Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Skemmtikvöld Taflfélags Reykjavíkur á föstudag

skemmtikvold3_tr_banner_1248942.jpg

Á föstudagskvöld kl. 20.00 er komiđ ađ ţriđja skemmtikvöldi vetrarins!  Í tilefni af einvígi Magnúsar Carlsen og Viswanathan Anand um heimsmeistartitilinn sem hefst í Sochi á laugardag munum viđ tefla stöđur úr innbyrđis viđureignum ţessara miklu meistara.  En eins og alltaf á skemmtikvöldum TR ţá eru sérreglur varđandi mótiđ.

Fyrirkomulagiđ verđur eftirfarandi:

  1. Tímamörkin eru sótt í smiđju Stefáns Steingríms Bergssonar úđunarsérfrćđings og framkvćmdastjóra Skákakademíunnar. 
    • Keppendur skipta milli sín tíu mínútum. Hver 100ELO-stig sem munar á keppendum draga ţá í sundur um eina mínútu í hvora átt. 200 stig tvćr mínútur í hvora átt. Alveg niđur í eina mínútu gegn níu mínútum ţegar munurinn er 400 stig eđa meir. 1 sekúnda bćtist viđ hvern leik. Sá sem hefur minni tíma á klukkunni í upphafi skákar rćđur hvoru megin hún stendur.  
  2. Tefldar verđa stöđur úr skákum Carlsen og Anand
  3. Tefldar verđa 12 skákir.
  4. Keppendur tefla innbyrđis eina skák međ hvítt og eina skák međ svart. (2. skáka viđureign milli keppenda)
  5. Tvćr stöđur úr skákum Carlsen/Anand verđa í bođi í hverri viđureign.  Sá sem stýrir svörtu mönnunum í hvorri skák velur hvor stađan er tefld!  Hvítur á alltaf fyrsta leik í stöđunum.
  6. Önnur af stöđunum sem hćgt er ađ velja úr í hverri umferđ verđur gerđ opinber á fimmtudag, og keppendur geta ţví undirbúiđ sig og valiđ ţá stöđu ţegar ţeir fá svart, ..eđa ekki.
  7. Stöđurnar geta bćđi veriđ úr ţekktum byrjunum eđa ţegar ţeim sleppir.
  8. Gerđ verđa tvö hlé til Billjardbarsferđa međan á mótinu stendur.
  9. Verđlaun:
    1.sćti 8000 króna úttekt á billjardbarnum í formi veitinga.
    2.sćti 5000 króna úttekt á Billjardbarnum í formi veitinga.
    3.sćti 2000 króna úttekt á Billiardbarnum í formi veitinga.
  10. Ţátttökugjald er 500 krónur sem innheimt verđur af festu og ákafa fyrir fyrstu umferđ.
  11. Aldurstakmark er 20 ár og rétt er ađ geta ţess ađ áfengisbann ríkir í húsakynnum Taflfélagsins.
  12. Sigurvegarinn hlítur nafnbótina Karlöndin 2014 

Tekiđ skal fram ađ í vor verđur haldin skemmtikvöldakóngakeppni ţar sem Mórinn 2014,Karlöndin 2014, Úlfurinn 2014 (eđa 2015) og ađrir sigurvegarar skemmtikvöldanna munu mćtast í uppgjöri ţeirra bestu.

 Skemmtikvöld Taflfélags Reykjavíkur hafa notiđ mikilla vinsćlda og eru frábćr skemmtun!


Björgvin efstur í áttunda sinn hjá Ásum í gćr

Björgvin VíglundssonŢađ mćttu tuttugu og sjö öđlingar til leiks í gćr í Stangarhyl. Ţetta var níundi skákdagur haustsins.
Björgvin Víglundsson hefur mćtt átta sinnum og átta sinnum veriđ efstur. Ţađ var engin breyting á ţví í gćr, hann tapađ ţó einni skák og gerđi eitt jafntefli, fékk sem sagt 8.5 vinning í fyrsta sćti.

Friđgeir Hólm varđ í öđru sćti međ 7 vinninga
Ţá komu ţeir ţrír jafnir međ 6.5 vinning ţeir Stefán Ţormar, Valdimar Ásmundsson og Jón Víglundsson. Stefán var efstur á stigum. Jón var í miklu stuđi og mátađi hvern kappann á fćtur öđrum. Vel gert hjá ţeim brćđrum ađ taka tvö sćti af fimm efstu.

Stjórnarmenn voru nokkuđ kátir í dag ţví ađ viđ erum búnir ađ fá kvenmann í húsverkin eins og ţeir rćningjar í Kardemommubćnum.

Ágćt kona sem ćtlar ađ sjá um kaffiđ fyrir okkur nćstu vikurnar vonum viđ. Ţađ truflar einbeitinguna ađ stússa viđ kaffiđ.

Sjá nánari úrslit og myndir frá ESE



_sir_2014-11-04.jpg

 


Andreikin sigrađi á Grand Prix-mótinu í Tashkent

Öđru mótinu í Grand Prix-seríunni lauk í fyrradag í Tashkent í Úsbekistan. Rússinn Dmitry Andreikin (2722) kom sá og sigrađi en hann hlaut 7 vinninga í 11 skákum. Í 2.-3. sćti urđu Aserinn Mamedyarov (2764) og Kaninn Nakamura (2764) međ 6˝ vinning.

Caruana (2844) náđi sér ekki á strik og endađi í 4.-7. sćti međ 4 vinninga. Mótiđ var haldiđ skömmu á eftir fyrsta mótinu sem valdi ónćgju sumra keppenda og međal annars Caruna sem lét hafa eftir sér á Twitter:

 

 

Umfjöllun á Chess24.

Heimasíđa mótsins


Unglingameistaramót Íslands (u20) fer fram á föstu- og laugardag í SÍ

Unglingameistaramót Íslands 2014 fer fram í húsnćđi SÍ dagana 7.- 8. nóvember nk.  Ţátttökurétt eiga ţeir sem verđa 20 ára á almanaksárinu og yngri.

Athugiđ ađ mótiđ hefur veriđ flutt úr Rimaskóla yfir í húsnćđi SÍ Faxafeni 12. Íslandmót 15 ára og yngri verđur engu ađ síđur í Rimaskóla á laugardag og sunnudag. Ađeins er veriđ ađ flytja Unglingameistaramótiđ - ekki bćđi mótin.

Sigurvegari á mótinu hlýtur titilinn “Unglingameistari Íslands 2014” og í verđlaun farseđil - ađ hámarki kr. 50.000.-  á skákmót erlendis.  Farseđilinn gildir í eitt ár.                       

Umferđatafla:            

  • Föstudagur 7. nóv.     kl. 20.00                                 3 atskákir
  • Laugardagur 8. nóv.:  kl. 17.00                                 4 atskákir

Ađ móti loknu verđur verđlaunaafhending.           

Tímamörk:                  25 mín + 10 sek. viđbótartími á hvern leik   

Ţátttökugjöld:            kr. 2.000.-

Skráning:                    http://www.skak.is (guli kassinn efst)

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Skráningu lýkur fimmtudaginn 6. nóvember.


Íslandsmót 15 ára og yngri fer fram á laugardag og sunnudag

Keppni á Íslandsmótinu í skák 2014 - 15 ára og yngri (fćdd 1999 og síđar) og 13 ára og yngri (fćdd 2001 og síđar) verđur haldiđ í Rimaskóla dagana 8. og 9. nóvember nk. Tefldar verđa 9 umferđir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartími 25 mín. + 10 sek. viđbótartími á hvern leik. Teflt verđur í einum flokki.

Skráning fer fram á www.skak.is (skráningarform í gula kassanum efst).

Umferđataflan er ţannig:

Laugardagur 8. nóvember     

  • kl. 12.00 1. umferđ
  • kl. 13.00 2. umferđ
  • kl. 14.00 3. umferđ
  • kl. 15.00 4. umferđ
  • kl. 16.00 5. umferđ

Sunnudagur 9. nóvember      

  • kl. 11.00 6. umferđ
  • kl. 12.00 7. umferđ
  • kl. 13.00 8. umferđ
  • kl. 14.00 9. umferđ

Ţetta eru áćtlađar tímasetningar, en hver ný umferđ hefst ađ ţeirri fyrri lokinni.

Ađ ţví loknu verđlaunaafhending og mótsslit.

Ţátttökugjöld: kr. 1.000.- (hámark kr. 1.500.- fyrir fjölskyldu)

Verđlaun: Verđlaunabikarar fyrir ţrjú efstu sćtin í hvorum flokki.

Mótiđ er reiknađ til alţjóđlegra atskákstiga.

Ţegar skráđa keppendur má finna hér

Skáksambandiđ hvetur íslenska ungmenni til ađ fjölmenna í mótiđ!


Atskákmót Reykjavíkur fer fram í kvöld

Atskákmót Reykjavíkur sem jafnframt er atskákmót Hugins, suđursvćđi fer fram mánudaginn 3. nóvember.

Mótiđ fer fram í félagsheimili Hugins, Álfabakka 14a í Mjódd. Tefldar verđa 6 umferđir međ Svissnesku-kerfi og hefur hvor keppandi 15 mínútur á skák. Mótiđ hefst kl. 19:30.

Verđi tveir jafnir í baráttunni um annan hvorn titilinn verđur teflt tveggja skáka hrađskákeinvígi.  Verđi jafnt ađ ţví loknu verđur hrađskákbráđabani. Verđi fleiri en tveir jafnir verđur tefld einföld umferđ, hrađskák. Verđi enn jafnt, ţá bráđabani. Verđi fleiri en tveir jafnir verđur tefld einföld umferđ, hrađskák. Verđi enn jafnt ţá bráđabani.

Núverandi atskákmeistari Reykjavíkur og atskákmeistari GM Hellis er Einar Hjalti Jensson.

Verđlaun:

  • 1. 15.000
  • 2.   8.000
  • 3.   4.000

Ţátttökugjöld:

  • 16 ára og eldri: 1000 kr
  • 15 ára og yngri: 500

Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlega atskákstiga.

 


Tómas Veigar atskákmeistari Akureyrar

Tómas Veigar SigurđarsonAtskákmóti Akureyrar lauk í gćr ţegar fjórar síđustu umferđirnar af sjö voru tefldar.  Toppbaráttan var ćsispennandi. Ţegar tvćr umferđir voru eftir hafđi Jón Kristinn enn fullt hús, vinningi á undan Tómasi og Áskatli. Tómas gerđi sér lítiđ fyrir og vann Jón Kristin í nćstu umferđ og voru ţeir ţá ţrír jafnir. Hann lagđi Áskel svo ađ velli í flókinni skák í lokaumferđinni en Jokko mátti láta sér jafntefli nćgja gegn Andra. 

Ţar međ lágu ţessi úrslit fyrir:

 

  12345678vinn
1Tómas Veigar Sigurđarson 11101116
2Jón Kristinn Ţorgeirsson0 1˝1111
3Áskell Örn Kárason00 111115
4Andri Freyr Björgvinsson0˝0 1111
5Smári Ólafsson1000 1114
6Haraldur Haraldsson00000 112
7Kristjan Hallberg000000 11
8Gabríel Freyr Björnsson0100100 0

Mótiđ á Chess-Results.


Skákţáttur Morgunblađsins: Batumi-bragđiđ

Símon kátur eftir sigurinn í dagŢađ er kunnara en frá ţurfi ađ segja ađ skákbyrjanir draga oft nöfn sín af ţjóđríkjum, borgum eđa jafnvel bćjum: spćnski leikurinn, ítalski leikurinn, frönsk vörn og íslenski gambíturinn. Og borgarnöfnin: Gautaborgar-afbrigđiđ, Sevilla-afbrigđiđ, Berlínarvörn og svo mćtti lengi telja. Ég veit ekki til ţess ađ nokkur skábyrjun sé nefnd eftir strandbćnum Batumi í Georgíu sem liggur viđ landamćri Tyrklands en tilheyrđi áđur Óttóman-veldinu en ţessa dagana fer ţar fram Evrópumót ungmenna.

„Batumi-bragđiđ" mćtti kannski kalla ţađ háttalag mótshaldarans, sem er ţví miđur ekki međ öllu óţekkt í skákheiminum, ađ rukka fyrirfram fyrir fjögurra eđa fimm stjörnu hótel en senda síđan keppendur á óupphitađ gistiheimili ađ kljást ţar viđ sagga, flóabit og kaldar kjötbollur. Helstu međmćlin međ vistarverum íslenska hópsins voru ţau, ađ hinn nýi forseti evrópska skáksambandsins, Georgíumađurinn Zurab Azmaparashvili, hefđi dvalist ţar í nokkra daga fyrir fáeinum árum og líkađ vel. Ţeir eru svolítiđ ađ kenna hvor öđrum um hvernig ţetta gat fariđ svona, framkvćmdastjórar mótsins, en svo dćmi sé tekiđ um mismununina ţá rúlluđu rússnesku keppendurnir sem koma hingađ í stórum hópum beint inn á bestu hótelin og mér er til efs ađ nokkur ţeirra hafi greitt eitthvađ svipađ ţví sem íslensku keppendurnir ţurftu ađ reiđa fram. Ráfandi um í lobbíi Sheraton eru „utangarđsmennirnir" stöđugt minntir á ađ ţarna hafi nú aldeilis gist höfđingjar á borđ viđ Hillary Clinton, Sting og Pavarotti og fleiri stórlaxar.

Stundum er eins og ekkert hafi breyst hér í Georgíu ţó ađ liđinn sé nćstum aldarfjórđungur frá ţví ađ Sovétríkin leystust upp; ţvergirđingsháttur, „njet" og margefld dyravarsla er gamalkunnur veruleiki. En hver veit nema Eyjólfur hressist.

Aftur ađ mótinu; eftir fjórar umferđir er Akureyringurinn Símon Ţórhallsson sá keppandi sem mest hefur bćtt sig miđađ viđ ćtlađan árangur. Ađrir fulltrúar Íslands eru Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson og Gauti Páll Jónsson. Í afbrigđi hollenskrar varnar sem kennt er viđ Leningrad sló hann andstćđinginn út af laginu međ leik sem ekki er minnst á í nýútkominni bók sem fjallar um refilstigu hollensku varnarinnar:

EM Batumi 2014; 4. umferđ:

Símon Ţórhallsson - Egor Filipets (Hvíta- Rússland)

Hollensk vörn

1.d4 Rf6 2. g3 Rf6 3. Bg2 g6 4. Rf3 Bg7 5. O-O O-O 6. c4 d6 7. Rc3 De8 8. e4!?

Óvćntur leikur sem Símon hafđi áđur beitt á Skákţingi Norđlendinga.

8. ... Rxe4?!

Sennilega er 8. ... fxe4 betra - til ađ eiga leiđ fyrir biskupinn niđur á g4.

9. Rxe4 fxe4 10. Rg5 e5 11. Bxe4 h6 12. Rf3 Rc6

Eftir 12. ... exd4 13. He1! er svartur í vanda.

13. dxe5 Bg4?

Hyggst notfćra sér leppun riddarans en hugmyndin gengur ekki upp. Betra var 13. ... dxe5.

14. Dd5+! Be6 15. Db5!

Snarplega leikiđ og hótar 16. Dxb7.

giet4uqg.jpg15. ... Rxe5 16. Rxe5 Dxb5 17. cxb5 dxe5 18. Be3!

Fer sér ađ engu óđslega. Svartur getur ekki variđ peđin á drottningarvćng.

18. ... Bc4 19. Hfc1 Bxb5 20. Bxb7 Had8 21. Hxc7 Hf7 22. Hac1 Hdd7 23. Hxd7 Hxd7 24. Bc6!

Uppskipti treysta oft yfirburđi ţess sem meiri hefur liđsafla.

24. ... Bxc6 25. Hxc6 Hd1+ 26. Kg2 Hb1 27. Hxg6 Kh7 28. Ha6 Hxb2 29. Hxa7

- og svartur gafst upp. Brátt brunar a2-peđiđ af stađ.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is


----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 25. október 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Atskákmót Reykjavíkur fer fram á morgun

Atskákmót Reykjavíkur sem jafnframt er atskákmót Hugins, suđursvćđi fer fram mánudaginn 3. nóvember.

Mótiđ fer fram í félagsheimili Hugins, Álfabakka 14a í Mjódd. Tefldar verđa 6 umferđir međ Svissnesku-kerfi og hefur hvor keppandi 15 mínútur á skák. Mótiđ hefst kl. 19:30.

Verđi tveir jafnir í baráttunni um annan hvorn titilinn verđur teflt tveggja skáka hrađskákeinvígi.  Verđi jafnt ađ ţví loknu verđur hrađskákbráđabani. Verđi fleiri en tveir jafnir verđur tefld einföld umferđ, hrađskák. Verđi enn jafnt, ţá bráđabani. Verđi fleiri en tveir jafnir verđur tefld einföld umferđ, hrađskák. Verđi enn jafnt ţá bráđabani.

Núverandi atskákmeistari Reykjavíkur og atskákmeistari GM Hellis er Einar Hjalti Jensson.

Verđlaun:

  • 1. 15.000
  • 2.   8.000
  • 3.   4.000

Ţátttökugjöld:

  • 16 ára og eldri: 1000 kr
  • 15 ára og yngri: 500

 


Afmćlismót Einars Ben: Helgi sigrađi - Skáksögufélag stofnađ

Helgi Ólafsson sigrađi á Afmćlismóti Einars Benediktssonar sem haldiđ var á veitingahúsinu Einari Ben viđ Ingólfstorg, laugardaginn 1. nóvember. Helgi hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum. Í 2.-3. sćti urđu Jóhann Hjartarson og Hjörvar Steinn Grétarsson, en alls voru keppendur 39. Í mótslok var Söguskákfélagiđ stofnađ, en ţví er ćtlađ ađ stuđla ađ rannsóknum og skráningu á íslenskri skáksögu, sem spannar heilt árţúsund.

Afmćlismót Einars Benediktssonar var haldiđ í tilefni af ţví ađ föstudaginn 31. október voru 150 ár frá fćđingu skáldsins, sem setti svo sterkan svip á samtíđ sína. Guđmundur Andri Thorsson rithöfundur, sem flutti ávarp viđ setningu mótsins sagđi ađ Einar hefđi veriđ ,,hiđ síđasta í röđ  stórskálda 19. aldar, Hann var líka fyrsta ţjóđskáld 20. aldarinnar en um leiđ hiđ síđasta. Hann orti ljóđ sem rúmuđu allt."

Einar var einn af stofnendum Taflfélags Reykjavíkur um aldamótin 1900 og skák var ein hans helsta skemmtun, eins og fram kemur í endurminningum konu hans, Valgerđar Benediktsson. Einar tefldi ađ stađaldri viđ bestu skákmenn Íslands, og notađi einatt líkingamál úr skákinni í skáldskap sínum.

Einar Benediktsson sendiherra, sonarsonur ţjóđskáldsins, lék fyrsta leikinn fyrir Friđrik Ólafsson sem hafđi hvítt gegn hinum 11 ára gamla Mykhaylo Kravchuk, sem er afar efnilegur.Katrín Einarsdóttir, langafabarn skáldsins, lék fyrsta leikinn fyrir Mykhaylo.

Jóhann Hjartarson byrjađi af miklum krafti og lagđi Vigni Vatnar Stefánsson, Róbert LagermanDavíđ Kjartansson og Hjörvar Stein Grétarsson í fyrstu fjórum umferđunum. Í 5. umferđ gerđi Jóhann jafntefli viđ Björn Ţorfinnsson og tapađi fyrir Braga bróđur hans í nćstsíđustu umferđ. Bragi var í toppbaráttunni allan tímann en tapađi fyrir Helga í magnađri úrslitaskák í síđustu umferđ.

Helgi Ólafsson hóf mótiđ međ sigri á hinum efnilega Gauta Páli Jónssyni, en tapađi í 2. umferđ fyrir Lenku Ptacnikova, bestu skákkonu Íslands. Helgi beit í skjaldarrendur, vann 5 síđustu skákirnar og sigrađi á mótinu.

Verđlaunahafar fengu m.a. gjafabréf frá veitingahúsinu Einar Ben, sem stóđ ađ mótinu ásamt Taflfélagi Reykjavíkur og Hróknum.

Viđ lokaathöfn mótsins var tilkynnt um stofnun Skáksögufélagsins, en ţví er haldađ ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu, sem varđa skáksögu Íslands ađ fornu og nýju. Ţá mun félagiđ beita sér fyrir varđveislju hverskonar skákminja og ađ saga mestu skákmeistara Íslands verđi skráđ. Skáksögufélagiđ mun ennfremur gangast fyrir og styđja útgáfu, málţing og sýningar.

 Einar S. Einarsson fv.  forstjóri, sem gegnt hefur ótal mikilvćgum trúnađarstörfum fyrir skákhreyfinguna, var kjörinn fyrsti forseti Skáksögufélagsins. Ađrir í stjórn eru Jón Ţ. Ţórsagnfrćđingur, Róbert Lagerman forseti Vinaskákfélagsins og stjórnarmađur í SÍ, Guđmundur G. Ţórarinsson verkfrćđingur og fv. forseti SÍ og  Jón Torfason íslenskufrćđingur og skjalavörđur.

Chess-Results

Myndir má finna á heimasíđu Hróksins.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 126
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 89
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband