Færsluflokkur: Íþróttir
15.12.2009 | 10:43
Frábær þátttaka á jólamóti Skákfélags Vinjar
Tuttugu og þrír skráðu sig til leiks á jólamóti Skákfélags Vinjar í gær en mótið var kl. 13:15 í Vin að Hverfisgötunni. Var þetta næstfjölmennasta mót í Vin frá upphafi og stuð og fjör í stofunum.
Tefldar voru sex umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma og í miðju móti var jólalegt kaffiborð, með nýbökuðum smá- og piparkökum og nammi út um allt.
Hinn kraftmikli formaður Víkingaklúbbsins sem nýlega krækti sér í heimsmeistaratitil í lyftingum, Gunnar Freyr Rúnarson, sigraði glæsilega með 5 og hálfan vinning. Hrafn Jökulsson, nýkominn úr ferska loftinu að Ströndum, sýndi heldur betur snarpa takta og náði fimm vinningum. Hrannar Jónsson, sem þrátt fyrir mikið umstang við skákstjórn, var beittur og kom þriðji með 4,5.
Björn Sölvi Sigurjónsson, VP Magnús Matthíasson og Arnljótur Sigurðsson voru næstir með fjóra.
Bóka- og tónlistarútgáfan SÖGUR gaf glæsilega vinninga og hlutu fimm fyrstu verðlaun. Auk þess fékk Sigríður Björg Helgadóttir bók fyrir bestan árangur kvenna, en hún sigraði reyndar einnig í flokki 18 ára og yngri. Verðlaun þar hlaut hinn Kristinn Andri, þar sem aðeins ein verðlaun voru í boði fyrir hvern og einn. Björn Sölvi Sigurjónsson varð efstur í 60+.
Dregnir voru út fjórir happadrættisvinningar og þá náðu í: Björgvin Kristbergsson, Halldór Ólafsson, Jón S. Ólafsson og Vigfús Ó. Vigfússon krækti í heitustu skáldsöguna um þessar mundir, "Síðustu dagar móður minnar" eftir Sölva Björn Sigurðsson. Þeir sem ekki kræktu í vinninga fengu skákbækur til að æfa sig betur!
Gunnar Freyr, sem ekki var fyllilega sáttur með annað sætið í jólamótinu í Víkingaskák í síðustu viku, var hinn kátasti með bikar og nýja bók í lokin og var létt yfir þátttakendum, enda snilldarmót og SÖGUR fá bestu þakkir.
Úrslit:
- 1. Gunnar Freyr Rúnarson 5,5
- 2. Hrafn Jökulsson 5
- 3. Hrannar Jónsson 4,5
- 4. Björn Sölvi Sigurjónsson 4
- 5. Magnús Matthíasson 4
- 6. Arnljótur Sigurðsson 4
- 7. Kjartan Guðmundsson 3,5
- 8. Árni Haukdal Kristjánsson 3,5
- 9. Vigfús Ó. Vigfússon 3,5
- 10. Haukur Halldórsson 3,5
- 11. Jón Birgir Einarsson 3
- 12. Sigríður Björg Helgadóttir 3
- 13. Páll Jónsson 3
- 14. Björgvin Kristbergsson 3
- 15. Halldór Ólafsson 3
- 16. Hlynur Gestsson 2,5
- 17. Arnar Valgeirsson 2,5
- 18. Guðmundur Valdimar Guðm. 2
- 19. Einar Björnsson 2
- 20. Kristinn Andri 2
- 21. Saga Kjartansdóttir 2
- 22. Sigurjón Ólafsson 2
- 23. Jón S. Ólafsson 1
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2009 | 21:36
Carlsen efstur fyrir lokaumferðina
Norðmaðurinn ungi Magnus Carlsen (2801) gerði jafntefli við enska stórmeistarann Michael Adams (2698) í sjöttu og næstsíðustu umferð London Chess Classic sem fram fór í dag. Vladimir Kramnik (2772) sigraði hins vegar Nigel Short (2707) og Kínverjinn Hua Ni (2665) vann Luke McShane (2615). Carlsen er efstur með 12 stig (4½ v.), Kramnik annar með 11 stig (4 v.) og McShane þriðji með 7 stig (2½ vinning).
Úrslit 6. umferðar:
Carlsen, Magnus | - Adams, Michael | ½-½ |
Kramnik, Vladimir | - Short, Nigel D | 1-0 |
Howell, David W L | - Nakamura, Hikaru | ½-½ |
McShane, Luke J | - Ni Hua | 0-1 |
Staðan:
Gefin eru 3 stig fyrir sigur og 1 stig fyri jafntefli.
1 | GM Carlsen, Magnus | 12 | |
2 | GM Kramnik, Vladimir | 11 | |
3 | GM McShane, Luke | 7 | |
4 | GM Howell, David | 6 | |
GM Adams, Michael | 6 | ||
GM Hua, Ni | 6 | ||
7 | GM Nakamura, Hikaru | 5 | |
8 | GM Short, Nigel | 4 |
Átta skákmenn taka þátt í þessa sterka alþjóðlega móti. Meðalstigin eru 2696 skákstig.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2009 | 20:09
Róbert lagði Player
Róbert Lagerman (2358) sigraði enska skákmanninn Edmund C Player (2149) í áttundu og næstsíðustu umferð opins flokks London Chess Classic sem fram fór í dag. Jorge Fonseca (2032) tapaði hins vegar. Eftir góðan sprett hefur Róbert 5½ vinning en hann hefur fengið 3½ vinning í síðustu 4 skákum en Jorge hefur 4 vinninga.
Norski stórmeistarinn Jon Ludvig Hammer (2588) er efstur með 7½ vinning, hefur vinnings forskot á næstu menn, og sýnir að árangur hans á EM landsliða var enginn tilviljun. Í 2.-3. sæti eru ensku stórmeistararnir Simon Williams (2550) og Mark Hebden (2522) með 6½ vinning.
Róbert teflir við norska alþjóðlega meistarann Eirik Gullaksen (2400) í lokaumferðinni sem fram fer í fyrramálið.
125 skákmenn tefla í opnum flokki og þar á meðal eru 9 stórmeistarar. Norðmaðurinn ungi, Jon Ludwig Hammer (2588) er stigahæstur keppenda.Íþróttir | Breytt 15.12.2009 kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.12.2009 | 19:31
Friðriksmót Landsbankans fer fram á sunnudag
Sterkasta hraðskákmót ársins á Íslandi verður haldið í aðalútibúi Landsbankans þann 20. desember. Gera má ráð fyrir að flestir sterkustu skákmenn landsins taki þátt. Skráning fer fram á Skák.is. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig flest enda takmarkast þátttaka við um 70 manns.
Meðal þegar skráðra keppenda má nefna stórmeistarana Jóhann Hjartarson (2585) og Þröst Þórhallsson (2426), alþjóðlegu meistarana Arnar E. Gunnarsson (2448), Braga (2401) og Björn Þorfinnssyni (2381) og Guðmund Kjartansson (2391) og Lenku Ptácníková (2307) stórmeistara kvenna. Upplýsingar um þegar skráða keppendur má nálgast hér og á Chess-Results.
Tefldar verða 11 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma á mann og er reiknað með að mótið standi á milli 13 og 16:30.
Verðlaun eru sem hér segir:
- 1) 100.000 kr.
- 2) 60.000 kr.
- 3) 50.000 kr.
- 4) 30.000 kr.
- 5) 20.000 kr.
Aukaverðlaun:
- Efsti unglingurinn 16 ára og yngri: 10.000 kr.
- Efsta konan: 10.000 kr.
- Efsti maður með 2200 stig og minna: 10.000 kr.
- Efsti maður með 2000 stig og minna: 10.000 kr.
Tefldar verða 11 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma á mann og er reiknað með að mótinu ljúki um kl. 16.30.
Þetta er sjötta árið í röð sem Landsbanki Íslands og Skáksamband Íslands standa fyrir Friðriksmótinu í skák, en mótið er haldið til heiðurs Friðriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Margir af sterkustu stórmeisturum landsins hafa undanfarin ár teflt til heiðurs Friðriki og búist er við að ýmsir af mestu skákmeisturum landsins verði með á mótinu.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2009 | 17:39
Gelfand heimsbikarmeistari eftir sigur gegn Ponomariov
Gelfand (2758) sigraði Ponomariov (2739) í úrslitaeinvígi Heimsbikarmótsins í skák sem lauk í dag í Khanty-Mansiysk í Síberíu. Atskákunum lauk 2-2 og fyrsta hraðskákeinvíginu lauk 1-1.. Gelfand vann svo annað hraðskákeinvígið 2-0 og því samtals 7-5.
- Heimasíða mótsins
- Chessdom (skákirnar beint - hefjast kl. 10)
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2009 | 07:43
Jólamót Skákfélags Vinjar fer fram í dag
Mótið er í Vin, Hverfisgötu 47 í Reykjavík og skráning hefst kl. 13:00. Tefldar verða sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma og skákstjóri er Hrannar Jónsson.óka- og tónlistarútgáfan SÖGUR hefur gefið aldeilis glæsilega vinninga og auk verðlauna fyrir fimm efstu sætin verða veitt verðlaun fyrir bestan árangur 60 ára og eldri, 18 ára og yngri auk kvennaverðlauna. Svo verður dregið þrisvar í happadrætti þar sem séns er á að eignast glænýja bók úr jólabókaflóðinu.
Eftir fjórðu umferð er hægt að gíra sig upp með kaffi og piparkökum.
Allir velkomnir, kostar ekki neitt, bara tóm hamingja.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2009 | 21:59
Skákþáttur Morgunblaðsins: Magnús Carlsen er óstöðvandi
Fyrirbyggjandi taflmennska átti ekki upp á pallorðið hjá skákunnendum fyrr á árum. Eins og að horfa á grasið gróa, sagði einn. Algerlega áunnið bragð, sagði annar. Helsti spámaður þeirrar deildar var Anatolí Karpov.
Fyrirbyggjandi taflmennska átti ekki upp á pallorðið hjá skákunnendum fyrr á árum. Eins og að horfa á grasið gróa, sagði einn. Algerlega áunnið bragð, sagði annar. Helsti spámaður þeirrar deildar var Anatolí Karpov. Leysti af hólmi Tigran Petrosjan sem var heimsmeistari óslitið í sex ár á sjöunda áratugnum. Petrosjan virtist skynja hættur betur en aðrir. Kannski var óttaskynið of þróað; Tigran virtist stundum alveg lafhræddur löngu áður en taflið hófst og jafnteflistilboðunum rigndi yfir mótstöðumanninn. Ekki alltaf með berum orðum heldur einnig með ýmsu látbragði; þegar Bobby Fischer háði einvígi sitt við Petrosjan í Buenos Aires haustið 1971 bað hann um vistaskipti því að hann kvaðst alltaf vera að rekast á Petrosjan í hótellyftunni með yfirþyrmandi vesældarsvip.
Karpov bætti þann ermska upp að flestu leyti þótt þeir væru líkir um margt. Skákstíll hann einkenndist af alls kyns smáspili, „raðtækni", endurtekningum og beinum en þó oftar óbeinum hótunum . Margir reyndu að líkja eftir Karpov en það var erfitt því stíll hans var persónulegri og útsmognari en menn hugðu, það var eins og einhver óljós ógn héngi yfir höfði mótstöðumanna hans; hann gat fyrirvaralaust breytt um tempó í leik sínum og var að mati endataflssérfræðingsins Averbakh „endurskoðunarsinni" - fyrir honum staðan á borðinu alltaf „ný".
Karpov má í dag muna sinn fífil fegurri en áhrif hans eru engu að síður gífurleg og auðsæ. Meistari dagsins, Magnús Carlsen, virðist t.d. hafa lært heilmikið af honum. Hann hefur nú unnið tvær fyrstu skákir sínar á London chess classic, sterkasta móti sem haldið hefur verið í London í 25 ár.
Töfluröðin er þessi: 1. Carlsen 2. McShane 3. Howell 4. Nakamura 5. Ni Hua 6. Short 7. Adams 8. Kramnik.
Ef viðureign Magnúsar Carlsen við Vladimir Kramnik úr 1. umferð er skoðuð má greina ýmsa þætti sem áður var getið um t.d. raðtækni og óbeinar hótanir. Hann lét aldrei beinlínis til skarar skriða og þegar Kramnik lagði niður vopnin gátu hinir ávallt sögufróðu Englendingar altént vitnað í nokkrar orrustur sem lauk án þess að skoti hefði verið hleypt af.
Kasparov mun hafa mælt með að Carlsen beitti enska leiknum, 1. c4 sem er athyglisvert því sjálfur brá hann aldrei á það ráð í einvígi sínu við Kramnik í London árið 2000. Fyrirbyggjandi leikir í þessari skák teljast t.d. 37. Hb4 og 39 Bf4 og 43. Re2. Raðtæknileikir eru nokkrir þ. á m. 40.Kf2.
London 2009; 1. umferð:
Magnús Carlsen - Vladimir Kramnik
Enskur leikur
1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. Rf3 Rc6 4. g3 d5 5. cxd5 Rxd5 6. Bg2 Rb6 7. 0-0 Be7 8. a3 0-0 9. b4 Be6 10. Hb1 f6 11. d3 a5 12. b5 Rd4 13. Rd2 Dc8. 14. e3 Rf5 15. Dc2 Hd8 16. Bb2 a4 17. Hfc1 Rd6 18. Rde4 Re8 19. De2Bf8 20. f4 exf4 21. gxf4 Dd7 22. d4 c6 23. Rc5 Bxc5 24. dxc5 Rc4 25. Hd1 Dc7 26. Bc1Ra5 27. bxc6 bxc6 28. Rxa4 Hxd1+ 29. Dxd1 Hd8 30. Dc2 Df7 31. Rc3 Dh5 32. Re2 Bf5 33. e4 Bg4 34. Rg3 Df7 35. Bf1 Be6 36. Dc3 Ha8
37. Hb4 Dd7 38. f5 Bf7 39. Bf4 Dd1 40. Kf2 Rb3 41. Be2 Db1 42. Bc4 Hxa3 43. Re2
- og Kramnik gafst upp.
Frá heimsbikarmóti FIDE í Khanty Maniysk í Síberíu berast þau tíðindi að úrslitaeinvígi muni heyja Ísraelsmaðurinn Boris Gelfand og Ruslan Ponomariov frá Úkraínu. Yfir 130 skákmenn hófu keppni.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2009 | 20:29
Róbert vann í sjöundu umferð
Á sama tíma og miklir snillingar tefla á London Chess Classic tefla ekki síðri snillingar í opnum flokki mótsins. Í sjöundu umferð sem fram fór í dag vann Róbert Lagerman (2358) enska FIDE-meistarann Michael Franklin (2181) og Spánverjinn Jorge Fonseca (2032) gerði jafntefli. Róbert hefur 4½ vinning en Jorge 4 vinninga.
Norski stórmeistarinn Jon Ludvig Hammer (2588) er efstur með 6½ vinning, hefur vinnings forskot á næstu menn.125 skákmenn tefla í opnum flokki og þar á meðal eru 9 stórmeistarar. Norðmaðurinn ungi, Jon Ludwig Hammer (2588) er stigahæstur keppenda.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2009 | 20:24
Carlsen vann Hua Ni - McShane lagði Nakamura
Magnus Carlsen (2801) vann Kínverjann Hua Ni (2665) í fimmtu umferð London Chess Classic sem fram fór í dag. Carlsen er í miklu stuði, hefur unnið 3 skákir og leyft tvö jafntefli. Enski stórmeistarinn Luke McShane (2615) sigraði svo bandaríska stórmeistarann Hakaru Nakamura (2715) en öðrum skákum lauk með jafntefli. Carlsen er efstur með 11 stig, Kramnik annar með 8 stig og McShane þriðji með 7 stig.
Í sjöttu og næstsíðustu umferð, sem tefld verður á morgun, teflir Carlsen við Adams og Kramnik við Short.
Úrslit 5. umferðar:
Howell, David W L | - Kramnik, Vladimir | ½-½ |
Adams, Michael | - Short, Nigel D | ½-½ |
Nakamura, Hikaru | - McShane, Luke J | 0-1 |
Ni Hua | - Carlsen, Magnus | 0-1 |
Staðan:
Gefin eru 3 stig fyrir sigur og 1 stig fyri jafntefli.
1 | GM Carlsen, Magnus | 11 | 22.5 | |
2 | GM Kramnik, Vladimir | 8 | 15 | |
3 | GM McShane, Luke | 7 | 10.5 | |
4 | GM Howell, David | 5 | 17.5 | |
GM Adams, Michael | 5 | 12 | ||
6 | GM Nakamura, Hikaru | 4 | 11.5 | |
GM Short, Nigel | 4 | 8.5 | ||
8 | GM Hua, Ni | 3 | 6.5 |
Átta skákmenn taka þátt í þessa sterka alþjóðlega móti. Meðalstigin eru 2696 skákstig. Teflt er kl. 14 á daginn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2009 | 19:27
Henrik með góðan árangur í þýsku og dönsku deildakeppnunum
Henrik Danielsen (2495) hefur verið að tefla í bæði þýsku og dönsku deildakeppnunum. Henrik hefur náð góðum árangri en samtals hefur hann náð 5,5 vinning í 6 skákum.
Úrslit Henriks eru sem hér segir:
Þýska deildkeppnin
IM Salov,Sergej 2254 1
IM Szelag,Marcin 2471 1
IM Pedersen,Steffen 2428 1
Danska deildakeppnin
IM Nikolaj Borge 2408 0,5
Henrik Andreasen 2238 1
IM Erling Mortensen 1
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 7
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 164
- Frá upphafi: 8779085
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 109
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar