Fćrsluflokkur: Spil og leikir
15.7.2015 | 16:05
Skráning hafin í Hrađskákkeppni tallfélaga
Hrađskákkeppni taflfélaga, hefst venju samkvćmt nú eftir verslunarmannahelgi. Ţetta er í 21. skipti sem keppnin fer fram en Taflfélag Reykjavíkur er núverandi meistari. Í fyrra tóku 16 liđ ţátt keppninni.
Ţátttökugjöld eru kr. 7.500 kr. á hverja sveit sem greiđist inn á reikning 327-26-6514, kt. 650214-0640.
Teflt er eftir útsláttarfyrirkomulagi.
Dagskrá mótsins er sem hér segir:
- umferđ (16 liđa úrslit): Skuli vera lokiđ eigi síđar en 15. ágúst
- umferđ (8 liđa úrslit): Skuli vera lokiđ eigi síđar en 30. ágúst
- umferđ (undanúrslit): Skulu fara fram laugardaginn, 5. september
- umferđ (úrslit): Skulu fara fram fram laugardaginn, 12. september
Umsjónarađili getur heimilađ breytingar viđ sérstakar ađstćđur. Breyta má dagsetningum á úrslitum og/eđa undanúrslitum međ samţykki allra viđkomandi taflfélaga.
Skráning til ţátttöku rennur út 31. júlí nk. Skráning fer fram á www.skak.is (guli kassinn efst). Hćgt er ađ skrá b-sveitir til leiks en a-sveitir njóta forgangs varđandi ţátttöku komi til ţess ađ fleiri en 16 liđ skrái sig til leiks.
- Sex manns eru í hvoru liđi og tefld er tvöföld umferđ, ţ.e. allir í öđru liđinu tefla viđ alla í hinu liđinu. Samtals 12 umferđir, eđa 72 skákir.
- Heimaliđ sér um dómgćslu. Komi til deiluatriđa er Ólafur S. Ásgrímsson yfirdómari keppninnar. Mótshaldari leggur fram dómara í undanúrslit og úrslit.
- Undanúrslit og úrslit keppninnar verđa reiknuđ til alţjóđlegra hrađskákstiga.
- Varamenn mega koma alls stađar inn. Ţó skal gćta ţess ađ menn tefli ekki oftar en tvívegis gegn sama andstćđingi og hafi ekki sama lit í báđum skákunum.
- Ćtlast er til ţess ađ ţeir sem tefli séu fullgildir međlimir síns félags (á Keppendaskrá SÍ). Ađeins má tefla međ einu taflfélagi í keppninni.
- Liđsstjórar koma sér saman um hvenćr er teflt og innan tímaáćtlunar. Komi liđsstjórar sér ekki saman um dagsetningu innan tímaramma getur umsjónarađili ákvarđađ tímasetningu.
- Verđi jafnt verđur tefldur bráđabani. Ţađ er tefld er einföld umferđ ţar sem dregiđ er um liti á fyrsta borđi og svo hvítt og svart til skiptist. Verđi enn jafnt verđur áfram teflt áfram međ skiptum litum ţar til úrslit fást.
- Heimaliđ bjóđi upp á léttar veitingar, t.d. kaffi, gos, kökur. Mótshaldari sér um veitingar í undanúrslitum og úrslitum.
- Međlimir b-sveita skula ávallt vera stigalćgri en međlimir a-sveitar (FIDE-stig) sömu umferđar. Skákmađur sem hefur teflt međ a-sveit getur ekki teflt međ b-sveit síđar í keppninni.
- Viđureignirnar skulu fara fram innan 100 km. radíus (max 1-1,5 klst.ferđalag) frá Reykjavík nema ađ félög komi sér saman um annađ.
- Úrslitum skal koma til umsjónarmann eins fljótt og auđiđ er í netfangiđ hradskakkeppni@skakhuginn.is og eigi síđar en 12 klukkustundum eftir ađ keppni lýkur.
- Úrslit keppninnar verđa ávallt ađgengileg á heimasíđu Hugins, www.skakhuginn.is sem er heimasíđa keppninnar, og á www.skak.is.
- Mótshaldiđ er í höndum Skákfélagsins Hugins sem sér um framkvćmd mótsins og mun útvega verđlaunagripi.
Upplýsingar um ţegar skráđar sveitir má finna hér.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2015 | 08:53
Stađfest: Magnus Carlsen teflir á EM landsliđa í nóvember
Ţađ er stađfest. Heimsmeistarinn í skák, Magnus Carlsen, mun leiđa norsku sveitina sem teflir á Evrópumóti landsliđa í Laugardalshöllinni í nóvember nk. Norska skáksambandiđ tilkynnti liđ sitt í dag. Ţetta er í fyrsta skipti sem Magnus teflir á EM síđan á Krít 2007.
Ţetta er í fyrsta skipti í ríflega aldarfjórđung ađ ríkjandi heimsmeistari tefli hérlendis á kappskákmótinu. Ţađ gerđist síđast áriđ 1988 ţegar Garry Kasparov tefldi á Heimsbikarmóti Stöđvar 2 í Borgarleikhúsinu.
Gríđarlega gaman fyrir íslenska skákhreyfingu og hinn íslenska skákáhugamann.
Norska liđiđ skipa:
- Magnus Carlsen (2853)
- Jon Ludvig Hammer (2677)
- Simen Agdestein (2606)
- Aryan Tari (2499)
- Frode Urkedal (2512)
Sjá nánar frá á Skakkbloggen.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2015 | 09:58
Flugfélagsmót í Vin kl. 13.
Vinaskákfélagiđ og Hrókurinn standa fyrir Flugfélagsmóti í Vin á mánudaginn kl. 13. Sex umferđir, 7 mínútna umhugsunartími. Komiđ fagnandi
12.7.2015 | 10:55
Ingvar gerđi jafntefli í annarri umferđ gegn stórmeistara
Ingvar Ţór Jóhannesson (2372) gerđi jafntefli viđ pólska stórmeistarann Jacek Tomsczak (2579) í 2. umferđ minningarmótsins um Najdorf sem fram fór í gćr í Varsjá. Sigurbjörn Björnsson tapađi hins vegar fyrir búlgarska stórmeistaranum Ivan Cheparinov (2683), stigahćsta keppenda mótsins. Ingvar hefur 1˝ en Sigurbjörn hefur ˝ vinning.
Ingvar teflir í dag viđ pólska stórmeistarann Tomasz Markowski (2566) en Sigurbjörn mćtir pólsku skákkonunni Krystyna Dabrowska (2208) sem er stórmeistari kvenna. Umferđin hefst kl. 15 og verđa ţeir félagarnir báđir í beinni.
Vert er ađ benda á skákblogg Ingvars ţar sem hann fjallar um mótiđ.
Alls tefla 83 skákmenn í efsta flokki og ţar af eru 23 stórmeistarar. Ingvar er nr. 39 í stigaröđ keppenda en Sigurbjörn er nr. 52..
- Heimasíđa mótsins
- Úrslitaţjónusta
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 15)
- Chessbomb
Einhver litríkasti skákmađur sem Bandaríkjamenn hafa eignast og tíđur gestur á skákmótum hér á landi, Walter Shawn Browne, lést 24. júní sl. 66 ára ađ aldri. Browne var ţá međal ţátttakenda á National open, skákmóti sem hann hafđi unniđ ellefu sinnum. Ţar voru orkuútlátin söm viđ sig; međan á mótinu stóđ tefldi hann fjöltefli, tók ađ sér skákkennslu og sat dágóđa stund viđ pókerborđiđ en ţar hafđi hann um dagana rakađ saman dágóđum skildingi. Ţannig hafđi hann alltaf lifađ lífinu. Svo lagđist hann til svefns í húsi vinar síns í Las Vegas og vaknađi ekki aftur.
Um tíma starfađi hann sem gjafari viđ spilavíti í Las Vegas og kynntist ýmsum skrautlegum karakterum. Í bók sinni The stress of chess and its infinite finessebirtist mynd af honum međ Frank Sinatra, önnur međ Kenny Rogers. Ţegar skákferill hans er gerđur upp stendur eftir ađ hann vann fleiri mót en nokkur annar skákmađur vestra og er einhver minnisstćđasti stórmeistari sem greinarhöfundur hefur teflt viđ. Síđasta viđureign okkar var á Reykjavíkurskákmótinu í fyrra ţar sem hann var heiđursgestur. Ţar náđi ég loks fram hefndum eftir töp í Lone Pine '78, Reykjavík '80 og í New York '84. Yasser Seirawan tók í sama streng í viđtali um daginn og hikađi ekki viđ ađ kalla Browne sinn langerfiđasta andstćđing. Ađ tefla viđ Walter Browne var sérstök lífsreynsla ţví mađurinn bókstaflega skalf og nötrađi frá fyrstu mínútu til ţeirrar síđustu og dró jafnan ađ sér mikinn fjölda áhorfenda. Browne kom fyrst til Íslands veturinn 1978 og tefldi ţar á best skipađa Reykjavíkurskákmóti frá upphafi, skaust fram úr Bent Larsen á lokametrunum og varđ einn efstur. Hann bar Íslendingum alltaf vel söguna og eignađist hér marga vini.
Örlögin höguđu ţví svo ađ Walter Browne tók viđ ţví hlutverki sem beiđ Bobbys Fischers í Bandaríkjunum eftir einvígiđ í Reykjavík 1972. Browne nýtti sér út í ystu ćsar ţau tćkifćri sem opnast höfđu fyrir skákina eftir einvígiđ í Reykjavík. Hann varđ sexfaldur skákmeistari Bandaríkjanna og sá titill varđ síđan ávallt tengdur nafni hans og ímynd. Burtséđ frá bćgslaganginum viđ skákborđiđ var hann hress og skemmtilegur náungi og einkar orđheppinn. Í frásögn minni af sögu Reykjavíkurmótanna frá viđburđum ársins 1986 stendur ţetta skrifađ: Browne steig ţá í rćđustól og minnti á framtak sitt til eflingar hrađskákeppni á heimsvísu og útgáfu sína á tímariti helguđu hrađskákinni og bćtti svo viđ, ađ í einni hrađskák fćlist yfirleitt meiri hugsun en hjá bandarísku ruđningsliđi yfir heilt keppnistímabil.
Á ferli sínum vann Browne tvisvar stórmótiđ í Wijk aan Zee í Hollandi. Í fyrra skiptiđ fór hann ómjúkum höndum um vin sinn frá Argentínu.
Walter Browne Miguel Quinteros
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Bd7 4. Bxd7+ Dxd7 5. c4 Dg4
Eftir ţessa skák hefur peđsrániđ alltaf ţótt vafasamt.
6. O-O Dxe4 7. d4 cxd4 8. He1 Dc6 9. Rxd4 Dxc4 10. Ra3 Dc8 11. Bf4 Dd7 12. Rab5
Hótar 13. Rxd6+. Nú dugar ekki 12. ... e6 vegna 13 Rxe6! fxe6 14. Hxe6+! o.s.frv.
12. ... e5 13. Bxe5! dxe5 14. Hxe5+ Be7
15. Hd5! Dc8 16. Rf5 Kf8 17. Rxe7 Kxe7 18. He5+
- og svartur gafst upp. Tćrasta mátiđ kemur upp eftir 18. ... Kf6 19. Df3+! Kxe5 20. He1 mát.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 4. júlí 2015
Spil og leikir | Breytt 6.7.2015 kl. 10:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Ungir og efnilegir skákmenn voru í ađalhlutverki á Skákţingi Noregs sem lauk í Osló í dag. Sigurvegari mótsins varđ Aryan Tari (2502) sem er ađeins 16 ára. Hann hlaut 7 vinninga í 9 skákum. Í öđru sćti varđ Johan Salomon (2424) sem er ađeins 18 ára og ţriđji varđ Kristian Stuvik Holm (2376) sem er 17 ára. Framtíđ Noregs er ţví nokkuđ björt.
Í mótiđ vantađi allra sterkustu skákmenn Noregs (allt ólympíuliđiđ) en međal keppenda voru ţó ţrír stórmeistarar (Östenstad, Djurhuus og Gausel). Árangur hins unga Tari er ţví mikiđ. Ţrátt fyrir ungan aldur er hann ađeins sá ţriđji yngsti sem hampar titlinum en bćđi Agdestein og Carlsen urđu meistarar yngri en Tari.
11.7.2015 | 13:18
Hjörvar vann í lokaumferđinni - endađi í 8.-16. sćti
Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2559) vann ástralska alţjóđlega meistarann Justin Tan (2417) í tíundu og síđustu umferđ Benasque-mótsins á Spáni sem fram fór í morgun.
Hjörvar hlaut 7,5 vinning og endađi í 8.-16. sćti (10. sćti á stigum).
Frammistađa Hjörvars samsvarađi 2580 skákstigum og hćkkar hann um 8 stig fyrir hana. Hjörvar hefur ţví endurheimt annađ sćti Íslendinga á stigalista FIDE.
Indverski stórmeistarinn B. Adhiban (2627) sigrađi á mótinu en hann hlaut 8,5 vinning.
Jón Trausti Harđarson (2141) tapađi fyrir finnsku gođsögninni Heikki Westerinen (2313) í lokaumferđinni. Jón Trausti hlaut 5,5 vinning og endađi í 108.-158. sćti (133. á stigum).
Alls tóku 412 skákmenn frá 37 löndum ţátt í mótinu. Ţar af voru 34 stórmeistarar. Hjörvar var nr. 13 í stigaröđ keppenda en Jón Trausti var nr. 123.
Skákhátíđin ađ sveitasetri ţeirra hjóna Guđfinns og Erlu Axels fór fram Í í fögru sumarveđri í fađmi náttúrunnar í Listaskálanum viđ Selvatn síđdegis á fimmtudaginn var (9. júlí). og stóđ langt fram á kvöld.
Umgjörđ mótsins var eins og best verđur á kosiđ og einkar glćsileg. Mćttir voru 40 skákgarpar á öllum aldri til ađ láta ljós sitt sína og kosta kapps um ađ máta hvern annan eđa verđa sjálfir mát ella.
GRK bauđ mótsgesti velkomna, ESE setti mótiđ; KrSt kynnti styrktarađila ţess fjölmarga; Siggi Dan sló kröftuga tóna á píanóiđ til ađ fylla menn baráttuhug og Kristján Hreinsson fór međ gamanmál til ađ létta tapsárum mönnum lund. Mikiđ var um dýrđir, hátíđarkvöldverđarhlađborđ undir beru lofti, glćsileg verđlaun og vinningahappdrćtti.
Eftir harđa keppni og margar ćsilegar baráttuskákir á öllum borđum stóđ Róbert nokkur Lagerman uppi sem sigurvegari. Hann hlaut 9 vinninga af 11 mögulegum og keppti fyrir Lögmannsstofu Jóns G. Briem sem styrktarađila. Bragi Halldórsson (KPMG) varđ annar og Gunnar Björnsson (Urđur) í ţriđja sćti.
Á eftir ţeim fylgdi svo fríđur flokkur skákkempna međ örlítiđ fćrri vinninga eins og gengur og sjá má á međf. mótstöflu. Ungmennaverđlaun hlaut hinn uppvaxandi meistari Gauti Páll Jónsson (Eldhús Sćlkerans) Ellismellur mótsins var Sverrir Gunnarsson 88 ára (Byko). Engin fór tómhentur heim.
Skákdeild KR, Gallerý Skák og Riddarinn sem stóđu sameiginlega fyrir mótinu ţakka keppendum og stoltum stuđningsađilum framlag ţeirra til eflingar skáklífinu.
Myndaalbúm (ESE)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2015 | 21:03
Ingvar vann - Sigurbjörn gerđi jafntefli viđ Macieja
Ingvar Ţór Jóhannesson (2372) vann pólska skákmeistarann Michal Karpus (2114) í fyrstu umferđ minningarmóts um Najdorf sem hófst í Varsjá í dag. Sigurbjörn Björnsson (2327) saumađi lengi vel ađ pólska stórmeistaranum Bartomiej Macieja (2586) en varđ ađ sćtta sig ađ lokum viđ jafntefli.
Ţađ eru hörkuskákir hjá báđum á morgun. Sigurbjörn mćtir stigahćsta keppenda mótsins, búlgarska stórmeistaranum Ivan Cheparinov (2683) en Ingvar teflir viđ pólska stórmeistarann Jacek Tomsczak (2579). Báđir verđa ţeir í beinni útsendingu en umferđin kl. 15.
Alls tefla 83 skákmenn í efsta flokki og ţar af eru 23 stórmeistarar. Ingvar er nr. 39 í stigaröđ keppenda en Sigurbjörn er nr. 52.
.
- Heimasíđa mótsins
- Úrslitaţjónusta
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 15)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2015 | 19:32
Hjörvar međ jafntefli viđ Deysi Cori - Jón Trausti á sigurbraut
Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2559) gerđi jafntefli viđ Deyri Cori (2421), stórmeistara kvenna frá P, í níundu og nćstsíđustu umferđ Benasque-mótsins á Spáni.
Hjörvar hefur 6,5 vinning og er í 12.-40. sćti. Í lokaumferđinni sem fram fer á morgun teflir Hjörvar viđ ástralska alţjóđlega meistarann Justin Tan (2417). Skákin verđur sýnd beint og hefst umferđin kl. 7 í fyrramáliđ.
Jón Trausti Harđarson (2141) vann sína ţriđju skák í röđ og er kominn međ 5,5 vinning. Á morgun teflir hann viđ finnska stórmeistarann Heikki Westerinen (2313).
Alls taka 412 skákmenn frá 37 löndum ţátt í mótinu. Ţar af eru 34 stórmeistarar. Hjörvar er nr. 13 í stigaröđ keppenda en Jón Trausti er nr. 123.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 1
- Sl. sólarhring: 43
- Sl. viku: 158
- Frá upphafi: 8779079
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 106
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar