Fćrsluflokkur: Spil og leikir
5.9.2016 | 18:53
ÓL: Hallgerđur hélt sjó í erfiđri stöđu og vann ađ lokum seiglusigur
Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir vann mikilvćgan sigur á 3.borđi í dag í spennandi viđureign gegn Moldavíu í 4.umferđ Ólympíuskákmótsins í Bakú. Ísland vann glćsilegan 2,5-1,5 sigur og hefur nú hlotiđ 6 stig af 8 mögulegum.
Hallgerđur lenti í nokkru basli í sinni skák en lét erfiđa stöđu ekki slá sig út af laginu og vann seiglusigur. Ţađ ađ standa fast í lappirnar í ólgusjó taflborđsins er ađ verđa ađalsmerki íslenska kvennaliđsins á ţessu Ólympíuskákmóti.
5.9.2016 | 17:34
Glćsilegur sigur á Moldóvu - stórsigur gegn Fćreyingum
Íslenski landsliđshópurinn átti góđan í Kristalhöllinni í Bakú í dag. Stelpurnar unnu frábćran sigur á sterkri sveit Moldóvu í dag. Annar sigur stelpnanna í röđ gegn sveit sem er sterkari á öllum borđum!
Lenka Ptácníková og Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir unnu sínar skákir og Veronika Steinunn Magnúsdóttir gerđi jafntefli. Hennar fyrsti punktur á Ólympíuskákmóti. Frábćr úrslit. Bćđi Lenka og Hallgerđur sýndu mikinn karakter í erfiđum stöđum sem ţćr náđu ađ snúa taflinu sér í vil.
Íslenska karlalandsliđiđ vann stórsigur á liđi Fćreyinga 3˝-˝. Góđ úrslit. Ţótt ađ Ísland sé töluvert sterkara liđ en ţađ fćreyska á pappírnum eru slík úrslit alls ekki sjálfgefin. Til dćmis gerđu ţjóđirnar 2-2 jafntefli á Ólympíuskákmótinu í Tromsö áriđ 2014. Hjörvar Steinn Grétarsson, Guđmundur Kjartansson og Bragi Ţorfinnsson unnu sínar skákir en Hannes Hlífar Stefánsson gerđi jafntefli.
Íslenska karlalandsliđiđ er í 40. sćti međ 6 stig af 8 mögulegum. Kvennaliđiđ er í 31. sćti einnig 6 stig. Fyrirfram var karlaliđinu rađađ í 44. sćti á styrkleika en kvennaliđiđ í 61. sćti. Árangur tveggja liđa er ţví góđur - sérstaklega ţó kvennaliđsins.
Fimmta umferđ hefst á morgun klukkan 11 ađ íslenskum tíma. Ísland mćtir Eistlandi í opnum flokki en Mexíkó í kvennaflokki.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 11 ađ íslenskum tíma)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2016 | 17:15
Vetrarstarf Ása byrjar á morgun!
Ćsir í Ásgarđi byrja sína vetrardagskrá á morgun ţriđjudag í Stangarhyl 4 kl. 13.00 Allir skákmenn, karlar 60 + og konur 50+ velkomin til leiks. Nú ćsist leikurinn.
Sjáumst.
5.9.2016 | 13:22
ÓL: Öruggur sigur gegn Sýrlandi
Ingvar Ţór Jóhannesson, landsliđseinvaldur Íslands í opnum flokki, sagđi sigur liđsins gegn Sýrlandi í 3.umferđ hafa veriđ mjög öruggan. Ingvar Ţór taldi skák Braga Ţorfinnssonar á 4.borđi hafa veriđ mjög góđa og lćrdómsríka. Bragi sagđi skjótan sigur Hannesar Hlífars Stefánssonar á 1.borđi hafi gefiđ liđinu aukiđ sjálfstraust.
5.9.2016 | 13:08
ÓL: Lenka segir undirbúninginn hafa gengiđ fullkomlega upp
Lenka Ptacnikova (2159) leiddi íslenska liđiđ til sigurs gegn sterku liđi Englands í 3.umferđ sem fram fór í gćr. Lenka vann sjálf góđan sigur gegn hinni sterku Jovanka Houska (2396) sem er alţjóđlegur meistari.
Lenka sagđi undirbúninginn fyrir viđureignina hafa gengiđ upp og flestar skákir ţróuđust eins og reiknađ var međ. Ţađ sem jók enn á einbeitingu liđsins var loforđ ţess efnis ađ ef liđiđ myndi leggja England ađ velli fengi ţađ ađ fara í parísarhjóliđ sem stendur svo tignarlega viđ ströndina. Parísarhjóliđ er um 60 metra hátt og er gjarnan kallađ Auga Bakú.
5.9.2016 | 12:43
Haustmisseri Skákskóla Íslands
Skákskólinn Íslands hefur hauststarfsemina uppúr miđjum september međ hefđbundinni kennslu í flokkum skólans. Skákskóli Íslands verđur einnig međ starfsemi í Mosfellsbć, í Stúkunni á Kópavogsvelli, Selfossi og víđar.
Skákskóli Íslands mun eins og undanfarin ár einbeita sér ađ kennslu/ţjálfun ungra skákmanna, pilta og stúlkna sem vilja bćta árangur sinn verulega.
Bestu ungu skákmenn ţjóđarinnar eru međal nemenda skólans.
Skákskóli Íslands sinnir hlutverki sínu međ ţví ađ bjóđa upp á hóptíma, einkakennslu, ćfingabúđir, skákmót á borđ viđ kynslóđamót ţar sem ungir skákmenn hafa fengiđ ađ spreyta sig gegn fremstu skákmönnum ţjóđarinnar og Meistaramót Skákskólans hefur veriđ langsterkasta og best skipađa skákmót fyrir ungmenni á ári hverju.
Ţjálfun fyrir einstök verkefni og á međan ţeim stendur hefur veriđ snar ţáttur í starfsemi Skákskóla Íslands. Má nefna keppnir á borđ viđ heimsmeistaramót ungmenna í öllum aldursflokkum , Evrópumótum ungmenna, ólympíumót 16 ára yngri, Norđurlandamót en fararstjórn og ţjálfun á slíkum mótum hefur veriđ á hendi starfsmanna skólans og skólastjórn. Ţjálfun og kennsla fyrir skólaliđ sem hyggjast taka ţátt í hinum ýmsu grunnskólamótum er annar valkostur.
Skákskóli Íslands beinir ţví til foreldra og forráđamanna skákfélaga ađ leita eftir samstarfi viđ Skákskóla Íslands.
Skólastjóri Skákskóla Íslands er Helgi Ólafsson alţjóđlegur stórmeistari og FIDE senior trainer. Hann er jafnframt einn ađalkennari skólans ásamt stórmeistaranum Hjörvari Steini Grétarssyni, Birni Ívari Karlssyni landsliđsţjálfara Lenku Ptacnikovu stórmeistara kvenna , og fleirum.
Verđ: Kr. 15.000.- pr. önn
Skráning: skaksamband@skaksamband.is Sími 5689141 kl. 9-13 virka daga.
5.9.2016 | 12:15
ÓL: Kvennaliđiđ á leiđ upp í Auga Bakú
Eftir ţungt 0-4 tap íslenska kvennaliđsins gegn Ítalíu í 2.umferđ opnađi landsliđseinvaldurinn, Björn Ívar Karlsson, verkfćrakistuna. Ţar fann hann afar öflug verkfćri, trúlega hönnuđ og smíđuđ í Vestmannaeyjum, sem hann notađi til ađ styrkja íslenska kvennaliđiđ fyrir viđureignina gegn mjög sterku liđi Englands í 3.umferđ.
Taflmennskan gegn Englandi var kröftug og tímastjórnun međ miklum ágćtum. Ţađ sem vakti ţó mesta athygli var ađferđin sem notuđ var til ađ ná fram ţví besta hjá liđsmönnum. Ákveđiđ var ađ ef liđiđ myndi vinna England fćri hópurinn allur saman í parísarhjól sem stađsett er viđ ströndina. Eftir glćsilegan sigur gegn Englandi, 2,5-1,5, liggur ljóst fyrir ađ kvennaliđiđ er á leiđ upp í hiđ magnađa 60 metra háa parísarhjól, eđa Auga Bakú eins og ţađ er gjarnan kallađ.
5.9.2016 | 08:41
Viđureignir dagsins: Fćreyjar og Moldóva
Fjórđa umferđ Ólympíuskákmótsins hefst kl. 11 í dag. Andstćđingar karlaliđsins eru frćndur okkar og vinir Fćreyingar. Jóhann Hjartarson hvílir í dag.
Íslenska kvennaliđiđ mćtir sveit Moldóvu. Hrund Hauksdóttir hvílir.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 11)
5.9.2016 | 08:25
Haustmót TR hefst sunnudaginn 18. september
Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2016 hefst sunnudaginn 18. september kl.14. Mótiđ, sem er hiđ 83. í röđinni, er eitt af ađalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót T.R. Mótiđ er flokkaskipt og öllum opiđ.
Haustmótiđ fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa ţrjár umferđir á viku og eru alls níu umferđir í hverjum flokki. Lokuđu flokkarnir eru skipađir tíu keppendum hver ţar sem allir tefla viđ alla, en í opna flokknum er teflt eftir svissnesku kerfi. Í lokađa flokka er keppendum rađađ eftir Elo-skákstigum.
Skráningu í alla lokađa flokka lýkur laugardaginn 17. september kl. 18.
Lokaumferđ fer fram sunnudaginn 16. október en mótinu lýkur međ verđlaunaafhendingu miđvikudaginn 19. október ţegar Hrađskákmót TR fer fram.
Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Bragi Ţorfinnsson.
Dagskrá:
1. umferđ: Sunnudag 18. september kl. 14.00
2. umferđ: Miđvikudag 21. september kl. 19.30
3. umferđ: Föstudag 23. september kl. 19.30
Hlé
4. umferđ: Miđvikudag 5. október kl.19.30
5. umferđ: Föstudag 7. október kl. 19.30
6. umferđ: Sunnudag 9. október kl. 14.00
7. umferđ: Miđvikudag 12. október kl. 19.30
8. umferđ: Föstudag 14. október kl. 19.30
9. umferđ: Sunnudag 16. október. kl. 14.00
Í opna flokknum eru leyfđar tvćr yfirsetur (bye) í umferđum 1-6 og fćst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu. Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.
Verđlaun í A-flokki:
1. sćti kr. 100.000
2. sćti kr. 50.000
3. sćti kr. 25.000
4. og 5. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2017
Verđlaun í B-flokki:
1. sćti kr. 20.000
2.-3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2017
Verđlaun í C-flokki:
1. sćti kr. 15.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2017
Verđlaun í opnum flokki:
1. sćti kr. 10.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2017
Ef lokuđum flokkum fjölgar ţá verđa verđlaun í ţeim ţau sömu og í C-flokki. Ađ auki ávinnur sigurvegari hvers flokks sér ţátttökurétt í nćsta styrkleikaflokki ađ ári liđnu. Verđi keppendur jafnir í efstu sćtum verđur peningaverđlaunum skipt en stigaútreikningur látinn ráđa lokaröđ keppenda.
Tímamörk:
1 klst. og 30 mín. + 30 sek. á leik. Ađ loknum 40 leikjum bćtast viđ 15 mínútur.
Ţátttökugjöld:
3.500 kr. fyrir félagsmenn T.R. 18 ára og eldri (5.000 kr. fyrir ađra).
1.500 kr. fyrir félagsmenn T.R. 17 ára og yngri (2.500 kr. fyrir ađra).
5.9.2016 | 07:00
Afmćlismót TV fer fram nćstu helgi
Helgina 10.-11. september 2016 fer fram atskákmót í Eyjum í tilefni af 90 ára afmćli Taflfélags Vestmannaeyja.
Keppendur verđa úr Eyjum og á fastalandinu. Reiknađ er međ flestir keppendur ofan af landi komi međ Herjólfi laugardaginn 10. september. frá Landeyjahöfn kl. 09.45 og til Eyja um kl. 10.30. Akstur frá Reykjavík til Landeyjahafnar tekur tćplega 2 klst. og ţurfa farţegar og ökutćki ađ vera mćtt 30 mín. fyrir brottför Herjólfs frá Landeyjahöfn. Algengt er ađ farţegar geymi ökutćki sín á bílastćđum í Landeyjahöfn međan á dvöl ţeirra í Eyjum stendur.
Nćsta ferđ til Landeyjahafnar frá Eyjum ađ loknu skákmótinu er kl. 18.30 sunnudaginn 11. sept og nú síđasta ţann dag kl. 21.00 um kvöldiđ. Mćting um borđ 30 mín. fyrir brottför.
Tefldar verđa níu umferđir, umhugsun 20 mín. á skák auk 5 sek. á hvern leik. Reiknađ er međ ađ umferđin taki um 60 mín. Skákstjóri verđur Stefán Bergsson.
Laugardagur 10. sept. 2016
Kl. 12.00 17.00 Tefldar verđa fimm umferđir fyrri daginn.
Kl. 17.00 18.00 Skođunarferđ međ rútu um Heimaey.
Sunnudagur 11. sept. 2016
Kl. 12.00 - 16.00 Tefldar verđa fjórar umferđir seinni daginn.
Kl. 16.30 17.00 Mótsslit og verđlaunahending.
Ekkert ţátttökugjald á atskákmótiđ og í skođunarferđina.
Fyrstu verđlaun verđa 75 ţús. kr., önnur verđlaun kr. 50 ţús. kr. og ţriđju verđlaun kr. 25 ţús. kr. Landsbankinn er helsti stuđningsađili mótsins.
Nánari upplýsingar um ferđir til og frá Eyjum á herjolfur.is og gistingu í Eyjum á visitvestmannaeyjar.is
Skráning ţátttakenda á 90 ára afmćlismótiđ fer fram á Skák.is.
Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.
Afmćlisnefnd Taflfélags Vestmannaeyja.
Spil og leikir | Breytt 29.8.2016 kl. 22:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 17
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 185
- Frá upphafi: 8779123
Annađ
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 115
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar