Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Skákheimsókn á Suđurland

 

P1000973
Ţađ má međ sanni segja ađ skáklíf á Suđurlandi hafi veriđ í sókn síđustu misserin, og fjöldinn allur af öflugu fólki lagt sitt af mörkum. Fischer-setriđ var formlega sett á laggirnar síđasta sumar. Međ tilkomu safnsins varđ til ákveđin skákmiđstöđ á Selfossi; í setrinu hefur hiđ kraftmikla félag SSON ađsetur sitt jafnframt ţví ađ Helgi Ólafsson kennir ţar hvern laugardag á námskeiđum Skákskóla Íslands

 

Skákkennsla í grunnskólunum hefur einnig aukist mikiđ, ekki síst á Hellu ţar sem Björgvin Smári Guđmundsson sér um kennsluna. Skákkennslan á Hellu er kennd í hringekjuformi, svokölluđu SNS: stćrđfrćđi, nýsköpun, skák. Fer vel á ţví ađ ţessar greinar eru kenndar saman ţar sem ćtla má ađ ţćr reyni á svipađa ţćtti hugans eins og ímyndunarafl og rökhugsun.

 

P1000970

 

Í tilefni Skákdagsins, sem er á sunnudaginn, fór Stefán Bergsson í heimsókn á Hellu í fyrradag og tefldi fjöltefli viđ 54 nemendur skólans.  Fjöltefliđ gekk vel í alla stađi og ljóst var ađ nemendur kunnu allmikiđ fyrir sér margir hverjir, enda fór svo ađ ţrír ţeirra lögđu Stefán og tveir náđu jafntefli. Grunnskólinn á Hellu mun taka ţátt á Íslandsmóti grunnskólasveita í stúlknaflokki sem fer fram á morgun og er sú ţátttaka mikiđ fagnađarefni.

 

P1000986

 

Í gćrmorgun var svo förinni heitiđ ađeins lengra, til Hvolsvallar, í Hvolsskóla. Alţjóđlegi meistarinn og ökuţórinn Jón Viktor Gunnarsson slóst međ í för. Eftir ansi athyglisverđa ferđ yfir Hellisheiđi, sem var lokađ skömmu síđar vegna stórhríđar, tefldu Jón Viktor og Stefán fjöltefli viđ rúmlega 30 nemendur skólans. Ţó nokkur skákáhugi er í skólanum og fullt tilefni til ađ taka upp reglulega skákkennslu. Stefán varđ klossmátađur í einni skákinni en Jón Viktor sýndi ungdómnum litla miskunn. Svo virđist ţó sem hann hafi orđiđ eitthvađ meyr í heita pottinum ţar sem hann bauđ Ísólfi Gylfa Pálmasyni jafntefli í ákjósanlegri stöđu. Sveitastjórinn hćldi Jóni fyrir drenglyndi sitt og tefldi svo viđ unga nemendur sem höfđu kíkt í pottinn. Ísólfur Gylfi sýndi ađ hann er ágćtis skákmađur, lćrđi ađ tefla af ömmu sinni fćddri 1889 og bađ ađ lokum kćrlega ađ heilsa Friđriki Ólafssyni, sem hann bar mikiđ lof á.

 

P1000993

 

Á heimleiđ var komiđ viđ á Selfossi og Hveragerđi og ţeim laugum fćrđ sundlaugarsett. Nú má ţví tefla víđ í heitum pottum Suđurlands.Fullar forsendur eru fyrir áframhaldandi vexti í skáklífi Suđurlands.

Myndaalbúm 


Kapptefliđ um Friđrikskónginn - Gunnar Gunnarsson vann fyrsta mótiđ

Gunnar GunnarssonFyrsta umferđ mótarađarinnar um Taflkóng Friđriks fór fram sl. fimmtudag í Gallerý Skák og voru margir  öflugir meistarar mćttir til leiks. „Hart var barist og hart var varist"  eins og vćnta mátti og mikil og góđ stemming á mótsstađ eins og jafnan ţegar er gamlir kunningjar og keppinautar koma saman í bland viđ nýja.  

Keppnin er haldin í tengslum viđ „ Skákdaginn" eđa vikuna sem hefst formlega á morgun 26. janúar á afmćlisdegi meistarans Friđriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga.

Svo fór ađ ađ lokum ađ aldursforsetinn Gunnar Kr. Gunnarsson varđ efstur ađ stigum međ 8 vinninga af 11 mögulegum Björgvin Víglundsson var jafn honum ađ vinningum en hlaut 8 stig fyrir annađ sćtiđ en Gunnar 10. Guđfinnur R. Kjartansson leiddi mótiđ lengst af, en hann gerđi sér lítiđ fyrir og vann bćđi Gunnar og Björgvin en tapađi óvćnt í lokaumferđinni fyrir Árna Thoroddsen, hinum öfluga umsćkjanda um útvarpsstjóraembćttiđ.  Ţvgaller_sk_k-_vettvangsmynd_23_01_2014_25_1_2014_00-38-11.jpg verđur ađ teljast ađ Árni hafi sett mark sitt á mótiđ međ eftirminnilegum hćtti.

Ţrjú bestu mót hvers keppanda af fjórum telja til stiga og vinnings og ţátttaka í tveimur mótum ţarf til ađ teljast međ. Skákkvöldin í Gallerýinu hefjast kl. 18 öll fimmtudagskvöld og ţau eru öllum opin - óháđ aldri eđa félagsađild.

Á međf. mótstöflu má sjá úrslit mótsins nánar  og stigastöđuna eftir fyrsta mótiđ af fjórum:

 

2014_gallery_portrait2.jpg

 

 


Víkingaklúbburinn heldur Friđriksmótiđ í tilefni Skákdagsins

Víkingaskákmenn halda upp á skákdaginn mikla međ pompi og prakt á veitingastađnum Classic Rock viđ Ármúla sunnudaginn 26. janúar kl 16.00.  Tefld verđur Víkingahrađskák.   Skákdagurinn mikli er haldin til heiđurs fyrsta stórmeistara Íslendinga Friđrik Ólafsyni. 

Sigurđur einn efstur á Skákţingi Akureyrar

Sigurđur EiríkssonÍ gćrkvöldi fór fram 4. umferđ Skákţings Akureyrar. Allar skákirnar voru frá 32 til 38 leikir. Fyrstir til ađ ljúka sinni skák voru Símon Ţórhallsson og Tómas Veigar. Hafđi Símon hvítt og upp kom kóngindversk vörn. Tómas fór í vafasamt drottningaflan og át eitrađ peđ í 17. leik. Viđ ţađ lokađist drottningin inni og varđ hann ađ gefa hana fyrir hrók. Úrvinnslan var fumlaus hjá Símoni og gafst Tómas upp í 32. leik.

Í skák Andra og Sigurđar var ţung undiralda. Andri lék ónákvćmt í seinni hluta miđtaflsins og ţađ nýtti Sigurđur sér vel. Peđastađa Andra var viđkvćm og ţau tóku ađ falla hvert á fćtur öđru uns Andri gafst upp í 38. leik.

Hjörleifur hafđi hvítt gegn Jóni og tefldu ţeir lokađa afbrigđiđ af Sikileyjavörn. Hjörleifur tefldi nokkuđ passíft og nýtti Jón sér ţađ vel. Hann skipti upp á virku mönnum hvíts og bćtti stöđu sína jafnt og ţétt. Ađ lokum reiddi hann hátt til höggs og hvíta stađan hrundi.  Hvítur gafst upp í 36. leik. Mjög vel teflt hjá Jóni.

Í skák Rúnars og Haraldar kom einnig upp lokađa afbrigđi Sikileyjavarnar eđa kóngindversk árás. Svartur náđi frumkvćđinu og tefldi stíft til vinnings en Rúnar stóđst atlöguna vel og ţeir sćttust á skiptan hlut í 37. leik.

Skák Loga og Jakobs var í jafnvćgi allan tímann. Ţeir sömdu jafntefli í 37. leik ţegar sýnt ţótti ađ hvorugur kćmist neitt áfram.

Eftir úrslit dagsins leiđir Sigurđur Eiríksson mótiđ međ fullt hús stiga og hálfan vinning í forskot á Jón Kristinn og Harald.


Guđmundur sigrar međ fullu húsi

Guđmundur Gunnarsson var öruggur sigurvegari á Atskákmóti Skákfélags Sauđárkróks sem lauk nú í vikunni. Gerđi Guđmundur sér lítiđ fyrir og sigrađi alla andstćđinga sína og hlaut 7 vinning. Í öđru sćti varđ Jón Arnljótsson međ 5˝ vinning og ţriđji Unnar Ingvarsson međ 5 vinninga. Alls tóku 8 skákmenn ţátt í mótinu.

Nćsta ţriđjudagskvöld hefst meistaramót félagsins. Teflt verđur eftir tímamörkunum 1:30 klst + 30 sec á leik. Mikilvćgt er ađ skrá sig til leiks á mótiđ, sem verđur 5 umferđir, sem tefldar verđa nćstu ţriđjudagskvöld.

Heimasíđa Skákfélags Sauđárkróks


Stúlknamót um helgina

Íslandsmót grunnskólasveita 2014 - stúlknaflokkur

Íslandsmót grunnskólasveita 2014 - stúlknaflokkur fer fram laugardaginn 25. janúar nk. í Rimaskóla, Reykjavík.

Hver skóli má senda fleiri en eina sveit.  Hver sveit er skipuđ fjórum keppendum (auk varamanna).  Mótiđ hefst kl. 12  og tefldar verđa 7 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma.

Skráning fer fram hér. Upplýsingar um skráđar sveitir má nálgast hér.

Íslandsmót stúlkna 2014 - einstaklingskeppni

Íslandsmót stúlkna 2013 - einstaklingskeppni fyrir stúlkur á grunnskólaaldri fer fram, á sjálfan Skákdaginn, sunnudaginn 26. janúar nk. í Skáksambandi Íslands, Faxafeni 12 og hefst kl. 11.

Veitt verđa verđlaun í tveimur flokkum.

Fćddar 1998-2000.

Fćddar 2001 og síđar.

Tefldar verđa 10 mínútna skákir - umferđafjöldi fer eftir fjölda ţátttakenda.

Samhliđa mótinu verđur tefld Peđaskák sem er ćtlađ ungum keppendum sem hafa nýlega byrjađ ađ tefla.

Skráning fer fram hér. Upplýsingar um skráđar keppendur má nálgast hér.

Skráningar í bćđi mót ţurfa ađ berast í sl. 24. janúar nk. fyrir hádegi.


Bragi og Björgvin efstir á Nóa Síríus mótinu

Guđmundur og Bragi - hver er í speglinum?Alţjóđlegu meistararnir Bragi Ţorfinnsson (2454) og Björgvin Jónsson (2340) eru efstir međ fullt hús ađ lokinni ţriđju umferđ Nóa Síríus-mótsins - Gestamóts GM Hellis og Breiđabliks sem fram fór í kvöld í Stúkunni í Kópavogi. Bragi vann Guđmund Gíslason (2316) en Björgvin hafđi betur gegn Halldóri Grétari Einarssyni (2190) í maraţonskák. Ţorsteinn Ţorsteinsson (2243) gerđi sér lítiđ fyrir og lagđi stórmeistarann Ţröst Ţórhallsson (2445) í hörkuskák.Björgvin og Halldór í mjög ţungum ţönkum

Átta skákmenn hafa 2˝ vinning og ljóst ađ allt getur gerst á mótinu.

Sem fyrr var töluvert um óvćnt úrslit. Ţröstur Árnason (2267) heldur áfram ađ gera góđa hluti og gerđi jafntefli viđ Dag Arngrímsson (2381) en í annarri umferđ vann hann Karl Ţorsteins. Björgvin S. Guđmundsson (1914) gerđi jafntefli viđ Lenku Ptácníková (2245) og Vignir Vatnar Stefánsson Hallgerđur, Elsa og Vignir(1800) sýndi hvers hann er megnugur í endatöflum međ sigri gegn Baldri A. Kristinssyni (2181).

Nćsta umferđ

Fjórđa umferđ mótsins fer fram nk. fimmtudagskvöld. Ţá mćtast međal annars: Bragi-Björgvin, Elvar-Stefán, Davíđ-Jón Viktor, Ţröstur Á-Björn og Ţorsteinn-Dagur A.

  

Hannes byrjar vel á móti í Kosta Ríka

HannesStórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2560) tekur ţátt í alţjóđlegu móti í Kosta Ríka sem hófst í gćr međ tveimur skákum. Hannes vann ţćr báđar en andstćđingar gćrdagsins voru fremur stigalágir (1843-2077).  Í dag verđa einnig tefldar tvćr umferđir og gera má ţá ráđ fyrir ađ róđurinn ţyngist en mótiđ sem er níu umferđa tekur ađeins fimm daga.

Alls taka 123 skákmenn ţátt í mótinu og ţar af eru sjö stórmeistarar og átta alţjóđlegir meistarar. Hannes er nr. fjögur í stigaröđ keppenda.

 


Skákţing Reykjavíkur: Skákir sjöttu umferđar

P1000926Kjartan Maack hefur slegiđ inn skákir sjöttu umferđar Skákţings Reykjavíkur. Ţćr fylgja međ sem viđhengi. Ţar má finna margar athyglisverđar skákir en brot af ţví besta úr umferđinni verđur ađ finna í skákdálki Fréttablađsins nćstu daga.

 

 


Stúlknamót fara fram um helgina

Íslandsmót grunnskólasveita 2014 - stúlknaflokkur

Íslandsmót grunnskólasveita 2014 - stúlknaflokkur fer fram laugardaginn 25. janúar nk. í Rimaskóla, Reykjavík.

Hver skóli má senda fleiri en eina sveit.  Hver sveit er skipuđ fjórum keppendum (auk varamanna).  Mótiđ hefst kl. 12  og tefldar verđa 7 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma.

Skráning fer fram hér. Upplýsingar um skráđar sveitir má nálgast hér.

Íslandsmót stúlkna 2014 - einstaklingskeppni

Íslandsmót stúlkna 2013 - einstaklingskeppni fyrir stúlkur á grunnskólaaldri fer fram, á sjálfan Skákdaginn, sunnudaginn 26. janúar nk. í Skáksambandi Íslands, Faxafeni 12 og hefst kl. 11.

Veitt verđa verđlaun í tveimur flokkum.

Fćddar 1998-2000.

Fćddar 2001 og síđar.

Tefldar verđa 10 mínútna skákir - umferđafjöldi fer eftir fjölda ţátttakenda.

Samhliđa mótinu verđur tefld Peđaskák sem er ćtlađ ungum keppendum sem hafa nýlega byrjađ ađ tefla.

Skráning fer fram hér. Upplýsingar um skráđar keppendur má nálgast hér.

Skráningar í bćđi mót ţurfa ađ berast í sl. 24. janúar nk. fyrir hádegi.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 4
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 8779233

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband