Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Forseti FIDE verđur viđstaddur opnun Reykjavíkurskákmótsins - afmćlismóts Friđriks

GAM_RO_segl_v2
Reykjavíkurskákmótiđ, afmćlismót Friđriks Ólafssonar, verđur sett á morgun kl. 14:30. Međal gesta á setningarathöfn mótsins er Kirsan Ilyumzhinov, forseti FIDE, sem heimsćkir á Ísland í fyrsta sinn.

kirsan-photo-001Skák- og skákáhugamann eru hvattir til ađ fjölmenna í Hörpu.

 


Reykjavíkurskákmótiđ 2015 - Afmćlismót Friđriks Ólafssonar

merki_skakmotsins

- ţátttökumet

- erlendir meistarar skipta tugum

- forseti alţjóđaskáksambandsins FIDE viđ setningu mótsins

- Heimsmeistarinn Magnus Carlsen heimsćkir Ísland

- Heimsmeistari stúlkna međal keppenda

Ţrítugasta Reykjavíkurskákmótiđ fer fram í Hörpu dagana 10.-18. mars. Mótiđ í ár er afmćlismót Friđriks Ólafsson sem varđ áttrćđur fyrr á árinu. Mótiđ verđur sett kl. 14:30.

Friđrik Ólafsson

Mótiđ hefur aldrei veriđ fjölmennara. Um 280 keppendur frá 38 löndum taka ţátt. Mótiđ er gríđar sterkt en titilhafar skipta tugum. Sterkasti keppandinn er Shakhriyar Mamedyarov sem er ţrettándi stigahćsti skákmađur heims og tvöfaldur Evrópumeistari međ sveit Azerbaidsjan. Pavel Eljanov frá Úkraínu og David Navara frá Tékklandi taka einnig ţátt en ţeir eru međal ţeirra allra bestu í heiminum.

Shakhriyar Mamedyarov

Til leiks mćta einnig gođsagnir. Ţar má helst nefna Artur Jussupow sem komst ţrívegis í undanúrslit áskorandaeinvíganna og hefur síđustu ár einbeitt sér ađ ţjálfun en ćtlar taka ţátt í ár!

jussupow02

Keppendur eru á öllum aldri. Ţeir yngstu rétt innan viđ tíu ára en sá elsti, Páll G. Jónsson, rúmlega áttrćđur. Efnilegustu skákmenn Íslands eru međal ţátttakenda, ţar á međal Dagur Ragnarsson, nýkrýndur Norđulandameistari 20 ára og yngri.

Vinningshafar NM 2015

Sterkustu skákmenn landsins láta sig ekki vanta. Hannes Hlífar Stefánsson hefur fimm sinnum sigrađ á mótinu. Hann er nýkominn frá Evrópumóti einstaklinga ţar sem hann stóđ sig afar vel. Í heimavarnarliđinu eru einnig stórmeistararnir Héđinn Steingrímsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Stefán Kristjánsson, Henrik Danielsen og Ţröstur Ţórhallsson ásamt Íslandsmeistaranum Guđmundi Kjartanssyni.

Hannes, Helgi og Hjörvar

Nokkrar af sterkari skákkonum heims taka ţátt, sú sterkasta er Tania Sachdev sem kemur frá Indlandi og hefur margoft teflt áđur á Íslandi. Međal annarra kvenkyns keppenda er Zhou Qiyu frá Kanada en hún er núverandi heimsmeistari stúlkna undir 14 ára.

Tania Sadchev

Forseti FIDE Kirsan Ilyumzhinov verđur viđstaddur setningu mótsins sem og Zurab Azmaiparashvili, forseti Skáksambands Evrópu. 

kirsan-photo-001

Ţá heimsćkir sjálfur heimsmeistarinn Magnús Carlsen Ísland dagana 13.-16. mars en fađir Magnúsar er međal ţátttakenda.

Magnus Carlsen

Á ţriđjudag kemur út fyrra bindi um sögu Reykjavíkurskákmótsins í 50 ár eftir Helga Ólafsson. Hćgt verđur ađ nálgast bókina í Hörpu.

Forsíđa Bókar

Helsti bakhjarl mótsins í ár er GAMMA.


Rúnar skákmeistari Hugins á norđursvćđi

Rúnar Ísleifsson vann sigur á skákţingi Hugins á norđursvćđi, en mótinu lauk í dag á Húsavík. Rúnar vann Hermann Ađalsteinsson í lokaumferđinni og tryggđi sér ţar međ sigurinn í mótinu međ 5,5 vinninga af 7 mögulegum. Rúnar er ţví skákmeistari Hugins á norđursvćđi áriđ 2015.

LokastađanHjörleifur Halldórsson varđ efstur utanfélagsmanna og jafn hár ađ vinningum og Rúnar, en örlítiđ stigalćgri. Jakob Sćvar Sigurđsson meistari fyrra árs, varđ í öđru sćti međ 5 vinninga og Smári Sigurđsson varđ í ţriđja sćti međ 4.5 vinninga. Jón Ađalsteinn Hermannsson vann sigur í flokki 16 ára og yngri annađ áriđ í röđ međ 2,5 vinninga.

Lokastađan í Chess-Results.

Heimasíđa Hugins


Vignir Vatnar og Alexander Oliver í úrslit Barna-blitz

TR-ingarnir Vignir Vatnar Stefánsson og Alexander Oliver Mai tryggđu sér í gćr sćti í úrslitum Barna-blitz sem fram fer í Hörpu laugardaginn 15. mars.

 

Keppt var um tvö sćti á laugardagsćfingu Taflfélagsins og voru tefldar 6 umferđir međ tímamörkunum 4 + 2 líkt og notuđ verđa í úrslitakeppninni.

Vignir Vatnar varđ efstur en hann leyfđi einungis eitt jafntefli og kom í mark međ 5 1/2 vinning.  Alexander fór einnig taplaus í gegnum mótiđ, vann fjórar skákir og gerđi tvö jafntefli gegn Vigni Vatnar og Halldóri Atla Kristjánssyni sem endađi í 3.-4. sćti ásamt Birki Ísak Jóhannessyni.

Ásamt ţeim Vigni Vatnar og Alexander Oliver hafa Mikhailo Kravchuk, Óskar Davíđ Davíđsson, Róbert Luu og Nansý Davíđsdóttir ţegar tryggt sér ţátttökurétt. Tvö sćti eru enn í bođi og keppt verđur um ţau á ćfingu hjá Skákfélaginu Hugin á morgun kl. 17.15

Nánar um Reykjavík Open Barna-blitz 2015 hér

 


Hannes og Guđmundur töpuđu í lokaumferđinni

Hannes Hlífar Stefánsson (2573) og Guđmundur Kjartansson (2484) töpuđu báđir í elleftu og síđustu umferđ EM einstaklinga sem fram fór í dag. Hannes tapađi fyrir rússneska stórmeistaranum Boris Graschev (2670) en Guđmundur fyrir pólska stórmeistaranum Dariusz Swiersz (2617). Frammistađa Hannesar var afar góđ á mótinu en hann hlaut 6,5 vinning í 11 skákum ţrátt fyrir ađ hafa teflt viđ stigahćrri andstćđinga í 10 skákum af ţessum 11.

Frammistađa Hannesar samsvarađi 2660 skákstigum og hćkkar hann um heil 18 stig fyrir hana. Gummi hlaut 5,5 vinning og lćkkar lítis háttar á stigum eđa um 6 stig.

Alls tóku 250 skákmenn frá 33 löndum ţátt í mótinu. Ţar af voru 113 stórmeistarar. Hannes var nr. 84 í stigaröđ keppenda en Guđmundur var nr. 116. 


Vin Open: Afmćlismót Finns Kr. Finnssonar!

CIMG3896Vinaskákfélagiđ og Hrókurinn bjóđa til hrađskákmóts í Vin, Hverfisgötu 47, mánudaginn 9. mars kl. 13. VIN OPEN er einn af sérviđburđum í tengslum viđ alţjóđlega Reykjavíkurskákmótiđ, og er jafnframt afmćlismót kempunnar Finns Kr. Finnssonar sem varđ áttrćđur á dögunum.

Heiđursmađurinn Finnur hefur um áratugaskeiđ auđgađ íslenskt skáklíf, jafnt sem keppandi og kennari, og ţađ er vinum hans í Vinaskákfélaginu og Hróknum mikiđ ánćgjuefni ađ heiđra hann á ţessum tímamótum.

Allir eru velkomnir á mótiđ í Vin og er ţátttaka ókeypis. Ađ vanda verđur bođiđ upp á ljúffengar veitingar og ýmis verđlaun.

 

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Yfirburđasigur Björns Ţorfinnssonar í Bunratty

Björn ŢorfinnssonFischer og Kasparov skildu stundum viđ keppinauta sína međ ţessum hćtti, munurinn í mótslok á ţeim og nćsta manni var kannski 2-4 vinningar. Á skákhátíđinni í Bunratty á Írlandi á dögunum – ţeim hluta sem fram fór í lokuđum flokki – gerđist einmitt ţetta. Björn Ţorfinnsson hlaut 7 vinniga af níu mögulegum og varđ tveim vinningum fyrir ofan nćstu menn. Hann hćgđi samt á sér í lokin međ tveimur stuttum jafnteflum og náđi árangri sem mćldist uppá 2677 elo stig og krćkti sér í leiđinni í annan áfanga ađ stórmeistaratitli. Tíu keppendur tefldu einfalda umferđ og var Björn stigalćgsti keppandi mótsins. Lítum á lokaniđurstöđuna:

1. Björn Ţorfinnsson 7 v. (af 9 mögulegum) 2. Trent (England) 5 v. 3.-5. Maze (Frakkland), Tan (Ástralía) og Costa (England) 4 ˝ v. 6. – 9. Bragi Ţorfinnsson, Galego (Portúgal), Hunt (England) og Collins (Írland ) 4 v. 10. Williams (England) 3 ˝ v.

Bragi bróđir Björns var einnig međ í mótinu. Hann byrjađi fremur illa en sótti sig ţegar á leiđ ţó ţátttaka hans félli vitaskuld algerlega í skuggann á framgöngu stóra bróđur. Í gegnum tíđina hefur Bragi yfirleitt veriđ hćrri á skákstigalistum en alltaf annađ veifiđ kemur Björn fram og slćr honum viđ. Gömul ţrćta innan fjölskyldunnar um ţađ hvor sé betri, er aftur komin á dagskrá.

Björn hefur af einhverjum ástćđum leitađ upp miklar flćkjur í skákum sínum ţó ađ róleg stöđubarátta međ taktískri undiröldu eigi ekki síđur viđ hann. Ţannig tefldi hann á Írlandi, lenti aldrei í taphćttu og nýtti sér ţau fćri sem gáfust. Međal keppenda í Bunratty voru nokkrir sem hafa veriđ ađ tefla á Íslandsmóti skákfélaga og í sjöttu umferđ mćtti hann Frakkanum Maze sem teflt hefur fyrir Taflfélag Vestmannaeyja undanfarin ár:

Bunratty 2015; 6. umferđ:

Sebastian Maze – Björn Ţorfinnsson

Fjögurra riddara tafl

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 Rf6 4. Bb5 Bb4 5. 0-0 0-0 6. d3 d6 7. He1 h6 8. h3 a6

Brýtur upp hermikráku-leikinn. Annar góđur möguleiki var 8.... Bxc3 9. bxc3 Re7.

9. Bxc6 bxc6 10. d4 exd4 11. Dxd4 c5 12. Dd3 Bb7 13. Bd2 He8 14. e5?!

Hvítur hefur ekkert fengiđ út úr byrjuninni en eftir ţennan leik nćr svartur betri stöđu. Jafnt tafl var ađ hafa međ 14. Rd5. )

14.... dxe5 15. Rxe5 Dd4!

Hann hefur ekkert á móti drottningaruppskitpum en fer í ţau á eigin forsendum.

16. Dxd4 cxd4 17. Rb1 Bf8 18. Rd3 Be4 19. Ba5 Hab8 20. b3 Hb5 21. Bd2 Hb6 22. f3 Bxd3 23. Hxe8 Rxe8 24. cxd3 Hc6!

Hvítur á í erfiđleikum međ drottningarvćnginn og hrókurinn er á leiđinni til c2.

25. b4 Hc2 26. Kf1!

Kóngurinn skundar á vettvang og hvítur nćr ađ halda í horfinu.

26.... Rf6 27. Ke1 Rd5 28. Kd1 Hc6 29. a3 Hb6!

Rýmir fyrir c-peđinu.

30. Bc1 f5 31. g4 g6 32. Ha2

Engu betra var 32. Rd2 Re3+! 33. Ke2 He6! og o.s.frv.

32.... c5 33. Hc2 a5!

Gefur engin griđ!

34. Bd2 axb4 35. axb4 cxb4 36. Hc8 Kf7 37. Kc2

Hann á enn eftir ađ leika b1-riddaranum fram. Skyldi hann sleppa út?

GOQTNUI037.... Rc3!

Nei!

38. Hc7+ Ke6 39. Be1 b3+ 40. Kb2 Ra4+ 41. Kc1 Rc5 42. Hc8 Bd6

– og Maze lagđi niđur vopnin. Hann sá fram á ađ 43. Ke2 er svarađ međ 43....Ha6 os.frv.

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 28. febrúar 2015

Skákţćttir Morgunblađsins


Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus hefst 15. mars!

Páskaeggjasyrpa

Nú styttist í eina af skemmtilegustu mótasyrpum ársins!  Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur sló rćkilega í gegn í fyrra ţegar vel á annađ hundrađ krakkar tóku ţátt í ţremur mótum syrpunnar.  Í ár endurtökum viđ leikinn og međ ţessu framtaki vill T.R. í samstarfi viđ Nóa Síríus ţakka ţeim gríđarlega fjölda sem sótt hefur barna- og unglingaćfingar félagsins í vetur.

Frábćrar ađstćđur eru hjá Taflfélagi Reykjavíkur, margir reyndir ţjálfarar og félagiđ býđur eitt félaga upp á ítarlegasta námsefni sem völ er á hér á landi. Allar ćfingar og allt námsefni er frítt, ţađ ţarf bara ađ mćta og taka ţátt í ţessum stórskemmtilegu ćfingum!

Mtin í ár verđa reiknuđ til alţjóđlegra hrađskákstiga og glćsileg verđlaun eru í öllum mótunum, sem og fyrir samanlagđan árangur úr ţeim öllum.  Í hverju móti verđur síđan dregin út glćsileg DGT Easy skákklukka handa einum heppnum ţátttakanda.


Páskaeggjasyrpan mun samanstanda af ţremur skákmótum sem haldin verđa ţrjá sunnudaga fyrir páska í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12:

1. NÓA KROPP PÁSKAEGGJAMÓTIĐ. Sunnudaginn 15. mars kl. 14

2. NIZZA LAKKRÍS PÁSKAEGGJAMÓTIĐ. Sunnudaginn 22. mars kl. 14

3. NIZZA HRÍSKÚLU PÁSKAEGGJAMÓTIĐ. Sunnudaginn 29. mars kl.14

  • Keppt verđur í tveimur flokkum, 1-3 bekk (og yngri) og 4-10 bekk.
  • Sex umferđir verđa tefldar í hverju móti međ 10 mínútna umhugsunartíma á mann.
  • Glćsileg verđlaun eru í bođi fyrir alla hressu skákkrakkana sem taka ţátt í syrpunni!
  • Verđlaunapeningar fyrir ţrjú efstu sćtin í hvorum flokki á hverju páskaeggjamóti.
  • Stór páskaegg fyrir ţrjú efstu sćtin samanlagt úr mótunum í hvorum flokki (misstór eftir sćtum)
  • Allir sem taka ţátt í minnst tveimur af ţremur mótum í syrpunni fá lítiđ páskaegg í verđlaun fyrir ţátttökuna og verđa ţau veitt í lok ţriđja mótsins í syrpunni.
  • Dregin verđur út ein stórglćsileg DGT Easy skákklukka handa heppnum skákkrakka á hverju páskaeggjamóti!

Skráning fer fram hér og lista yfir skráđa keppendur má sjá hér.

Taflfélag Reykjavíkur og Nói Síríus hlakka til ađ sjá ykkur á PÁSKAEGGJASYRPUNNI 2015!


Yfirlýsing vegna skákbúđa Fjölnis

Skak.is vill koma ţví á framfćri í fyrsta lagi ađ allir eru heilir á húfi en sá leiđi atburđur átti sér stađ ađ rúta á leiđ til skákbúđa Fjölnis valt útaf en ţó á mjög litlum hrađa.  Hćtt hefur veriđ viđ búđirnar útaf ţessum atburđi og unniđ er ađ ţví ađ koma ţátttakaendum heim. Fjórir voru sendir međ sjúkrabíl en meiđsli ţeirra eru algjörlega minni háttar. Brottför er líkleg á nćstunni og er stefnan sett aftur til baka á Rimaskóla!

Ef nauđsyn ber er hćgt ađ ná í Stefán Bergs son til upplýsingar í síma 863-7562.

 

UPPFĆRT: Rútan lögđ af stađ klukkan 14:12 heim!


Friđrik međal keppenda í Sardiníu í sumar

Friđrik ÓlafssonFriđrik Ólafsson hefur skráđ sig til leiks á alţjóđlega mótinu í Sardiníu í sumar. Ţar verđur hann međal keppenda ásamt stórmeisturunum Jóhanni Hjartarsyni og Margeiri Péturssyn og fleiri Íslendingum eins og sjá má á keppendalista mótsins. Mótiđ fer fram 6.-13. júní.

Yuri Garret, ađalskipuleggjandi mótsins, greinir frá ţessu á Facebook-síđu mótsins

 

 

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 27
  • Sl. sólarhring: 119
  • Sl. viku: 265
  • Frá upphafi: 8776387

Annađ

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 200
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband