Færsluflokkur: Unglingaskák
15.12.2008 | 23:15
Vel sótt jólaskákæfing hjá TR
Laugardagsæfingar Taflfélags Reykjavíkur fyrir börn og unglinga 15 ára og yngri hafa verið vel sóttar frá því í september. Alls hafa samanlagt 62 börn sótt þær 14 skákæfingar sem haldnar hafa verið á þessari önn! Sævar Bjarnason, alþjóðlegur skákmeistari, hefur séð um skákkennsluna og umsjón með æfingunum hafa skipt með sér þau Elín Guðjónsdóttir, Magnús Kristinsson og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir sem öll eru í stjórn Taflfélags Reykjavíkur.
Jólaskákæfingin 13. des var fjölmennasta laugardagsæfing vetrarins fram að þessu! 28 krakkar mættu niður í Faxafen í taflheimili T.R., sum hver með jólasveinahúfur, og myndaðist skemmtileg stemning þessa síðustu æfingu ársins. Flestir krakkana tilheyra harða kjarnanum sem hefur verið að mæta allt frá því í september en einnig komu nokkrir nýjir krakkar sem vonandi sjá sér leik á borði og verða með á laugardagsæfingunum strax eftir áramót!
Þar sem Sævar Bjarnason, skákþjálfari T.R., var sjálfur upptekinn við að tefla í Friðriksmótinu á sama tíma, var að þessu sinni slegið upp 7. mínútna móti, eftir Monradkerfi, strax í upphafi æfingarinnar og tefldar 5 umferðir. Þar á eftir var jólahressing og afhend verðlaun fyrir ástundun og árangur á laugardagsæfingunum þessarar annar. Einnig voru nýjir félagar í Taflfélagi Reykjavíkur boðnir velkomnir með skákbókagjöf og auk þess voru bíómiðar í happdrætti.
Verðlaun fyrir mætingu í flokki 5 til 8 ára:
Mariam Dalia Ómarsdóttir og María Ösp Ómarsdóttir.
Verðlaun fyrir mætingu í flokki 9 til 11 ára:
Figgi Truong og Þorsteinn Freygarðsson
Verðlaun fyrir mætingu í flokki 12 til 15 ára:
Vilhjálmur Þórhallsson
Verðlaun fyrir samanlögð stig fyrir ástundun og árangur á æfingamótunum á laugardagsæfingunum:
Vilhjálmur Þórhallsson, Mariam Dalia Ómarsdóttir, Figgi Truong og Þorsteinn Freygarðsson.
Einnig voru bíómiðar í verðlaun fyrir efstu sætin á jólaskákmóti dagsins. Úrslit:
- 1. Skúli Guðmundsson 5 vinningar af 5
- 2-4. Gauti Páll Jónsson, Kveldúlfur Kjartansson og Mías Ólafarson 4 vinningar.
Fjórir heppnir skákkrakkar hlutu síðan bíómiða í happdrætti.
Í lokin voru svo nýjir meðlimir í Taflfélagi Reykjavíkur boðnir velkomnir og þeim gefin skákbók að gjöf. Flest þessara krakka hafa verið að mæta vel á laugardagsæfingarnar síðan í haust. Alls gengu í félagið 22 skákkrakkar! Þau eru í stafrófsröð:
- Einar Björgvin Sighvatsson
- Elvar P. Kjartansson
- Figgi Truong
- Gauti Páll Jónsson
- Gunnar Helgason
- Halldóra Freygarðsdóttir
- Jakob Alexander Petersen
- Jósef Ómarsson
- Kristján Gabríel Þórhallsson
- Kveldúlfur Kjartansson
- María Ösp Ómarsdóttir
- María Zahida
- Mariam Dalia Ómarsdóttir
- Mías Ólafarson
- Samar-e-Zahida
- Sigurður Alex Pétursson
- Smári Arnarson
- Sólrún Elín Freygarðsdóttir
- Veronika Steinunn Magnúsdóttir
- Vilhjálmur Þórhallsson
- Þorsteinn Freygarðsson
Auk þess gekk í félagið Tinna Glóey Kjartansdóttir sem ekki var á æfingunni að þessu sinni.
Þau sem einnig voru með á jólaskákæfingunni voru auk þessara: Bjarki Harðarson, Bjarni Dagur Thor Kárason, Erik Daníel Jóhannesson, Frosti Heimisson, Gylfi Már Harðarson, Skúli Guðmundsson (T.R.) og Tjörvi Týr Gíslason.
Að sjálfsögðu er hægt að ganga í Taflfélag Reykjavíkur hvenær sem er á árinu og þau sem vilja geta bara haft samband við TR á laugardagsæfingunum á næstu önn eða sent tölvupóst á taflfelag@taflfelag.is. Nýjir félagar á næsta ári fá að sjálfsögðu skákbók að gjöf eins og krakkarnir hér að ofan fengu!
Hér er hægt að skoða myndir frá jólaæfingunni
Félagið bíður unga skákmenn velkomna á fyrstu laugardagsæfinguna á næsta ári sem verður 10. janúar 2009, kl. 14-16!14.12.2008 | 23:19
Unglingameistaramót Íslands fer fram næstu helgi
Unglingameistaramót Íslands 2008 fer fram í Faxafeni 12, Reykjavík dagana 21. og 22. desember nk. Þátttökurétt eiga þeir sem verða 20 ára á almanaksárinu og yngri.
Sigurvegari á mótinu hlýtur titilinn "Unglingameistari Íslands 2008" og í verðlaun farseðil (á leiðum Icelandair) á skákmót erlendis.
Umferðatafla:
- Sunnudagur 21. des. kl. 13.00 1. umferð
- kl. 14.00 2. umferð
- kl. 15.00 3. umferð
- kl. 16.00 4. umferð
- Mánudagur 22. des. kl. 11.00 5. umferð
- kl. 12.00 6. umferð
- kl. 13.00 7. umferð
Tímamörk: 25 mín á keppanda
Þátttökugjöld: kr. 500.-
Skráning: http://www.skak.is
Hægt er að fylgjast með skráningu á hér.
14.12.2008 | 08:43
Jólapakkamót Hellis
Jólapakkamót Hellis verður haldið laugardaginn 20. desember í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mótið hefst kl. 13 og er ókeypis á mótið en mótið er fjölmennasta unglingamót hvers árs.
Keppt verður í 4 aldursflokkum, flokki fæddra 1993-1995, flokki fæddra 1996-97, flokki fæddra 1998-99 og flokki fæddra 2000 og síðar.
Jólapakkar eru í verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum aldursflokki fyrir sig fyrir bæði drengi og stúlkur. Auk þess verður happdrætti um 3 jólapakka í hverjum aldursflokki fyrir sig.
Skráning fer fram á heimasíðu Hellis.
13.12.2008 | 09:26
Jólaæfing TR í dag
Á laugardaginn kemur verður jólaskákæfing Taflfélags Reykjavíkursem jafnframt verður síðasta laugardagsæfing ársins!
Þar verður á boðstólum:
- 1) tefla, tefla, tefla
- 2) bjóða upp á jólahressingu
- 3) veita viðurkenningar fyrir bestu mætingu/ástundun á laugardagsæfingunum á þessari önn (í þremur aldurshópum)
- 4) veita viðurkenningar fyrir samanlögð stig fyrir ástundun og árangur á æfingamótunum
- 5) gefa nýjum félagsmeðlimum Taflfélags Reykjavíkur skákbók að gjöf
12.12.2008 | 11:23
Forsetinn með fjöltefli í Eyjum í kvöld
Íkvöld kl. 19:30 stendur Taflfélag Vestmannaeyja fyrir opnu fjöltefli í húsnæði félagsins að Heiðarvegi 9 í Vestmannaeyjum. Þar mun skákáhugafólki gefast kostur á að etja kappi viðforseta Skáksambands Íslands, Björn Þorfinnsson, sem nú er í heimsókn hjá Taflfélaginu og Grunnskólanum í Eyjum, ásamt Davíð Kjartanssyni skákkennara.
12.12.2008 | 00:50
Birkir Karl og Sigurður sigruðu á Jólamóti Skákskólans
Jólamót Skákskóla Íslands var haldið laugardaginn 6. desember. Mótið var haldið í fyrsta sinn í fyrra og var það mikil ánægja með mótið að ákveðið var að halda það aftur í ár. Keppendur á mótinu voru úr byrjenda- og framhaldsflokki. Mótið markar lok námskeiða haustsins hjá þessum flokkum.
Í framhaldsflokknum voru 13 keppendur mættir til leiks sem tefldu sex umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.
Úrslit efstu manna:
1. Birkir Karl Sigurðsson 5,5 v.
2. Dagur Ragnarsson 5 v.
3. Baldur Búi Heimisson 4 v.
Í byrjendaflokknum voru 11 keppendur mættir til leiks sem tefldu hraðskákir allir við alla. Gríðarleg spenna var í mótinu allt til loka. Stigaútreikning þurfti til að útkljá niðurröðun efstu manna.
Úrslit efstu manna:
1. Sigurður Kjartansson 9 v.
2. Bjarni Dagur Kárason 9 v.
3. Sölvi Daníelsson 8 v.
Að mótinu loknu fór fram verðalaunafhending fyrir mótið auk þess sem nemendur tóku við prófskírteinum sínum úr hendi Helga Ólafssonar skólastjóra. Skákstjórar voru Stefán Bergsson, Davíð Kjartansson og Bragi Kristjánsson.
Myndir úr mótinu má nálgast í myndaalbúmi Skák.is.
Unglingaskák | Breytt s.d. kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2008 | 17:26
Jólaæfing TR á laugardag
Á laugardaginn kemur verður jólaskákæfing Taflfélags Reykjavíkursem jafnframt verður síðasta laugardagsæfing ársins!
Þar verður á boðstólum:
- 1) tefla, tefla, tefla
- 2) bjóða upp á jólahressingu
- 3) veita viðurkenningar fyrir bestu mætingu/ástundun á laugardagsæfingunum á þessari önn (í þremur aldurshópum)
- 4) veita viðurkenningar fyrir samanlögð stig fyrir ástundun og árangur á æfingamótunum
- 5) gefa nýjum félagsmeðlimum Taflfélags Reykjavíkur skákbók að gjöf
8.12.2008 | 23:32
Unglingameistaramót Íslands
Unglingameistaramót Íslands 2008 fer fram í Faxafeni 12, Reykjavík dagana 21. og 22. desember nk. Þátttökurétt eiga þeir sem verða 20 ára á almanaksárinu og yngri.
Sigurvegari á mótinu hlýtur titilinn "Unglingameistari Íslands 2008" og í verðlaun farseðil (á leiðum Icelandair) á skákmót erlendis.
Umferðatafla:
- Sunnudagur 21. des. kl. 13.00 1. umferð
- kl. 14.00 2. umferð
- kl. 15.00 3. umferð
- kl. 16.00 4. umferð
- Mánudagur 22. des. kl. 11.00 5. umferð
- kl. 12.00 6. umferð
- kl. 13.00 7. umferð
Tímamörk: 25 mín á keppanda
Þátttökugjöld: kr. 500.-
Skráning: siks@simnet.is
Unglingaskák | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2008 | 22:15
Íslandsmet : 65 stúlkur á skákmóti í Eyjum!
Hreint gífurleg þátttaka var í dag í Vestmannaeyjum á stúlknaskákmóti Sparisjóðs Vestmannaeyja, þegar 65 stúlkur tóku þátt í mótinu og er það Íslandsmet í þátttöku á stúlknaskákmóti. Taflfélag Vestmannaeyja stóð fyrir mótshaldinu. Það varð uppi fótur og fit þegar allt bókstaflega fylltist í húsnæði Taflfélagsins klukkan 17 í dag og þangað streymdu stúlkur í stríðum straumum.
Þegar allar höfðu skráð sig voru þær orðnar 65 talsins og ljóst að stelpurnar höfðu slegið Íslandsmet sem sett var fyrir nokkru í Reykjavík, þegar 49 stelpur mættu á skákmót sem þar var haldið. Undanfarnar vikur hefur verið mikil mæting meðal stúlkna í skákkennslu Taflfélagsins í Eyjum, en í haust hóf Grunnskóli Vestmannaeyja skákkennslu meðal nemenda yngstu bekkja grunnskólans.
Keppt var í 2 flokkum, hefðbundinni skák þar og í svokallaðri peðaskák, sem er sniðin að þörfum nýbyrjenda.
Í mótinu sigraði Telma Lind Halldórsdóttir, en hún sigraði alla mótherja sína og fékk þar með fullt hús vinninga eða 5 talsins og fékk bikar að launum. Sparisjóður Vestmannaeyja gaf öll verðlaun á mótinu auk bóka og ýmissa muna sem dregin voru út í lok mótsins.
Úrslit í einstökum flokkum (fjöldi í sviga).
Drottningarflokkur fæddar 1998 og eldri (13).
1. Telma Lind Halldórsdóttir 5 vinn.
2. Arna Þyrí Ólafsdóttir 4 v. (SB 17)
3. Indíana Guðný Kristinsdóttir 4 v. (SB 16,5)
Prinsessur fæddar 1999 ( 8).
1. Sigríður Margrét Sigþórsdóttir 4 vinn.
2. Andrea Ósk Sverrisdóttir 3,5 v.
3. Hrafnhildur Sigmarsdóttir 3 v.
Mjallhvítarflokkur fæddar 2000 (11).
1. Þorbjörg Júlía Ingólfsdóttir 3 vinn. (SB 17)
2. Inga Birna Sigursteinsdóttir 3 v. (SB 14,5)
3. Elsa Rún Ólafsdóttir 3 v. (SB 10,5)
Öskubuskur fæddar 2001 ( 9).
1. Eydís Ósk Þorgeirsdóttir 3,5 vinn. (SB 15,5)
2. Auðbjörg H. Sigþórsdóttir 3,5 v. (SB 13)
3. Anita Lind Hlynsdóttir 2,5 v.
Þyrnirósarflokkur fæddar 2002 og yngri ( 7).
1. Anika Hera Hannesdóttir 2 vinn. (SB 11,5)
2. Andrea Gunnlaugsdóttir 2 v. (SB 9)
3. Helga Sigrún Sveinsdóttir 1 v.
Peðaskák - Opinn flokkur (17 keppendur).
1. Anna Margrét Jónsdóttir.
2. Mía Guðmundsdóttir.
3. María Árnadóttir.
Þátttaka í árgöngum (65):
Mæður : 8 talsins,
Dömur 18-20 ára : 5 talsins, 1995 : 3 stúlkur
1996 : 8,
1997 : 1,
1998 : 2,
1999 : 8,
2000 : 11,
2001 : 9 og
2002 : 10 pæjur.
1.12.2008 | 17:37
Stúlknaskákmót Sparisjóðs Vestmannaeyja fer fram á morgun
Allir geta verið með enda er boðið upp á svokallaða peðaskák fyrir þá sem ekki kunna hefðbundna skák, en peðaskák geta allir leikið eftir 2 mínútna leiðsögn. Í hefðbundinni skák verða verðlaun fyrir hvern aldursflokk. Auk þessa verður dregið úr verðlaunum fyrir alla í happadrætti, en Sparisjóðurinn í Vestmannaeyjum gefur öll verðlaun.
Veittur verður bikar fyrir efstu stúlku í mótinu sjálfu, en að auki verða verðlaunapeningar fyrir efstu stúlkur í eftirtöldum aldursflokkum :
- Drottningarflokkur 1998 & eldri
- Prinsessuflokkur 1999
- Mjallhvítarflokkur 2000
- Öskubuskuflokkur 2001
- Þyrnirósarflokkur 2002 og yngri
Þá fá efstu þrjár stúlkurnar í peðaskákinni verðlaunapeninga án tillits til aldurs.
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 0
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 164
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 101
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar