Færsluflokkur: Spil og leikir
21.4.2014 | 16:44
Magnus byrjar vel á minningarmóti um Gashimov
Magnus Carlsen (2881) byrjar með látum á minningarmótinu um Vugar Gashimov sem hófst í gær í Shamkir í Aserbaídsjan. Í fyrstu umferð vann Shakhriyar Mamedyarov (2760) og í þeirra annarri lagði hann Hikaru Nakamura (2772). Sex skákmenn taka þátt og tefld er tvöföld umferð. Öllum öðrum skákum hefur lokið með jafntefli og er því Norðmaðurinn ungi þegar kominn með vinningsforskot.
Stigatala Carlsen eftir þessar tvær skákir er 2889 og því styttist óðum í 2900 skákstiga-múrinn.
Á morgun teflir Carlsen við Karjakin (2772).
Heimasíða mótsins (beinar útsendingar hefjast kl. 10)
21.4.2014 | 11:09
Heimir Páll: Pistill frá Pardubice
Þá er haldið áfram með birtingu pistla frá síðasta ári. Að þessu sinni er það pistill Heimis Páls Ragnarssonar frá Czech Open.
Haldið var af stað til Tékklands þann 19. júli til að taka þátt í Czech Open. Dawid Kolka og Felix voru með ásamt pabba Felix honum Steinþóri. Ég hef aldrei áður komið til Tékklands og fannst mér Prag mjög flott borg en við forum þangað fyrst áður en við komum til Pardubice þar sem skákmótið var haldið. Við fengum fínt hótelherbergi, bara við strákarnir sér, Steinþór var i öðru herbergi. Steinþór og pabbi voru samt eitthvað að kvarta yfir engri loftræstingu.
Þegar við mættum fyrsta skákdag á staðinn þar sem mótið var haldið þá fannst mér frekar heitt enda var líka um 34-37 stiga hiti úti alla ferðina. Þetta var í stórum íþróttasal, íshokkíhöll held ég. Ég verð að viðurkenna að fyrir fyrstu skákina þá var ég stressaður. Ég lenti á móti gömlum Tékka sem var með 1770 elo stig. Ég náði góðu jafntefli sem ég var mjög sáttur við. Lék þar góðum drottningarleik sem tryggði mér þráskák.
Steinþór hafði það sem reglu að fyrir hverja umferð að við skildum fara með honum yfir skákina frá umferðinni áður og reyna að skoða næsta andstæðing. Eftir skákgreiningu gerðum við oft eitthvað skemmtilegt áður en næsta umferð byrjaði. Fyrir aðra umferð fórum við t.d. í borðtennis. Í þeirri umferð lenti ég á móti öðrum tékkneskum manni sem var með um 1750 stig og gerði ég þar einnig jafntefli í hörkuskák.
Í þriðju umferð vann ég rússneskan strák sem var einu ári yngri en ég en hann var með 1755 stig. Ég var minna stressaður nú en fyrir fyrstu skákina.
Sama dag var tefld 4. umferð þar sem ég tapaði fyrir öðrum Tékka en hann var með 1823 stig. Langur dagur fengum okkur KFC og horfðum á bíómynd. Okkur strákunum gekk illa á tvöfalda deginum - töpuðum allir.
Steinþór fór með okkur í Lazertag fyrir 5. umferð, það var mjög gaman.
Fimmta og sjötta umferð voru ekki góðar, lék af mér illa í 19. leik og tapaði fyrir enn einum Tékkanum með yfir 1700 stig. Hefði vel getað haldið jafntefli á móti þýskri stelpu í 6 umferð en missti af því. Hér hafði ég tapað þremur skákum í röð og sjálfstraustið svoldið farið. En ég átti mjög góðan endasprett!
Pabbi kom eftir 6. umferð og var með okkur út ferðina. Eftir skákgreiningu fórum við í mjög skemmtilegt klifur í köðlum hátt uppi og var það frábært.
Í sjöundu umferð náði ég góðum sigri á móti þýskum manni með 1616 stig, hefði reyndar geta tapað en eftir skákina sá ég að hann hefði lokað drottninguna mína inni.
Í áttundu og næstsíðustu umferðinni var ég búinn að fá sjálfstraustið aftur eftir sigurinn í umferðinni áður. Þessi skák var miklu styttri en hinar eða aðeins 17 leikir. Ég bauð jafntefli þar sem mér fannst staðan vera mjög jöfn eða jafnvel verri á mig.
Átti langa góða skák á móti þýskri skákkonu með rúmlega 1700 stig í síðustu umferð. Í lok skákar var ég með mjög lítinn tíma en auka 30 sekúndur á leik urðu til þess að ég gat klárað það sem ég ætlaði mér. Semsagt góður sigur í síðustu skák. Mín besta skák á mótinu sem ég skýri hérna á eftir.
Ég lærði mikið í þessari ferð enda töluvert öðruvísi en því sem ég var vanur heima. Fyrir frammistöðuna hækkaði ég um heil 49 skákstig.
Heimir Páll Ragnarsson.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2014 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Skrítin mynstur "Houdini"

Svartur leikur og vinnur.
Þessi staða kom upp í 2. umferð Wow air-mótsins" sem Taflfélag Reykjavíkur stendur fyrir. Greinarhöfundur fór yfir skákina með Degi sem vann eftir mistök Guðmundar í tímahraki. Eins og stundum þegar kappskák lýkur eiga forrit á borð við Houdini" síðasta orðið um ýmsar erfiðar ákvarðanir sem skákmenn hafa tekið. Hið kalda mat forritanna er nákvæmt. Á svipstundu dæmdi Houdini" þessa stöðu unna á svart og vinningsleiðin er einhvern veginn svo ómannleg" að við skelltum upp úr:
Eftir 35. ... Hf2! vinnur svartur í öllum afbrigðum og það flóknasta lítur svona út: 36. hxg6 f5! 37. exf5 De3! 38. Hg2 Hf1+ 39. Hg1 Hf4 40. Dg3 De4+ 41. Hg2 Hh4+ 42. Kg1 Db1+ 43. Kf2 Dxf5+ 44. Kg1 Db1+ 45. Kf2 Dc2+ 46. Kf1 Dc1+ 47. Kf2 Hf4+
Og ef nú 48. Ke2 tilkynnir Houdini" mát í 7 leikjum! Þekkt mynstur geta ekki hjálpað manni til að finna þessa vinningsleið og rökfræði á borð við þá sem Capablanca notaðist stundum við; að telja mennina sem voru í sókninni gegn þeim sem voru að verjast - að kónginum meðtöldum, gagnast lítið í þessari stöðu.
Dagur Ragnarsson er með sigrinum kominn með 2 vinninga á Wow air-mótinu" og er í efsta sæti ásamt Hjörvari Steini Grétarssyni. Friðrik Ólafsson tók sér frí í tveimur fyrstu umferðunum en á að tefla við Sigurð Pál Steindórsson í 3. umferð.
Undirritaður spurði Daða Örn Jónsson tölvufræðing, okkar mesta sérfræðing í hugbúnaðarmálum skákarinnar, um framþróun forrita og hann tók dæmið um Dimmblá" sem lagði Kasparov að velli vorið 1997. Þó að ofurtölva IBM, sem var með sérhannaðan vélbúnað, hafi getað reiknað 200 milljón stöður á sekúndu er hún, að mati Daða, lakari skákvél" en Houdini" og Stockfish" sem reikna 10 sinnum færri leiki á sekúndu en vinsa strax úr vitlausu leikina og einbeita sér að þeim betri.
Gömul saga úr aðdraganda heimsmeistaraeinvígisins 1972 rifjaðist upp. Bobby Fischer kom hingað til lands í vetrarbyrjun það ár til að kanna aðstæður og mætti á 1. umferð Reykjavíkurmótsins í febrúar 1972. Þar sem hann hallaði sér upp við súlu í kjallara Glæsibæjar hékk þessi staða uppi:
Stein er með koltapað tafl," sagði Bobby við Guðmund G. Þórarinsson, forseta SÍ, sem stóð við hlið hans. Ungur piltur sem annaðist sýningarborðið setti borða á sýningartaflið þar sem á stóð: jafntefli.
Gaf Stein?" spurði Bobby Fischer en þegar Guðmundur kvað nei við gekk meistarinn úr salnum. Keene virtist líta á sovéska stórmeistara sem einhverskonar hálfguði og tók jafnteflistilboði Stein. Eftir stóð samt spurningin: Hvað sá Bobby Fischer? Fyrir 15 árum eða svo þegar ég lét forritið Chess Genius" malla á þessari stöðu var ekki hægt að sanna að staða hvíts væri unnin. Um daginn skellti ég lokastöðunni aftur inn í tölvu. Nú tók Houdini" við. Þá var niðurstaðan allt önnur:
17. Rxc6 bxc6 18. Bd6! Be6 19. Hb7 Dxd1 20. Hxd1 Bf8 21. Be5 Hg8 22. Bf6! Bg7
Þessi furðulegi leikur sem varla byggist á nokkru þekktu mynstri" vinnur. Eftir 23. ... Bf8 24. Bg5 á svartur enga haldgóða vörn gegn hótuninni. 25. Bf3.
Bobby Fischer hafði rétt fyrir sér í Glæsibæ forðum, hvíta staðan er unnin.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is----------------------------------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 13. apríl 2014
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2014 | 16:07
Allan Stig Rasmussen Danmerkurmeistari í skák
Stórmeistarinn Allan Stig Rasmussen (2499) varð í dag Danmerkurmeistari í skák í þriðja sinn Allan Stig gerði stutt jafntefli í lokaumferðinni við Jakob Van Glud (2516), eitthvað sem verður bannað á Íslandsmótinu í skák, og tryggði sér þar með titilinn.
Rasmussen hlaut 7 vinninga í 9 skákum. Stórmeistarinn Sune Berg Hansen (2569) varð annar með 6 vinninga og Jacob Aagaard (2520) og Van Glud urðu jafnir í 3.-4. sæti með 5½ vinning.
Lokastöðuna má nálgast hér.
20.4.2014 | 15:50
Blindi snillingurinn sigraði á skákmóti Hróksins í Ittoqqortoormiit





20.4.2014 | 13:19
Páskaskákmót GM-Hellis í Húsavík á morgun
Hið árlega Páskaskákmót GM-Hellis á norðursvæði fer fram í Framsýnarsalnum á Húsavík á morgun, annan í Páskum. Mótið hefst kl 15:00 og áætluð mótslok eru um kl 17:00. Tefldar verða skákir með 10 mín umhugsunartíma á mann að viðbættum 5 sek fyrir hvern leik.
Mótið er öllum opið en teflt verður í fullorðinsflokki og flokki 16 ára og yngri. Allir keppendur fá páskaegg í verðlaun. Sigurvegarinn ver heim með glæsilegan farandbikar.
Mótsgjald er kr 500 á alla.
Skráning í síma 821 3187.
20.4.2014 | 12:01
Bein útsending frá Aserbaídsjan
20.4.2014 | 08:36
Mikael Jóhann: Pistill frá Pardubice
Við höldum áfram með pistlabirtingar. Í dag er pistill norðansveinsins Mikaels Jóhanns Karlssonar frá Czech Open í Pardubice.
Ég ákvað að taka þátt í Czech Open 2013 sem er eitt fjölmennasta og virtasta opna skákmót í heiminum. Mótið er haldið í Pardubice sem er borg aðeins minni en Reykjavík í u.þ.b. klukkutíma fjarlægð frá Prag. Ég lagði af stað til Keflavíkur um 4 um nóttina með félögum mínum og við flugum þaðan á London Gatwick flugvöllinn sem er leiðinlegasti flugvöllur sem ég hef farið á og biðum þar eftir flugi til Prag í 6-7 klukkutíma.
Frá Prag tókum við síðan strætó á lestarstöðina og héldum þaðan til Pardubice. Þegar við komum loksins á hótelið okkar þá kom í ljós að starfsmaður á hótelinu hafði gert stór mistök og bókað okkur í júní. Maðurinn í móttökunni teiknaði glæsilegt kort fyrir okkur á servéttu og hringdi á annað hótel sem var töluvert slakara og pantaði herbergi fyrir okkur. Klukkan var um eitt að nóttu til þegar við komum á hótelið sem var án loftkælingar og internets sem eru lífsnauðsynlegir hlutir í Tékklandi í júlí. En við sættum okkur við það enda ekki mikið annað í boði. Við keyptum okkur viftu og nýttum okkur free wifi á nokkrum stöðum. Aðal kosturinn við hótelið okkar var að það var nálægt mótstað og helstu verslunarmiðstöðinni.
Fyrsta umferð: Nýkomnir úr rúmlega 20 klukkustunda ferðalagi og varla með nægilega góðan svefn, vegna hitans, héldum í fyrstu skákina. Ég mætti Íra með rúmlega 1850 skákstig og tefldi enska leikinn að venju og vann andstæðing minn heldur örugglega.
Í annarri umferð mætti ég síðan Króatískum Fide-meistara. Byrjunin var Bb5 varíanturinn
í Sikileyjarvörn þar sem andstæðingur minn fékk aðeins betra úr byrjuninni en ég náði að snúa á hann og sigra skákina heldur örugglega með svart. Góð byrjun á mótinu með fullt hús þrátt fyrir erfiðar aðstæður.
Í þriðju umferð mætti ég Rússa með tæp 2300 stig en áður um daginn skellti ég mér í fótbolta með strákunum og skaðbrann líkt og þeir allir og mætti síðan í skákina með gríðarlega litla orku og varla búinn að borða og skeit laglega upp á bak. Ég tefldi enska leikinn eins og algjör byrjandi og má eiginlega segja að ég hafi ekki mætt í skákina fyrr en hún var gjörtöpuð en ég hafði teflt hratt og náði engri einbeitingu. Frekar pirrandi að komast á toppborðin og tefla ekki einu sinni almennilega skák.
En í fjórðu umferð lagaðist þetta ég náði einbeitingunni minni aftur og tefldi eins og maður með svart. Ég vann Þjóðverja með tæp 2150 sem var með verra frá byrjun og með smá nuddi var sigurinn kominn í hús og bráðnauðsynlegur sigur til þess að bæta móralinn minn sem varð fyrir hnjaski deginum áður.
Ég mætti ungverskri konu í fimmtu umferð með tæp 2200 sem tefldi c4 e5 g3 Rf6 Bg2 c6 afbrigðið í enska leiknum sem er ekki góð leið fyrir svartan en ég lék ónákvæmt í byrjuninni sem gaf henni örlítið betra en hún gerði síðan slíkt hið sama og þá beitti ég góðri fléttu sem skilaði mér sigrinum eftir tiltölulega stutta skák.
Í sjöttu umferð mætti ég heimamanni með tæp 2200 og andstæðingurinn minn beitti hollenskri vörn gegn enska leiknum sem ég hafði skoðað örlítið fyrir skákina og fékk betra úr byrjuninni og tókst með smá nuddi að vinna peð og fara út í unnið endatafl og sigraði skákina fljótlega eftir það.
Fyrir sjöundu umferðina var ég komin í toppbaráttuna og mætti þriðja stigahæsta manni mótsins með svart sem var Þjóðverji. Andstæðingurinn lék d4 og ég svaraði með slavneskri vörn og var með heldur verra allan tíman og lék síðan af mér og tapaði þar með skákinni.
Í áttundu umferð tefldi ég við Rússa með 2150 og lék af mér í miðtaflinu en náði með seiglu að hanga á jafnteflinu og eftir þetta var draumurinn um efstu sætin horfinn.
Í níundu umferð mætti ég Grikkja með 2150 og ég tefldi slabbann með svörtu og andstæðingur minn hélt frumkvæðinu í gegnum skákina og á endanum tapaði ég peði og stuttu síðar skákinni sem var leiðinlegur endir á mótinu.
Ég endaði með 5,5 af 9 og hækkaði um 39 stig en hefði viljað fá meira en hálfan úr síðustu þremur en ég er annars sáttur við frammistöðuna og mæli eindregið með þessu móti því það er algjör gullnáma fyrir skákmenn sem vilja hækka sig á stigum. Flokkaskiptingin er aðal ástæðan af því að maður á alltaf möguleika á sigri í hverri einustu umferð. Enn fremur vil ég þakka Skáksambandi Ísland kærlega fyrir stuðninginn og einnig félögum mínum sem gerðu þessa ferð skemmtilega og eftirminnilega.
Mikael Jóhann Karlsson
19.4.2014 | 16:15
Jón Trausti: Pistill frá Pardubice
Enn höldum við áfram með óbirta skákpistla. Síðari pistill dagsins er frá Jón Trausti Harðarsyni sem fjallar um Czech Open-mótið í Pardubice eins og frá svo mörgum öðrum sem sóttu það mót.
Ég og nokkrir aðrir Íslendingar lögðum á stað til Tékklands þann 18. júlí. . Mótið var haldið í Pardubice og voru aðstæður mjög fínar. Þegar við vorum komnir á áfangastað og ætluðum að fara skrá okkur inná Harmony hotel en þá hafði orðið einhver misskilningur um dagsetninguna. Við áttum pantað herbergi í júní! og öll herbergin voru full. Við létum þetta ekkert á okkur hafa og löbbuðum um miðbæinn að leita af nýju hóteli. Við fundum ágætt hótel sem heitir Hotel laba. Það var mjög nálægt skákstað en það var engin nettengin né loftkæling.
1. umferð
Í fyrstu umferð fékk ég Grigorian Roudolph ungling frá Frakklandi með 2062 stig. Ég lék 1.d4 eins og ég var búinn að undirbúa fyrir mótið en hann svaraði með 1.d6. Ég ákvað þá bara að fara út í pirc vörn með því að leika 2.e4. Skákin var alltaf mín megin en það var ekki fyrr en seint í skákinni sem hann lék smá ónákvæmt sem kostaði hann skákina. Fyrsti sigurinn kominn í hús.
2.umferð
Ég var eiginlega ekkert búinn að undirbúa fyrir þessa umferð enda var andstæðingurinn Stock Andreas (2096 stig) minn búinn að tefla nánast allt. Hann tefldi eitthvað decline afbrigði á móti grunfeld vörn sem ég kunni lítið sem ekkert í. Skákin var frekar spennandi á köflum en í endataflinu stefndi þetta í jafntefli. Í 27.leik bauð hann mér svo jafntefli en það var akkúrat þegar hann lék lélegum leik. Ég fattaði það og auðvitað neitaði. Þetta var samt ekki búið. Staðan var (-0,47) en ég endaði bara á því að svíða hann í hróksendataflinu.
3.umferð
Í þriðju umferð fékk Stock Andreas (2096 stig) mann frá Þýskalandi. Hann var alltaf búinn að tefla benko gambit og ég var með skothellt vopn á móti því svo ég var bara frekar feginn. Ég mætti mjög rólegur í skákina en andstæðingurinn minn ákvað þá auðvitað að eyðileggja það allt með því að tefla eitthvað sem kallast gamli benko gambiturinn. Leikjaröðin var svona 1.d4 c5 2.d5 Rf6 3.c4 b5 4. cxb5 a6 5. bxa6 e6. Ég er bara nýbyrjaður að tefla 1.d4 þannig að ég hafði aldrei séð þetta áður. Eftir byrjunina fékk ég skítastöðu en náði að fara útí aðeins verra endatafl á mig og halda því. Skákin endaði því með jafntefli.
4. umferð
Í fjórðu umferð fékk ég næst stigahæsta skákmanninn í B-flokk. Hann heitir Jan Turner og er með 2362 stig. Ég var með svart í þessari skák. Hann tefldi ekkert sérstaka byrjun og náði ég að jafna taflið mjög fljótt. Mér tókst einhvern veginn að klúðra stöðunni minni og þá var ekkert meira en jafntefli sem ég gat náð. Ég var búinn að halda endataflinu mjög vel en það var síðan í sirka 70. leik sem ég staðsetti kónginn minn illa og þá tapaði ég annars hefði þetta verið steindautt.
5. umferð
Í fimmtu umferð mætti ég þjóðverja að nafni Webner Dennis (2057 stig). Ég fékk mjög góða stöðu en lék síðan klaufalega af mér tveimur peðum. Skákin var samt ekki búinn því að ég komst útí gott endatafl með mislituðum biskupum. Líklegast var það jafntefli en mér tókst ekki að halda því svo ég tapaði skákinni.
6. umferð
Þessa skák mun ég skýra hér fyrir neðan en þá var ég að tefla við Drozdov Vladimir E (2027 stig) frá Rússlandi.
7. umferð
Í sjöundu umferð mætti ég Tékkneskum manni með 2090 stig. Ég var með hvítt og hann tefldi Von hennig -Schara gambit sem er 4. cxd4 í Tarrash vörn. Skákin var frekar stutt því mér tókst að leika af mér og tapa skákinni.
8. umferð
Í áttundu umferð mætti ég konu frá Póllandi með 2028 stig. Ég telfdi Breyer afbrigði í spænska leiknum. Þessi skák var líklegast sú lélegasta hjá mér á mótinu. Ég hélt að allt væri í gúddi þangað til ég missti af taktík og tapaði skákinni.
9. umferð
Í níundu umferð fékk ég andstæðing frá Tékklandi með 2008 stig. Ég lék 1.d4 og hann svaraði því með benoni defence. Ég tefldi sideline sem hann greinilega kannaðist ekkert vel við því ég fékk miklu betri stöðu eftir byrjunina. Hann komst eitthvað smá inn í skákina í endann en það var samt ekkert hættulegt svo ég endaði á því að vinna.
Ég endaði með 4,5 vinning á mótinu og græddi 31 stig. Ég er alveg sáttur en þetta hefði alveg getað verið betra. Í lokin vil ég þakka Skáksambandi Íslands fyrir frábæran stuðning.
Jón Trausti Harðarson
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2014 | 14:05
Yngsti skákmeistari Færeyja í sögunni: Högni Nielsen vann með fullu húsi
Færeyjameistaramótinu í skák lauk í dag í Klaksvík. Högni Egilstoft Nielsen (2175), sem er aðeins sextán ára, gerði sér lítið fyrir og sigraði á mótinu með fullu húsi - vann alla níu andstæðinga sína. Hann er yngsti Færeyjameistarinn í sögunni sló met Helga Dam Ziska frá 2008 en Helgi var þá 17 ára.
Bróðir Högna, Rögvi (2282), varð í öðru sæti með 7 vinninga. Pabbi þeirra bræðra, Thorkil Nielsen, er gamall landsmaður Færeyinga í skák og reyndar í fótbolta einnig. Skoraði sennilega frægasta mark Færeyinga í fótbolta fyrr og síðar.
Martin Poulsen (2261) og Hans Kristian Simonsen (2144) urðu í 3.-4. sæti en þeir hlutu 6 vinninga.
Lokastöðu mótsins má finna á Chess-Results.
Færeyjameistarar í skák frá upphafi:
97 Rani Nolsøe
98 John Rødgaard
99 Heini Olsen
00 Flóvin Tór Næs
01 John Rødgaard
02 Hans Kristian Simonsen
03 Martin Poulsen
04 Martin Poulsen
05 Carl Eli Nolsøe Samuelsen
06 Martin Poulsen
07 John Rødgaard
08 Helgi Dam Ziska
09 Martin Poulsen
10 Olaf Berg
11 Helgi Dam Ziska
12 Rógvi Egilstoft Nielsen
13 Olaf Berg
14 Høgni Egilstoft Nielsen
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.8.): 11
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 277
- Frá upphafi: 8779590
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 201
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar