Fćrsluflokkur: Spil og leikir
14.2.2015 | 16:47
NM pistill nr. 3
NM í skólaskák pistill nr. 3
Ţađ gekk upp og niđur í 3. umferđ NM í skólaskák sem fram fór í morgun. Fimm vinningar komu í hús og erum viđ í 3.-4. sćti í landskeppninni 2,5 vinningi á eftir Norđmönnum sem eru efstir. Dagur Ragnarsson er í banastuđi og vann sína ţriđja skák í röđ. Mjög góđur hjá sigur á Degi sem er kominn 2260 lifandi skákstig . Fjórđa umferđ hófst nú kl. 16.
A-flokkur
Dagur vann glćsilegan sigur međ hollensku vörninni. Frábćr taflmennska hjá drengnum á mótinu hingađ til. Mikael gerđi jafntefli eftir ađ hafa fengiđ heldur verra útúr byrjunni. Dagur hefur 3 vinninga en Mikki hefur 1,5 vinning.
B-flokkur
Jón Kristinn var nćrri ţví ađ kreista fram sigur en ţađ tókst ekki. Oliver vann góđan sigur. Ţeir hafa báđir tvo vinninga og eru ađ tefla innbyrđis.
C-flokkur.
Hilmir Freyr og Björn Hólm lentu báđir í erfiđleikum og ţrátt fyrir hetjulega vörn tókst hvorugum ţeirra ađ halda sínum hluta. Björn hefur 1,5 vinning an Hilmir hefur 0,5 vinning.
D-flokkur
Micha vann gríđarlegan vandađan sigur og nýtti tímann sinn vel. Var gríđarlega sáttur í skáklok og sagđi sigurinn mér og Stefáni ađ kenna ţar sem viđ höfđum sagt honum ađ nýta tímann! Vignir tapađi.
E-flokkur
Óskar Víkingur vann öruggan sigur en Róbert lék af sér manni og tapađi. Óskar hefur 2 vinninga en Róbert hefur 0,5 vinning.
Fimmta umferđ hófst kl. 16.
Spil og leikir | Breytt 15.2.2015 kl. 01:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2015 | 10:15
NM í skólaskák pistill nr. 2
Ţađ gekk prýđilega hjá íslensku skákmönnunum í annarri umferđ. 5,5 vinningur kom í hús og á tímabili leit ţetta enn betur út. Dagur Ragnarsson er mađur ferđarinnar hingađ til en árangur Jokko, Björns Hólms og Vignis Vatnar eru einnig mjög góđir. Ánćgjulegt er ađ allir íslensku keppendurnir eru komnir á blađ.
A-flokkur
Dagur vann góđan sigur eins og greint var frá í gćr. Mikil seigla í drengi sem sannađi ađ góđur árangur hans á Skákţingi Reykjavíkur og Nóa Síríus-mótinu er alls engin tilviljun. Stađa Mikka virtist vera afar góđa gegn Högna hinum fćreyska. Högni sýndi ţó ađ ţađ er engin tilviljun ađ hann sé skákmeistari Fćreyja og kominn í landsliđ ţeirra og snéri á Mikka í eigin tímahraki međ öflugri gagnsókn. Dagur hefur 2 vinninga en Mikki hefur 1 vinning.
B-flokkur
Jón Kristinn er greinilega í miklu stuđi. Fórnađi mann og innbyrti vinninginn skömmu síđar. Oliver Aron tapađi hins vegar eftir mikla baráttu. Jón Kristinn hefur 1,5 vinning og Oliver hefur 1 vinning. Hef trú á ţeir verđi báđir í toppbaráttu flokksins.
C-flokkur.
Hilmir Freyr og Björn Hólm gerđu báđir jafntefli í fyrstu umferđ. Ţeir skiptust nú á andstćđingum og reyndust skiptin betri fyrir Björn sem vann öruggan sigur. Hilmir lagđi e.t.v. fullmikiđ á stöđuna og tapađi. Björn hefur 1,5 vinning en Hilmir hefur 0,5 vinning.
D-flokkur
Vignir Vatnar var afar nćrri ţví ađ leggja andstćđing sinn ađ velli en ţurfti ađ sćtta sig viđ jafntefli fyrir rest. Micha vann sína skák eftir hróksendatafl. Vignir hefur 1,5 en Micha hefur 1 vinning.
E-flokkur
Óskar Víkingur vann Róbert í innbyrđis skák. Óskar hefur 1 vinning en Róbert hefur 0,5 vinning.
Samantekt
Norđmennirnir eru efstir í landskeppninni međ 14 vinninga, Svíar ađrir međ 12 vinninga og Íslendingar ţriđju međ 11,5 vinning.
Umferđin hefst kl. 10. Hćgt ađ fylgjast međ ţráđbeint.
14.2.2015 | 00:29
Dagur međ fullt hús
Annarri umferđ NM í skólaskák lauk rétt uppúr miđnćtti. Dagur Ragnarsson átti síđustu skák umferđarinnar ţegar hann vann Danann Viktor Nielsen međ mikilli seiglu. Lauk skákinni ţannig ađ Daninn tapađi endatafli međ hrók á móti hróki og biskupi. Auk Dags unnu Jón Kristinn Ţorgeirsson, Björn Hólm Birkison, Mykhaylo Kravchuk og Óskar Víkingur Davíđsson sínar skákir. Vignir Vatnar Stefánsson gerđi jafntefli en ađrar skákir töpuđust.
Dagur hefur fullt hús í a-flokki, Jón Kristinn hefur 1,5 (b-flokkur), Björn Hólm (c-flokkur) og Vignir Vatnar (d-flokkur) eru allir í hópi efstu manna í sínum flokkum.
Allir íslensku krakkarnir eru komnir á blađ eftir fyrsta dag mótsins.
Norđmennirnir eru efstir í landskeppninni međ 14 vinninga, Svíar ađrir međ 12 vinninga og Íslendingar ţriđju međ 11,5 vinning.
Ţriđja umferđ mótsins hefst kl. 10 í fyrramáliđ.
13.2.2015 | 20:48
Skráning á sérstaka "tabula gratulatoria" - síđu í ritiđ Saga Reykjavíkurmótsins í 50 ár eftir Helga Ólafsson.
Eins og kunnugir vita hefur Skáksamband Íslands ráđist í ritun bókar um sögu Reykjavíkurskákmótsins. Helgi Ólafsson, stórmeistari, rithöfundur og skólastjóri Skákskóla Íslands, er höfundur bókarinnar. Ljóst má vera ađ fáir valda ţví hlutverki eins vel. Helgi er hafsjór fróđleiks um mótiđ og var sjálfur staddur í hringiđu ţess um 30 ára skeiđ.
Saga Reykjavíkurmótsins er jafnframt saga skáklistarinnar á Íslandi, ţar sem mótiđ hefur myndađ ţungamiđju skáklífs og veitt íslenskum skákmönnum tćkifćri til ţess ađ etja kappi viđ erlenda skákmeistara á heimavelli og ţjóđinni ánćgju af ţví ađ geta fylgst međ skák á heimsmćlikvarđa úr návígi. Reykjavíkurmótiđ er elsti viđburđur sem ber í titli nafn höfuđborgarinnar og er enn starfrćktur og haldinn reglulega. Sagan er einnig aldarspegill, ţar sem Helgi hefur ekki einatt nćmt auga fyrir ţví sem gerist á skákborđinu heldur einnig utan ţess.
Verkiđ verđur gefiđ út í tveimur bindum. Hiđ fyrra segir sögu mótanna frá 1964 til 1990 og kemur út nú í mars fyrir Opna Reykjavíkurskákmótiđ í umsjón Sagna útgáfu, en Menningarfélagiđ Mátar sá um yfirlestur ritsins. Sú ákvörđun hefur einnig veriđ tekin ađ fresta útgáfu tímaritsins Skákar en leggja ţess í stađ áherslu á Sögu Reykjavíkurskákmótsins í 50 ár. Seinna bindiđ kemur út ađ ári.
Ţađ er von Skáksambands Íslands ađ bókin hljóti góđar viđtökur. Í ţví skyni býđur SÍ skák- og skákáhugamönnum ađ fá skráđ nafn sitt á sérstakan ţakkarlista, tabula gratulatoria, gegn bindandi samningi um kaup á bókinni, en hvort bindi mun kosta 4.900 kr. Skákmenn eru hvattir til ţess ađ skrá nafn sitt á ţennan lista sem fyrst og ekki síđar en 19. febrúar 2015.
Hćgt er ađ skrá sig hér.
Spil og leikir | Breytt 14.2.2015 kl. 13:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2015 | 20:34
NM í skólaskák: Pistill nr. 1
Dagurinn hjá íslensku landsliđsmönnunum hófst snemma í dag. Mćting á BSÍ kl. 7:45 og svo haldiđ til Keflavík og ţađan til flugvöllinn í Vágum. Ađ ţví loknu rútuferđ til Klaksvíkar. Mćting ţar kl. 14:45 og svo sest ađ tafli kl. 15!
Engin miskunn hjá Fćreyingum sem ţó frestuđu umferđum dagsins til ađ viđ gćtum tekiđ beint flug í stađ ţess ađ fljúga degi fyrr í gegnum Kaupamannahöfn. Skákin er harđur skóli og eftir ađ hafa hespađ í sig samlokum settust landsliđsmennirnir okkar ađ skákborđunum.
Uppskeran í fyrstu umferđ var nokkuđ góđ eđa 6 vinningar í 10 skákum.
Í a-flokki unnu Mikki og Dagur báđir örugga sigra.
Í b-flokki vann Oliver Aron öruggan sigur og Jón Kristinn gerđi jafntefli viđ stigahćsta keppenda flokksins Lars Oskar Hauge sem m.a. tefldi međ Norđmönnum á EM landsliđa í Varsjá 2013.
Spennan var mest í c-flokki. Björn og Hilmir reyndust gríđarlega seigir og héldu báđir jafntefli eftir erfiđar stöđu. Björn viđ stigahćsta keppenda flokksins, Eyvind Djurhuus, son stórmeistarans Rune Djurhuus.
Í d-flokki vann Vignir Vatnar örugglega en Micha tapađi hins vegar fullt fljótt. Á ţađ til ađ tefla heldur hratt strákurinn en er gríđarlega útsjónarsamur skákmađur.
Í e-flokki lenti Óskar Víkingur í beyglu og andstćđingar hans vann međ býsna laglegri biskupsfórn. Róbert Luu var heppinn ađ ná jafntefli var međ tapađ í lokastöđunni.
Sex vinningar í hús sem ţýđir ţriđja sćtiđ í óformlegri landskeppni.
Önnur umferđ er nýhafin. Hćgt ađ fylgjast međ henni beint hér.
Ađstćđur á skákstađ eru fínar. Allar skákir, eđa svo til, sýndar beint. Fín ađstađa fyrir fylgimenn upp á efri hćđ ţar sem keppendum mega ekki koma. Hluti hópsins býr í húsi rétt hjá hótelinu en eldri keppendurnir búa á sjálfu hótelinu. Bođiđ var upp á ljúffengt lasagna og gaman ađ hitta gamla kunningja eins og Finnbjörn Vang, forseta fćreyska skáksambandsins, og Hjalta Skaale, sem var međal dómara á síđasta Ólympíumóts og mikill vinur íslenska hópsins.
Myndaalbúm má finna á Facebook en ţví miđur er ekki nógu gott til ađ setja myndaalbúm á Skák.is.
Hćgt er ađ fylgjast međ skákunum beint á heimasíđu mótsins auk ţess sem íslenskir skákmenn fylgjast vel međ skákunum á Facebook á milli ţess sem ţeir rćđa um skráningar starfheita í símaskrám landsmanna.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2015 | 16:42
NM í skólaskák hafiđ
Norđurlandamótiđ í skólaskák hófst nú kl. 15 í Klaksvík í Fćreyjum. Tíu íslenskir skákmenn, sem tefla í fimm flokkum, taka ţátt.
Hćgt er ađ fylgjast međ flestum skákum mótsins beint á vef mótsins.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar
- Myndaalbúm (GB) - myndir vćntanlegar
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2015 | 07:00
Bikarsyrpa TR hefst í dag
Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur er nýjung í mótahaldi á Íslandi. Syrpan samanstendur af nokkrum kappskákmótum og er ćtluđ börnum á grunnskólaaldri (fćdd 1999 og síđar) sem ekki hafa náđ 1600 skákstigum. Ţar međ gefst ţeim tćkifćri til ađ nćla sér í alţjóđleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuđ eru fyrir ţau.
Ţriđja mótiđ í syrpunni hefst föstudaginn 13. febrúar og stendur til mánudagsins 16. febrúar. Tefldar eru 5 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo viđ leggjum ćtíđ áherslu á ađ krakkarnir vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.
Mótiđ er sérstaklega hugsađ fyrir krakka sem hafa sótt skákćfingar Taflfélagsins (og/eđa annarra taflfélaga) reglulega síđastliđinn vetur eđa lengur. Ţađ er gott ađ byrja sem fyrst ađ keppa á kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim krökkum sem vilja tefla á alvöru mótum mestmegnis stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunurinn oft mikill, mótin taka langan tíma, auk ţess sem marga krakka óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví.
Einungis börn og unglingar á grunnskólaaldri sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og krakkarnir njóta ţess betur ađ tefla kappskákir. Tímamörkin eru líka styttri, og henta krökkunum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á venjulegum kappskákmótum. Mótiđ uppfyllir öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga sem gott er ađ byrja ađ safna snemma. Eins og á ađra viđburđi félagsins ţá er frítt í mótin fyrir krakka í Taflfélagi Reykjavíkur. Fyrir krakka í öđrum taflfélögum er ţátttökugjaldiđ 1000 krónur fyrir hvert mót Bikarsyrpunnar.
Dagskrá:
1. umferđ 17.30 á föstudegi (13. febrúar)
2. umferđ 10.30 á laugardegi (14. febrúar)
3. umferđ 14.00 á laugardegi (14. febrúar)
4. umferđ 10.30 á sunnudegi (15. febrúar)
5. umferđ 14.00 á sunnudegi (15. febrúar). (Lokaumferđ + verđlaunaafhending).
Sigurvegari fyrsta móts Bikarsyrpunnar var TR-ingurinn Mykhaylo Kravchuk og TR-ingurinn Aron Ţór Mai sigrađi á öđru mótinu.
Skráning fer fram á heimasíđu Taflfélags Reykjavíkur.
Vinsamlegast skráiđ ţátttakendur sem fyrst, ţađ hjálpar viđ undirbúning mótsins! Skráđir keppendur.
Stefnt er ađ ţví ađ Bikarsyrpan samanstandi af fjórum mótum í vetur. Bikarar og medalíur eru í verđlaun fyrir efstu sćtin í hverju⨠móti, en auk ţess verđa veitt sérstök verđlaun fyrir samanlagđan árangur á mótunum.
Hlökkum til ađ sjá ykkur!
Spil og leikir | Breytt 7.2.2015 kl. 09:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2015 | 23:27
Actavis sigrađi í Skákkeppni vinnustađa!
Ţađ hefur veriđ mikiđ um ađ vera hjá Taflfélagi Reykjavíkur undanfariđ eins og ćtíđ. Á mánudag fór fram fjölmennt Reykjavíkurmót grunnskólasveita í skákhöllinni og í gćrkvöld var röđin komin ađ hinni skemmtilegu Skákkeppni vinnustađa. Ellefu sveitir voru mćttar til leiks og margar ţeirra afar sterkar. Actavis sem hafđi titil ađ verja mćttu gráir fyrir járnum međ hvorki meira né minna en fjórar sveitir. A sveit fyrirtćkisins var skipuđ sigurvegurunum frá ţví í fyrra, FIDE meisturunum Sigurbirni Björnssyni , Sigurđi Dađa Sigfússyni og Davíđ Ólafssyni.
Skákakademía Reykjavíkur sem margsinnis hefur unniđ keppnina tefldi fram Birni Ívari Karlssyni á fyrsta borđi, framkvćmdastjóranum Stefáni Steingrím Bergssyni á öđru borđi og Siguringa Sigurjónssyni á ţriđja borđi.
ION Luxury Adventure Hotel tók nú ţátt í fyrsta sinn og međ fyrnasterka sveit. Hótelstjórinn og FIDE meistarinn Davíđ Kjartansson fór ađ sjálfsögđu fyrir sínum mönnum, á öđru borđi var íţróttamađur Fjölnis 2013 hinn efnilegi Oliver Aron Jóhannesson og á ţví ţriđja tefldu Patrekur Maron Magnússon og Birkir Karl Sigurđsson til skiptis.
Landspítalinn tefldi fram öflugri sveit sem kraftajötuninn og Víkingurinn Gunnar Freyr Rúnarsson fór fyrir og leiddi sú sveit mótiđ framan af. Myllan sem margsinnis hefur tekiđ ţátt tefldi fram ţéttri sveit, ţeirri sömu og vann bronsiđ í fyrra međ ţá Ţorvarđ Fannar Ólafsson, Einar Valdimarsson og John Ontiveros innanborđs. Icelandair tók nú ţátt međ hinn öfluga FIDE meistara úr Áss skákfjölskyldunni Andra Áss Grétarsson á fyrsta borđi. Eiríkur Kolbeinn Björnsson fór fyrir sveit Verzlunarskóla Íslands sem nú tók ţátt aftur eftir eins árs hlé en skólinn varđ í 6. sćti áriđ 2013. Betware tók nú ţátt í fyrsta sinn og veđjađi á ađ óţekkt en ţegar til kastanna kom nokkuđ sterk sveit ţeirra gćti gert fastagestum annarra sveita skráveifu. B, C og D sveitir Actavis voru skipađar skemmtilegum skákmönnum sem kunnu ýmislegt fyrir sér ţótt ţeir hafi ekki allir sést reglulega á skákmótum.
Ţessi fjölbreitta flóra sterkra meistara og minni spámanna setti skemmtilegan svip á keppnina og nokkur óvćnt úrslit litu dagsins ljós.
Landspítalinn byrjađi keppnina mjög vel, vann tvćr fyrstu viđureignir sínar 3-0, vann mikilvćgan 2-1 sigur í ţriđju umferđ gegn Ion Luxury Adventure Hotel og leiddi ađ henni lokiđ keppnina. A sveit Actavis var ţó skammt undan og ţegar ţessar sveitir mćttust í fjórđu umferđ steinlá Landspítalinn 0-3. Skákirnar voru ţó mun jafnari en úrslitin gefa til kynna.
Actavis tók ţví forystuna og lét hana aldrei af hendi . Sveitin fékk 8 vinninga af 9 mögulegum í ţremur seinustu umferđunum og sigrađi örugglega međ 18.5 vinninga. Skákakademía Reykjavíkur sem fór frekar rólega af stađ tók annađ sćtiđ frá hliđ međ ţví ađ leggja Verzlunarskólann 3-0 í lokaumferđinni og skjótast ţar međ upp fyrirLandspítalann á stigum. Báđar ţessar sveitir luku leik međ 14.5 vinninga. ION Luxury Adventure Hotel sem mćtti Myllunni í seinustu umferđi og sćttist á skiptan hlut 1.5-1.5 endađi í fjórđa sćti međ 13.5 vinninga líkt og Icelandair en ofar á stigum.
Heildarúrslit:
Taflfélag Reykjavíkur vill ţakka ţeim vinnustöđum sem tóku ţátt og öllum ţeim fjölda skákmanna sem kepptu fyrir hönd ţeirra. Sjáumst ađ ári!
Skákveislan heldur svo áfram á morgun en ţá hefst ţriđja mótiđ í Bikarsyrpu Taflfélagsins sem stendur yfir helgina. Ţar gefst yngstu kynslóđinni okkar gulliđ tćkifćri til ađ keppa sín á milli á alvöru kappskákmóti sem reiknađ er bćđi til íslenskra og alţjóđlegra skákstiga. Veriđ velkomin!
Myndskreytt frásögn á heimasíđu TR
12.2.2015 | 20:56
Skáknámskeiđ fyrir stúlkur í Stúkunni í Kópavogi.
Skáknámskeiđ fyrir stúlkur í Kópavogi og nágrenni verđur haldiđ í Stúkunni á Kópavogsvelli á laugardögum í vetur.
Kynningarćfing verđur laugardaginn 14. febrúar kl. 10.30 og verđur hún ókeypis.
Námskeiđiđ hefst laugardaginn 21. febrúar kl. 10.30 12.00. 10 skipti kosta kr. 10.000.-
Kennarar verđa Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir og Tinna Kristín Finnbogadóttir.
Skráning verđur á kynningarćfingunni og á netfanginu skaksamband@skaksamband.is
12.2.2015 | 20:27
Rimaskóli Reykjavíkurmeistari grunnskólasveita
Ţađ var líf og fjör í skákheimili Taflfélags Reykjavíkur mánudaginn 9.febrúar er Reykjavíkurmót grunnskólasveita var haldiđ međ pompi og prakt. Skóla- og frístundasviđ Reykjavíkurborgar hélt mótiđ í samstarfi viđ Taflfélag Reykjavíkur og var mótiđ hiđ 37. í röđinni. Hátt í 130 vaskir sveinar og stúlkur á grunnskólaaldri reimuđu á sig skákskóna ţennan mánudagseftirmiđdag og tefldu fyrir hönd skóla sinna. Tefldar voru 7 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma á mann. Liđsstjórar skólanna höfđu í nógu ađ snúast og foreldrar og ađrir ćttingjar fylgdust af ákafa međ framgöngu sinna barna.
28 skáksveitir frá 16 grunnskólum tefldu í mótinu ađ ţessu sinni og var mótiđ ţví einkar vel sótt, líkt og í fyrra. Flestar sveitanna komu frá Rimaskóla eđa sex talsins. Ţá tefldi Ingunnarskóli fram fjórum skáksveitum. Heildarfjöldi skáksveita var sá sami og áriđ áđur, en ţó jókst fjöldi grunnskóla sem sendu fulltrúa sína í mótiđ um einn, samanboriđ viđ í fyrra, sem er ánćgjuefni.
Fyrirfram ţótti Rimaskóli sigurstranglegastur í opnum flokki enda hefur skólinn orđiđ Reykjavíkurmeistari undanfarin tvö ár. Auk ţess mćtti Rimaskóli međ ţaulreynda skákmenn í hlutverkum liđsstjóra, ţar á međal nýkrýndan hrađskákmeistara Reykjavíkur, Dag Ragnarsson. Skáksveitir Ölduselsskóla, Laugalćkjarskóla og Árbćjarskóla mćttu einnig sterkar til leiks og ţóttu líklegar til ţess ađ blanda sér í baráttuna um gulliđ. Í stúlknaflokki tefldu fimm nokkuđ jafnar skáksveitir og var búist viđ spennandi keppni ţeirra á milli. Athygli vakti ađ bćđi Melaskóli og Breiđholtsskóli sendu ađeins stúlknasveit til leiks, en ţessar tvćr stúlknasveitir hafa ávallt tekiđ ţátt í skólaskákmótum undanfarin misseri. Ţá hafa Rimaskóli og Ingunnarskóli einnig sent stúlknasveitir í ţessi mót undanfariđ međ góđum árangri. Sveit Rimaskóla var ţó líklegust til afreka ađ ţessu sinni enda höfđu Grafarvogsstúlkur unniđ mótiđ undanfarin fjögur ár.
Í opnum flokki varđ fljótlega ljóst í hvađ stefndi. A-sveit Rimaskóla vann fyrstu fjórar viđureignir sínar 4-0 á međan keppinautar ţeirra töpuđu skákum. A-sveit Ölduselsskóla fylgdi Rimaskóla eftir sem skugginn og mćttust sveitirnar loks í 5.umferđ. Ţar vann Rimaskóli sannfćrandi sigur og ţví var A-sveit Laugalćkjarskóla eina sveitin sem átti raunhćfa möguleika á ţví ađ velta Rimaskóla úr sessi í 1.sćti. Ţegar sveitirnar mćttust í 6.umferđ munađi ađeins einum vinning á sveitunum og var viđureignin ćsispennandi. Svo fór ađ lokum ađ Rimaskóli vann međ minnsta mun. Rimaskóla urđu svo ekki á nein mistök í síđustu umferđ og sigurinn í mótinu var gulltryggđur. A-sveit Rimaskóla hlaut 25 vinninga í efsta sćti jafn marga vinninga og sigursveitin áriđ áđur. Tapiđ gegn Rimaskóla í 6.umferđ virtist sitja eilítiđ í sterkum skákmönnum Laugalćkjarskóla enda annálađir keppnismenn sem ćtluđu sér ekkert annađ en sigur í mótinu- ţví ţeir steinlágu fyrir Ölduselsskóla í síđustu umferđ, 3-1. Ţar međ skaust hin efnilega A-sveit Ölduselsskóla í 2.sćtiđ međ 22 vinninga og var hún vel ađ ţví komin eftir góđan endasprett og heilsteypta taflmennsku í úrslitaviđureigninni um silfriđ í síđustu umferđ. A-sveit Laugalćkjarskóla sat hins vegar eftir í 3.sćti međ 20,5 vinning.
Í stúlknaflokki var mikil spenna frá upphafi til enda ţví úrslit réđust ekki fyrr en ađ lokinni síđustu skák. Fyrir síđustu umferđina voru stúlknasveitir Rimaskóla og Melaskóla efstar og jafnar í 1.sćti međ 11 vinninga. Minnti ţessi stađa óneitanlega á stöđuna fyrir síđustu umferđ sama móts í fyrra ţegar ţessir sömu skólar börđust um efsta sćtiđ. Fast á hćla ţeirra voru stúlknasveitir Breiđholtsskóla og Ingunnarskóla međ 10 vinninga. Svo fór ađ lokum ađ Melaskóli vann sína viđureign međ minnsta mun en Rimaskóli náđi ađeins einu jafntefli í sinni viđureign. Á sama tíma unnu stúlknasveitir Ingunnarskóla og Norđlingaskóla stóran sigur og Breiđholtsskóli vann sína viđureign međ minnsta mun. Melaskóla tókst ţví hiđ ómögulega, ađ velta Rimaskóla úr sessi sem sterkasta stúlknasveit Reykjavíkur. Melaskólastúlkur hlutu 13,5 vinning en stúlknasveit Ingunnarskóla fékk 13 vinninga sem dugđi ţeim í 2.sćtiđ. Í 3.sćti varđ Breiđholtsskóli međ 12,5 vinning. Norđlingaskóli fékk 12 vinninga í 4.sćti og loks fékk Rimaskóli 11,5 vinning.
Reykjavíkurmóti grunnskólasveita í skák áriđ 2015 er ţví lokiđ. Ţađ sem stendur upp úr er ađ Rimaskóli er Reykjavíkurmeistari grunnskólasveita annađ áriđ í röđ. Skólinn er afar vel ađ ţví kominn enda skákstarf ţar á bć gróskumikiđ og glćsilegt. Til marks um ţađ er vert ađ geta ţess ađ af sjö efstu skáksveitum mótsins átti Rimaskóli fjórar. Til hamingju Rimaskóli! Einnig stendur upp úr frábćr frammistađa hinna glađlyndu og samheldnu stúlkna í Melaskóla sem unnu stúlknaflokkinn eftir ćsispennandi lokaumferđ. Er ţađ mjög vel af sér vikiđ, sérstaklega sé litiđ til ţess ađ Rimaskóli hefur unniđ stúlknaflokkinn undanfarin fjögur ár. Til hamingju Melaskóli!
Mótiđ í heild sinni heppnađist afar vel og gekk framkvćmd ţess eins og í sögu. Taflfélag Reykjavíkur vill koma á framfćri ţökkum til allra keppenda, liđsstjóra, foreldra og annarra sem áttu leiđ í skákheimiliđ og áttu ţátt í ţví ađ skapa hiđ magnađa og skemmtilega andrúmsloft sem ávallt ríkir á ţessu móti. Sérstakar ţakkir fćr Skóla- og frístundasviđ Reykjavíkurborgar fyrir ánćgjulegt og árangursríkt samstarf. Einnig fá Skákakademía Reykjavíkur sem og Skákskóli Íslands góđar ţakkir fyrir ţeirra ađkomu og ađstođ. Hlökkum til ađ sjá alla og fleiri til- á nćsta ári!
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.7.): 14
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 144
- Frá upphafi: 8778756
Annađ
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 99
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar