Fćrsluflokkur: Spil og leikir
17.9.2014 | 07:00
Barna- og unglingaćfingar Víkingaklúbbsins hefjast í dag
Knattspyrnufélagiđ Víkingur og Víkingaklúbburinn verđa međ skákćfingar fyrir börn og unglinga í Víkinni Víkingsheimilinu á miđvikudögum í vetur. Fyrsta ćfingin verđur miđvikudaginn 17. september og síđasta ćfingin fyrir jólafrí verđur miđvikudaginn 10. desember, en ţá verđur jólamót Víkingaklúbbsins haldiđ.
Stćkka má mynd
Mótaáćtlun Víkingaklúbbsins í haust
Spil og leikir | Breytt 16.9.2014 kl. 22:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2014 | 19:29
Stórsigur gegn Werder Bremen
Skákfélagiđ Huginn vann stórsigur, 5-1, gegn ţýsku sveitinni Werder Bremen í ţriđju umferđ EM taflfélaga sem fram fór í dag í Bilbaó. Robin Van Kempen, Einar Hjalti Jensson, Hlíđar Ţór Hreinsson og Magnús Teitsson unnu en Gawain Jones og Ţröstur Ţórhallsson gerđu jafntefli. Mjög góđ úrslit gegn sterkri ţýskri sveit. Einar Hjalti hefur fariđ mikinn á mótinu og hefur unniđ allar sínar ţrjár skákir!
Úrslit dagsins
2448 | Meins, Gerlef | ˝ | ˝ | Jones, Gawain C B | 2664 |
2305 | Buchal, Stephan | 0 | 1 | Van Kampen, Robin | 2637 |
2312 | Asendorf, Joachim, Dr. | ˝ | ˝ | Thorhallsson, Throstur | 2437 |
2269 | Steffens, Olaf | 0 | 1 | Jensson, Einar Hjalti | 2349 |
2057 | Pollmann, Sascha | 0 | 1 | Hreinsson, Hlidar | 2229 |
2033 | Bart, Simon | 0 | 1 | Teitsson, Magnus | 2197 |
Sveit Hugins er nú í ţrettánda sćti međ 4 stig og 12,5 vinning.
Á morgun teflir Huginn viđ frönsku sveitina Cercle d'Echecs de Bois Colombes sem er áţekk Huginssveitinni ađ styrkleika. Ţá sveit skipa:
1 | Amin, Bassem | GM | EGY | 2638 |
2 | Cornette, Matthieu | GM | FRA | 2548 |
3 | Kazakov, Mikhail | GM | UKR | 2490 |
4 | Dionisi, Thomas | FM | FRA | 2392 |
5 | Metzger, Clement | FRA | 2215 | |
6 | Plane, Boris | FRA | 2057 |
Góđar vefslóđir
- Heimasíđa mótsins
- Chess24 (mjög góđar beinar útsendingar)
- Úrslitaţjónusta
- Myndaalbúm (VÓV)
- Beinar útsendingar (mótssíđa - mjög óstöđug)
16.9.2014 | 10:41
EM: Pistill frá 2. umferđ
Vigfús Ó. Vigfússon, liđsstjóri og varamađur sveitar Skákfélagsins Hugins hefur skrifađ pistil frá 2. umferđ EM skákfélaga. Ţar segir međal annars:
Ţá er komiđ ađ Einari Hjalta en honum tókst ađ koma Shirov í stöđu sem hann kunni alls ekki viđ. Stađa Einars Hjalta varđ nokkuđ snemma vćnleg og ţađ mátti sjá Shirov engjast sundur og saman mest alla skákina. Hćgt hefđi veriđ ađ ná miklu betri myndum af honum heldur er birst hafa á netinu af ţessu tilefni ţví hann faldi andlitiđ i höndum sér hvađ eftir annađ međan á skákinni stóđ. Eftir ađ Einar vinnur peđiđ á d6 er stađa hans unnin en ţak er mikil úrvinnsla eftir og mikill tími fór í ađ reikna út allar leidir og gćta ađ ţví ađ enginn trikk vćru í stöđunni. Eflaust hefđi Einar Hjalti teflt mun hrađar ef hann hefđi veriđ ađ tefla viđ venjulegan íslenskan skákmann en ţegar 2700 stiga mađur er fastur á önglinum ţá ţarf ađ gćta ađ hverju skrefi. Ţađ saxađist á tíma Einars svo hann var í verulegu tímahraki síđustu 5-10 leikina fyrir 40 leik. Ţegar hann lék međ 1 sekúndu á klukkunni varđ mér ekki um sel, en sem betur fer fór ţá Shirov ađ hugsa líka svo sigrunum var landađ á vandađan hátt. Eftir ađ viđureignin var afstađin bar Shirov hlutskipti sitt međ ćđruleysi og var hinn viđkunnanlegasti.
Pistilinn má nálgast í heild sinni á heimasíđu Hugins.
15.9.2014 | 22:54
Viđtal viđ Einar Hjalta - Werder Bremen á morgun
Sigur Einars Hjalta á Alexei Shirov hefur vakiđ verđskuldađa athygli úti í hinum stóra skákheimi enda um ađ rćđa glćsilega skák ađ hálfu Einars Hjalta. Peter Doggers tók viđ hann viđtal á fyrir heimasíđu mótsins sem finna má hér.
Einnig má finna viđtal viđ Robin Van Kampen, annan liđsmann Hugins sem gerđi í dag jafntefli viđ Alexander Grischuk, fjórđa stigahćsta skákmann heims. Van Kampen er međal annars spurđur afhverju hann sé ađ tefla međ íslenskum klúbbi en ekki hollenskum!
Á morgun teflir Huginn viđ ţýska klúbbinn Werder Bremen. Eins og í öllum alvöru ţýskum liđ er einn doktor í liđinu. Hugsinsmenn eru heldur sterkari á pappírnum.
Eftirtaldir skipa liđ Werder Bremen:
Bo. | Player | T | Fed | FRtg |
1 | Meins, Gerlef | IM | GER | 2448 |
2 | Buchal, Stephan | FM | GER | 2305 |
3 | Asendorf, Joachim, Dr. | FM | GER | 2312 |
4 | Steffens, Olaf | FM | GER | 2269 |
5 | Krallmann, Matthias | FM | GER | 2259 |
6 | Pollmann, Sascha | GER | 2057 | |
7 | Bart, Simon | GER | 2033 |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
15.9.2014 | 22:34
Sumarmót Fischerseturs haldiđ í annađ sinn
Laugardagskvöldiđ síđasta fór fram sumarmót Fischerseturs í annađ sinn, ađ hausti reyndar, sem hafđi ţó ekki teljanleg áhrif á taflmennsku ţeirra 30 keppenda sem tóku ţátt. Tefld var hrađskák međ sjö mínútna umhugsunartíma og voru keppendur Norđurlandamóts barnaskóla sem fram fór ţessa helgi á Hótel Selfossi fjölmennir.
Hart var barist eins og gefur ađ skilja og góđir tilburđir í anda Fischers svifu á stundum yfir borđum. Ţađ fór svo ađ sigur hafđi hinn danski, Jacob Brorsen, hann sigrađi landsliđskonuna Lenku Ptacnikova í hreinni úrlitaskák af nokkru öryggi, Lenka varđ síđan önnur og Jón Trausti Harđarson ţriđji. Jacob fćr ţví nafn sitt letrađ á farandbikar nokkurn fyrir neđan nafn Helga Ólafssonar stórmeistara sem vann mótiđ í fyrra.
Myndaalbúm (MM)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2014 | 17:30
Einar Hjalti vann Alexei Shirov!
Einar Hjalti Jensson (2349), Skákfélaginu Hugin, gerđi sér lítiđ fyrir og sigrađi lettneska ofurstórmeistarann Alexei Shirov (2701) rétt í ţessu á EM landsliđa. Glćsileg skák ađ hálfu Einars Hjalta! Hugin tapađi viđureigninni 2-4 en Jones (2664) og Van Kampen (2637) gerđu jafntefli viđ Karjakin (2777) og Grischuk (2789) en ađrar skákir töpuđust.
Nánar verđur sagt frá gangi mála á EM í kvöld. Skákin Einars og Shirov fylgir međ sem viđhengi.
Góđar vefslóđir
- Heimasíđa mótsins
- Chess24 (mjög góđar beinar útsendingar)
- Úrslitaţjónusta
- Beinar útsendingar (mótssíđa - mjög óstöđug)
15.9.2014 | 13:13
Huginn teflir viđ ofursveit
Önnur umferđ EM taflfélag hefst núna kl. 13. Huginn mćtir ţar rússnesku ofursveitinni Malakhite, sem er ţriđja stigahćsta sveit mótsins. Á efstu borđunum tefla Karjakin, Grischuk, Leko og Shirov! Hćgt er ađ fylgjast međ viđureign Hugins á Chessbomb og hér má sjá beinar slóđir á skákirnar ađ skák Leko og Ţrastar undanskyldri en hún birtist ekki.
Skákir dagsins
- Karjakin (2777) - Jones (2664)
- Van Kampen (2637) - Grischuk (2789)
- Leko (2734) - Ţröstur (2437) (birtist ekki)
- Einar Hjalti (2349) - Shirov (2701)
- Malakhov (2696) - Hlíđar (2269)
- Magnús (2197) - Lysyj (2684)
Góđar vefslóđir
- Heimasíđa mótsins
- Chess24 (mjög góđar beinar útsendingar)
- Úrslitaţjónusta
- Beinar útsendingar (mótssíđa - mjög óstöđug)
15.9.2014 | 09:54
Haustnámskeiđ Skákskóla Íslands byrja í vikunni
Haustnámskeiđ Skákskóla Íslands
hefjast vikuna 15. - 21. september
10 vikna námskeiđ
Úrvalsflokkar
Úrvalsflokkar eru ćtlađir nemendum sem hafa 1400 ELO-stig eđa meira. Foreldrar eđa forráđamenn taflfélaga geta sótt um og eru hvattir til ađ sćkja um ţjálfun og kennslu fyrir börn og unglinga. Helgi Ólafsson, Davíđ Ólafsson, Hjörvar Steinn Grétarsson eru međal ţeirra sem hafa séđ um ţessa kennslu. Ţessir nemendur hafa fengiđ og fá einkaţjálfun hjá reyndum stórmeisturum. Skákskólinn sér um ţjálfun ţeirra sem tefla fyrir Íslands á hönd á alţjóđlegum mótum t.d. heimsmeistaramóti unglinga sem fram fer í Durban í Afríku í september og Evrópumóti ungmenna í Batumi í Georgíu sem hefst í október nk.
Framhaldsflokkar
Ţessir flokkar eru ćtlađir krökkum sem ţegar hafa öđlast nokkra reynslu í keppnum eđa jafnvel t.d. međ skólaliđum og vilja auka viđ styrk sinn. Nýjasti stórmeistari Íslendinga Hjörvar Steinn Grétarsson og Björn Ívar Karlsson sem báđir eru ţrautreyndir skákkennarar munu sjá um kennslu fyrir ţennan hóp.
Námskeiđin verđa tvisvar á viku. Á laugardögum kl. 14:00-15:30 og á ţriđjudögum kl. 15:30-17:00. Verđ kr. 22.000.
Skákkennsla í Kópavogi
Skákskóli Íslands hefur frá haust ársins 2010 stađi fyrir skákkennslu í Stúkunni á Kópavogsvelli. Skákskólinn tengist ţví verkefni sem Skákdeild Breiđabliks međ Halldór Grétar Einarsson og Birkir Karl Sigurđsson hafa umsjón međ en Helgi Ólafsson stórmeistari og skólastjóri Skákskólans mun áfram sjá um skákkennslukennslu á laugardögum fyrir ţá ungu skákmenn sem ţegar hafa öđlast nokkra reynslu í opinberum mótum og hafa e.t.v. ELO-stig ţó ţađ sé ekki endilega skilyrđi. Foreldrar og áhugasamir ađilar geta haft samband á skrifstofu skólans og sótt sérstaklega um ađ fá ađ taka ţátt í ţessum tímum.
Stúlknanámskeiđ 7 - 12 ára
Landsliđskonurnar Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir og Tinna Kristín Finnbogadóttur munu sjá um skáknámskeiđ fyrir stúlkur á aldrinum 7 - 12 ára. Námskeiđin hefjast sunnudaginn 20. september. Foreldrar stúlkna á ţessum aldri eru hvattar til ađ mćta í fyrsta tíma sunnudaginn 20. september sem jafnframt er kynningarfundur.
Námskeiđin eru kl. 11 á sunnudögum. Verđ kr. 14.000.
Upplýsingar um önnur námskeiđ á vegum skólans verđa kynnt síđar.
Skráning á námskeiđin fer fram á www.skak.is.
Nánari upplýsingar má einnig fá á skrifstofu skólans í síma 568 9141 eđa í gegnum netföngin skaksamband@skaksamband.is (skrifstofa SÍ) eđa helol@simnet.is (Skólastjóri).
Norđurlandamóti barnaskólasveita lauk á Selfossi í dag. Skáksveit Álfhólsskóla endađi í öđru sćti eftir 2-2 jafntefli gegn Norđmönnunum í magnađri lokaviđureign. Rimaskóli vann finnsku sveitina 4-0 og endađi í fjórđa sćti. Nansý Davíđsdóttir stóđ sig best fyrsta borđs manna og Róbert Luu fékk einnig borđaverđlaun fyrir árangur sinn á ţriđja borđi.
Viđureign Álfhólsskóla og Norđmanna var afar spennandi. Ţađ var ljóst ađ sigur ţyrfti ađ vinnast 3-1 til ađ Norđurlandameistaratitilinn kćmi í hús. Guđmundur Agnar vann magnađ sigur á öđru borđi eftir ađ hafa "fórnađ" manni og Róbert sýndi mikinn stöđu- og skákskilning međ sigri sínum á ţriđja borđi. Ţegar á reyndi hefđi einn vinningur ţurft ađ nást til viđbótar gegn Norđmönnum og litlu mátti muna. Engu ađ síđur frábćr árangur hjá Álfhólsskóla sem náđi medalínu ţriđja áriđ í röđ á ţessu móti!
Lokastađan
- Noregur 15,5 v.
- Álfhólsskóli 13,5 v.
- Danmörk 12,5
- Rimaskóli 10 v.
- Svíţjóđ 8,5
- Finnland 0 v.
Ađstćđur á Hótel Selfossi voru mjög góđar og mikil ánćgja hinna erlendu keppenda međ góđar ađstćđur. Ţađ er ljóst ađ Hótel Selfoss er frábćr skákstađur og líklegt ađ framhald verđi á frekara mótahaldi ţar í haust á vegum SÍ.
Í gćr tók hópurinn ţátt á í skákmóti á Fischer-setrinu í umsjón Skákfélags Selfoss og nágrennis og hluti hópsins fór Gullna hringinn.
Skákstjórn önnuđust Steinţór Baldursson, Gunnar Björnsson og Stefán Steingrímur Bergsson.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Myndaalbúm (GB og SSB)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 00:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2014 | 23:44
EM: Öruggur sigur Hugins á írskri sveit - ofursveit á morgun
EM taflfélaga hófst í dag í Bilbaó á Spáni. Ein íslensk sveit tekur ţátt en ţađ er sveit frá Skákfélaginu Hugin. Öruggur sigur vannst á írskri sveit í dag, 5,5-0,5. Andstćđingarnir verđa ekki ađ verra taginu á morgun eđa ofursveit frá Rússlandi sem hefur međal annars Grischuk og Karjakin innanborđs. Vigfús Ó. Vigfússon, liđsstjóri og varamađur Hugins-sveitarinnar hefur sent Skák.is smá pistil. Í hann vantar íslenska stafi. Beđist er velvirđingar á ţví.
Vid tefldum I dag vid Irskan klubb Adare Chess Club sem er nr. 47 i styrkleikarodinni en vid nr. 21 svo I fyrstu umferd vorum vid a bordi 21. Their eru med althjodlegan meistara a fyrsta bordi en hinir I kringum 2000 stigin. Okkur syndis fyrir umferina ad their vaeru dalitid fyrir tefla upp a gambita og trikk. Thad kom lika a daginn ad upp komu spennandi stodur a flestum bordum. Throstur fordadist allt slikt og silgdi skakinni yfir I thaegilega stodu vann ped og endtaflid vann hann orugglega. Thad var oneitanlega gott ad hafa einn oruggan vinning a bordinu mest allan timann. Hinar skakirnar ssnerust svo okkur I vil thegar leid a vidureignirnar nema hja Hlidari sem tefldi lensgstu skakina og reyndi mikid ad kreista vinning ur jafnteflisstodu med ped yfir i hroksendatafli en an arangurs svo nidurstadan vard godur sigur 5,5v gegn 0,5v.
A morgun bidur okkar strembin vidureign vid 3 stigahaestu sveitina Malakhite. Thar eru engir aukvisar eda Karjakin, Grischuk, Leko, Shirov, Malahkov, Motylev, Lysyj og Bologan. Thvi er oneitanleg ekki ad neita ad nokkur eftirvaenting er I okkar monnum ad maeta thessari sveit og munumm vid gera okkar besta. Lidid verdur obreytt a morgun.
Adstaedur a keppnisstad eru agaetar nema ad thvi leti ad ekki er haegt ad fa neit ad borda a sjalfum keppnisstadnum en nog er ad drekka. Adstada fyrrir keppendur til ad studera er svo I naesta husi.
Umferđ morgundagsins byrjar kl. 13. Myndir eru vćntanlegar.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 1
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 127
- Frá upphafi: 8779007
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 102
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar