Fćrsluflokkur: Spil og leikir
14.10.2014 | 19:12
Caruana og Gelfand hlutskarpastir í Baku
Boris Gelfand og Fabiano Caruana enduđu jafnir í efsta sćti Grand Prix mótsins í Baku. Báđir gerđu ţeir jafntefli í lokaumferđinni.
Nćstu keppinautar náđu ekki ađ vinna sínar skákir og í raun var Alexander Grischuk sá eini sem vann skák í lokaumferđinni en hafđi ekki tök á ađ ná ţeim félögum.
14.10.2014 | 07:55
Dagur endađi í ţriđja sćti
Milljónaskákmótinu lauk međ glćsibrag í nótt međ hinum svokallađa "Millionaire Monday". Keppendur sem unnu sér rétt í 4-manna úrslitum bćđi í opnum flokki og ýmsum stigaflokkum kepptu ţá til úrslita.
Dagur átti möguleika á ađ vinna fyrstu verđlaun sem voru heilir 40.000 dolllarar. Dagur missteig sig hinsvegar í undanúrslitum gegn Ronald Burnett og keppti um 3. sćtiđ. Ţar mćtti hann David Kharatossian og jarđađi Armenanann og tryggđi sér verđlaunafé upp á 10.000 dollara. Glćsilegur árangur hjá Degi
Í ađalmótinu tryggđi Wesley So sér sigur eftir harđa baráttu en í úrslitarimmunni tefldi hann gegn Ray Rboson sem hafđi lukkudísirnar á sínum snćrum seinni part móts. Sigurinn tryggđi Wesley hvorki fleiri né fćrri en 100.000 Bandaríkjadali og sćti á topp 10 listanum í heiminum.
Mótiđ heppnađist ađ mestu leiti vel ef frá er skilin slök upplýsingagjöf til alţjóđlegra ađdáenda lengst af móts. Vonandi verđur ţetta mót endurtekiđ og ţá er hćgt ađ bćta ţessa einföldu hluti.
Flestir íslensku keppendanna stóđu sig međ sóma og Hermann Ađalsteinsson fékk m.a. verđlaun í sínum flokki ţó ţau hafi ađeisn dugađ upp í ţátttökugjald mótsins. Björn Ţorfinsson og Ólafur Kjartansson ţurftu ađeins örlitla ađstođ frá heilladísum og ţá hefđu ţeir einnig átt möguleika á ađ tefla upp á há verđlaun.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 07:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2014 | 07:47
Aron sigurvegari á Bikarsyrpu #2
Aron Ţór Mai úr T.R. sigrađi á öđru móti Bikarsyrpunnar í gćrkvöld. Hann bar ţá sigurorđ af Guđmundi Agnari Bragasyni í baráttuskák og endađi međ 4.5 vinning af 5 mögulegum. Jafn honum ađ vinningum varđ Mikhailo Kravchuk T.R. en ţeir gerđu einmitt innbyrđis jafntefli. Mikhailo vann fyrsta mótiđ í syrpunni en varđ ađ gera sér annađ sćtiđ ađ góđu á stigum ađ ţessu sinni.
Alec Elías Sigurđarson úr Hugin og Jón Ţór Lemery úr T.R. komu svo hnífjafnir í mark í ţriđja til fjórđa sćti međ fjóra vinninga. Ţrefaldur stigaútreikningur dugđi ekki til ađ gera upp á milli ţeirra, og ţví hljóta ţeir báđir bronsiđ!
Ţriđja mótiđ fer fram eftir áramótin en Taflfélaginu ber ađ hrósa fyrir ţetta frábćra framtak.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 07:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2014 | 07:43
Caruana og Gelfand efstir fyrir lokaumferđ
Eftir tvö töp í síđustu ţrem umferđunum, ţar sem hann tapađi m.a. gegn Alexander Grischuk (2797) í 9. umferđ, tókst Fabiano Caruana ađ rétta úr kútnum ţegar hann mćtti Kúbverjanum Leinier Dominguez (2751), sem sjálfur hafđi tapađ síđustu tveim skákum sínum.
Boris Gelfand (2748) hefur elt Fabiano eins og skuggi allt mótiđ og sá enga ástćđu til ađ breyta ţví í gćr. Boris, sem er frá Ísrael, hefur ýmsa fjöruna gengiđ og sjóinn sopiđ eins og landskunnur bílasali komst svo faglega ađ orđi. Hann mćtti heimamanninum Teimour Radjabov (2726) í dag og vann léttilega í 28 leikjum.
Fabiano og Boris deila nú efsta sćtinu, báđir međ 6 vinninga af 10. Fabiano verđur ađ teljast afar líklegur til ađ vinna mótiđ, enda mćtir hann Evgeny Tomashevsky (2701) í lokaumferđinni á međan Boris ţarf ađ gíma viđ hinn grjótharđa Peter Svidler (2732).
Evgeny Tomashevsky (2701) vann sína fyrstu skák í mótnu ţegar hann mćtti Caruana-bananum Dmitry Andreikin (2722). Tomashevsky sótti hart ţegar Dmitry var í miklu tímahraki og tókst ađ vinna ţrú peđ áđur en 40 leikjum var náđ. Dmitry var nóg bođiđ og gafst upp í 41. leik.
Alexander Grischuk er greinilega í banastuđi eftir sigurinn gegn Fabiano í 9. umferđ og straujađi fyrrv. FIDE heimsmeistaran Rustam Kasimdzhanov (2706), sem sá sig nauđbeygđan til ađ gefast upp eftir 33 leiki.
Lokaumferđin fer fram í dag og hefst á tíma sem hentar hörđum morgunhönum eđa 08:00 ađ íslenskum tíma!!
Fylgjast má međ á Chess24 og ChessBomb
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2014 | 22:42
Lenka međ sigur
Lenka teflir í lokuđum kvennaflokki og er fjórđi stigahćsti keppandinn. Lenka vann sinn ţriđja sigur í röđ í dag međ snaggaralegum sigri í Grand Prix árásinni.
Bćđi eru ţau í öđru sćti í sínum mótum og standa vel ađ vígi.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2014 | 22:26
Dagur teflir um 10.000 dollara í nótt
Dagur Arngrímsson tapađi einvígi sínu viđ Ronald Burnett eftir ađ hafa haft mjög vćnlega stöđu.
Dagur mun tefla upp á 3. sćtiđ en ţar eru í bođi 10.000 dollarar. Tapi Dagur ţarf hann ţó ekki ađ örvćnta ţar sem 4. verđlaun eru 5.000 dollarar.
Í ađalmótinu mćtast Wesley So og Ray Robson í úrslitum en sá síđarnefndi hefur heldur betur haft heppnina međ sér og "grísađ sig máttlausan" eins og ţeir reyndari í bransanum myndu segja.
Úrslitin og keppni um sćti hefjast klukkan 12:00 á miđnćtti sýnist okkur.
Herlegheitin eru bent á Chess24 eđa á heimasíđu mótsins hér.
13.10.2014 | 22:09
Davíđ eykur forskotiđ á Haustmótinu
Davíđ Kjartansson jók forskot sitt á toppi A-flokks í dag međ sigri á alţjóđlega meistaranum Sćvari Bjarnasyni. Á sama tíma varđ Oliver ađ láta sér lynda jafntefli gegn Ţorsteini Ţorsteinssyni. Davíđ hefur nú 5,5 vinning ţegar tvćr umferđir eru eftir, en Oliver er sem fyrr í 2.sćti heilum vinningi á eftir Davíđ. Ţorsteinn Ţorsteinsson er jafn Oliver ađ vinningum međ 4,5 vinning.
Í B-flokki er spennan mikil. Björn Hólm Birkisson gerđi jafntefli í dag viđ Halldór Garđarsson í spennandi skák ţar sem Björn Hólm sýndi hve úrrćđagóđur hann er viđ skákborđiđ er hann bjargađi nánast töpuđu tafli í jafntefli. Á sama tíma unnu Christopher Vogel og Damia Benet Morant sínar skákir. Björn Hólm, Damia og Christopher eru ţví efstir og jafnir međ 5 vinninga. Í nćstu umferđ mćtast svo Christopher og Björn Hólm.
Í C-flokki bar ţađ helst til tíđinda ađ Bárđur Örn Birkisson varđ ađ láta sér lynda jafntefli í skák sinni viđ Hjálmar H. Sigurvaldason. Er ţađ fyrsta skákin sem Bárđur Örn vinnur ekki í mótinu. Bárđur er sem fyrr efstur međ 6,5 vinning en Felix Steinţórsson kemur nćstur međ 5,5 vinning. Ţeir Bárđur og Felix munu mćtast í síđustu umferđ mótsins í skák sem gćti ráđiđ úrslitum í C-flokki.
Ólafur Evert Úlfsson heldur áfram sigurgöngu sinni í D-flokki en hann lagđi Kristófer Halldór Kjartansson í dag. Ólafur Evert hefur fullt hús en heilum vinning á eftir honum kemur Arnţór Hreinsson međ 6 vinninga. Í ţriđja sćti er Aron Ţór Mai sem hefur teflt vel og stefnir allt í ađ hann hćkki verulega á skákstigum eftir mótiđ.
Skákir 7.umferđar eru ađgengilegar hér.
Nćsta umferđ Haustmótsins og sú nćstsíđasta fer fram á miđvikudagskvöldiđ og verđa klukkur settar í gang klukkan 19:30.
13.10.2014 | 19:27
Dagur í beinni í Vegas

Dagur Arngrímsson teflir á "Millionare Monday" sem fer fram í ţessum töluđu orđum í Las Vegas.
Dagur teflir í u/2499 stiga flokki og hefur ţegar tryggt sér ađ lágmarki 5.000$.
Teflt er skv. útsláttarfyrirkomulagi, en fyrst eru tefldar tvćr 25 mínútna skákir. Dugi ţađ ekki til eru tefldar tvćr 15 mínútna skákir og svo tvćr hrađskákir til ţrautarvara.
Dagur mćtir Ronald Burnett (2357) í fyrri lotunni og sigurvegarinn mćtir svo sigurvegara úr hinu einvíginu í úrslitum um efsta sćtiđ.
Svo virđist sem Dagur hafi unniđ fyrri skák sína - Ţó međ fyrirvara um ađ úrslitin séu rétt skráđ.
Teflt er um stórar fjárhćđir:
2350-2499
1. sćti $40,000
2. sćti $20,000
3. sćti $10,000
4. sćti $5,000
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2014 | 13:43
Dagur í 4-manna úrslit í kvöld

Samkvćmt upplýsingum frá Hermanni Ađalsteinssyni vann Dagur tvćr af ţremur 15-míntúna skákum og vann svo tvćr hrađskákir og tryggđi sig áfram. Ţeta milljónamót hefur gert margt gott en upplýsingaflćđi er ekki eitt af ţeim. Nánast er vonlaust ađ fylgjast međ öđrum flokkum en efsta flokknum sem sýndur er í beinni útsendingu. Mjög stór mínús í kladdann ađ geta hvorki notađ heimasíđuna, twitter né chess-results til ađ miđla upplýsingum til fólks sem vill fylgjast međ.
Dagur er ţví öruggur međ ađ fá allavega 5.000 dollara í verđlaun en hann er međ stigahćrri mönnum í ţessum úrslitum og miđađ viđ undankeppnina er hann til alls líklegur og gćti komiđ heim međ 40.000 dollara ef allt gengur ađ óskum!
Beinar útsendingar af skákunum virđast ekki í bođi en bein útsending ţar sem skákir í efsta flokki eru skýrđar má nálgast á millionairechess.com og chess24.com. Vonandi verđur eitthvađ hćgt ađ fylgjast međ en fókusinn virđist nánast eingöngu á opna flokkinn.
Viđbót (bćtum hér viđ lýsingu Björns Ţorfinnssonar á gćrdeginum):
"Ótrúlegur Dagur í gćr! Međ ţví ađ ná jafntefli međ epískri baráttu gegn GM Matamoros ţá komst Dagur Arngrímsson í sjö manna bráđabanakeppni um ţátttökurétt í Million Dollar Monday (í flokki 2350-2499). Dregiđ var í tvo hópa (4 manna og 3 manna) og teflt lítiđ mót, allir viđ alla. Efstu menn í hvorum hópi tryggđu sér ţáttökurétt en annađ sćti myndi ţýđa annan bráđabana gegn ţeim sem lenti í öđru sćti í hinum hópnum. Andstćđingur Dags í fyrstu umferđ áttađi sig ekki á ţví ađ hann hefđi komist í úrslit og mćtti ekki til leiks (sem í sjálfu sér er rosalegt). Nćsta skák var hrikalega spennandi og var gegn IM Mandizha frá Zimbabwe. Ţađ hallađi á Dag til ađ byrja međ en hann sneri svo skákinni sér í hag í lokin og vann frábćran sigur. Í síđustu skákinni dugđi Degi jafntefli gegn bandarískum IM og var á góđri leiđ međ ađ sigla ţví í hús ţegar katastrófa átti sér stađ og hann lék af sér skákinni í einum leik. Hrikalegt ađ sjá og ţađ fór um okkur alla Íslendinganna. Ţađ ţýddi ađeins eitt, meiri taugaspennu. Ţá var bara ađ bíta í skjaldarrendur og fara í gegnum annan bráđabana. Andstćđingurinn var strembinn, bandarískt barn međ 2380 af kínverskum ćttum. Minni menn hefđu bugast eftir afleikinn í síđustu skák en Dagur mćtti ţvílíkt ákveđinn til leiks og gjörsamlega jarđađi piltinn 2-0 í hrađskákinni. Million Dollar Monday it is! Úrslitin byrja kl.18 á íslenskum tíma, fylgist međ!"
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2014 | 01:14
Dagur í úrslitakeppni í Vegas!
Dagur Arngrímsson er búinn ađ eiga gott mót á Milljónamótinu og búinn ađ gera jafntefli viđ fjóra stórmeistara. Ţessi árangur hefur skilađ honum í úrslitakeppni um sćti á "Millionaire Monday" ţar sem keppt er um 1. verđlaun í hans stigaflokki sem eru hvorki meira né minna en 40.000 dollarar!
Viđ óskum Degi góđs gengis.
Uppfćrt: Alls eru 7 keppendur sem eru ađ tefla um 3 laus sćti í 4-manna úrslitunum á mánudeginum.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 01:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 12
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 126
- Frá upphafi: 8778783
Annađ
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 93
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 8
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar