Fćrsluflokkur: Spil og leikir
19.10.2014 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Huginn leiđir eftir fyrrihluta Íslandsmótsins
Sveitir Taflfélag Reykjavíkur standa vel ađ vígi á öllum neđri deildunum, Í 2. deild er b-sveitin félagsins efst, í 3. deild er leiđir c-sveitin og í 4. deild er d-sveit TR í efsta sćti.
Efstu liđin í 1. deild eru búin ađ mćtast innbyrđis í 1. deildinni ţannig ađ úrslitin snúast um ţađ hversu mörgum vinningum ţau sanka ađ sér á lokasprettinum. Skákfélagiđ Huginn, sem tapađi fyrir Taflfélagi Vestmannaeyja í 3. umferđ, nýtur ţess ađ vera međ b-liđ í keppninni og góđan mannskap. Ţegar a- og b-liđiđ mćttust í 1. umferđ voru međalstig b-liđsmanna 1.854 elo-stig en hćkkuđu svo snarlega í nćstu umferđ upp í 2.218 elo-stig. Hinn ungi og efnilegi Hilmir Freyr Heimisson vann raunar ţrautreyndan Kristján Eđvarđsson á 6. borđi en önnur úrslit voru eftir bókinni og niđurstađan 7:1, A-liđinu í vil. Ungu skákmennirnir stóđu sig almennt vel á Íslandsmótinu og af eldri skákmönnum er ţađ helst ađ segja ađ gömul kćti greip menn ţegar Margeir Pétursson gekk í salinn til ađ tefla tvćr skákir fyrir sitt gamla félag, Taflfélag Reykjavíkur, seiglađist í erfđri vörn á móti Shirov-bananum" Einar Hjalta og vann ađ lokum. Jóhann Hjartarson, tefldi vel gegn Kanadamanninum Eric Hansen og gaman var ađ sjá búlgarska stórmeistarann Ivan Cheparinov ađ tafli fyrir Hugin í Rimaskólanum. Alltaf dáist mađur ađ ţrautseigjunni og ţeirri tryggđ viđ heimahagana sem ríkir innan Skákfélags Akureyrar. Gylfi Ţórhallsson hefur veriđ međ í nánast hverri umferđ frá fyrstu keppninni haustiđ 1974 og félagar hans og máttarstólpar í liđinu missa vart úr skák ţessi misserin. Norđanmenn hafa líka innan sinna vébanda einn efnilegasta skákmann landsins sem hćkkađi um tćplega 70 elo stig ţessa helgi og vann kunnan skákmeistara í 5. umferđ:
Árni Ármann Árnason (Bolungarvík) - Jón Kristinn Ţorgeirsson (Akureyri )
Drottningarbragđ
1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 d5 4. cxd5 exd5 5. Bg5 c6 6. Dc2 Be7 7. e3 Re4 8. Bxe7 dxe7 9. Bd3 f5 10. Rc3 0-0 11. 0-0 Be6 12. Re5 Rd7 13. f4 Hf6 14. Ra4 Rxe5 15. fxe5 Hg6 16. Hab1
Af hverju ekki 16. b4 strax, t.d. 16. ...Dxb4 17. Bxe4 dxe4 18. Rc5 sem hótar m.a. 19. Hab1.
16. ... Dg5 17. De2 h5 18. b4 h4 19. Bxe4
Opnar fyrir biskupinn á e6 en svartur hótađi 19.... Rg3.
19.... fxe4 20. Hf4 Bh3 21. Hf2 Bg4 22. Dd2 Bf3 23. Kh1?
Betra var sennilega 23. Rc3. Nú hristir Jón Kristinn fram úr erminni magnađa fléttu.
Eftir ţennan óvćnta millileik" sá Árni síma sćng uppreidda. Hann getur ţó varist međ 25. Kg1 sem má svara međ 25.... Bxg2! 26. De1 Hf8 međ áframhaldandi sókn, t.d. 27. Hb2 Hf5 o.s.frv.
25. De1? Hxg2 26. Rc5 Hg6 mát.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 11. október 2014
Spil og leikir | Breytt 15.10.2014 kl. 11:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2014 | 18:11
Oliver og Símon byrja vel á EM ungmenna
Fyrsta umferđ EM ungmenna fór fram í dag í Batumi í Georgíu. Oliver Aron Jóhannesson (2192) og Símon Ţórhallsson (1796) byrja vel. Oliver Aron vann en Símon gerđi jafntefli viđ andstćđing sem var 400 stigum hćrri. Dagur Ragnarsson (2154) og Gauti Páll Jónsson (1739) töpuđu. Oliver verđur á beinni á morgun en ţá teflir hann viđ stigahćsta keppendann í sínum flokki.
Úrslit fyrstu umferđar (hćgt ađ stćkka međ ţví klikka á mynd)
Röđun annarrar umferđar:
989 skákmenn frá 43 löndum taka ţátt. Fulltrúar Íslands eru fjórir ađ ţessu sinni. Dagur Ragnarsson (2154) teflir flokki 18 ára og yngri en Oliver Aron Jóhannesson (2192), Símon Ţórhallsson (1796) og Gauti Páll Jónsson (1739) tefla í flokki 16 ára og yngri. Dagur og Oliver eru ţrautreyndir á slíkum mótum en Símon og Gauti eru ađ há frumraun sína.
Dagur er nr. 42 í stigaröđ 62 keppenda.
Í flokki 16 ára og yngri taka 89 skákmenn ţátt. Oliver er nr. 32 í stigaröđ keppenda en Símon er nr. 77 og Gauti er nr. 82.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2014 | 11:11
EM ungmenna hefst í dag
EM ungmenna hefst í dag í Batumi í Georgíu. 989 skákmenn frá 43 löndum taka ţátt. Fulltrúar Íslands eru fjórir ađ ţessu sinni.
Dagur Ragnarsson (2154) teflir flokki 18 ára og yngri en Oliver Aron Jóhannesson (2192), Símon Ţórhallsson (1796) og Gauti Páll Jónsson (1739) tefla í flokki 16 ára og yngri. Dagur og Oliver eru ţrautreyndir á slíkum mótum en Símon og Gauti er ađ há frumraun sína.
Dagur er nr. 42 í stigaröđ 62 keppenda.
Í flokki 16 ára og yngri taka 89 skákmenn ţátt. Oliver er nr. 32 í stigaröđ keppenda en Símon er nr. 77 og Gauti er nr. 82.
Röđun fyrstu umferđar:
Enginn ţeirra verđur í beinni útsendingu í fyrstu umferđ en umferđin átti ađ hefjast nú kl. 11.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2014 | 07:00
Hrađskákmót TR fer fram í dag
Hrađskákmót Taflfélags Reykjavíkur verđur haldiđ í húsnćđi félagsins ađ Faxafeni 12 sunnudaginn 19. október kl. 14:00. Tefldar verđa 2x7 umferđir eftir Swiss kerfi og er umhugsunartími 5 mínútur á skák. Mótiđ er vel jafnan sótt, en yfir fjörutíu ţátttakendur voru međ í fyrra.
Ţátttökugjald kr 500 fyrir 16 ára og eldri, en frítt fyrir 15 ára og yngri. Verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin.
Ađ loknu hrađskákmótinu fer fram verđlaunaafhending fyrir Haustmót Taflfélags Reykjavíkur.
Núverandi Hrađskákmeistari TR er Dađi Ómarsson.
Spil og leikir | Breytt 18.10.2014 kl. 08:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2014 | 18:35
Lenka vann í lokaumferđinni - Henrik tapađi
Lokaumferđ Xtracon-mótsins í Köge fór fram í dag. Henrik Danielsen (2490) tapađi fyrir brasilíska stórmeistarann Alexandr Fier (2589). Henrik hlaut 5˝ vinning og endađi í 9.-16. sćti. Fier ţessi og tékkneski stórmeistarinn Peter Prohaszka sigruđu á mótinu en ţeir hlutu 7 vinninga. Frammistađa Henriks samsvarađi 2527 stigum og hćkkar hann um 10 stig fyrir hana.
Lenka Ptácníková (2265) vann rússnesku skákkonuna Ilena Krasenkova (2067) í lokaumferđinni. Lenka hlaut 5 vinninga og endađi í 4.-5. sćti. Rússneska skákkonan Karina Ambartsumova (2278) sigrađi á mótinu en hún hlaut 7 vinninga. Frammistađa Lenku samsvarađi 2234 skákstigum og lćkkar hún um 6 stig fyrir hana.
Beinar útsendingar (báđir flokkar)
18.10.2014 | 10:30
Davíđ sigurvegari Haustmóts TR - Ţorvarđur skákmeistari TR
Lokaumferđ Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur fór fram í gćrkveldi. Davíđ Kjartansson (2331) gerđi jafntefli viđ Kjartan Maack (2131) og varđ öruggur sigurvegari mótsins hlaut vinningi meira en Ţorsteinn Ţorsteinsson og
Ţorvarđur F. Ólafsson sem urđu í 2.-3. sćti. Ţorvarđur varđ skákmeistari TR sem efsti félagsmađur.
Lokastađan í a-flokki
B-flokkur
Spćnski skiptineminn Damia Benet Morant (2058) sigrađi í flokknum en hann hlaut 7 vinninga. Í 2.-3. sćti međ 6,5 vinning urđu Björn Hólm Birkisson (1655) og Christopher Vogel (2011).
Damia fćr keppnisrétt í a-flokki ađ ári - verđi hann enn á landinu!
C-flokkur
Bárđur Örn Birkisson (1636) sigrađi í flokknun en hann fékk 8 vinninga. Felix Steinţórsson (1549) varđ annar međ 7 vinninga en ţessir tveir voru í nokkrum sérflokki. Jóhann Arnar Finnsson (1399) varđ ţriđji međ 5,5 vinning.
Bárđur Örn fćr keppnisrétt í b-flokki ađ ári.
D-flokkur
Ólafur Evert Úlfsson (1430) hafđi mikla yfirburđi í d-flokki og vann allar skákir sínar níu ađ tölu. Arnţór Hreinsson (1295) varđ annar međ 7 vinninga. Aron Ţór Mai (1274) og Alex Cambrey Orrason (1580) urđu í 3.-4. sćti međ 6 vinninga.
Ólafur Evert fćr keppnisrétt í c-flokki ađ ári.
Röđ efstu manna
Á morgun, sunnudag, fer fram Hrađskákmót TR. Ađ ţví loknu fer fram verđlaunaafhending beggja móta.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2014 | 10:00
Róbert sigrađi á fyrsta móti Hróksins og Stofununnar
Róbert Lagerman sýndi afhverju hann er kallađur skákljóniđ, ţegar hann sigrađi á sterku og afar skemmtilegu hrađskákmóti, sem Stofan Café og Hrókurinn stóđu fyrir á fimmtudagskvöld. Kaffihúsataflmennska var í hávegum höfđ, enda tilmćli skákstjóra ađ mjög ćskilegt vćri ađ fórna liđi í hverri einustu skák.
Skákmenn úr öllum áttum mćttu til leiks á fyrsta hrađskákmótiđ sem Stofan Café og Hrókurinn standa fyrir. Ritstjórn Hróksins mćtti međ nćstum fullmannađ liđ, og sérstakt ánćgjuefni ađ Kári Elísson var međal keppenda.

,,Sálarlausi peđamorđingi!" heyrđist muldrađ yfir ţessari skák Kára Elíssonar og Hrafns Jökulssonar. Jafntefli varđ niđurstađa eftir darrađardans.
Einstaklega góđur andi sveif yfir vötnum, og var liđi fórnađ í stórum stíl í mörgum skákum. Markmiđ Hróksins og Stofunnar tókst sannarlega: Ađ bjóđa til alvöru kaffihúsaskákmóts.
Skákljóniđ lék ekki bara listir sínar á skákborđinu, Róbert var líka skákstjóri (enda međ alţjóđleg dómararéttindi) og eggjađi menn til ađ tefla af dirfsku: Muniđ hvar viđ erum - ţađ er skylda ađ fórna!
Ţađ hefur hinsvegar aldrei ţurft ađ brýna Róbert til ađ tefla djarft, og hann landađi sigri á mótinu, fékk 6,5 vinning af 8.

Ómissandi gleđigjafar á öllum betri skákmótum: Ingvar Ţór og Jón Gunnar taka saman höndum.
Róbert fékk í sigurlaun gjafabréf frá Stofunni og auk ţess kaffikort sem tryggir honum 10 bolla af besta kaffinu í bćnum. Gunnar Björnsson hreppti silfriđ, sjónarmun á undan Ólafi B. Ţórssyni, en báđir fengu ţeir 5,5 vinning. Forseti Skáksambandsins fékk gjafabréf og kaffikort í verđlaun.
Ţá var efnt til happdrćttis međal keppenda og ţar datt Ingvar Ţór Jóhannesson í lukkupottinn. Ingvar Ţór, sem var stigahćsti keppandi mótsins, hafđi veriđ mjög örlátur viđ andstćđinga sína á mótinu og var ţví vel ađ happdrćttisvinningnum kominn.
Í stuttu máli sagt: Dúndrandi skemmtilegt kvöld á Stofunni.
Sćti | Nafn | Skákstig | Vinningar |
1 | Róbert Lagerman | 2305 | 6,5 |
2-3 | Gunnar Björnsson | 2070 | 5,5 |
2-3 | Ólafur B. Ţórsson | 2200 | 5,5 |
4-6 | Stefán Ţór Sigurjónsson | 2145 | 5 |
4-6 | Hörđur Aron Hauksson | 1800 | 5 |
4-6 | Stefán Arnalds | 2000 | 5 |
7-8 | Kári Elíson | 2006 | 4,5 |
7-8 | Hrafn Jökulsson | 1800 | 4,5 |
9-10 | Einar Valdimarsson | 1880 | 4 |
9-10 | Ingvar Ţór Jóhannesson | 2375 | 4 |
11-13 | Gísli Hrafnkellsson | 1700 | 3 |
11-13 | Jón Gunnar Jónsson | 1700 | 3 |
11-13 | Arnór Hreinsson | 1560 | 3 |
14 | Sindri Guđjónsson | 1895 | 2,5 |
15 | Sigurđur E. Kristjánsson | 1825 | 2 |
16 | Hjálmar Sigurvaldason | 1500 | 1 |
18.10.2014 | 08:56
Hrađskákmót TR fer fram á morgun
Hrađskákmót Taflfélags Reykjavíkur verđur haldiđ í húsnćđi félagsins ađ Faxafeni 12 sunnudaginn 19. október kl. 14:00. Tefldar verđa 2x7 umferđir eftir Swiss kerfi og er umhugsunartími 5 mínútur á skák. Mótiđ er vel jafnan sótt, en yfir fjörutíu ţátttakendur voru međ í fyrra.
Ţátttökugjald kr 500 fyrir 16 ára og eldri, en frítt fyrir 15 ára og yngri. Verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin.
Ađ loknu hrađskákmótinu fer fram verđlaunaafhending fyrir Haustmót Taflfélags Reykjavíkur.
Núverandi Hrađskákmeistari TR er Dađi Ómarsson.
18.10.2014 | 08:55
Henrik og Lenka međ jafntefli í gćr
Áttunda og nćstsíđasta Xtracon-mótsins í Köge fór fram í gćr. Henrik Danielsen (2490) gerđi jafntefli viđ pólska stórmeistarann Michal Krasenkow (2631). Henrik hefur 5˝ vinning og er í 4.-9. sćti - hálfum vinningi á eftir efstu mönnum.
Opni flokkurinn
Lenka Ptácníková (2265) gerđi jafntefli viđ dönsku skákkonuna Esmat Susanne Guindy (2062). Hún hefur 4 vinninga og er í 5.-6. sćti.
Lokaumferđin hefst kl. 11 í dag. Henrik teflir ţá viđ brasilíska stórmeistarann Alexandr Fier (2589) en Lenka viđ rússnesku skákkonuna Ilena Krasenkova (2067).
Beinar útsendingar (báđir flokkar)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2014 | 07:00
Skákţing Garđabćjar hefst á mánudaginn
Skákţing Garđabćjar hefst mánudaginn 20. október 2014. Tefldar verđa 7 umferđir og verđur mótiđ reiknađ til íslenskra og alţjóđlegra stiga.
Mótsstađur: Garđatorg 1. (gamla Betrunarhúsiđ). 2. hćđ. Inngangur til hćgri viđ verslunina Víđi.
Skráning:
Skáningarsíđa mótsins eđa skilabođ til Skákstjóra.
Umferđatafla:
- 1. umf. Mánudag 20. okt. kl. 19.30. (B flokkur kl. 18:00)
- 2. umf. Mánudag 27. okt. kl. 19.30 (B flokkur kl. 18:00)
- 3. umf. Mánudag 3. nóv. kl. 19.30 (B flokkur kl. 18:00)
- 4. umf. Mánudag 10. nóv. kl. 19.30 (B flokkur kl. 18:00)
- 5. umf. Mánudag 17. nóv. kl. 19.30 (B flokkur kl. 18:00)
- 6. umf. Mánudag 24. nóv. kl. 19.30 (B flokkur kl. 18:00)
- 7. umf. Mánudag 1. des. kl. 19.30 (B flokkur kl. 18:00)
Verđlaunaafhending og Hrađskákmót Garđabćjar 8. Desember kl 19:30.
Keppnisfyrirkomulag er svissneskt kerfi. Skákstjóri er Páll Sigurđsson. Sími 860 3120.
Tímamörk eru 90 mínútur og 30 sek sem bćtist viđ hvern leik. Mótiđ er opiđ öllum og geta ţví stigalágir valiđ milli flokka.
B flokkur bara fyrir skákmenn međ 1499 stig eđa minna. Umhugsunartími ţar er 45 mín auk 30 sek. á leik.
Leyfilegt er í mótinu í umferđum 1-5 ađ taka hjásetu gegn hálfum vinning. Ekki er hćgt ađ taka hjásetu eftir ađ pörun í umferđ liggur fyrir.
Verđlaun auk verđlaunagripa:
Heildarverđlaun 70 prósent af ađgangseyri. (Hort system). Amk. 3 verđlaun í hvorum flokki.
Mótiđ er um leiđ Skákţing Taflfélags Garđabćjar.
Sćmdartitilinn Skákmeistari Garđabćjar geta ađeins fengiđ félagsmenn Taflfélags í Garđabć eđa skákmađur međ lögheimili í Garđabć.
Ţátttökugjöld:
Félagsmenn: Fullorđnir 3000 kr. Skákmenn fćddir 1997 og síđar frítt.
Utanfélagsmenn: Fullorđnir 4000 kr. Skákmenn fćddir 1997 og síđar 2000 kr.
Skákmeistari Garđabćjar 2013 er Bjarnsteinn Ţórsson.
Spil og leikir | Breytt 17.10.2014 kl. 10:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 3
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 117
- Frá upphafi: 8778774
Annađ
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar