Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Jón Kristinn efstur fyrir lokaumferđ Norđurorkumótsins

 

Sjöttu og nćstsíđustu umferđ Norđurorkumótsins, Skákţings Akureyrar, lauk í gćr međ fimm frestuđum skákum. Helst bar til tíđinda ađ tveir efstu menn mótsins, Jón Kristinn og Áskell, gerđu jafntefli á fyrsta borđi. Áskell, sem hafđi svart, hrifsađi til sín frumkvćđiđ og svo fór ađ Jón ţurfti ađ gefa drottningu fyrir hrók og riddara. Ţá stöđu tókst honum ađ verja og jafntefli varđ niđurstađan.

Andri tapađi fyrir Haraldi, Ulker vann Sigurđ glćsilega, Eymundur lagđi Loga og Oliver gerđi stutt jafntefli viđ Gabríel.

Stađan fyrir síđustu umferđ er ţví ţessi:

  • Jón Kristinn 5,5 vinningar
  • Áskell 5 vinningar
  • Ólafur 4,5 vinningar
  • Símon, Haraldur og Smári 4 vinningar
  • Ulker 3,5 vinningar
  • Andri, Haki, Jakob, Eymundur og Hreinn 3 vinningar
  • Karl, Sigurđur og Kristján 2.5 vinningar
  • Logi, Benedikt og Oliver 2 vinningar
  • Hjörleifur og Sveinbjörn 1,5 vinningar
  • Gabríel 1 vinningur

Pörun í lokaumferđina má nálgast hér.


Lokaskráning á tabula gratulatoria (ţakkarlista) fyrir Reykjavíkurmótsbók á morgun

Helgi ÓlafssonEins og kunnugir vita hefur Skáksamband Íslands ráđist í ritun bókar um sögu Reykjavíkurskákmótsins. Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands, er höfundur bókarinnar. Ljóst má vera ađ fáir valda ţví hlutverki eins vel. Helgi er hafsjór fróđleiks um mótiđ og var sjálfur staddur í hringiđu ţess um 30 ára skeiđ.

Saga Reykjavíkurmótsins er jafnframt saga skáklistarinnar á Íslandi, ţar sem mótiđ hefur myndađ ţungamiđju skáklífs og veitt íslenskum skákmönnum tćkifćri til ţess ađ etja kappi viđ erlenda skákmeistara á heimavelli og ţjóđinni ánćgju af ţví ađ geta fylgst međ skák á heimsmćlikvarđa úr návígi. Reykjavíkurmótiđ er elsti viđburđur sem ber í titli nafn höfuđborgarinnar og er enn starfrćktur og haldinn reglulega. Sagan er einnig aldarspegill, ţar sem Helgi hefur ekki einatt nćmt auga fyrir ţví sem gerist á skákborđinu heldur einnig utan ţess. 

Verkiđ verđur gefiđ út í tveimur bindum. Hiđ fyrra segir sögu mótanna frá 1964 til 1990 og kemur út nú í mars fyrir Opna Reykjavíkurskákmótiđ í umsjón Sagna útgáfu, en Menningarfélagiđ Mátar sá um yfirlestur ritsins. Sú ákvörđun hefur einnig veriđ tekin ađ fresta útgáfu tímaritsins Skákar en leggja ţess í stađ áherslu á Sögu Reykjavíkurskákmótsins í 50 ár. Seinna bindiđ kemur út ađ ári.

Ţađ er von Skáksambands Íslands ađ bókin hljóti góđar viđtökur. Í ţví skyni býđur SÍ skák- og skákáhugamönnum ađ fá skráđ nafn sitt á sérstakan ţakkarlista, tabula gratulatoria, gegn bindandi samningi um kaup á bókinni, en hvort bindi mun kosta 4.900 kr. Skákmenn eru hvattir til ţess ađ skrá nafn sitt á ţennan lista sem fyrst og ekki síđar en kl. 12 ţann á morgun 18. febrúar.

Hćgt er ađ skrá sig hér.


Lokapistill frá NM: Ţrenn verđlaun og tćp 150 skákstig í hús Íslendinganna!

Vinningshafar NM 2015
Gríđarlega spenna var fyrir lokaumferđ Norđurlandamótsins í skólaskák sem lauk á sunnudaginn. Dagur Ragnarsson hlaut gulliđ eftir afar spennandi lokabaráttu í a-flokki. Baráttan var ekki síđur spennandi í b-flokki en ţar hlaut Jón Kristinn silfriđ eftir magnađa lokaumferđ. Óskar Víkingur Davíđsson náđi svo silfrinu í e-flokki flokki međ afar góđri skák. Almennt gekk vel hjá íslensku keppendum og koma alls 148 skákstig inn í íslenskt skákstigahagkerfi eftir mótiđ.

A-flokkur

Dagur og Mikki

Dagur var efstur ásamt hinum sćnska Loar Olund fyrir lokaumferđina. Dagur tefldi viđ Mikael Jóhann en hinn sćnski tefldi viđ Danann Rasmus Thorgeirsson. Samkvćmt útreikningum okkar benti flest til ađ hinn sćnski myndi hljóta gulliđ eftir stigaútreikning yrđu ţeir jafnir ađ vinningum.

Dagur fékk fljótt betra gegn Mikka og vann góđan sigur en Svíinn ólundarlegi lenti í ákveđnum vandrćđum. Ţó kom ađ ţví ađ ţví ađ á einum punkti gat hann nánast gert út um skákina. Honum yfirsást vinningsleikurinn, fórnađi ţess í stađ manni fyrir sókn en tapađi. Ţađ var mikiđ fagnađ ţar sem íslensku keppendurnir komu saman saman og mćlt međ ţví ađ Rasmus ţessi fengi orđu! 

Svíinn Olund var fremur ófarsćll á mótinu og tapađi niđur unnum stöđum. Hann tók tapinu í lokaumferđinni međ mikilli ólund og var alveg brjál ađ lokinni skák. Sló sjálfan sig hreinlega utan undir og sparkađi í vegg. Var hann meir og minna kallađur "ólundin" af Íslendingunum, sem minnir ef til vill á ţegar Indónesískur skákmađur var kallađur "ótuktin" hér í den.

Frábćr árangur hjá Degi sem var ađeins sjötti í stigaröđ keppenda og hćkkar um 92 stig fyrir frammistöđuna! Árangur hans á Skákţingi Reykjavíkur og Nóa Síríus-mótinu er greinilega engin tilviljun og sjálfsagt hjálpar ţađ mikiđ til ađ koma sjóđheitur frá ţessum tveimur af helstu lykilmótum íslensks skáklífs. Hugarfar Dags er til mikillar eftirbreytni, en ţađ er einfaldlega hugarfar sigurvegarans!

Mikael Jóhann hlaut 3 vinninga og endađi í sjötta sćti. Tefldi um ţađ bil á pari miđađ viđ skákstig. Útsjónarsemi hans í jafnteflisskákinni gegn Olund var frábćr. Síđasta mót Mikka á NM en hann var á elsta aldursári. Verđur sárt saknađ enda frábćr félagi. 

B-flokkur

Jokko og Oliver

Spennan í b-flokkinum var gríđarleg. Lars Oskar Hauge, hinn norski, var efstur fyrir lokaumferđina međ 4,5 vinning en Jón Kristinn og Oliver voru međ vinningi minna. 

Jón Kristinn fékk verra tafl en eins og svo oft áđur snéri hann taflinu sér í vil og hafđi góđan sigur.

Oliver hafđi hvítt gegn Hauge og tefldu ţeir afar flókna skák. Oliver virtist hafa mjög vćnlegt tafl og ef hann hefđi unniđ hefđu ţeir orđiđ allir ţrír orđiđ efstir. Hauge lagđi hins vegar djöfullega gildru fyrir Oliver sem uggđi ekki ađ sér og vann međ útsmoginni drottningarfórn. 

Ţađ var smá huggun harmi gegn ađ Hauge hefđi samt náđ gullinu eftir stigaútreikning ţótt Oliver hefđi unniđ skákina. 

Jokkó varđ annar međ 4,5 vinning en Oliver endađi í fjórđa sćti međ 3,5 vinning. Sannarlega góđur árangur hjá ţessum efnilegu skákmönnum sem verđur afar gaman ađ fylgjast međ á nćstu árum.

C-flokkur.

Björn Hólm og Hilmir á bakviđ

Björn Hólm vann öruggan sigur í lokaumferđinni og endađi međ 3,5 vinning og í sjötta sćti. Ţađ er afar góđur árangur hjá skákmanni á sínu fyrsta NM. Eins og tvíburabróđir sinn hefur Björn veriđ í mikilli framför síđustu misserin og á enn eftir ađ eflast. Í senn vandađur og taktískur skákmađur. Hilmir Freyr bjargađi gjörtapađri stöđu í jafntefli og endađi međ 1 vinning. Góđ barátta hjá Hilmi en ţegar svo illa gengur eins og gekk hjá Hilmi geta menn auđveldlega lyppast niđur. Hann stóđ hins vegar í lappirnar og gat gengiđ beinn í baki frá mótinu. Hann getur hins vegar miklu miklu meira en hann sýndi og vonandi búinn ađ tefla sig í gang fyrir Reykjavíkurskákmótiđ. Hilmi er sérstaklega ţakkađ fyrir framlag sitt í fótboltamótinu ţar sem hann var yfirburđamađur. 

D-flokkur

Micha

Vignir tapađi fyrir sigurvegara flokksins í lokaumferđinni. Komst aldrei almennilega í takt í skákinni en sýndi ţó fína baráttu.

Micha lék af sér manni og tapađi örugglega. Báđir fengu ţeir 3 vinninga. Ţeir félagarnir enduđu í 6. og 7. umferđ.

Vignir getur meira en hann sýndi enda veriđ á palli á NM síđustu ţrjú árin. Flokkurinn var ţó afar ţéttur núna og andstćđingar hans einfaldlega sterkir skákmenn. Vignir er afar taktískur skákmađur og ţarf ef til vill ađ reyna ađ komast í taktískari stöđur út úr byrjununum. Micha er á gríđarlegri uppleiđ í skákinni og sýndi fína endataflstakta. Hann ţarf ţó ađ slípast nokkuđ til. Sérstaklega skemmtilegur piltur sem brosir viđ hvert tćkifćri.

E-flokkur

Róbert og Óskar

Óskar Víkingur vann góđan sigur í lokaumferđinni ţar sem hann sýndi afburđaskilning á endatafli. Hlaut 4 vinninga og annađ sćtiđ stađreynd. Glćsilegt hjá Óskari sem á enn eitt ár eftir í flokknum.

Róbert Luu hlaut 2,5 vinninga og endađi í áttunda sćti. Róberti vantar smá reynslu en er mjög vandađan skákstíl og á örugglega oft eftir ađ tefla fyrir Íslands hönd. 

Árangurinn

NM 2015  Keppendahópurinn

Árangurinn var heilt yfir ágćtur. 33 vinningar af 60 mögulegum og 148 stig í plús segja margt um ţađ! 

Ekki tókst samt ađ verja gulliđ sem fór í hendur Dana. Ţađ er samt engu ađ síđur nokkuđ merkilegt ađ sjö af tíu keppendum Íslands eiga eitt ár til góđa í sínum flokki - sem segir ađ viđ ćttum ađ geta komiđ afar sterkir til leiks ađ ári!

Lokahófiđ

Í lok mótsins var haldin lokaathöfn. Fćreyingarnir buđu upp á ljúffengt nautakjöt og ís í eftirrétt. Sjónvarpiđ (Kringvarpiđ) mćtti á stađinn og tók m.a. viđtal viđ Dag Ragnarsson sem sýnt var í sjónvarpinu í kvöld. Tengil frá umfjölluninni má finna hér.

Í lokahófinu var bođiđ upp á fćreyska ţjóđdansa og tókum viđ Erla mamma Óskars Víkings, Micha og Óskar Víkingur ţátt í ţeim.

Rúnar Berg kom og kíkti á okkur og gaf ráđ viđ stúderingar. Rúnar sćkir sjóinn frá Klakksvík um ţessar mundir.

Mótshaldiđ var flott hjá Fćreyingum. Bođiđ upp á fínar ađstćđur og allar skákir mótsins sýndar beint. Hluti Íslendinganna bjuggu viđ fínan kost í einbýlishúsi rétt hjá hótelinu á međan ađrir bjuggu ţar. 

Vinum vorum Fćreyingum fćri ég miklar ţakkir fyrir flott mótshald. Íslensku keppendum ţakka ég skemmtilega helgi. Hópurinn sem fór út samanstendur af flottum strákum sem standa saman allir sem einn og stóđu ţétt viđ bak hvers annars. Ţađ er alls ekki sjálfsagt ađ hópur tíu ungmenna á mismunandi aldri passi jafnvel saman og ekkert vesen á einum eđa neinum. 

Eldri drengjunum má sérstaklega hrósa fyrir faglega og metnađarfulla nálgun viđ skákina.

Gunnar Björnsson


Minningargrein um Jorge Fonseca

Jorge FonsecaFyrir tćpum tíu árum síđan bárust fréttir af kátum Spánverja sem bakađi menn í hrađskák á öldurhúsum bćjarins međ bros á vör. Ţađ voru okkar fyrstu kynni af hinum ćvintýragjarna og brosmilda eđaldreng frá Salamanca, Jorge Rodriguez Fonseca. Ţađ rann hćgt í honum blóđiđ en allir sem kynntust honum voru fljótir ađ átta sig á ţví ađ ţar var á ferđ einstök mannvera.

Jorge var fćddur 16. september 1976 og ólst upp í Salamanca og flutti á unglingsárum til Madrid ţar sem fađir hans starfađi sem kennari. Hann menntađi sig á Spáni og í Belgíu og útskrifađist sem stćrđfrćđingur. Hann starfađi síđan sem forritari og sá um gagnagrunna, mestmegnis hjá Applicon. Hann lćtur eftir sig unnustu, systur og foreldra.

Hann var gallharđur ađdáandi Real Madrid og hélt ávallt međ ţví landsliđi sem skipađi fram flestum leikmönnum félagsins. Hann bjó alla sína Íslandstíđ í Vesturbćnum, fyrst á Víđimel og svo Flyđrugranda. Hann var mikill Vesturbćingur og ekki kom annađ til greina en ađ styđja KR og mćtti hann gjarna á körfuboltaleiki í Frostaskjólinu.Róbert og Jorge

Jorge var mikill rokkunnandi og eftir bílferđ á hrađskákmót Íslands í Bolungarvík ţar sem hann réđ tónlistinni eftir ađ hafa heyrt Airport međ Ham lét hann ţađ ganga ţađ sem eftir lifđi ferđar (frá Borgarnesi til Bolungarvíkur og aftur til baka) og varđ í kjölfariđ mikill ađdáandi ţessarar mćtu sveitar.

Hann var ţrefaldur sigurvegari Íslandsmótsins í kotru og var jafnframt stigahćsti kotruspilari landsins. Hann tók ţátt í mörgum skákmótum hérlendis og lenti m.a. í 2.-6. sćti Áskorendaflokks Skákţings Íslands 2009 og háđi aukakeppni viđ mikla meistara um sćti í landsliđsflokki. Hann sigrađi líka b-flokk Haustmóts TR áriđ 2008. Helst vann hann ţađ sér ţó til frćgđar viđ skákborđiđ ađ sigra Jóhann Hjartarson á Íslandsmóti skákfélaga áriđ 2009.

Međ miklum trega kveđjum viđ kćran vin, litla fína Salamancaboddíiđ Jorge Fonseca. Hann mun alltaf eiga sér stađ í hjarta okkar. Bless kćri vinur.

Erfidrykkja fer fram á miđvikudagskvöld kl. 18.00 á Rio Sportbar Hverfisgötu 46 og eru allir sem vilja votta Jorge virđingu sína hvattir til ađ mćta.

Fyrir hönd Kotrusambands Íslands, Skákdeildar Hauka og Vinaskákfélagsins,

Árni Ţorvaldsson

Bjarni Freyr Kristjánsson

Ingi Tandri Traustason

Stefán Freyr Guđmundsson


Jóhann Arnar sigrađi á ţriđja móti Bikarsyrpunnar.

Jóhann Arnar

 

Ţađ var hart barist í lokaumferđum ţriđja mótsins í Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur sem lauk í dag. Fyrir lokaumferđina var Aron Ţór Mai, sigurvegarinn úr Bikarsyrpu 2 einn efstur međ fullt hús, fjóra vinninga af fjórum mögulegum. Tveir keppendur ţeir Jóhann Arnar Finnsson og Halldór Atli Kristjánsson komu nćstir hálfum vinning á eftir. Átta keppendur voru međ ţrjá vinning fyrir lokaumferđina og ţví ljóst ađ margir áttu kost á verđlaunasćti.



Ţađ var ţví spennuţrungiđ andrúmsloft ţegar ungu meistararnir hófu tafl seinnipartinn í dag. Jóhann Arnar og Aron Ţór mćttust ţá og ljóst ađ sigurvegarinn úr ţeirri viđureign myndi sigra mótiđ.



Ţađ er skemmst frá ţví ađ segja ađ Jóhann stýrđi hvítu mönnunum til sigurs og sigrađi ţví ţriđja mót syrpunnar međ 4 ˝ vinning. Halldór Atli gerđi engin mistök gegn Jason Andra Gíslasyni og sigrađi örugglega. Ţar međ skaust hann upp fyrir Aron Ţór og í annađ sćtiđ, jafn Jóhanni Arnar ađ vinningum en neđar á stigum. Fimm keppendur enduđu međ fjóra vinninga og af ţeim varđ Aron Ţór efstur á stigum og hlaut bronsiđ.



Ellefu keppendur luku keppni međ 3 vinninga sem er til marks um hve jafnt og skemmtilegt mótiđ var. Nokkrir ungir keppendur sem voru ađ taka ţátt í sínu fyrsta móti voru međ og ţótt vinningarnir hafi kannski ekki orđiđ margir ţá gengu ţeir frá borđi reynslunni ríkari.



Í heild gékk mótiđ afar vel og skemmtilegt ađ sjá ţćr miklu framfarir sem margir sýndu frá ţví ađ fyrsta mótiđ var haldiđ í haust. Einnig er mjög ánćgjulegt ađ sjá síaukinn fjölda ungra skákmanna taka ţátt mót frá móti. Lokamót syrpunnar fer fram í byrjun maí og ţá kemur í ljós hver verđur Bikarsyrpumeistari Reykjavíkur 2015.



Bikarsyrpa Taflfélagsins hefur fengiđ frábćrar viđtökur og ţar keppa jafnt reynsluboltar sem og ţeir krakkar sem eru ađ stíga sín fyrstu spor í kappskákmótum. Tímamörkin 30 mínútur +30 sek á leik henta ţessum hóp afar vel. Mótiđ uppfyllir öll skilyrđi alţjóđaskáksambandsins FIDE og er reiknađ til alţjóđlegra og íslenskra skákstiga.

Nánari úrslit og lokastöđu mótsins má finna hér

Fjöldi mynda frá mótinu mun fljótlega verđa ađgengilegur á síđu félagsins sem og á facebooksíđu ţess. 

Ţađ er síđan ekkert lát á öflugu mótahaldi Taflfélags Reykjavíkur, en nćstkomandi sunnudag fer fram Barna-, unglinga- og stúlknameistaramót Reykjavíkur í skákhöllinni.  Fastlega má gera ráđ fyrir ađ margir af ţeim efnilegu krökkum sem tóku ţátt í Bikarsyrpunni muni ţá spreyta sig ađ nýju á reitunum 64!


Barna- og unglingam.mót Rvk fer fram sunnudaginn 22. febrúar

barnaunglingaogstulknamm_rvik

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 22. febrúar í félagsheimili T.R. Faxafeni 12.

Tafliđ hefst kl.14 og stendur til ca. kl. 18. Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissnesku kerfi međ umhugsunartímanum 15 mín. á skák.  

Teflt verđur í tveimur flokkum: opnum flokki og stúlknaflokki.

Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í mótinu og ţar fyrir utan hlýtur sigurvegarinn titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2015, sé hann búsettur í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélagi.

Einnig verđa veitt verđlaun fyrir ţrjár efstu stúlkurnar og ţar fyrir utan hlýtur efsta stúlkan titilinn Stúlknameistari Reykjavíkur 2015, sé hún búsett í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélagi.

Til viđbótar verđa veitt verđlaun fyrir efsta sćtiđ í aldursflokkum 13-15 ára (1999-2001), 11-12 ára (2002-2003), 9-10 ára (2004-2005) sem og 8 ára og yngri (2006-) í báđum flokkum (opna flokknum og stúlknaflokknum). 

Mótiđ er opiđ öllum krökkum 15 ára og yngri (fćdd 1999 og síđar). 

Núverandi Reykjavíkurmeistarar eru Vignir Vatnar Stefánsson og Veronika Steinunn Magnúsdóttir. 

Skákmótiđ hefst kl. 14 og er ađgangur ókeypis. 

Skráning fer fram hér

Skráđir keppendur.


Dagur Ragnarsson Norđurlandameistari í skólaskák!

DAgur Ragnarsson
Dagur Ragnarsson
varđ rétt í ţessu Norđurlandameistari í skólaskák í flokki 18-20 ára sem fram fór í Klaksvík í Fćreyjum um helgina. Glćsilegur árangur hjá pilti sem hefur átt hverja ađra stjörnuframmistöđuna síđustu mánuđi. 

Jón Kristinn Ţorgeirsson, fékk silfur í flokki 16-17 ára og Óskar Víkingur Davíđsson fékk silfur í flokki 10 ára og yngri.

Verđlaunaafhending kl. 21. Nánari frétt síđar.


NM í skólaskák- pistill nr. 5

Lokaumferđ NM í skólaskák hófst nú kl. 16. Íslensku keppendunum hefur heilt yfir gengiđ vel yfir og ţó sérstaklega í eldri flokkunum. Í a-flokki er alíslensk viđureign á fyrsta borđ og í b-flokki eru Íslendingar á 1. og 2. borđi. Í d-flokki er svo Íslendingur á fyrsta borđi. Íslendingar eru fjórđa sćti en ţó ađeins hálfum vinningi á eftir efstu ţjóđum.  Vonskuveđur er í Klaksvík og vart stćtt á milli húsa. Rennum yfir stöđu mála í hverju flokki.

A-flokkur

Dagur gerđi öruggt jafntefli viđ Högna hinn fćreyska. Mikki tefldi skák umferđarinnar og fékk koltapađ gegn Loar Olund sem hélt áfram ađ sýna ólund og neitađi ađ kvitta fyrir úrslitin ađ skák lokinni eftir ađ Mikki hafđi bjargađ jafntefli á ćvintrýalegan hátt.

Dagur er efstur ásamt Olund međ 4 vinninga. Sá sćnski virđist standa heldur ađ vígi en stigaútreikningur gildir verđi menn jafnir og ţar stendur sá sćnski heldur betur ađ vígi en Dagur. Mikki er í fjórđa sćti međ 3 vinning.

Dagur og Mikki tefla í dag.

B-flokkur

Góđur dagur í b-flokki. Oliver vann öruggan sigur en Jokko ţurfti meira ađ hafa fyrir hlutunum. Fékk nánast óteflandi stöđu og fórnađi skiptamuni til ađ blíđka gođin. Jokko snéri á Svíann í tímahrakinu og vann frábćran sigur.

Jokko og Oliver er í 2.-3. sćti. Oliver teflir viđ stigahćsta mann mótsins Lars Oskar Hauge (2362) en Jokko teflir viđ Finna međ tćp 2000 stig. Lars Oskar er vinningi á undan ţeim.

Spennandi umferđ framundan.

C-flokkur.

Hilmir Freyr og Björn Hólm lentu báđir í erfiđleikum og ţrátt fyrir hetjulega vörn tókst hvorugum ţeirra ađ halda sínum hluta. Björn hefur 2,5 vinning en Hilmir hefur 0,5 vinning. Vinni Björn Hólm hefur hann afar veik von um verđlaunasćti en ţó ţurfa önnur úrslit ađ vera afar hagstćđ.

D-flokkur

Vignir gerđi fínt jafntefli gegn sterkum andstćđingi og Micha vann afar góđan sigur. Sá síđarnefndi er afar seigur í endatöflum.

Vignir og Micha hafa 3 vinninga og eru í 3.-6. sćti. Sigur gćti tryggt ţeim verđlaunasćti.

E-flokkur

Óskar Víkingur gerđi afar gott jafntefli viđ undrabarniđ Jonas Bjerra (2216) en Róbert tapađi.

Óskar hefur 3 vinninga og er í 3.-6. sćti. Sigur mun ađ öllum líkindum tryggja honum verđlaunasćti. Róbert hefur 1,5 vinning.

Samtals

1-2: Denmark, Norway: 29 points

3: Sweden 28

4: Iceland 27˝

5: Finland 22˝

6: Faroes 14


Sjötta og síđasta umferđ hófst kl. 16.


Dagur efstur í a-flokki

Dagur Ragnarsson heldur áfram ađ gera góđa hluti í a-flokki NM í skólaskák. Í síđari skák dagsins gerđi hann jafntefli viđ sćnska FIDE-meistarann Roar Olund (2291) í mikilli baráttuskák. Dagur er í 1.-2. sćti ásamt Svíanum međ 3,5 vinning. Olund sýndi af sér töluverđa ólund í lok skákarinnar ţegar hann neitađi ađ taka í hönd Dags.

Dagur var lengi í vörn í skákinni og um tíma leit út fyrir ađ hann ţyrfti ađ berjast međ hróki gegn hróki og biskupi en andstćđingurinn lék af sér manni áđur en til ţess kćmi. Hefđi veriđ nokkuđ magnađ ef ţađ hefđi gerst tvćr skákir í röđ hjá honum ađ upp hefđi komiđ hrókur og biskup gegn hróki. Dagur vann slíkt endatafli í ţriđju umferđ, sem er teóríkst jafntefli en erfitt ađ verja, en losnađi viđ vörnina í dag. Mikael er í fjórđa sćti međ 2,5 vinning og tefla ţeir félagarnir á 1. og 2. borđi á morgun ákaflega mikilvćgar skákir viđ stigahćstu menn mótsins. Dagur viđ Högna Nielsen (2372), Fćreyjameistara í skák og stigahćsta mann mótsins viđ Mikki viđ Olund.

B-flokkur

Jón Kristinn og Oliver gerđu jafntefli í dag í innbyrđisskák. Ţeir hafa 2,5 vinning og eru í 3.-6. sćti. 

Báđir í góđum verđlaunamöguleikum međ góđum úrslitum á morgun.

C-flokkur:

Björn Hólm gerđi jafntefli í dag en Hilmir Freyr tapađi. Björn hefur 2 vinninga og er í áttunda sćti en Hilmir er í 11. sćti međ 0,5 vinning. Góđ úrslit geta fleytt ţeim upp töfluna. Björn er t.d. ađeins hálfum vinningi frá verđlaunasćti og Hilmir á mikiđ inni.

D-flokkur:

Vignir Vatnar vann góđan sigur međ svörtu í dag og er í 5. sćti. međ 2,5 vinning. Micha tapađi ţrátt fyrir góđa takta og er í 6.-7. sćti međ 2 vinninga. Gaman er ađ sjá hvađ Micha hefur fram í tímanotkun á mótinu. og viđ ţađ verđur taflmennskan mun vandađri. Enn má ţó nýta tímann betur! 

Góđ úrslit fyrir ţá félaga ţýđir baráttu um verđlaunasćti.

E-flokkur 

Óskar Víkingur gerđi jafntefli í dag og er í 3.-4. sćti međ 2,5 vinning. Óskar hafđi vćnlegt tafl og missti af vinningsleiđ. Róbert Luu vann í dag - hans fyrsti sigur á Norđurlandamóti! Hann hefur 1,5 vinning og er í 8.-10. sćti. 

Óskar fćr erfiđan andstćđing á morgun eđa Jonas Bjerre sem hefur 2216 skákstig ţrátt fyrir ađeins 10 ára aldur!

Fótboltinn

Í kvöld var landskeppni í fótbolta. Ţar komu Íslendingu sáu og sigruđu og ađ öđrum ólöstuđum var Hilmir Freyr besti mađur liđsins. 

Fimmta umferđ hefst kl. 10. 


Skákţáttur Morgunblađsins: Jón Viktor Gunnarsson Skákmeistari Reykjavíkur 2015

GAJTKJ22Jón Viktor Gunnarsson er Skákmeistari Reykjavíkur 2015 eftir ćsispennandi lokaumferđ en fyrir hana voru ţrír skákmenn efstir og jafnir. Ţar sem Jóni Viktori tókst ađ leggja Björn Ţorfinnsson ađ velli í síđustu umferđ og Stefán Kristjánsson tapađi nokkuđ óvćnt fyrir Mikhael Jóhanni Karlssyni var sigurinn Jóns Viktors. Hann er vel ađ titlinum kominn og ber hann međ sóma en ţetta er í sjötta sinn sem hann verđur Skákmeistari Reykjavíkur. Íslandsmeistari varđ hann hinsvegar áriđ 2000. Jón Viktor var sennilega sterkasti skákmađurinn í flokknum en keppendur voru um 70 talsins. Lokaniđurstađan hvađ varđar efstu menn leiđir eitt og annađ í ljós, m.a. ađ yngstu skákmennirnir eru orđnir býsna skeinuhćttir:

1. Jón Viktor Gunnarsson 7 ˝ v. (af 9) 2. Mikhael Jóhann Karlsson 7 v. 3.-8. Stefán Kristjánsson, Dagur Arngrímsson, Guđmundur Gíslason, Dagur Ragnarsson, Björn Ţorfinnsson og Jón Trausti Harđarson 6 ˝ v. 9. – 11. Oliver Aron Jóhannesson, Jóhann Ingvason og Omar Salama 6 v.

Mikhael Jóhann Karlsson náđi sínum besta árangri á ferlinum en um nćstu helgi teflir hann í efsta flokki á Norđurlandamóti einstaklinga 20 ára og yngri sem fram fer í Ţórshöfn i Fćreyjum. Ţá er frammistađa Dags Ragnarssonar og Jóns Trausta Harđarsonar einnig góđ og hćkka ţeir báđir duglega í stigum. Ţađ gildir einnig um Oliver Aron Jóhannesson en ţessir ţrír skipuđu sigursćla sveit Rimaskóla fyrir nokkrum misserum.

Hin stóru tíđindi ţessa móts er frammistađa Mikhael Jóhanns Karlssonar, 19 ára gamals nemenda í MR. Hann vann Omar Salama og Ţorvarđ Ólafsson í 6. og 7. umferđ og í lokaumferđinni tefldi hann af miklu öryggi og lagđi svo stigahćsta keppandann, Stefán Kristjánsson:

Skákţing Reykjavíkur 2015; 9. umferđ:

Mikhael Jóhann Karlsson – Stefán Kristjánsson

Reti-byrjun

1. g3 Rf6 2. c4 c6 3. Bg2 d5 4. Rf3 Bf5 5. cxd5 cxd5 6. Db3 Bc8?!

Ţađ orkar tvímćlis ađ bakka upp í borđ međ biskupinn. Peđsfórnin 6. ... Rc6 7. Db7 Bd7!? er ţekkt og 6. ... Dc8 kom einnig til greina.

7. Rc3 Rc6 8. d3 e6 9. O-O Be7 10. Bf4 Rd7 11. d4 a6 12. Hfd1 g5 13. Bc1 f5 14. Re5!

Bregst hart viđ útţenslu svarts á kóngsvćng. Svartur getur hirt peđiđ međ 14. ... Rdxe5 15. dxe5 Rxe5 en eftir 16. Be3 hefur hvítur rífandi bćtur fyrir peđiđ, 16. e4 eđa jafnvel mannsfórnin 16. Rxd5!? kemur einnig til greina.

14. ... Rxe5 15. dxe5 Db6 16. Da4 Dc6 17. Dd4 Dc5

Heldur áfram ađ eltast viđ drottninguna, 17. ... Bc5 var betra.

18. Be3 Hf8

GAJTKISB19. Rxd5!

Nćrtćkur leikur en 19. Bxd5 kom einnig til greina, t.d. 19. ... exd5 20. Rxd5 Dxd4 21. Bxd4 Bd8 22. e6! o.s.frv.

19. ... exd5 20. e6 Dxd4 11. exd7+ Bxd7 22. Hxd4 Bf6 23. Hxd5

O-O-O 24. Bb6!

Eftir ţennan leik er svarta stađan vonlaus.

24. ... Hde8 25. Hc1+ Bc6 26. Hc2 Be5 27. Hdc5 Hf6 28. Hxe5!

Ţađ hentar einkar vel ađ ná uppskiptum í ţessari stöđu. Hróksendatafliđ sem nú kemur upp er auđunniđ á hvítt.

28. ... Hxe5 29. Bd4 Hee6 30. Bxf6 Hxf6 31. Bxc6 bxc6 31. Hc5 Kc7 33. Kg2 h6 34. h4 g4 35. b4 f4 36. gxf4 Hxf4 37. a3 Hd4 38. Kg3 Hd2 39. Kxg4 Hxe2 40. f4 Ha2 42. Ha5 Kb6 42. f5 Hf2 43. Kh5 Hf4 44. Kxh6 Hxh4+ 45. Kg5 Hh1 46. f6 Hg1+ 47. Kh6 Kc7 48. f7 Hf1 49. Kg7 Hg1+ 50. Kf6

– og svartur gafst upp. 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 7. febrúar

Skákţćttir Morgunblađsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 126
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 89
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband