Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íţróttir

Tímaritiđ Skák komiđ út!

Tímaritiđ SkákFyrsta tölublađ 2009 af Tímaritinu Skák er komiđ út og er eingöngu gefiđ út á netinu.  Međal efnis eru umfjallanir um Íslandsmót skákfélaga, Reykjavíkurskákmótiđ, Skákvíking Íslendinga haustiđ 2008, Prag Open 2009 og grein eftir Hrannar Baldursson.  Ţađ er Taflfélag Bolungarvíkur sem gefur út blađiđ.  Halldór Grétar Einarsson er ritstjóri.

Tímaritiđ Skák

 


Norđlenskir öđlingar lögđu Ćsi í hrađskákinni einnig

Sigur varđ hjá norđlensku skákköppunum gegn sunnanmönnum í hrađskákkeppninni í dag sem fór fram á Blönduós.  Úrslit urđu Skákfélag Akureyrar 58 vinningar Taflfélagiđ Ćsir 52 v. 

Flesta vinninga fyrir Akureyringa: Ólafur Kristjánsson 10 v. af 11., Ţór Valtýsson 9 v., Haki Jóhannesson 8,5 v., Sveinbjörn Sigurđsson 8 v., og Karl Steingrímsson 6 v.

Fyrir sunnanmenn: Björn Ţorsteinsson 8,5 v., Jóhann Örn Sigurjónsson 6,5 v, Páll G Jónsson, Haraldur Sveinbjörnsson og Björn Víkingur Ţórđarson 6 v.

Teflt var á ellefu borđum, og keppendur eru komnir yfir sextugt.

 


Hrađkvöld hjá Helli

Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 8. júní og hefst mótiđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma.  

Sigurvegarinn fćr í verđlaun pizzu frá Dominos Pizzum. Ţá hefur einnig veriđ tekinn upp sá siđur ađ draga út af handahófi annan keppanda, sem einnig fćr pizzu hjá Dominos Pizzum. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. Ţar sem um er ađ rćđa síđasta hrađkvöld á vormisseri fá auk ţess ţeir ţrír efstu sem ekki eiga bók Braga Halldórssonar um heimsbikarmót Stöđvar 2 ţá bók. Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Norđlenskir öđlingar höfđu betur gegn hinum sunnlensku

Í gćr fór fram á Hótel Blönduósi skákkeppni eldri borgara úr Skákfélagi Ćsir í Reykjavík viđ keppendur úr Skákfélagi Akureyrar sem eru komnir yfir sextugt.  Akureyringar fengu 31 vinning en Ásarnir fengu 30 vinninga. Teflt var í tveim riđlum, fimmtán mínútna skákir.

Í a - riđli var tefld á sex borđum og fengu norđanmenn 18,5 vinning, en sunnanmenn 17,5 vinning. Í B - riđli var tefld á fimm borđum og fóru leikar jafn 12,5 : 12,5 v.

Flesta vinninga Akureyringa í a - riđli hlutu: Ólafur Kristjánsson og Ţór Valtýsson 4,5 v. af 6., og Haki Jóhannesson 3,5 v. Fyrir Ása fékk Björn Víkingur flesta vinninga 4 af 6., Björn Ţorsteinsson og Jóhann Örn Sigurjónsson 3 v.

Í  b - riđli fékk Karl Steingrímsson flesta vinninga norđanmanna 4 v. af 5., og Ari Friđfinnsson 3 v.  Í dag fer fram hrađskákkeppni á Hótel Blönduósi og má búast viđ ađ Ásar verđi í hefndarhug.


Hjörvar sigrađi á Mjóddarmóti Hellis

Vigfús og HjörvarHjörvar Steinn Grétarsson (2287), sem tefldi fyrir Marel, sigrađi á Mjóddarmóti Hellis, sem fram fór í göngugötunni í Mjódd í dag.  Hjörvar hlaut 6 vinninga í 7 skákum.  Í 2.-4. sćti, međ 5 vinninga, urđu Andri Áss Grétarsson (2313), sem tefldi fyrir ÍTR, og sigursćlustu skákmenn Mjóddarmóta Hellis síđustu ára, ţeir Arnar E. Gunnarsson (2443), sem tefldi fyrir Kaupfélag Skagfirđinga, og Bragi Halldórsson, sem tefldi fyrir Bakarameistarann.

Alls tóku 24 skákmenn ţátt.  Skákstjórn önnuđust Vigfús Ó. Vigfússon, Andri Áss og Gunnar Björnsson.Arnar, Liverpool-ađdáandi, Bragi, Hjörvar og Andri

Lokastađan:

 

Rk. NameRtgClub/CityPts. 
1 Gretarsson Hjorvar Steinn 2287Marel6
2FMGretarsson Andri A 2313ÍTR5
3IMGunnarsson Arnar 2443Kaupfélag Skagfirđinga5
4 Halldorsson Bragi 2238Bakarameistarinn5
5FMUlfarsson Magnus Orn 2384Suzuki bílar4,5
6 Omarsson Dadi 2098HS Orka - Hitaveita Suđur4,5
7 Thorsteinsdottir Hallgerdur 1958Egilssíld4
8 Bjornsson Gunnar 2135Landsbanki Íslands4
9 Olafsson Thorvardur 2212Fröken Júlía4
10 Thorgeirsson Sverrir 2110Efling - stéttarfélag4
11 Andrason Pall 1559 4
12 Stefansson Orn 1385 4
13 Eliasson Kristjan Orn 1940Ístak3,5
14 Ingason Sigurdur 1949MP fjárfestingarbanki3
15 Bjornsson Eirikur K 2046 3
16 Ulfljotsson Jón 0 3
17 Vigfusson Vigfus 2051Gámaţjónustan3
18 Sigurdsson Sverrir 2013 3
19 Sigurdsson Birkir Karl 1370 3
20 Ragnarsson Jón 0 3
21 Petursson Matthias 1920Sorpa2,5
22 Lee Gudmundur Kristinn 1496 2
23 Nikulasson Gunnar 1550 1
24 Johannesson Petur 1025 0


Chess-Results


Carlsen lagđi Wang Yue í Leon

Norski undradrengurinn Magnus Carlsen (2770) lagđi Kínverjann Wang Yue (2738) 3,5-2,5 í einvígi ţeirra á milli í Leon á Spáni sem fram fór í dag en tefld var atskák.  Jafnt var 2-2 en í framlengingu ţar sem tefld var hrađskák hafđi Carlsen betur.  Carlsen teflir viđ Úkraínann Ivanchuk (2746) í úrslitum á morgun.

Heimasíđa mótsins

 


Mjóddarmót Hellis fer fram í dag

Bragi HalldórssonMjóddarmót Hellis fer fram laugardaginn 6. júní í göngugötunni í Mjódd.  Mótiđ hefst kl. 14 og er mótiđ öllum opiđ. Mótiđ verđur búiđ um 16:30 svo ţađ er nćgur tími fyrir ţá sem vilja horfa á Ísland - Holland.  Góđ verđlaun í bođi.  Síđasta ár sigrađi Gissur og Pálmi en fyrir ţá tefldi Bragi Halldórsson.  Tefldar verđa sjö umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma.  Skráning fer fram á heimasíđu Hellis.  Hćgt verđur ađ fylgjast međ skráningu hér.  

Ţátttaka er ókeypis!

Verđlaun:

  • 1. 10.000
  • 2.   6.000
  • 3.   4.000


Skráning, 6. júní, kl. 10:

 

SNo. NameNRtgIRtg
1IMGunnarsson Arnar02443
2FMUlfarsson Magnus Orn02384
3 Gretarsson Hjorvar Steinn02287
4 Bjornsson Gunnar02135
5 Vigfusson Vigfus02051
6 Sigurdsson Sverrir02013
7 Thorsteinsdottir Hallgerdur01958
8 Masson Kjartan01952
9 Andrason Pall01559
10 Lee Gudmundur Kristinn01496
11 Stefansson Orn13850
12 Sigurdsson Birkir Karl13700
13 Steingrimsson Brynjar12150
14 Kjartansson Sigurdur Th.00

 

 

 

 

Skráning:


Ivanchuk sigrađi Morozevich í Leon

Ivanchuk og MorozevichÚkraníinn Ivanchuk (2746) sigrađi Rússann Morozevich (2751) 2˝-1˝ í einvígi ţeirra á millum í Leon á Spáni, sem fram fór í dag, en tefld var atskák.  Á morgun mćtast svo Norđmađurinn Carlsen og Kínverjinn Wang Yue.  Sigurvegari ţess einvígis mćtir Ivanchuk í úrslitaeinvígi á sunnudaginn.

Heimasíđa mótsins

 


Jóhann Hjartarson međal keppenda á Minningarmótinu í Djúpavík 20. júní

Jóhann HjartarsonJóhann Hjartarson stórmeistari, stigahćsti meistari íslenskrar skáksögu, verđur međal keppenda á Minningarmóti Guđmundar Jónssonar frá Stóru-Ávík, sem haldiđ verđur í Djúpavík, laugardaginn 20. júní.

Athygli er vakin á ţví ađ Minningarmót Guđmundar tekur ađeins einn dag, en ađ skákhátíđin í Árneshreppi stendur frá föstudegi til sunnudags.

Af öđrum keppendum má nefna stórmeistarana Henrik Danielsen og Ţröst Ţórhallsson, alţjóđameistarana Arnar Gunnarsson og Björn Ţorfinnsson, Róbert Harđarson FIDE-meistara og Gunnar Björnsson forseta Skáksambandsins. Vonir standa til ađ Djúpavíkurmeistarinn 2008, Helgi Ólafsson, verđi međ, auk ţess sem von er á áhugamönnum á öllum aldri og úr öllum áttum.

Mótiđ er öllum opiđ og er ţátttaka ókeypis. Keppendur eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst. Hćgt er ađ bóka gistingu í samráđi viđ skipuleggjendur eđa á eftirtöldum stöđum:

  • Hótel Djúpavík, sími 451 4037
  • Gistihúsiđ Norđurfirđi, sími 554 4089
  • Gistihúsiđ Bergistangi, Norđurfirđi, sími 4514003
  • Finnbogastađaskóli (svefnpokapláss og tjaldstćđi), sími 4514012

Dagskráin hefst í Djúpavík föstudagskvöldiđ 19. júní međ setningarathöfn og tvískákarmóti - en ţađ er mjög skemmtilegt listform ţar sem tveir eru saman í liđi.

Laugardaginn 20. júní klukkan 12 hefst ađalviđburđur helgarinnar í Djúpavík: Minningarmót Guđmundar Jónssonar í Stóru-Ávík. Mótinu lýkur síđdegis međ verđlaunaafhendingu og grilli.

Verđlaun eru sannarlega glćsileg. Auk 100 ţúsund króna verđlaunapotts eru fjöldi góđra vinninga. Ţar má nefna skúlptúr eftir Guđjón frá Dröngum, listmun eftir Valgeir í Árnesi, siglingu fyrir tvo norđur ađ Horni, silfurnisti eftir Jóhönnu í Árnesi, gistingu í Norđurfirđi, Hótel Djúpavík og sundlaugarhúsinu Krossnesi, landsins besta lambakjöt frá Melum, slćđur frá Persíu og Arabíu, hannyrđir Selmu á Steinstúni, málsverđ fyrir tvo í Kaffi Norđurfirđi,  og bćkur frá JPV-útgáfu og Skugga.

Á sunnudeginum klukkan 13 er svo komiđ ađ hrađskákmóti í Kaffi Norđurfirđi.  Allir eru hjartanlega velkomnir, hvort sem er til ađ tefla eđa sýna sig og sjá ađra. Ţátttaka er ókeypis.

Međ hátíđinni núna vilja mótshaldarar heiđra minningu Guđmundar Jónssonar í Stóru-Ávík, sem jafnan var hrókur alls fagnađar á skákţingum einsog öđrum mannmótum. Leiddir eru saman heimamenn og gestir, strákar og stelpur, mjóir og feitir, ungir og gamlir. Allt í samrćmi viđ kjörorđ FIDE og Hróksins: Viđ erum ein fjölskylda.

Sett hefur veriđ upp Facebook-síđan Skákhátíđ í Árneshreppi á Ströndum.

Upplýsingar og skráning:

Róbert Lagerman, chesslion@hotmail.com, sími 6969658

Hrafn Jökulsson, hrafnjokuls@hotmail.com, sími 4514026.


Skákţing Norđlendinga 2009

Skákţing Norđlendinga verđur haldiđ í Íţróttahöllinni á Akureyri helgina 12.-14. júní n.. Tefldar verđa 4 umferđir međ atskákfyrirkomulagi á föstudagskvöldi. Tvćr kappskákir á laugardegi og ein á sunnudegi. Ađ loknu skákmótinu verđur haldiđ Hrađskákmót Norđlendinga.

Dagskrá:

  • Tefldar verđa sjö umferđir eftir Monrad-kerfi.
  • Mótiđ hefst kl. 20.00 á föstudagskvöld međ 25 mínútna skákum í 1.-4. umferđ.
  • Tímamörk í 5. -7. umferđ eru 90 mínútur + 30 sekúndur viđbótartíma á hvern leik.
  • Laugardagur 13. júní.  5. umferđ kl. 11 og 6. umferđ kl. 17.
  • Sunnudagur  14. júní.  7. umferđ kl. 10.00 

Hrađskákmót Norđlendinga hefst kl. 15.00 á sunnudag, ađ ţví loknu er verđlaunaafhending og mótsslit.

Keppnisgjald kr. 2000.-   Veitt verđa ţrenn verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, verđlaunagripir + farandbikar.

Skráning eigi síđar en á fimmtudag 11. júní í netfangiđ skakfelag@gmail.com    Uppfćrđur keppendalisti verđur nánast daglega á heimasíđu félagsins skakfelag.muna.is  

Skákţing Norđlendinga hefur veriđ haldiđ árlega frá árinu 1935, og er mótiđ ţví nú haldiđ í 75. skipti.  Eftirtaldir hafa unniđ titilinn oftast. Gylfi Ţórhallsson og Rúnar Sigurpálsson sjö sinnum, Jón Ţorsteinsson, Jónas Halldórsson og Júlíus Bogason fimm sinnum.  Núverandi skákmeistari er Stefán Bergsson.

Ulker Gasanova hefur orđiđ oftast skákmeistari kvenna, fimm sinnum, Sveinfríđur Halldórsdóttir og Ţorbjörg Lilja Ţórsdóttir 4. sinnum.  Arnfríđur Friđriksdóttir og Anna Kristín Ţórhallsdóttir ţrisvar sinnum. Núverandi skákmeistari kvenna er Ulker Gasanova.

Rúnar Sigurpálsson hefur  langoftast orđiđ hrađskákmeistari Norđlendinga eđa alls tólf sinnum. Áskell Örn Kárason hefur síđustu tvö ár unniđ titilinn.

 

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 98
  • Sl. viku: 321
  • Frá upphafi: 8780105

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 238
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband