Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

EM einstaklinga: Henrik tapađi fyrir Petrosian - Pörun 4. umferđar

Henrik Danielsen (2494) tapađi fyrir armenska stórmeistaranum Tigran Petrosian (2612) í ţriđju umferđ EM einstaklinga sem fram fór í dag í Rijeka í Króatíu.  Hannes og Henrik hafa báđir 1˝ vinning.  Í 4. umferđ, sem fram fram fer á morgun, teflir Hannes viđ austurríska alţjóđlega meistarann Gerhard Schroll (2411) og Henrik viđ króatíska FIDE-meistarann Emilijo Fucak (2280).

Hvorug skákin verđur í beinni.



Gođapistill um Íslandsmót skákfélaga

Hermann "Gođi" Ađalsteinsson hefur skrifađ pistil formanns um Íslandsmót skákfélaga.  Skemmtileg lesning og ágćtis upphitun fyrir pistil ritstjórans sem gćti birst í kvöld á Skák.is   

Pistill Hermanns Gođa


Sylvia fjallar um MP Reykjavíkurskákmótiđ

Norska skákkonan Sylvia Johnsen skrifar pistil um MP Reykjavíkurskákmótiđ sem finna má á heimasíđa skákklúbbsins í Osló undir nafninu "Reykjavik tilbake til rřttene". 

Pistilinn má finna hér.


Kiddi Óla sigrađi á Páskamóti Hressra hróka

Kiddi Óla sigrađi á Páskamót Hressra hrókra sem fram fór í Björginni í Keflavík í dag.  Kiddi hlaut  4vinninga.  Í nćstu sćtum urđu Björgólfur Stefánsson einnig međ 4 vinninga en lćgri á stigum og Emil Ólafsson varđ ţriđji međ 3˝ vinning. 

Pálmar Breiđfjörđ, Loftur H. Jónsson og Einar S. Guđmundsson tóku ţátt sem gestir.

Lokastađan:

  1. Pálmar Breiđfjörđ 6 v ( gestur )
  2. Loftur H. Jónsson 4v ( gestur )
  3. Kiddi Óla 4v ( hćrri en Björgólfur á stigum ) 1 verđlaun af Hressum Hrókum
  4. Björgólfur Stefáns 4v                                    2 verđlaun af Hressum Hrókum
  5. Emil Ólafsson 3 1/2 v                                   3 verđlaun af Hressum Hrókum
  6. Einar S. Guđmundsson 3 1/2 v ( gestur )
  7. Gunnar Björn Björnsson 3 v
  8. Björn Ţorvaldur Björnsson 2v
  9. Guđmundur Ingi Einarsson 2v
  10. Heiđrún Ósk Magnúsdóttir 2v
  11. Alda Elíasdóttir 1 1/2
  12. Inga Jóna Valgarđsdóttir 1 1/2

 


EM einstaklinga: Hannes tapađi fyrir Bareev

Hannes Hlífar Stefánsson (2574) tapađi slysalega fyrir rússneska stórmeistaranum Evgeny Bareev (2667) í ţriđju umferđ eftir ađ hafa leikiđ af sér manni.   Henrik Danielsen (2494) situr enn ađ tafli gegn armenska stórmeistaranum Tigran Petrosian (2612)

Skák Hannesar má nálgast á vefsíđu mótsins, einnig á Chessdom, auk ţess sem settur hefur veriđ upp ţráđur um skákina á Skákhorninu

EM einstaklinga: Hannes í beinni gegn Bareev

Skák Hannesar Hlífars Stefánssonar (2574) gegn hinum kunna rússneska stórmeistara Evgeny Bareev (2667) er sýnd beint á vefsíđu mótsins.

Skákin er sýnd beint á vefsíđu mótsins, einnig á Chessdom, auk ţess sem settur hefur veriđ upp ţráđur um skákina á Skákhorninu

Skák Henriks gegn armenska stórmeistaranum Tigran Petrosian (2612) er ekki sýnd beint.  

EM einstaklinga er ćgisterkt mót.  Ţátt taka 306 skákmenn og ţar af 187 stórmeistarar!   Hannes er númer 120 í stigaröđinni en Henrik er númer 186.   Níu skákmenn hafa yfir 2700 skákstig en stigahćstur keppenda er Ungverjinn Zoltan Almasi (2720).

Fleiri myndir frá Íslandsmóti skákfélaga

Sigurlaug og ÓttarEinar S. Einarsson hefur Skák.is myndir frá Íslandsmóti skákfélaga alls 39 talsins.  Myndirnar í myndaalbúmi síđari hlutans eru ţví farnar ađ nálgast 150.  Hvet ađra myndasmiđi til ađ senda fleiri myndir til ritstjórans í netfangiđ gunnibj@simnet.is.

Myndaalbúm Íslandsmóts skákfélaga

 

 


Skák.is vinsćlasti vefurinn

Skák.is er vinvćlasti vefurinn á blog.is undanfarna sjö daga.  Ritstjóri hyggur ađ ţetta sé í fyrsta sinn sem ţađ gerist síđan vefurinn fór til blog.is í ágúst 2007.   Sjá hér

Skákmót Árnamessu í Stykkishólmi á sunnudag kl. 13:00

Allir bestu og efnilegustu grunnskólanemendur landsins í skák stefna nú á ţátttöku í hinu glćsilega skákmóti Árnamessu sem fram fer í grunnskólanum Stykkishólmi sunnudaginn 14. mars kl. 13.00 - 16,00. Ţátttaka, rútuferđir, veitingar og verđlaun eru innifalin í ókeypis ţátttöku. Ţađ er skákdeild Fjölnis sem heldur mótiđ. Hćgt er ađ nálgast  auglýsingu um mótiđ hjá öllum helstu skákfélögum landsins og í grunnskólum. Einnig er hćgt ađ senda fyrirspurn á netfangiđ helgi@rimaskoli.is og fá auglýsingu senda um hćl.

Sem fyrr segir eru verđlaun bćđi mörg og glćsileg. Ţrír efstu í eldri og yngri flokk fá eignarbikara ađ launum auk verđlauna. Verđlaun skiptast á aldur, kyn og međ happadrćtti. Páskaegg frá Nóa/Síríus og Góu, hamborgaramáltíđir frá Metró, fatnađur frá 66°N, skákvörur og gjafabréf eru á međal vinninga (20-30). Happadrćttisvinningar eru dvöl í sumarbúđum KFUM og K. Tefldar verđa sex umferđir og umhugsunartíminn verđur 10 mínútur. Bođiđ er upp á ókeypis rútuferđ á mótiđ ţar sem fararstjórar verđa til stađar. Pylsuveisla og súpa fyrir mót og gos og Prins póló í skákhléi. Allir sem koma ađ skipulagi skákmóts Árnamessu eđa gefa vinninga vilja međ ţví heiđra minningu Árna Helgasonar og ţess ćskulýđsstarfs sem hann vann í Hólminum í áratugi.

Áhugasamir skákkrakkar eru beđnir um ađ skrá sig sem fyrst ţví takmarka verđur ţátttöku viđ 70 manna rútu. Skráning á skaksamband@skaksamband.is eđa í s. 568 9141. Skákstjórar verđa ţeir Helgi Árnason form. Skákdeildar Fjölnis og Páll Sigurđsson landsmótsstjóri SÍ.


EM einstaklinga: Bareev og Petrosian í 3. umferđ

Íslensku skákmennirnir fá enga aukvissa í 3. umferđ EM einstaklinga sem fram fer á morgun í Rijeka í Króatíu en báđir hafa ţeir 1˝ vinning.   Hannes mćtir rússneska stórmeistaranum Evgeny Bareev (2667) og Henrik teflir viđ armenska stórmeistarann Tigran Petrosian (2612).  Skák Hannesar verđur sýnd beint á vefsíđu mótsins.

Best er hins vegar ađ fylgjast međ skák Hannesar í gegnum Chessdom en hún hefst kl. 14:30.

EM einstaklinga er ćgisterkt mót.  Ţátt taka 306 skákmenn og ţar af 187 stórmeistarar!   Hannes er númer 120 í stigaröđinni en Henrik er númer 186.   Níu skákmenn hafa yfir 2700 skákstig en stigahćstur keppenda er Ungverjinn Zoltan Almasi (2720).

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 124
  • Frá upphafi: 8779230

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 95
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband