stig (57,0)
  • 4. (34-32) Finnland 5 stig (44,5)
  • 5. (36-36) Noregur 4 stig

Danir mæta Finnum, Svíar mæta Búlgörum og Norðmenn Litháum.

Við erum einnig í öðru sæti í kvennaflokknum.

Kvennaflokkur (heildarkeppni - upphafleg röð)

  • 1. (28-29) Noregur 5 stig
  • 2. (30-32) Ísland 3 stig
  • 3. (32-31) Finnland 2 stig

ECU-fundur

026Í dag fór fram aðalfundur ECU. Ég hafði þar atkvæðisrétt bæði fyrir Íslands og Færeyjar.  Á næsta ári eru kosningar um forsetaembætti ECU og fundurinn bar þessi einhver merki en Zurab Azmaiparashvili mun í kvöld tilkynna forsetaframboð. Það sem vinnur á móti Silvio Danailov er að hann hefur ekki verið aðsópsmikill og gengið illa að fá peninga inn í ECU. Ég dreg hins vegar í efa Azmi sem er mjög umdeildur hafi mikinn möguleika.

FIDE beitir hann og ECU hreinu einelti á köflum. Það nýjasta var tilskipun sem barst nýlega þar sem völdin er beinlínis tekin af ECU varðandi Evrópumót. Þeir vilja afnema Sofíu-regluna á Evrópumótum og skipa dómara og áfrýjunarnefndir á EM-mótum. Menn innan ECU er alls ekki sáttir við þetta og þetta er hagsmunamál fyrir Ísland vegna EM 2015. Við viljum sjálfir hafa mikið um það að segja hverjir verði helstu dómarar. Viljum alls ekki að FIDE ávkeði það.

Danailov kom með tillögu um að breyta EM taflfélaga. Þar verði átta lið úrvaldseild (Championship League) og þar tefli allir við alla. Hin liðin tefli í Evrópudeildinni (Europa League).  Á hverju ári fari 2-4 lið á milli deilda.

Ég tók mig til og talaði á fyrsta skipta á aðalfundi á ECU-fundi þar sem ég lýsti andstöðu við þessa hugmynd. Það að geta mætt hverjum sem er á EM taflfélaga hentar miklu fremur hagsmunum íslenskra skákfélaga.

Tvær kosningar voru á fundinum. Fyrst á milli Vínar og Slóveníu varðandi EM öldungasveita. Vín var valinn mótsstaður með miklum yfirburðum.

Svo var kosið á milli þriggja staða um EM unglinga (Króatía, Ísrael og Slóvenía).  Króatía fékk 27 atkvæði af 48 mögulegum og fékk sigurinn strax í fyrstu lotu. Ísrael hlaut 16 atkvæði og var nokkuð svekkelsi á þeim bæ enda höfðu lagt á sig mikið til að fá keppnina.

Þeir sátu fyrir framan mig og voru með lista yfir líkleg atkvæði. Voru að velta því fyrir sér hverjir hefðu „svikið" enda töldu þeir sig hafa 20 atkvæði vís. Ég þurfti að leiðrétta þá því ég vissi um atkvæði til þeirra sem þeir höfðu ekki gert ráð fyrir. Fékk þá svarið. „Then it is even more complicated".

Króatía hafði þetta allan tíma í höndum sér að mínu mati. Gott boð, góður staður og hafa í gegnum tíðina staðið ákaflega vel að slíku mótshaldi.

Margeir

Margeir kvaddi okkur í gær. Það var gaman að fá hann í heimsókn. Margeir sem býr í Lliv í Úkraínu er farinn að tefla töluvert en þó eingöngu hraðskákir. Hann þekkir þar marga skákmenn en um 20 stórmeistarar eru í borginni. Við spjölluðum við hinn kunna þjálfara Adrian Mihalcisin í gær. Ég hef áður sagt frá því að marga sterka skákmenn vantar í lið þeirra. Lið þeirra er „veikt" - aðeins það fjórða sterkasta hér!  Skýringin er kominn. Þeir nota hér annað lið en teflir fyrir þá á HM landsliða sem hefst síðar í mánuðnum. Þar tefla þeirra helstu menn eins og Ivanchuk, Pono, Eljanov og Kryvo.

Að sögn Margeirs hafa skákmenn í Úkraínu það bara nokkuð fínt. Hafa góðar tekjur upp úr því að þjálfa, tefli í deildakeppnum í Úkraínu, Rússlandi, Þýskalandi og jafnvel víðar.

Minni á að lokaumferðin hefst kl. 10 í fyrramálið.

.

Kveðja frá Varsjá,
Gunnar


Magnus vann enn!

Anand og CarlsenMagnus Carlsen (2870) vann sjöttu heimsmeistaraeinvígisisn gegn Vishy Anand (2775). Magnus hafði svart og náði lítisháttar frumkvæði. Anand urðu á mistök á 60. leik sem dugðu Magnúsi til sigurs í 67 leikjum. Drengurinn hefur ótrúlega endataflstækni.

Staðan er nú 4-2 fyrir Magnúsi. Frídagur er á morgun. Sjöunda skákin fer fram á mánudaginn kl. 9:30.


Töp fyrir Búlgaríu og Slóveníu með minnsta mun

Bæði íslensku liðin töpuðu í sjöundu umferð EM landsliða sem fram fór í dag. Í opnum flokki tapaði liðið með minnsta mun fyrir Búlgörum þar sem Topalov var á fyrsta borði. Hannes Hlífar vann, Henrik gerði jafntefli en Héðinn og Hjörvar töpuðu. Í kvennaflokki tapaði íslenska liðið sama mun. Elsa María vann, Hallgerður Helga gerði jafntefli en Lenka og Tinna Kristín töpuðu.

Íslenska liðið í opnum flokki hefur 5 stig og er í 28. sæti og enn næstefst Norðurlandanna þrátt fyrir tap. Frakkar eru efstir með 12 stig. Aserar og Armenar koma næstir með 11 stig.

Í kvennaflokki er íslenska liðið í 30. sæti. Úkraínukonur eru efstar með 13 stig. Armenar eru aðrir með 11 stig.


Magnus Carlsen vann fimmtu skákina!

Anand og CarlsenMagnus Carlsen (2870) vann fimmtu skák heimsmeistaraeinvígins gegn Vishy Anand (2775). Norðmaðurinn fékk örlítið betra tafl út úr byrjunni. Anand lék ónákvæmt í 45. leik sem Magnús nýtti sér vel og vann skákina 13 leikjum síðar. Staðan er nú 3-2.

Sjötta skákin fer fram á morgun og hefst kl. 9:30.

EM-pistill nr. 6 - Danir lagði - Héðinn teflir við fyrrum heimsmeistara

 

Héðinn undirbýr fyrir að leika

Danir voru lagðir í gær. Einhvern er það þannig að fátt er skemmtilegra að vinna en Dani. Héðinn  vann mjög góðan sigur á fyrsta borði gegn Sune Berg Hansen þar sem góður undirbúningur fyrir skákina skilaði sér mjög vel. Öðrum skákum lauk með jafntefli. Hannes Hlífar þurfti að verjast vel og til að tryggja jafntefli í sinni skák og þar með sigur gegn Dönum. Stelpurnar gerðu 2-2 jafntefli  við Finna þar sem Lenka og Hallgerður unnu á fyrsta og öðru borði.

 

Viðureignir gærdagsins

Íslenska liðiðFyrir viðureignina var líklegt að um yrði að ræða jafna og skemmtilega viðureign. Það gekk eftir. Liðin eru mjög áþekk af styrkleika. Mesti stigamunur á milli manna voru 35 skákstig

Ekkert tap var gremjulegra fyrir okkur á EM 2007 en tapið fyrir Dönum. Og mig grunar að þeir vilji tapa fyrir flestum öðrum en okkur.

Henrik var fljótur að jafna taflið á fjórða borði gegn Mads Andersen. Jafntefli samið um leið og 40 leikjum var náð - en það má ekki semja fyrr. Hjörvar náði smá frumkvæði gegn Allan Stig Rasmussen en ekki nóg að til að vinna. Þráteflt.

Héðinn átti skák dagsins á fyrsta borði gegn Sune Berg Hansen. Héðinn var bersýnilega afar vel undirbúinn og á einum punkti hafði hann 1.13 eftir á klukkunni á meðan Sune hafði aðeins 0.22.  Héðinn saumaði jafnt og þétt að Sune og hafði sigur. Mjög góð skák.

Þá sátu bara Hannes Hlífar og Davor Palo eftir. Palo var peði yfir í endatafli með drottningar og Skellihlegið við upphaf umferðarmislita biskupa. Palo fann enga leið til að vinna og jafntefli samið eftir ríflega 90 leiki.

Lars Schandorff fjallar um viðureignina á heimasíðu danska skáksambandsins undir fyrirsögninni  Vikingeskak.

Þar segir meðal annars:

Island lugtede blod, da det blev klart, at de skulle op imod Danmark i sjette runde af EM. Der er nok ingen, de hellere vil slå end os......

Det mest mærkelige, når man møder Island er, at de har Henrik Danielsen med. Det er i hvert fald lidt kunstigt for os, der har kendt ham helt tilbage fra juniortiden. De problemer har Mads ikke. For ham er Danielsen bare islænding......

Facit: Et irriterende 2½-1½ nederlag.

Ísland-FinnlandStelpurnar gerðu 2-2 jafntefli við Finna. Þriðja jafntefli okkar í keppninni. Lenka og Hallgerður unnu góða sigra á fyrsta og öðru borði og sérstaklega ánægjulegt að sjá Hallgerði fara í gang en hún hefur verið ófarsæl á mótinu - ekki með jafn marga vinninga og stöðurnar hafa boðið upp á.

Jóhanna og Elsa áttu hins vegar ekki góðar skákir. Jóhanna lék af sér manni og Elsa tefldi heldur ekki sannfærandi.

Viðureignir dagsins

Við mætum Búlgörum í dag. Þeir hafa oft verið sterkari og í lið þeirra vantar nokkra lykilmenn þar á meðal Cheparinov og Georgiev. Fyrsta borðs maðurinn Topalov er samt ekki árennilegur!

Við höfum aðeins mætt þeim einu sinni á EM. Það var árið 2003. Þá töpuðum við 1-3. Þröstur og Stefán gerðu jafntefli á 1. og 2. borði.

Við höfum hins vegar mætt þeim tíu sinnum á Ólympíuskákmóti, síðast árið 1988. Höfum unnið þá Helgi og Hannesþrisvar, tapað fimm sinnum og tvö jafntefli.  Staðan er 17,5-22,5.

Stelpurnar mæta sveit Slóveníu. Þeir hafa aldrei mætt þeim áður á EM en þrívegis á Ólympíuskákmóti á árunum 2002-2008. Okkur hefur gengið illa á móti ávallt tapað. Skorið er 2-8.

Toppbaráttan

Frakkar halda áfram með sparihliðarnar. Þeir unnu Grikki í gær og leiða með 11 stig af 12 mögulegum. Aserar sem unnu Georgíumenn eru komnir í annað sæti með 10 stig. Rússar sem unnu Rúmena naumlega og Armenar sem sigruðu Ungverja eru í 3.-4. sæti með 9 stig.

HenrikÞað er engin smá pörun í dag því annars vegar mætast Aserar og Frakkar og hins vegar Rússar og Armenar.

Úkraínukonur eru efstar í kvennaflokki með 11 stig. Armenía, Georgía og Pólland I og III eru í 2.-5. sæti með 9 stig. Pólland I vann óvæntan sigur á Rússum.

Norðurlandamótið

Við erum í öðru sæti á Norðurlandamönnum - með jafn mörg stig og Svíar.

Opinn flokkur (heildarkeppni - upphafleg röð)

  • 1. (26-25) Svíþjóð 5 stig (51,0)
  • 2. (29-28) Ísland 5 stig (43,0)
  • 3. (31-26) Danmörk 4 stig
  • 4. (34-32) Finnland 3 stig
  • 5. (36-36) Noregur 2 stig

Svíar mæta Póllandi (Futures), Danir Lettum, Finnar Wales-verjum og Norðmenn Makedóníumönnum.

Við erum einnig í öðru sæti í kvennakeppninni.

Kvennaflokkur (heildarkeppni - upphafleg röð)

  • 1. (24-29) Noregur 5 stig
  • 2. (29-32) Ísland 3 stig
  • 3. (32-31) Finnland 2 stig

Hitt og þetta.

Aðalfundur ECU er á morgun og er komin ákveðin spenna í loftið. Hinn mjög svo umdeildi Georgíumaður, Zurab Azmaiparashvili, mun á morgun tilkynna umframboð sitt sem nýr forseti ECURússland - Armenía en kosningarnar fara fram á næsta ári í Tromsö. Talið er að Kirsan-fólið muni styðja hann. Mögulegt er að harkalega verði sótt að Daniliov, núverandi forseta ECU, á fundinum og verð ég var við taugatitring í þeim herbúðum.

Margeir Pétursson kom til Varsjár í gær og verður hér til morguns. Margir skákmenn hér þekkja Margeir og heilsa kappanum innilega.

Mikil kosningabarátta er um EM ungmenna 2015. Þrjú lönd sækjast eftir mótinu en það eru Slóvenía, Króatíu og Ísrael. Slóvenar eru ekki taldir hafa mikla möguleika og baráttan á milli Króatíu og Ísrael.

Króatarnir króuðu mig af í morgun til að ræða málin - hluti tímans fór reyndar í spjall um fótbolta! Næsta verkefni mitt - eftir að hafa klárað pistilinn - er að ganga frá samningi við bar um að sýna okkur leikinn!

Kveðja frá Varsjá,
Gunnar


Viðureignir dagsins: Héðinn mætir Topalov!

Héðinn og Sune heilsast við upphaf skákarÞá eru viðureignir dagsins ljósar. Í opnum flokki mætum við sveit Búlgaríu sem er töluvert stighærri en okkar (2583-2524). Munar þar mestu að á fyrsta borði teflir fyrrum heimsmeistari í skák, Veselin Topalov (2774), níundi stigahæsti skákmaður heims. Héðinn Steingrímsson (2543) fær það verðuga verkefni að tefla við han.

Stelpurnar mæta sveit Slóvena sem er allnokkru sterkari en við (2132-1993).

Viðureignirnar hefjast kl. 14.

Opinn flokkur:

Búlgarar eru stigahærri á fyrsta og þriðja boði en við erum stigahærri á því fjórða. Jafn stigaháir menn á öðru borði.


Bo.21  BULGARIARtg-28  ICELANDRtg0 : 0
13.1GMTOPALOV, Veselin2774-GMSTEINGRIMSSON, Hedinn2543
13.2GMRUSEV, Krasimir2539-GMSTEFANSSON, Hannes2539
13.3GMPETKOV, Vladimir2570-IMGRETARSSON, Hjorvar Steinn2511
13.4IMDIMITROV, Radoslav2445-GMDANIELSEN, Henrik2502


Kvennaflokkur:

Við erum stigahærri á fyrsta borði en að öðru leyti er Slóvenar stigahærri. Munurinn er mestur á öðru borði.

Bo.27  SloveniaRtg-32  IcelandRtg0 : 0
15.1WGMSrebrnic, Ana2198-WGMPtacnikova, Lenka2238
15.2WGMKaps, Darja2221-
Thorsteinsdottir, Hallgerdur1951
15.3
Unuk, Laura1991-
Finnbogadottir, Tinna Kristin1882
15.4
Orehek, Spela2026-
Kristinardottir, Elsa Maria1819


« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.8.): 26
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 148
  • Frá upphafi: 8779272

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband