Færsluflokkur: Spil og leikir
28.7.2014 | 08:36
Pistill Braga um Copenhagen Chess Challange
Dagana 14.-18. maí s.l. tefldi ég á alþjóðlegu skákmóti í Danmörku. Mótið bar nafnið Copenhagen Chess Challenge og fór fram í húsakynnum BMS SKAK skákklúbbsins í Ballerup, sem er skammt frá Kaupmannahöfn. Ég hef heimsótt marga áhugaverða staði á lífsleiðinni, en Ballerup er ekki einn af þeim. Það var vægast sagt lítið um að vera og fáir á ferli á götunum. Öllum veitingastöðum var til að mynda snarlega lokað kl. 10 á kvöldin, og hvergi bita að fá eftir það nema í 7-Eleven sjoppunum góðu.
Það var svolítið annað fyrirkomulag á þessu móti en venjan er. Tefldar voru hefðbundnar níu umferðir en dagskráin var mjög stíf, því að mótið tók aðeins fimm daga. Fyrsta umferðin fór fram 14. maí, en síðan voru tefldar tvær umferðir daglega þar til mótinu lauk 18. maí. Óhætt er að fullyrða að strembin dagskrá mótsins hafi bitnað eitthvað á gæðum taflmennskunnar. Í það minnsta litu mörg óvænt úrslit dagsins ljós. En víkjum þá að gengi mínu í mótinu. Ég hóf mótið með tveimur nokkuð öruggum sigrum gegn stigalægri andstæðingum. Í þriðju umferð tapaði ég í slakri skák (góðri af hálfu andstæðingsins!) gegn ungum dönskum skákmanni af amerískum uppruna. Eftir það átti ég nokkuð erfitt uppdráttar í mótinu og gerði jafntefli við nokkra stigalægri andstæðinga. Þeir voru flestir sýnd veiði en ekki gefin, s.s. eins og finnska goðsögnin Heikki Westerinen, sem alltaf getur verið skeinuhættur. Sum þessara jafntefla voru líka nokkuð ævintýraleg, m.a. ein skák sem ég tefldi í 6. umferð þar sem ég vakti tvisvar upp drottningu, fyrst á b8, og síðan seinna á d8. Þá skák skýri ég hér rétt á eftir. Ég lauk mótinu með 5,5 v. af 9, tapaði 12 stigum og mikið meira er ekki um þetta ágæta mót að segja. Skandínavarnir eiga þó mikið hrós skilið, fyrir að vera ötulir við að halda skákmót af margvíslegum toga, sem hafa skilað sér í ótal áföngum, og loks GM-titlum fyrir þeirra menn. Þeir eru með þessar nauðsynlegu aðstæður til að menn geti byggt upp farsælan skákferil. Tækifærin til taflmennsku á ákveðnu ,leveli‘ eru stöðugt til staðar, beint fyrir framan nefið á mönnum. Eina sem menn þurfa að gera er að tefla, tefla og tefla meira. Það er næsta víst að maður taki þátt á svipuðum mótum og Copenhagen Chess Challenge hjá frændum vorum í nánustu framtíð. Þá er vonandi að stríðsgæfan verði mér hliðhollari.
Bragi Þorfinnsson
| Thorfinnsson, Br - Pedersen, NicK (PGN) 1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 c5!?{Áhugaverður leikur sem býður upp á aðrar stöðutýpur en hinn hefðbundni leikur 3. - Bf5.} 4. dxc5 Nc6 5. Bb5 Qc7?!{ Andstæðingur minn hafði augljóslega ekki djúpa thekkingu á umræddri byrjun. Aðalleikurinn hér 5. - e6.} 6. Qd4{Vissulega hefði ég getað hirt peðið á d5 með góðri samvisku. Sennilega var ég bara of threyttur til að leika henni einum reit lengra og lyfta svarta d-peðinu af borðinu.} Bf5 7. Nc3 e6 8. Nf3 Nge7 9. O-O(9. Qa4 {Hefði einnig komið vel til greina, með thad í huga að hanga á peðinu.}) Bxc2 10. Bf4 Bg6 11. Qa4 a6 12. b4 Rd8 13. Nd4 Qd7!{ Svartur hefur bætt stöðu sína með eðlilegum og góðum leikjum og staðan er í jafnvægi thó að hún sé orðin mjög óljós. Nú verður hvítur að taka mikilvæga ákvörðun, hvort hann fari í allsherjaruppskipti á c6 eða fari í áhættusamari aðgerðir. Í ljósi thess að andstæðingurinn var mun stigalægri ákvað ég að tefla upp á meiri flækjur.} 14. Bg5 axb5{tekur áskoruninni!} 15. Ndxb5 Nc8 16. Bxd8 Kxd8 17. f4{Thad er erfitt a meta thessa stöðu, báðir hafa sína möguleika.} N6a7??{leikur af sér skákinni í einum leik. Skákinni ætti nú að ljúka, nema af thví að ég tók upp á thví að endurgjalda greiðann thremur leikjum síðar.} 18. Qa5+{Takk fyrir! Andstæðingurinn hafði augljóslega misst af thessari einföldu skák sem ætti að gera út um taflið.} b6 19. cxb6 Nc6 20. b7+??{Eftir thennan óskiljanlega afleik, er ég kominn með hartnær tapað tafl. Da8 hefði fært hvítum vinningsstöðu.} Nxa5{Hér var mikilvægt að ,,halda coolinu" og vekja upp aðra drottningu, eins og thad hafi verid planið allan tímann.} 21. b8=Q Bxb4 22. Rac1 Nc4 23. f5!?{Góður leikur út frá praktísku sjónarhorni. Eða thad hélt ég allavega áður en ég lét tölvuna segja sitt álit. Á thessu stigi málsins fer skákin að líkjast drepskák, í stað hefðbundinnar skákar!} Bxf5{Dreptu.} 24. Rxf5{Dreptu.} Bxc3{Dreptu.} 25. Rxf7{Dreptu.} Qxf7{Dreptu.} 26. Rxc3{Drepskákinni er lokið og svarta staðan er gjörunnin. 26. - De7 afgreiðir málið tiltölulega einfaldlega.} Rf8??{Thad var freistandi fyrir svartan að tvöfalda á f-línunni. Thetta var nákvæmlega leikurinn sem ég hafði vonast eftir.} 27. Rf3! Qe7?{Aftur sama stefið, og fyrr í skákinni. Eftir afleiki svarts leikur hvítur jafnharðan af sér. 28. Rd4 var mjög elegant vinningsleikur í thessari stöðu. Eftir 28. Hxf8 á svartur alla möguleika á thví að halda jafntefli sem varð raunin.} 28. Rxf8+?{Aftur sama stefið, og fyrr í skákinni. Eftir afleiki svarts leikur hvítur jafnharðan af sér. 28. Rd4 var mjög elegant vinningsleikur í thessari stöðu. Eftir 28. Hxf8 á svartur alla möguleika á thví að halda jafntefli sem varð raunin.} Qxf8 29. Qc7+ Ke8 30. Qxc8+ Kf7 31. Nd6+ Nxd6 32. Qc7+ Kg6 33. exd6 Qf4 34. Qc2+ Kf6{Ég hafði talið thessa stöðu unna á mig í útreikningunum en hún er hnífjöfn eins og tölvan staðfestir.} 35. Qc5 d4 36. d7 Qe3+ 37. Kf1 Qd3+ 38. Ke1 Qe3+ 39. Kf1 Qd3+ 40. Ke1 Qe3+ 41. Kd1 Qg1+ 42. Kd2 Qe3+ 43. Kd1 Qg1+ 44. Kc2 d3+ 45. Kxd3 Qxc5 46. d8=Q+ Kf7?{Leikur af sér peði. Eftir thetta peðstap thá verst andstæðingurinn eins Houdini og heldur jafntefli í 130 leikjum. Lokin tharfnast engra sérstakra skýringa. Stórfurðuleg skák.} 47. Qd7+ Kf8 48. Qxe6 Qb5+ 49. Qc4 Qf5+ 50. Ke3 Qe5+ 51. Kf3 Qh5+ 52. Kg3 Qg5+ 53. Qg4 Qa5 54. a4 h5 55. Qf4+ Kg8 56. h4 Kh7 57. Kh2 g6 58. Qf7+ Kh6 59. Qf8+ Kh7 60. Qf7+ Kh6 61. Qf4+ Kh7 62. Qe4 Qc7+ 63. g3 Qa5 64. Qe7+ Kg8 65. Qg5 Qa6 66. Qd5+ Kh7 67. a5 Qe2+ 68. Qg2 Qa6 69. Qa2 Kh6 70. Qb2 Kh7 71. Qe5 Qf1 72. Qc7+ Kg8 73. Qc2 Qa6 74. Qd2 Kh7 75. Kg1 Qa7+ 76. Kh2 Qa6 77. Qa2 Kg7 78. Qa1+ Kh7 79. Qe5 Qf1 80. Qb2 Qa6 81. Qd2 Kg7 82. Kg2 Qc6+ 83. Kg1 Qc5+ 84. Kf1 Qb5+ 85. Ke1 Qe5+ 86. Kf2 Qc5+ 87. Kg2 Qc6+ 88. Kh2 Qa6 89. Qe1 Kh7 90. Qe7+ Kh6 91. Qe5 Kh7 92. Kg2 Qb7+ 93. Kf2 Qa7+ 94. Kf3 Qf7+ 95. Ke3 Qa7+ 96. Kf4 Qd7 97. Ke3 Qa7+ 98. Ke4 Qb7+ 99. Qd5 Qe7+ 100. Kd4 Qa7+ 101. Qc5 Qd7+ 102. Kc4 Qa4+ 103. Kd5 Qd7+ 104. Ke5 Qf5+ 105. Kd6 Qd3+ 106. Kc6 Qe4+ 107. Kc7 Qa8 108. Qe7+ Kh6 109. Qe3+ Kh7 110. Qb6 Qf3 111. a6 Qxg3+ 112. Qd6 Qxh4 113. a7 Qe4 114. Qc6 Qf4+ 115. Kc8 Qf8+ 116. Kb7 Qb4+ 117. Qb6 Qe4+ 118. Qc6 Qb4+ 119. Kc8 Qf8+ 120. Kc7 Qf4+ 121. Qd6 Qc4+ 122. Kd8 Qg8+ 123. Kd7 Qa8 124. Qb8 Qd5+ 125. Qd6 Qa8 126. Qb8 Qd5+ 127. Kc8 Qe6+ 128. Kb7 Qd5+ 129. Ka6 Qa2+ 130. Kb5 Qd5+ 1/2-1/2 |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2014 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Slagkrafturinn skiptir höfuðmáli

Caruana - Ponomariov
Staðan kom upp á stórmótinu í Dortmund. Þar hefur Caruana örugga forystu að loknum fimm umferðum. Úkraínumaðurinn Ponomarinv var búinn að berjast við að halda jafnvægi alla skákina en þá kom "rothöggið":
39. He7!! Dxe7 40. Ba6! Kxa6 41. Da8 mát.
Til eru þeir sem setja samasemmerki milli þankagangs skákmanna og þeirra sem velja sér það hlutskipti að berjast í hnefaleikahringnum. Í „Bardaganum" eftir Norman Mailer, bók sem fjallar um þungavigtarbardaga Mohammeds Ali og Georges Foremans í Zaire í Afríku haustið 1974, víkur höfundur að einvígi Fischers og Spasskís í Reykjavík 1972. Í áttundu lotu kom Ali úr köðlunum og veitti Foreman rothöggið fræga; af „fagurfræðilegum" ástæðum hreyfði hann ekkert við mótherjanum þegar hann féll í gólfið, en þannig lýsti Norman Mailer lokasekúndubrotum bardagans. Sérfræðingar á borð við Ómar Ragnarsson hafa haldið því fram að á því augnabliki bardagans hafi „rotarinn" Foreman í raun og veru staðið á brauðfótum en það fór sennilega framhjá meginþorra áhorfenda.
„Skákleg rothögg" komu fyrir vissulega fyrir í einvígi Spasskís og Fischers:
5. einvígisskák:
Spasskí - Fischer
Spasskí hafði ekki teflt byrjunina vel og frumvæðið var greinlega hjá Fischer. Í 27. leik hörfaði Spasskí með drottninguna, 27. Dd3-c2, en nauðsynlegt var að leika henni til b1. Svarið kom á svipstundu:
- og Spasskí lagði niður vopnin. Eftir 28. Dxa4 Dxe4 hótar svartur máti á e1 og g2. Fischer jafnaði metin í einvíginu með þessum sigri en afleikur á borð við 27. Dc2 hafði ekki sést í skákum Spasskís í einvígjum og sjálfstraustið beið hnekki.
Heimsmeistaraeinvígi Kortsnojs og Karpovs í Baguio á Filippseyjum haustið 1978 stóð í meira en þrjá mánuði. Mikil undiralda, spenna, hótanir, dulsálfræðingar, klögumál og kalt stríð. Tímahrak Kortsnojs var dýrt í þessari stöðu.
17. einvígisskák:
Kortsnoj - Karpov
Hvítur getur loftað út og haldið jafntefli með 39. g3 en Kortsnoj valdi að hindra mát í borðinu og lék :
...og riddarameistarinn Karpov var ekki seinn á sér:
39.... Rf3+!
- og Kortsnoj „kastaði inn handklæðinu". Eftir 40. gxf3 kemur 40 ... Hg6+ 41. Kh1 Rf2 mát!
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.
Grein þessi birtist í Laugardagsmogganum, 19. júlí 2014
Spil og leikir | Breytt 21.7.2014 kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2014 | 16:08
Hjörvar endaði í 2.-6. sæti í Andorra
Stórmeistarinn, Hjörvar Steinn Grétarsson (2535) endaði í 2.-6. sæti á Andorra Open sem lauk í dag. Í lokaumferðinni gerði hann jafntefli við franska stórmeistarann og liðsmann í þriðju sterkustu sveit komandi Ólympíuskákmóts, Vladislav Tkachiev (2625). Hjörvar hlaut 7 vinninga í 9 skákum.
Sigurvegari varð perúski stórmeistarinn Julio Grando Zuniga (2674), sem verður að öllum líkindum meðal keppenda á næsta Reykjavíkurskákmóti.
Frammistaða Hjörvars samsvaraði 2586 skákstigum og hækkar hann um átta skákstig fyrir hana.
Dagur Arngrímsson (2429) hlaut 6 vinninga. Frammistaða hans samsvaraði 2429 skákstigum og hækkar hann um 10 stig fyrir hana.
Jón Trausti Harðarson (2045) hlaut 4,5 vinning. Frammistaða hans samsvaraði 2171 skákstigi og hækkar hann um 47 stig fyrir hana þó með þeim fyrirvara að ritstjóri sé með nýjar útreikningsreglur sem gildi tóku 1. júlí sl. á hreinu.
Alls tók 171 skákmaður frá 20 löndum þátt í mótinu. Þar af voru 11 stórmeistarar. Hjörvar var nr. 7 í stigaröð keppenda.- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (Fjögur fyrstu borðin - hefjast kl. 13:30)
27.7.2014 | 13:00
Ólympíufarinn: Steinþór Baldursson
Áfram er haldið með kynningar á Ólympíufarana. Í dag er kynntur til leiks Steinþór Baldursson, sem verður einn af fimm íslenskra skákstjóra á mótinu. Gríðarlega vönduð svör hjá Steinþóri.
Steinþór Baldursson
Taflfélag
Huginn
Staða
Skákstjóri
Hvenær tókstu fyrst þátt á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur þú tekið þátt?Fyrsta skiptið sem ég fæ þann heiður að eiga aðild að Ólympíuskákmóti. Vonandi verða þau fleiri í framtíðinni.
Minnisstæðasta skák á Ólympíuskákmóti og þá af hverju?
Ekki mjög þekktur fyrir taflmennsku sem myndi sóma sér á Ólympíuskákmóti :-). Eg nýt þess bara enn frekar að fá tækifæri til að fylgjast með þeim kunna meira fyrir sér í þessu vandaða sporti. Í því sambandi finnst mér sérstaklega gaman að fá tækifæri til að fylgjast með Simon Williams og þar er mér minnisstæð skák frá Reykjavik Open 2013 þar sem Simon teflir með svart við Simon Bekker-Jensen. Stuttu áður hafði ég heyrt Einar Hjalta vin minn útskýra fyrir syni mínum að þegar maður væri byrjaður að fórna þá væri oft best að halda áfram þeirri iðju og tefla þannig mjög hvasst. Mér fannst þessi lýsing eiga vel við skák þeirra Simonar og Simonar. Eintóm skemmtun. Ég vona að ég fái tækifæri til að fylgjast með mörgum svona viðureignum í Tromsö.
Hverjar eru þínar væntingar/vonir um gengi íslensku liðanna?Flott liðin bæði tvö með öfluga þjálfara. Getum bara get góða hluti. Ég veit að við verðum öll stolt af þeim óháð endalegri niðurstöðu.
Hverju spáir þú fyrir um sigurvegara?
Armenar taka opna flokkinn og þær rússnesku taka kvennaflokkinn.
Hver er/verður þinn undirbúningur fyrir Ól?
Hef verið mjög virkur við skákstjórn í vor og vetur. Ég mun síðan leita í smiðju Ómars vinar mín um góð ráð og leiðbeiningar sem skákstjóri á mínu fyrsta stórmóti.
Hefurðu áður teflt fyrir norðan heimskautsbaug?
ÉG tefldi einu sinni við Schredder á IPadinum mínum í 33 þús fetum yfir norðurpólnum. Telur það með? [Aths. ritstjóra: Já]
Eitthvað að lokum?
Þetta getur ekki orðið annað en frábær upplifun og skemmtun.
Stofnaður hefur verið sér færsluflokkur á Skák.is þar sem haldið er utan um allar fréttir tengdar Ólympíuskákmótinu í Tromsö og FIDE-kosningunum.
| Bekker-Jensen, Simon - Williams, Simon K (PGN) 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Nf3 Nf6 4. Nc3 e6 5. Bg5 dxc4 6. e4 b5 7. e5 h6 8. Bh4 g5 9. Nxg5 Nd5 10. Nxf7 Qxh4 11. Nxh8 Bb4 12. Rc1 c5 13. dxc5 Nd7 14. Be2 Nxe5 15. O-O Bb7 16. Nxb5 O-O-O 17. Nd6+ Rxd6 18. cxd6 Bxd6 19. h3 Nf4 20. Bg4 Bc5 21. Nf7 Nf3+ 22. Kh1 Nd4 23. Rxc4 Bxg2+ 24. Kg1 Nxh3+ 25. Kxg2 Nf4+ 26. Kg1 Nde2+ 0-1 |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2014 | 11:00
Helgi Ólafsson Íslandsmeistari í skákgolfi
Tíu keppendur mættu til leiks á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi. Við hittum á besta veður sumarsins, en völlurinn var blautur eins og flestir vellir sunnanlands eftir rigningar sumarsins. Margir skákmenn reyndust vera í fríi á þessum tíma, þannig að stefnan er að halda mótið seinna á næsta ári.
Íslandsmeistari skákmanna í golfi&skák:
1. Helgi Ólafsson 2391
2. Sigurður Páll Steindórsson 2009
3. Pálmi Ragnar Pétursson 1993
4. Kristófer Ómarsson 1961
4.-5. Páll Sigurðsson 1886
4.-5. Björgvin Guðmundsson 1886
Að þessu sinni var byrjað á taflmennskunni og náði Helgi strax öruggri forrystu með því að hreinsa skákmótið. Helgi fylgdi svo eftir með sæmilegum árangri í golfinu og vann að lokum með yfirburðum á nýju heimsmeti, bætti gamla metið um 6 stig. Sigurður Páll og Pálmi tóku svo silfur og brons. Voru samt hvorugur mjög sáttir við frammistöðuna, geta báðir betur. Kristófer Ómarsson lenti í fjórða sæti og hækkaði um eitt sæti frá því í fyrra.
Punktameistari skákmanna í golfi&skák:
1. Stefán Baldursson 35,08
2. Helgi Ólafsson 32,52
3. Sindri Snær Kristófersson 32,00
4. Kristófer Ómarsson 30,22
5. Gunnar Freyr Rúnarsson 28,52
Stefán Baldursson átti bestan dag keppenda og sigraði í punktakeppninni með rúmlega 35 punkta sem mest má þakka frábærum árangri í skákinni.
Unglingameistari Íslands á meðal skákmanna í golfi&skák:
Sindri Snær Kristófersson
Skákdeild Breiðabliks sá um framkvæmd mótsins. Mótstjóri og skipuleggjandi var Halldór Grétar Einarsson.
Nánari úrslit á http://chess.is/golf
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2014 | 09:02
Björn Hólm sigraði í b-flokki! - Hannes endaði með sigri
Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2536) vann tyrkneska FIDE-meistarann Mert Yilmazyerli (2452) í níundu og síðustu umferð Czech Open sem fram fór í gær og endaði með 6,5 vinning og í 5.-15. sæti. Björn Hólm Birkisson (1607) sigraði í d-flokki en hann hlaut 8 vinninga!
A-flokkur
Hannes átti góðan endasprett en hann hlaut 3,5 vinning í síðustu fjórum skákunum. Frammistaða hans samsvaraði 2515 skákstigum og stendur hann á sléttu stigalega eftir mótið.
Tómas Björnsson (2144) hlaut 3,5 vinning og hækkar um 13 stig fyrir frammistöðu sína.
Sigurvegari mótsins varð stórmeistarinn Liviu-Dieter Nisipeanu (2686) sem nýlega gekk liðs við Þýskaland og teflir með landsliði þeirra á Ólympíuskákmótinu en Nisipeanu er rúmenskur af uppruna.
B-flokkurSigurður Ingason (1868) hlaut 3,5 vinning og hækkar lítilsháttar á stigum.
D-flokkur
Tvíburarnir Björn Hólm (2607) og Bárður Örn (1542) stálu sannarlega senunni í flokknum. Björn Hólm sigraði í flokknum en hann hlaut 8 vinninga eftir að hafa unnið fjórar síðustu skákirnar!
Bárður Örn (1542) varð í 2.-4. sæti með aðeins hálfum vinningi minna. Glæsileg frammistaða hjá þeim.
Samkvæmt útreikningum ritstjóra, sem hann vill setja smá fyrirvara um í ljósi nýrra útreikningsreglna, hækkar Bárður um 94 stig en Björn um Björn 48 stig. Munurinn skýrist á því að Bárður fékk töluvert fleiri andstæðinga sem höfðu alþjóðleg skákstig en Björn.
Freyja systir þeirra hlaut 3,5 vinning sem verður einnig að teljast verulega gott hjá svo ungri skákkonu.
Alls tóku 255 skákmenn frá 28 löndum þátt í efsta flokki mótsins. Þar af eru 34 stórmeistarar. Hannes er nr. 10 í stigaröð keppenda.- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 13)
26.7.2014 | 14:00
Ólympíufarinn: Ingvar Þór Jóhannesson
Í dag kl. 13 er nákvæmlega vika þar til að 41. Ólympíuskákmótið hefst í Tromsö í Noregi. Í tilefni þess kynnum við Ingvar Þór Jóhannesson, liðsstjóra kvennaliðsins, til leiks.
Ingvar Þór Jóhannesson
Taflfélag
Taflfélag Vestmannaeyja
Staða
Skotbakvörður, Djúpur á miðjunni, landsliðsþjálfari, Center í 3ja-dómarakerfi....fer eftir hvað er í gangi hverju sinni ;-)
Hvenær tókstu fyrst þátt á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur þú tekið þátt?
Fyrsta mót sem ég kem að, alltaf verið aðdáandi. Þetta verður eins og að fá súkkulaðiköku í barnaafmæli 6 ára aftur!
Minnisstæðasta skák á Ólympíuskákmóti og þá af hverju?
Nogueiras - Helgi Ólafsson í Dubai. Ef menn þekkja ekki hugtakið "raðtækni" þá er Helgi með grunnnámskeið í henni í þessari skák!
Minnisstæðasta atvik á Ólympíuskákmóti?
Mér fannst alltaf sjokkerandi sagan af Rúmenanum sem bauð nafna Ásmundssyni jafntefli í biðskák á ÓL (78 held ég). Þegar mætt var til leiks var hinsvegar ekki kannast við neitt.
Hverjar eru þínar væntingar/vonir um gengi íslensku liðanna?
Það er alltaf erfitt að pikka út eitthvað sæti. Fer rosalega eftir andstæðingum. Ég er sáttur við stelpurnar ef allar tefla yfir stigum og við vinnum nokkra match á móti stigahærri liðum! Sama með strákana, held að liðsandinn verði lykillinn hjá báðum liðum.
Hverju spáir þú fyrir um sigurvegara?
Það er kominn tími á Rússana, hlýtur að koma að því að "pappírinn" skili sér! Í kvennaflokki ætla ég að tippa á þær kínversku ef Hou Yifan er með þeim, er í fínu formi og nánast hreinsaði sterkt kvennamót ekki alls fyrir löngu.
Hver er/verður þinn undirbúningur fyrir Ól?
Æfingar og undirbúningur með liðinu. Líka bara að halda minni almennu þekkingu vel gangandi í júlí svo hugmyndir komi betur í undirbúningi fyrir einstakar skákir þegar á hólminn er komið.
Hefurðu áður teflt fyrir norðan heimskautsbaug?
Spurning með Gausdal, veit ekki hvað það er norðarlega ;-)
Eitthvað að lokum?
Nei bara fínn, er ekki Magnús annars bestur? [Aths. ritstj. Jú]
Stofnaður hefur verið sér færsluflokkur á Skák.is þar sem haldið er utan um allar fréttir tengdar Ólympíuskákmótinu í Tromsö og FIDE-kosningunum.
| Nogueiras Santiago, Jesus - Olafsson, Helgi (PGN) 1. d4 Nf6 2. c4 g6 3. Nc3 d5 4. Nf3 Bg7 5. Qb3 dxc4 6. Qxc4 O-O 7. e4 Bg4 8. Be3 Nfd7 9. Be2 Nb6 10. Qc5 N8d7 11. Qg5 Bxf3 12. gxf3 e6 13. Qxd8 Rfxd8 14. O-O-O c6 15. Kb1 Nf6 16. Rc1 Nh5 17. e5 Bf8 18. Rcd1 Be7 19. h4 Ng7 20. f4 h5 21. Bd3 Kf8 22. Kc2 Ke8 23. Rd2 Nf5 24. Bxf5 exf5 25. Rd3 Nd5 26. Nxd5 Rxd5 27. Rb3 Rd7 28. f3 Bd8 29. Bf2 Bb6 30. Rd1 Ke7 31. Be3 Rd5 32. Rbd3 Ke6 33. Kc3 Rad8 34. Kc4 R8d7 35. Bf2 Bd8 36. b4 a5 37. a3 Be7 38. Be1 axb4 39. axb4 b5+ 40. Kc3 Ra7 41. Rc1 Rd8 42. Kd2 Ra6 43. Ke3 Rd7 44. Rdd1 Kd5 45. Rc2 Rda7 46. Bd2 Ra3+ 47. Ke2 R7a6 48. Be1 Rb3 49. Rdc1 Rba3 50. Rb1 Ra2 51. Rxa2 Rxa2+ 52. Kd3 Ra3+ 53. Ke2 Ra2+ 54. Kd3 Ra3+ 55. Ke2 Ra4 56. Kd3 Ra2 57. Ke3 Rh2 58. Bd2 f6 59. Rg1 fxe5 60. dxe5 c5 61. Rd1 c4 62. Be1+ Kc6 63. Rd4 Rg2 64. Rd1 Rb2 65. Bc3 Ra2 66. Be1 Ra3+ 67. Ke2 Rb3 68. Ra1 c3 69. Kd3 Bxb4 70. Ra6+ Kd5 71. Ra8 Be7 72. Re8 Ke6 73. Kc2 Rb4 74. Bxc3 Rxf4 75. Rb8 b4 76. Rb6+ Kd5 77. Bb2 Rxf3 78. Rb7 Rf2+ 79. Kd3 0-1 |
Spil og leikir | Breytt 27.7.2014 kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2014 | 12:00
Hjörvar efstur ásamt fjórum öðrum í Andorra
Stórmeistarinn, Hjörvar Steinn Grétarsson (2535) vann félaga sinn Dag Arngrímsson (2366) í sjöundu umferð Andorra Open sem fram fór í gær. Hjörvar er nú efstur ásamt fjórum öðrum skákmönnum með 6 vinninga. Í dag, í næstsíðustu umferð kl. 13:30, mætir hann franska alþjóðlega meistaranum Adrian Demuth (2488).
Dagur hefur 5 vinninga og Jón Trausti Harðarson (2045) hefur 3,5 vinning.
Alls tekur 171 skákmaður frá 20 löndum þátt í mótinu. Þar af eru 11 stórmeistarar. Hjörvar er nr. 7 í stigaröð keppenda.
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (Fjögur fyrstu borðin - hefjast kl. 13:30)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2014 | 11:00
Hannes með jafntefli í gær - Björn og Bárður komnir í 2.-3. sæti!
Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2536) gerði í jafntefli við tékkneska stórmeistarann Marek Vokac (2443) í áttundu og næstsíðustu umfeðr Czech Open sem fram fór í gær. Tómas Björnsson (2144) tapaði sinni skák. Hannes hefur 5,5 vinning og er í 13.-35. sæti. Tómas hefur 3 vinninga. Lokaumferðin fer fram í dag.
Sigurður Ingason (1868), sem teflir í b-flokki, tapaði og hefur 2,5 vinning.
Tvíburarnar, Björn Hólm (1607) og Bárður Örn (1542), halda áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í d-flokki og unnu báðir í gær. Þeir hafa 7 vinninga og eru í 2.-3. sæti fyrir lokaumferðina. Freyja, systir þeirra, hefur 2,5 vinning.
Alls taka 255 skákmenn frá 28 löndum þátt í efsta flokki mótsins. Þar af eru 34 stórmeistarar. Hannes er nr. 10 í stigaröð keppenda.
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 13)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2014 | 09:57
Vachier-Lagrave sigraði í Biel
Franski stórmeistarinn Maxime Vachier-Lagrave (2766) sigraði á ofurskákmótinu í Biel sem lauk fyrir skemmstu. Vachier-Lagrave, sem er sterkasti skákmaðurinn í sögu lands síns, hlaut 6 vinninga í 10 skákum. Í öðru sæti varð Pólverjinn sterki, Radoslaw Wojtaszek (2733) með 5,5 vinning. Frakkinn er nú níundi stigahæsti skákmaður heims á lifandi stigalistanum.
Í 3.-5. sæti urðu Pentala Harikrishna (2726), Anish Giri (2750) og Hou Yifan (2629).
Hou Yifan heldur áfram að klifra upp stigalistann og er nú komin með 2661 á lifandi stigalistanum og vantar nú aðeins 15 stig til að velta Judit Polgar úr toppsætinu.
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 7
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 175
- Frá upphafi: 8779113
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 111
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar