Fćrsluflokkur: Spil og leikir
28.5.2015 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Baráttan á milli Hjörvars og Héđins

Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ćtlar ţví ađ verđa á milli Hjörvars Steins Grétarssonar og Héđins Steingrímssonar. Hjörvar hefur aldrei unniđ landsliđsflokkinn á Skákţingi Íslands en Héđinn Steingrímsson varđ Íslandsmeistari 15 ára gamall áriđ 1990 og vann svo í annađ sinn áriđ 2011.
Mikiđ hefur veriđ um óvćnt úrslit og tilţrifin fjörleg. Í gćr vann Sigurđur Dađi Sigfússon Jóhann Hjartarson í ađeins 22 leikjum og Lenka Ptacnikova lagđi Henrik Danielssen.
Ţeir Jóhann Hjartarson og Jón L. Árnason hafa átt fremur erfitt uppdráttar enda langt síđan ţeir hafa teflt á ţessum vettvangi. Mótiđ er liđur í undirbúningi ţeirra fyrir ţátttöku gullaldarliđs Íslands á Evrópumóti landsliđa sem fram hér á landi í nóvember nk. Jóhann vann Hannes Hlífar í vel tefldri skák í 5. umferđ en tapađi í tveim nćstu umferđum. Jón L. Árnason gerđi stutt jafntefli í gćr og hefur veriđ ţreifa fyrir sér međ byrjanir og annađ og virkar hestil varkár í skákum sínum. Báđir hlotiđ 3 vinninga úr sjö skákum.
Óvenjulegur biskupsleikur
Hannes Hlífar sem byrjađi mótiđ međ krafi virđist hafa misst dampinn ţegar hann tapađi maraţonskák sinni viđ Jóhann í 86 leikjum, rétt marđi jafntefli í annarri maraţonskák í nćstu umferđ ţegar hann tefldi viđ Lenku Ptacnikovu sem hefur teflt frísklega og frammistađa hennar kemur einna mest á óvart og einnig árangur Einars Hjalta Jenssonar sem er nálćgt ţví ađ krćkja sér í áfanga ađ alţjóđlegum meistaratititli. Hann vann Henrik Danielsen í 5. umferđ í ađeins 24 leikjum. Óvenjulegur biskupsleikur, 9. Bf1xa6 gerđi útslagiđ í skákinni:Einar Hjalti Jensson Henrik Danielsen
Sikileyjarvörn
1. e4 d6 2. Rc3 c5 3. f4 Rc6 4. Rf3 a6 5. d4 cxd4 6. Rxd4 g6 7. Be3 Bg7 8. Rd5 Hb8
Upp er komin óvenjuleg stađa í Dreka-afbrigđi sikileyjarvarnarinnar. Nćsti leikur Einars Hjalta kom eins og ţruma úr heiđskíru lofti.
Ţađ er ekki oft sem mönnum gefst kostur á ţví ađ leika biskupinum frá upphafsreitnum alveg út ađ endimörkum taflborđsins.
9.... e5 10. fxe5 Rxd4 11. Bxd4 bxa6 12. exd6 Dh4 13. Kf1 f6? Lokar menn svarts inni. Mun betra var 13. .... Kf8.
14. Df3 Bd7 15. h3 Kf7 16. Kg1 f5?
Eftir ţetta verđur stöđu svarts ekki bjargađ. Hann get barist áfram međ 16.... He8 ţó hvítur hafi meira en nćgar bćtur fyrir manninn međ ţrjú peđ og öfluga stöđu.
17. Bxg7+ Kxg7 18. Dc3+! Kh6
Eđa 18.... Rf6 19. g3! Dg5 20. h4 og riddarinn á f6 fellur.
19. Dxh8 Dxe4 20. Hd1 Dxc2 21. Kh2 Hxb2 22. Hhg1 Hb8 23. Rf6 Rxf6 24. Dxf6
og svartur gafst upp.
Í 8. umferđ sem hefst kl. 17 í dag eigast viđ Héđinn og Einar Hjalti, Henrik og Hjörvar Steinn, Jón L. og Jóhann, Hannes og Bragi, Guđmundur og Björn og Sigurđur Dađi og Lenka.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 21. maí 2015.
Spil og leikir | Breytt 25.5.2015 kl. 12:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2015 | 10:01
Ađalfundur SÍ fer fram á laugardaginn
Ađalfundur SÍ verđur haldinn 30. maí í félagsheimili Breiđabliks (Smáranum) Dalsmára 5. Ađalfundurinn hefst kl. 10.
Vinsamlegast athugiđ ađ fundurinn fer ekki fram í Stúkunni viđ Kópavogsvöll heldur í félagsheimilinu sunnan-meginn viđ völlinn (sjá mynd).
Hefđbundinn dagskrá verđur á fundinum í samrćmi viđ lög SÍ.
Allmargar lagabreytingattilögur liggja fyrir fundinum og má nálgast á Skák.is.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2015 | 11:54
Björgvin vetrarhrókur Ása
Ţađ var létt og góđ stemming hjá ţeim tuttugu og sex skákmönnum sem skemmtu sér á hrađskákmótinu í gćr í Stangarhylnum. Ţetta var síđasta mótiđ á ţessari vetrarvertíđ. Svo byrjar nćsta törn fyrsta september í haust. Riddarar í Hafnarfirđi taka aldrei sumarfrí, ţeir tefla alla miđvikudaga frá eitt til fimm. Ţangađ fara ţeir skákţyrstu vona ég.
Ţađ voru ţrír skákmenn sem sönnuđu ţađ í gćr ađ ţeir eru í sér flokki í ţessum hóp, eins og ţeir hafa oft gert áđur. Ţetta voru ţeir Björgvin,Guđfinnur og Jóhann Örn.
Björgvin fékk 10 vinninga af 11 í fyrsta sćti, hann tapađi ađeins fyrir Óla Árna. Guđfinnur fékk 9 ˝ vinning í öđru sćti, hann tapađi fyrir Björgvini og gerđi jafntefli viđ Össur. Jóhann fékk 9 vinninga í ţriđja sćti.hann tapađi fyrir Björgvini og Guđfinni en vann alla ađra. Nćstu sex fengu 6 ˝ vinning, ţannig ađ 2 ˝ vinningur eru á milli ţriđja og fjórđa manns, Ţess vegna teljast ţessir ţrír vera í sérflokki.
Eftir mótslok og kaffi veislu hjá henni Hallfríđi fór fram verđlaunaafhending.
Fyrst voru veitt verđlaun fyrir samanlagđan árangur vetrarins í B liđi. Ţar fékk Magnús V Pétursson brons, Einar S Einarsson silfur og Ásgeir Sigurđsson gull.
Ţá var komiđ ađ ţví ađ verđlauna Vetrarhrókana, ţá sem fengu flesta vinninga á samanlögđum skákdögum vetrarins.
Páll G Jónsson fékk bronsiđ hann fékk 150 v í 250 skákum eđa 60%, Guđfinnur R Kjartansson fékk silfriđ međ 199,5 v í 280 skákum eđa 71%. Vetrarhrókur nr 1 varđ svo Björgvin Víglundsson međ 239 v í 270 skákum eđa 89%. Björgvin fékk afhentan Vetrahrókinn sérsmíđađan farandgrip. Guđfinnur vann hann bćđi 2014 og 2013
Ađ sjálfsögđu fengu ţrír efstu í hrađskákmótinu gull,silfur og brons.
Ţađ má svo segja frá ţví ađ 65 skákmenn heimsóttu okkur í vetur og tveir af ţeim komu á alla viđburđi vetrarins. Ţađ voru ţeir Jón Víglundsson og Guđfinnur R Kjartansson og ţeir fengu klapp í verđlaun fyrir ţađ.
Stjórnin öll,ţeir Garđar, Finnur, Viđar og Jónas, sá um skákstjórnina í gćr og gekk ţađ snurđulaust fyrir sig.
Ađ lokum vil ég ţakka öllum ţeim sem tóku ţátt í starfinu í vetur kćrlega fyrir ţátttökuna.
Sjá nánari úrslit í töflu og myndir frá ESE
27.5.2015 | 08:18
Móđir allra skemmtikvölda fer fram á föstudagskvöld!
Lokaskemmtikvöld starfsársins hjá Taflfélagi Reykjavíkur fer fram á föstudagskvöld og hefst klukkan 20.00 Nú er mikiđ er undir, enda leiđa saman hesta sína sigurvegarar allra skemmtikvöldanna í vetur í epískri baráttu um titilinn Skemmtikvöldakóngurinn 2015.
En ţađ verđur einnig nóg af taflmennsku fyrir alla ţá skákmenn sem ekki höfđu erindi sem erfiđi viđ ađ tryggja sér sćti í úrslitunum, ţví samhliđa kóngakeppninni verđur keppt í áskorendaflokki sem er öllum opinn.
Í kóngaflokknum eiga keppnisrétt eftirtaldir sigurvegarar vetrarins.
Íslandmeistarar í Fischer random liđakeppni 2014 - TR (Keppandi ađ eigin vali úr sigurliđinu)
- Mórinn 2014 - GM Hannes Hlífar Stefánsson
- Karlöndin 2014 - GM Stefán Kristjánsson
- Úlfurinn 2014 - Guđni Stefán Pétursson
- Frikkinn 2015 - IM Jón Viktor Gunnarsson
- Gagginn 2015 - Gagnfrćđaskóli Akureyrar (keppandi ađ eigin vali úr ţví merka sigurliđi)
- Íslandsmeistarinn í Fischer Random 2015 - Björn Ívar Karlsson
Í flokknum verđur tefla allir viđ alla tvöfalda umferđ (12 skákir)
Í áskorendaflokki verđa tefldar 12 umferđir eftir svissnesku kerfi.
Upplýsingar og dagskrá:
- Kvöldiđ hefst kl. 20.00 Skráning á stađnum.
- 12 umferđir, 3 min +2 sek umhugsunartími á skák
- Tvö hlé gerđ á taflmennskunni. Bjórinn á 500 kr. fyrir keppendur allt kvöldiđ á Billiardbarnum.
- Verđlaunaafhending í mótslok
- Kóngaflokkur:
- Bikar + 8000 króna inneign á Billiardbarnum
- Verđlaunapeningur + 5000 króna inneign á Billiardbarnum
- Verđlaunapeningur + 2000 króna inneign á Billiardbarnum
- Áskorendaflokkur:
- 1. sćti. 3000 króna inneign á Billiardbarnum og sćti í úrslitum kóngakeppninnar ađ ári!
- 2. sćti. 2000 króna inneign á Billiardbarnum
- 3. sćti. 1000 króna inneign á Billardbarnum
- Ađgangseyrir 500 kr.
- Bjórinn á Billiardbarnum 500 kr. allt kvöldiđ fyrir keppendur og gesti skemmtikvöldsins. 30% afsláttur af tímagjaldi í pool eftir mót.
- 20 ára aldurstakmark og međferđ áfengra drykkja bönnuđ í húsakynnum félagsins.
Tilvaliđ tćkifćri til ađ slútta skákárinu međ ţví ađ taka ţátt í skemmtilegu móti og rćđa viđburđi vetrarins á Billanum!
Veriđ velkomin!
Nánar á heimasíđu TR
Meistaramót Skákskóla Íslands fyrir starfsáriđ 2014/2015 hefst föstudaginn 29. maí og lýkur 31. maí. Mótiđ fer fram í tveim styrkleikaflokkum og verđur reiknađ til alţjóđlegra og íslenskra stiga í báđum flokkunum. Tímamörk eru ţó mismunandi í flokknum.
Tefldar verđa sex umferđir eftir svissneska kerfinu í báđum flokkum.
Ađalstyrktarađili mótsins ađ ţessu sinni er GAMMA.
Ţátttökurétt hafa nemendur skólans og allir ţeir sem tekiđ hafa ţátt í námskeiđum á vegum skólans eđa hlotiđ ţjálfun á vegum skólans.
Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst).
Ađ öđru leyti áskilur skólastjóri/mótsnefnd sér rétt til ađ bjóđa völdum einstaklingum til ţátttöku.
Núverandi meistari Skákskóla Íslands er Dagur Ragnarsson.
Dagskrá mótsins verđur međ eftirfarandi hćtti:
Flokkur 1600 alţjóđleg elo stig og ofar:
- umferđ: Föstudagurinn 29. maí kl. 16-20
- umferđ: Föstudagurinn 29. maí kl. 20-00
- umferđ. Laugardagur 30. maí kl. 10-14
- umferđ: Laugardagurinn 30. maí 1519
- umferđ: Sunnudagurinn 31. maí kl.10-14
- umferđ: Sunnudagurinn 31. maí kl.15-19
Tímamörk í öllum umferđunum 90 30.
Keppendur geta tekiđ ˝ vinnings yfirsetu í fyrstu fjórum umferđunum en verđa ađ tilkynna um yfirsetuna fyrir umferđina og áđur en rađađ er í nćstu umferđ.
Skákmenn sem eru međ minna en 1600 elo- stig geta óskađ eftir ţví ađ tefla í flokki stigahćrri keppenda og mun mótsnefnd taka afstöđu til ţess og skila niđurstöđu međ góđum fyrirvara.
Flokkur undir 1600 elo-stigum og stigalausir:
- umferđ: Föstudagurinn 29. maí kl. 18-20
- umferđ: Föstudagurinn 29. maí kl. 20-22
- umferđ. Laugardagur 30. maí kl. 10-12
- umferđ: Laugardagurinn 30. maí 1517
- umferđ: Sunnudagurinn 31. maí kl. 10-12
- umferđ: Sunnudagurinn 31. maí kl. 15-17
Tímamörk í öllum umferđunum 30 30.
Keppendur geta tekiđ ˝ vinning yfirsetu í fyrstu fjórum umferđunum en tilkynna verđur um yfirsetuna fyrir umferđ og áđur en rađađ er í ţá nćstu.
Verđlaun í flokki 1600 elo +
- verđlaun: farmiđi ađ verđmćti kr. 50 ţús + uppihaldskostnađur á kr. 35 ţús.
- verđlaun: Farmiđi ađ verđmćti kr. 40 ţús.
- 5. sćti Vandađar skákbćkur.
Auk ţess verđa veitt stigaflokkaverđlaun í mótinu:
1800 2000 elo:
Farmiđi ađ verđmćti kr. 40 ţús.
1600-1800 elo:
Farmiđi ađ verđmćti kr. 40 ţús.
Mótsstig úrskurđa verđi keppendur jafnir ađ vinningum nema í keppni um 1. sćti. Ţá skal teflt um titilinn Meistari Skákskóla Íslands 2015.
Verđlaun í flokki 1600 elo og minna og stigalausra:
- verđlaun: farmiđi ađ verđmćti kr. 40 ţús:
- 3. verđlaun: vandađar skákbćkur ađ eigin vali.
26.5.2015 | 08:47
Hćgt ađ sćkja um styrki til SÍ til 31. maí
Ţann 31. maí rennur út umsóknarfrestur um styrki til stjórnar SÍ. Styrktarreglur sambadnsins má nálgast hér ađ neđan:
Styrkjareglur SÍ
Ađalmarkmiđ styrkveitinga stjórnar Skáksambands Íslands til einstaklinga er ađ styđja viđ bakiđ á ţeim skákmönnum sem sýnt hafa mestar framfarir, metnađ og ástundun á síđustu 12 mánuđum, og ţykja ţví líklegastir til ađ ná enn lengra í nánustu framtíđ. Einnig er markmiđiđ ađ verđlauna fyrir afburđaárangur og hvetja ţannig til afreka.
Styrkjum frá SÍ er ekki ćtlađ ađ styrkja hinn almenna skákáhugamann til farar erlendis, heldur einungis ţá sem ţykja skara fram úr. Sérstök áhersla er lögđ á yngri skákmenn sem eru tilbúnir til ađ leggja á sig ţjálfun til ađ standa sig á ţeim mótum sem styrkbeiđni liggur fyrir um.
Viđ allar úthlutanir á ađ vera lögđ áhersla á jafnrétti kynjanna og ađ ţeim stúlkum sem skarađ hafa fram úr í hverjum aldursflokki sé gert kleift ađ afla sér reynslu á skákmótum erlendis til jafns á viđ stráka. Sams konar kröfur um ástundun, árangur og framfarir eru hins vegar gerđar til stúlkna og drengja, kvenna og karla, hvađ styrkjaúthlutanir varđar
Viđmiđ viđ styrkúthlutanir
1. Allir styrkţegar SÍ (ungir, alţjóđlegir og ađrir) ţurfa ađ uppfylla eftirfarandi ţrjú skilyrđi:
- Hafa teflt 50 kappskákir á síđustu 24 mánuđum fyrir áriđ 2010 og 60 skákir fyrir áriđ 2011 og síđar.
- Hafa sýnt umtalsverđar framfarir á sl. 12 mánuđum, sem sjáist m.a. á árangri á skákmótum ársins, hćkkun skákstiga og reglulegri ţjálfun.
- Hafa sýnt virkni í skákmótum innanlands.
2. Ungir skákmenn (25 ára og yngri) hafa forgang ţegar kemur ađ úthlutun ferđastyrkja. Eftirfarandi börn og unglingar njóta sérstaks forgangs:
- Undir 12 ára: 2 stigahćstu og/eđa ţeir sem hćkkađ hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuđi (bćđi í stráka- og stúlknaflokki)
- 12-16 ára: 2 stigahćstu og/eđa ţeir sem hćkkađ hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuđi (bćđi í stráka- og stúlknaflokki)
- 16-20 ára: 2 stigahćstu og/eđa ţeir sem hćkkađ hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuđi (bćđi í stráka- og stúlknaflokki)
- 20-25 ára: 2 stigahćstu og/eđa ţeir sem hćkkađ hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuđi (bćđi í stráka- og stúlknaflokki)
3. Alţjóđlegir meistarar geta fengiđ ferđastyrki frá SÍ óháđ aldri.
4. Ţeir sem ţiggja stórmeistaralaun geta ekki fengiđ almenna ferđastyrki frá SÍ.
5. Ađrir skákmenn geta fengiđ ferđastyrki ef ţeir ná árangri sem samsvarar 2350 stigum eđa meira ("performance") í móti sem styrkur er sóttur um. Ákvörđun um styrkveitingu er tekin eftir mót.
Umsóknareyđublöđ og skil
Allir sem sćkja um styrk til SÍ ţurfa ađ leggja fram umsókn á ţar til gerđu rafrćnu eyđublađi.
Ţar á ađ koma fram hvers vegna tiltekiđ skákmót er valiđ og hvers vegna viđkomandi telur ađ hann hafi rétt á styrk frá SÍ skv. ofangreindum skilyrđum.
Í umsókninni skal lögđ fram ćfingaáćtlun ţar sem ţjálfun fyrir tiltekiđ mót og ţátttaka á skákmótum nćstu 3 mánuđi er skýrđ.
Ef umsókn er ófullnćgjandi og ekki skilađ á ţann hátt sem ađ ofan greinir, er henni sjálfkrafa vísađ frá.
Styrkir SÍ eru afgreiddir ţrisvar sinnum á ári. 10. febrúar, 10. júní og 10. október. Sćkja ţarf um styrkina í lok mánađarins á undan. Ćtlast er til ađ sótt sé um styrki áđur en haldiđ er mót en ef góđar ađstćđur valda ţví ađ sótt er um eftir á er tekiđ tillit til ţess.
Sérstök styrkjanefnd, skipuđ af stjórn SÍ, fer yfir allar umsóknir og gerir tillögur til stjórnar um afgreiđslu styrkja hverju sinni.
Ađ jafnađi getur enginn fengiđ meira en 60.000 krónur á ári í styrk frá SÍ, nema ţegar hann er fulltrúi Íslands á alţjóđlegum mótum erlendis. Ef einhver ţykir skara sérstaklega fram úr á sl. 12 mánuđum er ţó hćgt ađ gera undantekningu á ţessari reglu og hćkka árlegan styrk til viđkomandi ađila.
Skyldur styrkţega gagnvart SÍ:
Ađ loknu móti skulu styrkţegar senda stutta frásögn til styrkjanefndar og skýra skák frá mótinu sem ţeir hlutu styrk til ađ taka ţátt í. Styrkjanefnd mun síđan birta greinina í einhverjum miđli skákhreyfingarinnar.
Ef stjórn SÍ fćr áreiđanlegar upplýsingar um ósćmilega og vítaverđa hegđun styrkţega á skákstađ (t.d. áfengisnotkun á međan á móti stendur) og ef styrkţegi hćttir á skákmóti án löglegra forfalla, mun viđkomandi vera sviptur ţeim styrk sem honum var veittur. Viđkomandi mun auk ţess ekki koma til greina viđ úthlutun styrkja SÍ nćstu 12 mánuđi.
Styrkir eru borgađir út eftir ađ skákmóti lýkur, ţegar ljóst er ađ skyldur styrkţega hafa veriđ uppfylltar.
25.5.2015 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Hannes Hlífar međ vinnings forskot - teflir viđ Jóhann í dag

Skák Héđins og Hannesar Hlífars í 3. umferđ var fyrirfram talin geta haft mikil áhrif á ţađ hvernig baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ţróast. Á Íslandsţinginu fyrir ári vann Héđinn innbyrđis viđureign ţeirra en nú snerist tafliđ viđ, Hannes tefldi af miklum krafti og vann sannfćrandi sigur:
Skákţing Íslands 2015; 3. umferđ:
Héđinn Steingrímsson Hannes Hífar Stefánsson
Nimzo-indversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 O-O 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 b5 7. cxb5 a6!?
Peđsfórnin í 6. leik er vel ţekkt en svartur fygir henni yfirleitt eftir međ ţví ađ leika 7. ... c6. Leikurinn virtist ekki koma Héđni mikiđ á óvart ţví hann svarađi ađ bragđi.
8. f3 Rd5 9. Dd2 f5 10. e3 f4 11. e4?
Óákvćmur leikur. Eftir 11. exf4! Rxf4 12. Df2 er hćpiđ ađ svartur hafi nćgar bćtur fyrir peđiđ.
11. ... Re3! 12. Df2 Rxf1 13. Dxf1 d5 14. e5 axb5 15. b4
15. ... c5! 16. dxc5 Rc6 17. Bb2 Hf5 18. Re2 Rxe5 19. Rxf4 Rc4 20. Rd3 e5!
Hótar 21. ... e4. Ţungu fallstykki hvíts standa nú öll uppi í borđi.
21. g4 Hf8
21. ... e4!? var freistandi en ţessi leikur er öruggari ţar sem hvítur getur varist međ 22. gxf5 exd3 23. O-O-O! o.s.frv.
22. Bxe5 Rxe5 23. Rxe5 Dg5 24. Rd3 Bxg4 25. f4 Dh6
Góđur reitur fyrir drottninguna sem hefur auga međ f4-peđinu en 25. ... Hfe8+ 26. Kd2 Df5! vinnur strax ţví 27. He1 er svarađ međ 27. ... He4! o.s.frv.
26. Kd2 Bf5 27. h4 d4 28. Df3 Had8 29. Hhf1?
Meira viđnám veitti 29. Hae1.
29. ... Hfe8!
Og hvítur á enga vörn viđ hótuninni 30. ... He3.
30. Df2 He3 31. Rc1 De6 32. Hg1 He8 33. Df1 De4 34. Ha2 Hc3 35. Re2 Dd3 36. Dd3+
- og gafst upp um leiđ.
Fimmta umferđ hefst kl. 17 í Hörpu í dag og ţá teflir Jóhann Hjartarson viđ Hannes Hlífar, Hjörvar Steinn viđ Braga Ţorfinnsson, Héđinn viđ Sigurđ Dađa, Einar Hjalti viđ Henrik Danielsen, Jón L. viđ Guđmund Kjartansson og Lenka viđ Björn Ţorfinnsson.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 18. maí 2015.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2015 | 18:41
Firmakeppni SA: Efling öflugust
Ţegar júróvísjonađdáendur sátu sem fastast viđ skjáinn á fimmtudagskvöldiđ til ađ fylgjast međ hvort Ísland kćmist í úrslit öttu skákmeistarar kappi hver viđ annan í Íţróttahöllinni. Ţar fór fram lokaumferđin í Firmakeppninni. 12 fyrirtćki höfđu unniđ sér inn ţátttökurétt í mótinu í sex undanrásum. Mótiđ var jafnt og sterkt. Enginn keppandi hlaut fullt hús og allir komust á blađ.
Bestum árangri náđi sjúkraţjálfunin Efling en Jón Kristinn Ţorgeirsson tefldi fyrir ţađ fyrirtćki. Tapađi hann ađeins einni skák en lagđi ađra andstćđinga.
Öllum fyrirtćkjum sem tóku ţátt í firmakeppninni er hér međ ţakkađ fyrir stuđninginn og Eflingu er óskađ til hamingju međ sigurinn.
Stađa efstu átta fyrirtćkjanna var sem hér segir:
- Efling, sjúkraţjálfun (Jón Kristinn Ţorgeirsson)
- Rarik (Áskell Örn Kárason)
3.-4.Litla saumastofan (Sigurđur Arnarson) og Krua Siam (Haraldur Haraldsson)
5.-6. Kraftbílar (Ţór Valtýsson) og SBA (Sveinbjörn Sigurđsson)
- Kaffibrennslan (Kristinn P. Magnússon)
- Landsbankinn (Smári Ólafsson)
- -12. Rafeyri, Securitas, Olís og Tengir.
25.5.2015 | 18:37
Vorhrađskákmót Ása fer fram á morgun
Ćsir, skákfélag eldri borgara í Reykjavík halda sitt vorhrađskákmót á morgun ţriđjudag kl 13.00 í Stangarhyl 4. Allir skákmenn, karlar 60+ og konur 50+ velkomnir. Tefldar verđa níu umferđir međ sjö mín. umhugsunartíma.
Ţá verđa afhent verđlaun fyrir samanlagđan árangur á öllum skákdögum vetrarins.
Í tilefni dagsins höfum viđ kaffi hlé og fáum okkur kaffi og međ ţví hjá henni Hallfríđi kaffikonunni okkar.
Héđinn Steingrímsson er Íslandsmeistari í skák 2015 eftir sannfćrandi sigur á Hjörvari Steini Grétarssyni í lokaumferđ Íslandsmótsins í skák sem fram fer í Hörpu í dag. Héđinn hlaut 9,5 í 11 skákum sem er frábćrt skor í svo sterku móti. Frammistađa hans samsvarađi 2763 skákstigum og hćkkar hann um 29 skákstig fyrir hana. Héđinn vann sjö síđustu skákirnar!
Ingvar Ţór Jóhannesson skýrir skákina á ensku á heimasíđu mótsins.
Ţetta er ţriđji Íslandsmeistaratitill Héđins. Hann vann fyrst mótiđ áriđ 1990, sem ţá fór fram í Höfn í Hornafirđi, ţá ađeins 15 ára. Ţađ er met sem enn stendur og verđur seint slegiđ. Hann endurtók leikinn áriđ 2011 á Eiđum.
Hjörvar Steinn hlaut 8 vinninga og varđ annar. Mjög góđur árangur hjá Hjörvari einnig. Átta vinningar hafa oft dugađ til vinnings á Íslandsmótinu en svo varđ ekki í ár.
Hannes Hlífar Stefánsson og Jón L. Árnason urđu jafnir í 3.-4. sćti međ 6,5 vinning. Ţađ er ţegar ljóst ţótt enn sé tveimur skákum ólokiđ í umferđinni. Mjög góđur árangur hjá Jóni sem var ađ tefla á sínu fyrsta Íslandsmóti í 24 ár! Hannes, sem er sigursćlastur allra í sögu Íslandsmótanna međ 12 titla, hefđi örugglega vilja gera betur. Hann var ţó sá eini sem vann Héđin.
Einar Hjalti Jensson varđ fimmti međ 6 vinninga. Afar góđur árangur hjá honum sem tryggđi sér ţar međ sinn lokaáfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli.
Lokahóf mótsins fer fram í Smurstöđinni í Hörpu og verđur milli 19-21 í kvöld. Ţangađ eru allir 18 og eldri velkomnir til ađ fagna nýjum Íslandsmeistara og til ađ hitta ađra skákáhugamenn og gera sér góđan dag. Tilbođsverđ á barnum fyrir ţá sem ţađ kjósa.
Ítarleg umfjöllun um Íslandsmótiđ verđur í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (tölvuskýringar)
- ChessBomb
- Myndaalbúm (GB)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 25
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 191
- Frá upphafi: 8779175
Annađ
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 121
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 16
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar