Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íţróttir

Jólamót Hróksins haldiđ ađ hátíđarsalnum, Kleppsspítala

Björn Ţorlákur fyrir framan niđursokkna skákmenn10. des. héldu Hrókurinn og Skákfélag Vinjar jólamót ađ Kleppsspítala. Deild 12 hefur einokađ bikarinn undanfarin ár en ađ ţessu sinni var ákveđiđ ađ stöđva sigurgönguna og öllu skyldi til tjaldađ.  Tvćr deildir, 32C og 36 sendu harđsnúnar sveitir á vettvang og ćtluđu ađ taka bikarinn.

Ţrír voru í liđi og ađ hámarki einn starfsmađur innanborđs. Fimm sveitir mćttu til leiks, fyrrnefndar ţrjár auk sveitar Vinjar, athvarfs Rauđa krossins og Bergiđjunnar.
 
Róbert Lagerman var skákstjóri og á hann reyndi ţví svo mikill hiti var í mönnum á tímabili.

Fyrir mót kom Björn Ţorlákur Björnsson, fjármálastjóri hins nýstofnađa bókaforlags, Skuggi, og lék fyrsta leikinn í skák ţeirra Björns Agnarssonar og Erlings Ţorsteinssonar.

Ţrjú efstu liđin fengu einmitt glćnýjar bćkur frá útgáfunni í verđlaun, auk verđlaunapeninga og sigurliđiđ fékk bikar. björn ţorlákur björnsson fjármálastj Skugga leikur fyrsta leikinn

Ţrátt fyrir öll plön ţá tókst deild tólf ađ halda titlinum og sigrađi mótiđ eftir harđvítuga keppni međ 11 ˝ vinning. Fer ţá ađ vanta hillupláss fyrir nýja bikara ţar á bć en hamingjusamir sigurvegarar fengu einnig bókina "ţar sem vegurinn endar" eftir forseta Hróksins, Hrafn Jökulsson, auk gullverđlaunapenings.
Silfurpeningana hlutu liđsmenn deildar 32C međ 10 ˝  og deild 36 var međ 10 vinninga og krćkti í bronsiđ, sem var nokkuđ súrsćtt af svip ţeirra ađ dćma.

Númer fjögur varđ svo sveit Vinjar og fengu liđsmenn skákbćkur og -sett frá Skáksambandi Íslands, sem og liđsmenn Bergiđjunnar sem hlutu heiđurssćtiđ ađ ţessu sinni.

Sigurliđiđ var skipađ ţeim Magnúsi Magnússyni, Rafni Jónssyni og Árna Jóhannssyni


Shirov mćtir Kamsky í úrslitum

Shirov-KarjakinSpćnski Lettinn Alexei Shirov sigrađi Úkraínumanninn Sergei Karakin 1˝-˝ í atskákum dagsins og samtals ţví 2˝-1˝ og er ţví kominn í úrslitin ţar sem hann mćtir bandaríska Rússanum Gata Kamsky.   Hér verđur hörkueinvígi á ferđ.  Báđir hafa ţeir áđur komist langt á heimsmeistaramótum.  Shirov hafđi áunniđ sér til ađ tefla um titilinn viđ Kasparov en sá síđarnefndi kaus fremur ađ tefla viđ Kramnik og tapađi.   Kamsky komst alla leiđ í heimsmeistaraeinvígi en tapađi fyrir Karpov.  Einvígi ţeirra byrjar á fimmtudaginn  og tefla ţeir fjórar kappskákir. 

17 ára undrabörnin Magnus Carlsen og Karjakin ţurfa ţví enn ađ bíđa.  En eins og heilög Jóhanna myndi orđa ţađ.  „Ţeirra tími mun koma“.

doIt(1);
  Name  Rtng G1 G2 Rp1 Rp2 Bz1 Bz2 SD Total
      Round 6 Match 01
   Shirov, Alexei (ESP)2739˝˝˝1   2,5
   Karjakin, Sergey (UKR)2694˝˝˝0   1,5
      Round 6 Match 02
   Carlsen, Magnus (NOR)2714˝0     0,5
   Kamsky, Gata (USA)2714˝1     1,5

Heimasíđa mótsins 


Skeljungsmótiđ - Skákţing Reykjavíkur hefst 6. janúar

Skeljungsmótiđ - Skákţing Reykjavíkur 2008 mun hefjast sunnudaginn 6. janúar 2008. Teflt verđur, ađ venju, á sunnudögum kl. 14.00 og miđvikudögum og föstudögum kl. 19.30.

Teflt verđur í einum flokki, opnum öllum skákmönnum.

Verđlaun verđa:

1. sćti: 100.000
2. sćti:   60.000
3. sćti:   40.000

Ţátttökugjöld verđa (međ fyrirvara): 3.000 krónur fyrir fullorđna / 1.500 kr. fyrir grunnskólabörn.

Sigurvegarinn hlýtur jafnframt nafnbótina Skákmeistari Reykjavíkur, sé hann búsettur í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélagi.

Núverandi skákmeistari Reykjavíkur er Sigurbjörn J. Björnsson.

Mótiđ verđur kynnt nánar ţegar nćr dregur. Jafnframt skal tilkynnt, ađ alţjóđlegt skákmót, sem stefnt var ađ í byrjun janúar, hefur veriđ frestađ.


Rimaskóli sigrađi í eldri flokki Jólamóts grunnskólasveita

Skáksveit Rimaskóla sigrađi örugglega á Jólamóti grunnskóla í Reykjavík, eldri flokki, en ţađ fór fram í gćrkvöldi,mánudaginn 10. desember. Sveitin fékk 19 vinninga af 20 mögulegum. Laugalćkjarskóli lenti í öđru sćti og Húsaskóli í ţví ţriđja.

Mótiđ er samstarfsverkefni Íţrótta- og tómstundaráđs Reykjavíkur og Taflfélags Reykjavíkur og hefur veriđ haldiđ í vel á ţriđja áratug. Ţátttaka var frekar drćm, en ađeins sendu fjórir skólar sveitir á mótiđ, ţar af ţrír úr Grafarvogi, umdćmi Helga Árnasonar og Skákdeildar Fjölnis.

Úrslit urđu eftirfarandi:

1. Rimaskóli strákar:                    19 vinningar af 20 mögulegum.
2. Laugalćkjarskóli a-sveit:       16/20
3. Húsaskóli                                  10/20
4. Rimaskóli stúlkur                      7/20
5. Laugalćkjarskóli b-sveit         5/20
6. Foldaskóli                                  3/24

Keppendur höfđu 15 mínútur á skák.

Mótsstjóri var, ađ venju, Soffía Pálsdóttir frá ÍTR, en skákstjórn var í höndum Ólafs H. Ólafssonar, sem hefur veriđ skákstjóri frá upphafi, og Óttars Felix Haukssonar frá T.R.


Rimaskóli sigrađi í yngri flokki Jólamóts grunnskólanna

A-sveit Rimaskóla sigrađi örugglega á Jólamóti grunnskóla í Reykjavík, yngri flokki, en ţađ fór fram sl sunnudag, 9. desember. Sveitin fékk fullt hús vinninga, 24 vinninga af 24 mögulegum. B-sveit skólans lenti í öđru sćti og a-sveit Laugalćkjarskóla í ţví ţriđja.

Mótiđ er samstarfsverkefni Íţrótta- og tómstundaráđs Reykjavíkur og Taflfélags Reykjavíkur og hefur veriđ haldiđ í vel á ţriđja áratug. Ţátttaka var frekar drćm, en ađeins sendu tveir skólar sveitir á mótiđ, en ţeir hinir sömu hafa veriđ fremstir í flokki grunnskóla í Reykjavík á síđustu árum.

Úrslit urđu eftirfarandi:

1. Rimaskóli a-sveit:                     24 vinninga af 24 mögulegum.
2. Rimaskóli b-sveit:                    18.5 / 24
3. Laugalćkjarskóli a-sveit:       15,5/24
4. Laugalćkjarskóli b-sveit        10/24
5. Rimaskóli stúlkur a-sveit        8/24
6. Rimaskóli c-sveit                      7/24
7. Rimaskóli stúlkur b-sveit        1/24

Keppendur höfđu 10 mínútur á skák.


Mótsstjóri var, ađ venju, Soffía Pálsdóttir frá ÍTR, en skákstjórn var í höndum Ólafs H. Ólafssonar, sem hefur veriđ skákstjóri frá upphafi, og Óttars Felix Haukssonar frá T.R.


Mikil leikgleđi á Kiwanismóti SA

Samúel Chan, Borgar Valur og Elise MarieŢađ vantađi ekki gleđi og áhuga hjá krökkunum sem tóku ţátt í hinu árlega Kíwanismóti Skákfélags Akureyrar og Kíwanisklúbbinn Kaldbak fyrir grunnskólanema. Ţrír keppendur urđu jöfn og efst međ 6. vinninga af 7 mögulegum en ţau voru ţau Valur Borgar Gunnarsson, Elise Marie og Andri Freyr Björgvinsson.
 
Keppt var í ýmsum flokkum og hlutu ţrír efstu í hverjum flokki jólapakka í verđlaun, auk ţess fengu allir keppendur nammi í poka međ sér heim.Fannar_Mar_Johannsson__Andri_Freyr_Bjorgvinsson_og_Petur_Mar_Gudmundsson
 
8.-10. bekkur:
 
1. Valur Borgar Gunnarsson, Lundarskóla 6 v. og 26 stig
2. Elise Marie, Lundarskóla 6 v. og 25,5 stig.
3. Samúel Chan, Valsárskóla 5,5 v.
 
6.-7. bekkur:
 
1. Svavar Kári Grétarsson, Glerárskóla 4,5 v.
2. Bjarki Kjartansson,       Lundarskóla 4
3. Hörđur Sigvaldason,      Lundarskóla 3,5
 
4.-5. bekkur:
 
1. Andri Freyr Björgvinsson, Brekkuskóla 6 v.
2. Fannar Már Jóhannsson,  Lundarskóla 5 og 24,5 stig.
3. Pétur Már Guđmundsson, Brekkuskóla 5 og 20,5 stig.
 
1.-3. bekkur:
 
1. Gunnar Jónas Hauksson, Brekkuskóla 4 v. og 20,5 stig.
2. Tinna Ósk Rúnarsdóttir, Hrafnagilsskóla 4 og 19 stig.
3. Elmar Freyr Arnaldsson, Glerárskóla 3,5
 
Öll úrslit og myndir úr mótinu er á heimasíđu Skákfélags Akureyrar www.skakfelag.muna.is 

Jafntefli í fyrri skák undanúrslita Heimsbikarmótsins

Kamsky.jpgSpánverjinn Alexei Shirov og Úkraíninn Sergei Karjakin sem og Norđmađurinn Magnus Carlsen og Bandaríkjamađurinn Gata Kamsky gerđu jafntefli í fyrri skák einvíga ţeirra í undanúrslitum Heimsbikarmótsins í skák.  Síđari skák einvíganna verđur teflt á morgun og teflt verđur til ţrautar á mánudaginn verđi jafnt. 

 

 

 

 

 


Round 6 Game 1

matchmatch
score
   WhiteResult   Black 
View all games here View 
10,5-0,5  Shirov, Alexei (ESP) ˝-˝  Karjakin, Sergey (UKR)  View
20,5-0,5  Carlsen, Magnus (NOR) ˝-˝  Kamsky, Gata (USA)  View

 Heimasíđa mótsins

 


Henrik Danielsen sigrađi á níunda Grand Prix-mótinu

Henrik og AgapovHenrik Danielsen stórmeistari sigrađi á níunda og nćstsíđasta móti Grand Prix-mótarađar Fjölnis og TR síđastliđiđ fimmtudagskvöld.  H

Henrik hlaut átta vinninga af níu mögulegum. Davíđ Kjartansson sigursćlasti skákmeistari Grand Prix-mótarađarinnar varđ í öđru sćti međ sjö og hálfan vinning, tókst ţó ađ sigra Henrik, en tap fyrir Jóhanni H. Ragnarssyni og jafntefli viđ Vigfús Vigfússon kom í veg fyrir sigur ađ ţessu sinni. Jóhann H. Ragnarsson, Garđbćingurinn sterki, varđ ađ láta sér lynda ţriđja sćtiđ ađ ţessu sinni međ sjö vinninga af níu.

 

Röđ efstu manna:

  1. Henrik Danielsen            8 /9
  2. Davíđ Kjartansson          7,5
  3. Jóhann H.Ragnarsson    7
  4. Vigfús Ó Vigfússon        6
  5. Dađi Ómarsson              5
  6. Kristján Ö. Elíasson       5

Skákstjórninni skiptu ţeir á milli sín Helgi Árnason og Óttar Felix Hauksson

Tíunda og síđasta Grand Prix-mótiđ í ţessari mótaröđ veđur haldiđ nk. fimmtudagskvöld 13. desember í Skákhöllinni í Faxafeni. Ţađ verđur sérstök jólastemning á stađnum, bođiđ uppá piparkökur og jólaöl ásamt sérlega góđum tónlistarverđlaunum frá 12 tónum, Geimsteini, Senu, Smekkleysu og Zonet. Einnig verđur ţeim einstaklingi sem hćst samanlagt skor úr 10 fyrstu mótunum veittur glćsilegur ferđavinningur á Politiken Cup. Fjölnir og TR hafa stađiđ fyrir Grand Prix-mótaröđinni sem hefur sýnt sig ađ vera velkomin viđbót viđ skákflóruna á höfuđborgarsvćđinu. Allir skákmenn úr öllum félögum eru sannarlega velkomnir. Ný Grand Prix-mótaröđ hefst síđan eftir áramótin međ glćsilegum verđlaunum, en nánar verđur greint frá ţví á heimasíđu TR og Skák.is.


Karjakin í undanúrslit

Ivanchuk og KarjakinHinn 17 ára Úkraíni Sergei Karjakin sigrađi Rússann Evgeny Alekseev í síđustu viđureign 5. umferđar (8 manna úrslita) Heimsbikarmótsins í skák, sem fram fór í morgun í Serbíu.  Karjakin mćtir Kamsky í undanúrslitum en í hinni viđureign undanúrslitanna mćtast Alexei Shirov og Magnus Carlsen.

Á myndinni, sem tekin er á EM á Krít má sjá Ivanchuk, sem tefli á fyrsta borđi fyrir Úkraína og Karjakin sem tefldi á öđru borđi. 

 

 

Round 5 Rapid 2

matchmatch
score
   WhiteResult   Black 
View all games here View 
22,5-1,5  Karjakin, Sergey (UKR) 1-0  Alekseev, Evgeny (RUS)  View

 

 


Jóhann Örn atskákmeistari öđlinga

Jóhann Örn Sigurjónsson sigrađi á atskákmóti öđlinga, sem er nýlokiđ.  Jóhann var jafn Hrafni Loftssyni ađ vinningum en hafđi betur ađ loknum stigaútreikningi.  Í 3.-5. sćti urđu Magnús Gunnarsson, Björn Ţorsteinsson og Júlíus Friđjónsson.

Lokastađan: 

1 4 Jóhann Örn Sigurjónsson 2050 ISL KR 6˝ 38˝ 
2 1 Hrafn Loftsson 2225 ISL TR 6˝ 37˝ 
3 7 Magnús Gunnarsson 1975 ISL SSON 6 38 
4 2 Björn Ţorsteinsson 2220 ISL TR 6 37 
5 3 Júlíus Friđjónsson 2150 ISL TR 6 35˝ 
6 10 Kristján Örn Elíasson 1870 ISL TR 5 29 
7 8 Vigfús Ó Vigfússon 1935 ISL Hellir 4˝ 40 
8 6 Kári Sólmundarson 1990 ISL TV 4˝ 39 
9 13 Frímann Benediktsson 1765 ISL TR 4˝ 27 
10 5 Sverrir Norđfjörđ 2005 ISL TR 4 40 
11 9 Hörđur Garđarsson 1870 ISL TR 4 30 
12 12 Sigurđur Helgi Jónsson 1775 ISL SR 3˝ 33 
13 15 Bjarni Friđriksson 1565 ISL SR 3˝ 32 
14 16 Ulrich Schmidhauser 1520 ISL TR 2˝ 30˝ 
15 11 Páll Sigurđsson 1870 ISL TG 2 35˝ 
16 14 Guđmundur Björnsson 1670 ISL   2 31˝ 
17 17 Pétur Jóhannesson 1140 ISL TR 1 31 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 103
  • Frá upphafi: 8778862

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband