Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Kristinn Jens sigurvegari skákkeppni Landsmóts 50+

Kristinn JensKristinn Jens Sigţórsson (UMSB) sigrađi í skákinni sem var hluti af Landsmóti 50+ sem fram fór í Blönduósi 27. júní sl. Kristinn hlaut 4˝ í 5 skákum. Ţorleifur Ingvarsson (USAH) varđ annar međ 3˝ vinning. Í 3.-4. sćti urđu Jón Arnljótsson (UMSS) og Sveinbjörn Óskar Sigurđsson (ÍBA) međ 3 vinninga. 

Lokastöđuna má nálgast hér.

 


Caruana sigurvegari Dortmund-mótsins - vann fimm skákir í röđ!

Dortmund 2015 - keppendur

Fabiano Caruana (2805) sigrađi á Dortmund-mótinu sem lauk í gćr. Ţađ var frábćr árangur Ítalans sem tryggđi honum sigur enn hann vann fimm síđustu skákirnar! Í lokaumferđinni vann Nisipeanue (2654) á laglegan hátt. Wesley So (2778)og Nisipeanu urđu jafnir í 2.-3. sćti međ 4 vinninga.

Kramnik (2783), sem tapađi fyrir So í lokaumferđinni ţrátt fyrir ađ tefla Berlínarvörnina varđ í 4.sćti međ 3,5 vinning.

 


Róbert Luu öruggur sigurvegari fyrri Sumarsyrpu Breiđabliks

SumarsyrpaFyrriVerđlaunahafar

Róbert Luu kom sá og sigrađi í fyrri Sumarsyrpu Breiđabliks. Hann vann fyrstu fjórar skákirnar og gerđi svo jafntefli til ađ tryggja sér sigurinn í síđustu umferđ. Átján krakkar á grunnskólaaldri tóku ţátt í mótinu og var ţađ framar vonum svona á miđju sumri. Ellefu af átján voru 10 ára eđa yngri og m.a. sigurvegarinn. Framtíđ Íslands í skákinni er ţví björt.

sumarsyrpasponsors

1. Róbert Luu 4,5 vinninga
2. Nikulás Ýmir Valgeirsson 4,0
3. Birkir Ísak Jóhannsson 3,5
4. Hjörtur Kristjánsson 3,5
5. Atli Mar Baldursson 3,5
6. Jón Ţór Lemery 3,5

10 ára og yngri
1. Alexander Már Bjarnţórsson 3,0
2. Gunnar Erik Guđmundsson 2,5
3. Gabríel Sćr Bjarnţórsson 2,0


Hjörvar međ fullt hús í Benasque - Jón Trausti međ jafntefli viđ Úlfinn

Hjörvar SteinnStórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2559) hefur fullt hús ađ loknum ţremur umferđ á alţjóđlega mótinu í Benasque á Spáni. Hjörvar vann finnsku gođsögnina Heikki Weisterinen (2313) í 3. umferđ í gćr. Jón Trausti Harđarson hefur 1,5 vinning. Hann gerđi sér lítiđ fyrir og gerđi jafntefli viđ sćnsku gođsögnina Ulf Andersson (2519) sem var um tíma nćststigahćsti skákmađur heims.

Fjórđa umferđ fer fram í dag. Ţá teflir Hjörvar viđ indverska alţjóđlega meistarann Shardul Gagare (2425) en Jón Trausti viđ heimamann međ 1933 skákstig. Hvorugur verđur í beinni á vefsíđu mótsins.

Alls taka 412 skákmenn frá 37 löndum ţátt í mótinu. Ţar af eru 34 stórmeistarar. Hjörvar er nr. 13 í stigaröđ keppenda en Jón Trausti er nr. 123.

 


Róbert Luu efstur á Sumarsyrpu Breiđabliks

Róbert LuuRóbert Luu (1525) er efstur međ fullt hús á Sumarsyrpu Breiđabliks ţegar ţremur umferđum af fimm er lokiiđ. Nikulás Ýmis Valgeirsson (1197), Birkir Ísak Jóhannsson (1313) og Jón Ţór Lemery (1281) er í 2.-4. sćti međ 2,5 vinning.

Mótinu lýkur međ tveimur umferđum í dag.


Skákţáttur Morgunblađsins: Hannes Hlífar vann opna mótiđ í Treplica

Hannes Hlífar međ sigurverđlaunin í Teplice

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson vann glćsilegan sigur á opna skákmótinu í Treplica í Tékklandi, sem lauk um síđustu helgi. Hannes kom fyrstur í mark ásamt Ísraelsmanninum Evgení Postny en báđir hlutu ţeir 7 ˝ vinning af níu mögulegum. Hannesar var úrskurđađur sigurvegari mótsins eftir stigaútreikning. Árangur hans reiknast upp á 2687 elo-stig og hćkkar hann um 13 elo-stig fyrir frammistöđu sína. Hannes tefldi síđast í landsliđsflokki á Skákţingi Íslands og varđ ţar í 3. sćti. Mönnum fannst vanta einhvern kraft í taflmennsku hans ţar, sem skýrist kannski af ţví ađ hann hefur unniđ Íslandsmótiđ oftar en nokkur annar. Í Treplica var ţessu öđruvísi fariđ og tefldi Hannes af miklum ţrótti. Keppendur voru alls 165 talsins og var Hannes sá fimmti í styrkleikaröđinni.

Lenka Ptacnikova var einnig međal ţátttakenda og varđ hún í 57. sćti međ 5 vinninga.

Góđur endasprettur lagđi grunninn ađ árangri Hannesar sem vann tvćr síđustu skákir sínar á sannfćrandi hátt. Hann var einnig sterkur um miđbik mótsins og vann ţá Pólverjann Lukacz í eftirfarandi viđureign:

Treplica 2015; 5. umferđ

Butkiewicz Lukacz – Hannes Hlífar Stefánsson

Skoskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rxc6 bxc6 6. e5 De7 7. De2 Rd5 8. c4 Ba6 9. b3 g6 10. f4

Ţó ađ Kasparov hafi teflt svona í árdaga ţessa afbrigđis og unniđ höfuđandstćđing sinn Karpov í Tilburg 1991 er leikurinn talinn fremur slakur og ađ betra sé 10. g3 eđa 10. Bb2. Karpov lék nú 10. ... f6 en Hannes hefur annađ í huga.

10. ... d6! 11. g3

11. exd6 er hćpiđ vegna 11. ... Dxe2+ 12. Kxe2 Bg7 og hrókurinn á a1 fellur.

11. ... dxe5 12. Ba3 Rb4 13. fxe5 Bg7 14. Rc3 O-O 15. O-O-O Rd3+! Öflugur leikur. Hvítur má alls ekki viđ ţví ađ missa svartreita biskupinn.

16. Hxd3 Dxa3 17. Kc2 Hae8 18. He3 Bh6! 19. Bh3

Eftir byrjun sem ekki hefur gengiđ upp er hvítur í vandrćđum međ hrókinn sem getur sig hvergi hrćrt vegna ...Dc1+. Hann á einhverja möguleika eftir 19. ...Bxe3 20. Dxe3 vegna veikleika á svörtu reitunum, einkum ţó f6-reitnum.

GVQU9FD819. ... Bxc4!

Slagkraftur mikill.

20. bxc4 Hb8! 21. Hb1 Hxb1 22. Kxb1 Hb8+ 23. Kc2 Hb2+ 24. Kd3 Hxe2 25. Hxe2 Bg7 26. Bg2 Dc5 27. Ra4 Dg1 28. Bxc6 Db1+ 29. Kc3 Dd1 30. Hd2 Bxe5+ 31. Kd3 Db1+ 32. Ke2 Dg1

- og hvítur gafst upp. 

Magnús Carlsen međ neđstu mönnum

Tap Magnúsar Carlsen í fyrstu umferđ norska skákmótsins sem lauk í Stavangri á fimmtudaginn og birt var í síđasta pistli átti eftir ađ draga dilk á eftir sér. Heimsmeistarinn var óvenju lengi ađ hrista ólundina úr sér; eftir fjórar umferđir sat hann í neđsta sćti međ ˝ vinning. Hann náđi aftur vopnum sínum og virtist ćtla ađ enda mótiđ á sómasamlegan hátt en í lokaumferđinni tefldi hann hörmulega illa gegn vini sínum og ađstođarmanni, Jon Ludwig Hammer, og tapađi. Sigurvegarinn Topalov fékk vind í seglin í byrjun og fylgdi ţví eftir međ frábćrri taflmennsku.

Lokastađan: 1. Topalov 6 ˝ v.

2.- 3. Anand og Nakamura 6 v.

4. Giri 5 ˝ v. 5.- 6. Crauana og Vachier-Lagrave 4 v. 7.- 8. Carlsen og Grischuk 3 ˝ v. 9.-10. Hammer og Aronjan 3 v.

Viđ lauslega athugun finnast ekki önnur dćmi um ađ ríkjandi og ótvírćđur heimsmeistari hafi fengiđ lćgra en 50% vinningshlutfall á móti sem ţessu.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu 

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 27. júní 2015

Skákţćttir Morgunblađsins


Rauđhćrđir tefla í Benasque

Jón Trausti og Hjörvar

Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2559) og Jón Trausti Harđarson (2141) sitja báđir ađ tafli á alţjóđlegu móti í Benasque á Spáni. Fyrsta umferđ fór fram í gćr og unnu ţeir báđir mun stigalćgri andstćđing. Í dag eru tefldar tvćr umferđir og mćtir Jón Trausti sćnsku gođsögninni Ulf Andersson (2519) í 2. umferđ en Hjörvar teflir stigalágan andstćđing. Hvorugur ţeirra er í beinni.

Alls taka 412 skákmenn frá 37 löndum ţátt í mótinu. Ţar af eru 34 stórmeistarar. Hjörvar er nr. 13 í stigaröđ keppenda en Jón Trausti er nr. 123.

 


Sumarsyrpa Breiđabliks hefst í dag

Sumarsyrpa Breiđabliks er međ samskonar fyrirkomulagi og hin vinsćla Bikarsyrpa TR.
Tvö mót verđa haldin, ţađ fyrra helgina 3.-5. júlí og ţađ seinna helgina 7.-9.ágúst. Mótin eru ćtluđ börnum á grunnskólaaldri (fćddum 1999 og síđar) sem ekki hafa náđ 1600 skákstigum. Ţau eru reiknuđ til íslenskra og alţjóđlegra skákstiga.
Tefldar eru 5 umferđir eftir svissneska kerfinu. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţađ margborgar sig ađ vanda sig og nota tímann, en samt má búast viđ ţví ađ margar skákir klárist á styttri tíma.

Dagskrá:
1. umferđ kl 17:30 á föstudegi
2. umferđ kl 10:30 á laugardegi
3. umferđ kl 14:00 á laugardegi
4. umferđ kl 10:30 á sunnudegi
5. umferđ kl 14:00 á sunnudegi

Teflt er í Glersalnum í Stúkunni viđ Kópavogsvöll.

Skráning í mótiđ 3.-5.júlí:  https://docs.google.com/forms/d/1rsyp1VnMmVd2Xx2C1UqPVpGvY6p7sngkJOjawyGihZA/viewform?usp=send_form

Skráđir keppendur: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1baghnMaXs2DH85jja-DwZ_b9eSeL2uLd6orNtrIAwsI/edit#gid=975323026

Heimasíđa Skákdeildar Breiđabliks: http://www.breidablik.is/skak


Hannes í viđtali viđ ChessBase - umfjöllun um Teplice-mótiđ

 
ChessBase gerir Teplice-mótinu sem Hannes sigrađi fyrir skemmstu góđ skil á heimasíđu sinni. 
 
Međal annars má ţar finna viđtal viđ Hannes.
 
Umfjöllun ChessBase.

Nisipeanu og Kramnik efstir í Dortmund

Fjórum umferđum af sjö er lokiđ á Dortmund-ofurmótinu sem nú er í gagni. Nisipeanu (2654) og Kramnik (2783) eru efstir međ 3 vinninga. Kramnik tapađi fyrir Naiditsch (2722) í fyrstu umferđ en hefur nú unniđ ţrjár skákir í röđ. Caruana (2805) er ţriđji međ 2˝ vinning og Naiditsch fjórđi međ 2 vinninga.

Fjörlega hefur veriđ teflt á mótinu. Wesley So (2778) og Hou Yifan (2676) hafa ekki náđ sér nćgilega á strik og hafa 1˝ vinning. So vann ţó tilvonandi landa sinn Caruana.

Frídagur er í dag en mótinu mótinu lýkur međ 5.-7. umferđum sem fram fara föstudag-sunnudag. Taflmennskan hefst kl. 13 en ţó kl. 11 á sunnudaginn.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8779037

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband