Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íslenskar skákfréttir

Skákbók fyrir augađ

Teflt fyrir augađBókadómur eftir Pétur Blöndal um bókina Teflt fyrir augađ  sem birtist í Morgunblađinu 18. apríl sl.

 BĆKUR - ***˝Skákbók

Skákbók fyrir augađ

Teflt fyrir augađ

12 bestu skákir Sverris Norđfjörđ. Óttar M. Norđfjörđ ritstýrđi. Sögur gefur út, 120 bls. kilja.

Ţađ var hógvćr 16 ára unglingur sem settist ađ tafli gegn Mikhail Tal í Austurbćjarskólanum 27. júlí áriđ 1957. Sverrir Norđfjörđ skrifađi á skákskýrsluna ađ Tal vćri stórmeistari, en hann sjálfur „lítill meistari". Ţrjátíu skákir voru tefldar í fjölteflinu ţennan dag og fór Tal međ sigur af hólmi í 28 ţeirra, en tveim lauk međ jafntefli.

Önnur ţeirra var viđureign stóra og litla, Tals og Sverris.

Frá ţessu segir í snotru og skemmtilegu kveri, Teflt fyrir augađ, 12 bestu skákum Sverris Norđfjörđ, sem er nýkomin út hjá forlaginu Sögum.

Skipta má skákbókum í tvo flokka, annars vegar frćđilegar bćkur fyrir keppnisskákmenn og hins vegar almennar bćkur fyrir áhugafólk um skák. Teflt fyrir augađ fellur í síđari flokkinn, stórfróđleg og lipurlega skrifuđ bók um mann sem ekki var stórmeistari, en gat sér orđ fyrir litríkan og sókndjarfan skákstíl. Ţađ má segja ađ ţetta sé uppreisn skákáhugamannsins - ţarna fáum viđ minni spámennirnir smáhillupláss á međal meistaranna.

Sverrir stendur alveg undir ţví.

Rithöfundurinn Óttar M. Norđfjörđ ritstýrir bókinni, en Sverrir var fađir hans. Bókin er ţó ekki alfariđ hugmynd Óttars, ţví Sverrir hafđi lengi ćtlađ ađ hrinda ţví í verk ađ gefa út bók međ sínum bestu skákum.

Og ţćr máttu bara vera tólf.

Raunar var hann búinn ađ skrifa lista međ ellefu skákum (listinn međ rithendi Sverris er birtur í bókinni), en ţađ vantađi tólftu skákina. Óttar fór ţví í gegnum allar skákir föđur síns og valdi ţá skák, sem honum fannst helst eiga erindi á listann.

En víkjum aftur ađ Mikhail Tal, sem er gođsögn í skákheiminum. Töframađurinn frá Ríga, eins og hann var kallađur, var kominn á sigurbraut áriđ 1957 og varđ heimsmeistari ţremur árum síđar. Í bók um einvígiđ viđ Botvinnik, sem Tal skrifađi sjálfur og kom út hér á landi áriđ 1975, segir ţýđandinn, Bragi Halldórsson, um ţennan sókndjarfa skákmann:

„Skákstíll Tals er eiginlega tímaskekkja í skáksögunni. Leiftrandi sóknir Tals, sem hrifu flesta áhorfendur á hans band, voru oft og tíđum meira í anda rómantíska skeiđsins á nítjándu öld og minntu á löngu horfna snillinga eins og Morphy og Andersen. Oft var eins og frumkvöđlar varnartaflmennskunnar, Steinitz og Lasker, hefđu aldrei komiđ viđ sögu í skáklistinni ţegar Tal stýrđi liđi sínu til vinnings međ ţví ađ fórna hverjum manninum á fćtur öđrum. Skákmeistarar nútímans stóđu uppi ráđţrota gegn ţessum ósköpum."

Engu ađ síđur náđi unglingurinn Sverrir betri stöđu gegn Tal, sem gat talist lánsamur ađ ná jafntefli. Sverrir lét ekki ţar viđ sitja, heldur vann Bobby Fischer í fjöltefli í Kaupmannahöfn áriđ 1962, og ţurfti mannsfórn til! Ţannig er ekki ađeins útgáfa bókarinnar uppreisn „litla meistarans", heldur einnig skákferill Sverris Norđfjörđs, sem velgdi tveim heimsmeisturum undir uggum.

Teflt fyrir augađ er svo sannarlega bók fyrir augađ.

Pétur Blöndal


Berlínarslagur

KR 08.03.10 8Mikil gróska hefur veriđ í starfsemi Skákdeildar KR ađ undanförnu, mánudagsmenturnar vel sóttar og unglingastarfsemi í örum vexti. Á hverjum miđvikudegi er bođiđ upp á fríar skákćfingar fyrir krakka á grunnskóla aldri kl. 17:30 í skáksal KR-inga. Áhuginn virđist vera mikill ţví mćtingin er jafnan mjög góđ. Í síđustu viku  mćttu 25 krakkar galvaskir til leiks og ţó hart vćri barist var leikgleđin ríkjandi.   Skákdeild KR er nú komin í hóp 8 sterkustu taflfélaga landsins og mun keppa í 1. deild í Íslandsmóti Skákfélaga á nćsta keppnistímabili.  

Snar ţáttur í félagsstarfinu er ađ efla og rćkta skáktengsl međ heimsóknum og keppnum viđ ađra klúbba eins og nýlega viđ Garđbćinga.  Skák(her)deildin hefur ţegar herjađ á Fćreyjar, Skotland, Danmörk og jafnan haft sigur. Í nćsta mánuđi er fyrirhuguđ herför til Berlínar, ađ lemja á ţarlendum. Ţessar ferđir hafa veriđ farnar ásamt mökum og hafa styrkt og eflt félagatengsl.  Í Berlin verđur att kappi i viđ  Schach-club KREUZBERG einn virtasta skákklúbb borgarinnar.

Í hinum fríđa flokki sem heldur utan til Ţýzkalands eru eftirtaldir valinkunnir skákmenn úr KR ásamt nokkrum liđsmönnum úr vinaklúbbum:   Andri V. Hrólfsson, Dađi Guđmundsson, Einar S. Einarsson (liđstj.), Finnbogi Guđmundsson, Guđmundur Ingason, Gunnar Finnsson, Jónas Elíasson, Jón G. Friđjónsson, Jón Steinn Elíasson, Hálfdán Hermannsson, Kristinn Bjarnason, Kristján Stefánsson (form.), Leifur Eiríksson, Ólafur Gísli Jónsson, Páll G. Jónsson, Sćbjörn G. Larsen, Össur Kristinsson. Stefán Ţormar Guđmundsson, Sigurđur E. Kristjánsson, Sverrir Gunnarsson. Ţá mun  Andrés Fjeldsted, sem býr ytra telfa međ liđinu.

Keppnis- og kúlturferđir sem ţessar eru ađ jafnađi farnar 2 hvert ár.  Áriđ 2012 er heimsókn til New York og keppni viđ Manhattan Chess Club á dagsskrá, 2014 liggur svo leiđin til Hollands eđa Tékklands ţar sem PORG skákklúbburinn tekur á móti, ef af verđur.   

Myndir frá starfsemi KR 


Skólaskákmót Reykjavíkur hefst í dag

Skólaskákmót Reykjavíkur í yngri flokki (1.-7. bekkur) og eldri flokki (8.-10. bekkur) fer fram mánudaginn 26. apríl og ţriđjudaginn 27. apríl. Tafliđ hefst báđa dagana klukkan 17:00. Á mánudeginum verđa tefldar 4 umferđir en 3 á ţriđjudeginum.  

Athygli skal vakin á ţví ađ mótiđ er ekki opiđ ađ ţessu sinni. Ţeir einir hafa rétt til ţátttöku sem hafa unniđ skólamót síns skóla. Einstaka skólum verđa gefin fleiri en eitt sćti ef tilefni er til ţess. Í ţeim tilvikum verđur einkum litiđ til íslenskra skákstiga. Mćlst er til ţess ađ strax eftir páska fari fram skólaskákmót í ţeim skólum sem hafa ekki ţegar haldiđ ţau. Tilkynna skal keppendur og skóla á netfangiđ stebbibergs@gmail.com í síđasta lagi föstudaginn 23. apríl.  

Tefldar verđa 7 umferđir á mótinu međ 15 mínútna umhugsunartíma. Teflt verđur í Taflfélagi Reykjavíkur ađ Faxafeni 12. Ţrjú efstu sćtin í eldri flokki gefa sćti á landsmót og tvö efstu sćtin í yngri flokki gefa sćti á landsmó

Jón Björnsson atskákmeistari Austurlands

Hákon Sófusson, Jón Björnsson og Rúnar HilmarssonAtskákmót Austurlands var haldiđ í gćr í Eskifjarđarskóla. Enginn kom til leiks í unglingaflokki og féll hann ţví niđur.  Atskákmeistari Austurlands varđ Jón Björnsson, Egilsstöđum, í öđru sćti varđ Hákon Sófusson, Eskifirđi, og í ţriđja sćti varđ Rúnar Hilmarsson, Reyđarfirđi.

Verđlaunin voru eingnarbikar fyrir 1. sćti, en verđlaunapeningar fyrir 2. og 3. sćti.

Heimasíđa SAUST 


Síđustu dagar Skáklistahátíđar

Skákakademía ReykjavíkurSkáklistahátíđ leikskólabarna er nú í fullum gangi í Ráđhúsi Reykjavíkur. Skáklistahátíđin er haldin af Skákakademíunni sem hefur sl. 2 ár stađiđ fyrir kennslu í 4 leikskólum höfuđborgarinnar undir handleiđslu Róberts Lagerman. Ţađ eru krakkar á Lindaborg, Barónsborg, Hlíđaborg og Njálsborg sem eiga heiđurinn af listaverkunum.

Viđ listsköpunina var skákin höfđ ađ leiđarljósi og sýnir afraksturinn hvernig ungir krakkar hugsa um skáklistina. Sýningin hefur stađiđ yfir í nćr tvćr vikur og eru síđustu sýningardagarnir nú um helgina. Eru skákmenn á öllum aldri hvattir til ađ ganga í hóp ţeirra hundruđa sem lagt hafa leiđ sína í Ráđhúsiđ til ađ bera ţessa skemmtilegu sýningu augu og grípa í tafl í leiđinni.

Sjón er sögu ríkari!


Innrás Hróksins vekur athygli á Grćnlandi

gunnar_thrir.jpgInnrás Hróksins í Grćnlandi vekur athygli í ţarlendum jölmiđlum og 16. apríl birtist grein í hinum víđlesna blađi Sermitsiaq.  Ekki treystir ritstjóri sér til ţýđa greinina.  Í međfylgjandi mynd má sjá Sussi Josefsen, sem ku var mikil skákáhugamađur, og fylgdi Hróksverjum víđa í heimsókn ţeirra nýlega.  Hún leikur hér g3 í fyrsta leik.  

Greinin fylgir međ sem viđhengi í fréttinni.  

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Skólaskákmót Reykjavíkur hefst á mánudag

Skólaskákmót Reykjavíkur í yngri flokki (1.-7. bekkur) og eldri flokki (8.-10. bekkur) fer fram mánudaginn 26. apríl og ţriđjudaginn 27. apríl. Tafliđ hefst báđa dagana klukkan 17:00. Á mánudeginum verđa tefldar 4 umferđir en 3 á ţriđjudeginum.  

Athygli skal vakin á ţví ađ mótiđ er ekki opiđ ađ ţessu sinni. Ţeir einir hafa rétt til ţátttöku sem hafa unniđ skólamót síns skóla. Einstaka skólum verđa gefin fleiri en eitt sćti ef tilefni er til ţess. Í ţeim tilvikum verđur einkum litiđ til íslenskra skákstiga. Mćlst er til ţess ađ strax eftir páska fari fram skólaskákmót í ţeim skólum sem hafa ekki ţegar haldiđ ţau. Tilkynna skal keppendur og skóla á netfangiđ stebbibergs@gmail.com í síđasta lagi föstudaginn 23. apríl.  

Tefldar verđa 7 umferđir á mótinu međ 15 mínútna umhugsunartíma. Teflt verđur í Taflfélagi Reykjavíkur ađ Faxafeni 12. Ţrjú efstu sćtin í eldri flokki gefa sćti á landsmót og tvö efstu sćtin í yngri flokki gefa sćti á landsmó

Mikael Jóhann og Jón Kristinn kjördćmismeistarar Norđurlands eystra

Kjördćmismót Norđurlands eystra 2010Mikael Jóhann Karlsson, Brekkuskóla, Akureyri, og Jón Kristinn Ţorgeirsson, Lundarskóla, Akureyri, urđu kjördćmismeistarar í skólaskák á Norđurlandi eystra. 

Kjördćmismótiđ á Norđurlandi eystra í skólaskák fór fram sl. mánudag í Valsárskóla á Svalbarđseyri viđ Eyjafjörđ. Alls voru 16 keppendur, 7 í eldri flokki og 9 keppendur í yngri. Mikael Jóhann Karlsson vann örugglega í flokki, 8. - 10. bekk, vann allar sínar sex skákir og Hjörtur Snćr Jónsson, Glerárskóla, Akureyri, varđ annar međ fimm vinninga.   Ţetta var fimmta áriđ í röđ sem Mikael sigrar á kjördćmismóti, tvö síđustu ár í eldri flokki en ţar á undan í yngri flokki.

Jón Kristinn Ţorgeirsson sigrađi einnig örugglega í yngri flokknum (1. - 7. bekk), fékk fullt hús, 8 vinninga af 8 mögulegum.  Andri Freyr Björgvinsson, Brekkuskóla, varđ annar međ 7 vinninga. Ţetta var annađ áriđ í röđ sem Jón sigrar á Kjördćmismóti.

             Lokastađan:

  8. - 10. bekkur.   
   vinn.  
 1. Mikael Jóhann Karlsson  Brekkuskóla  6 af 6! 
 2.  Hjörtur Snćr Jónsson  Glerárskóla  5  
 3.  Benedikt Ţór Jóhannsson  Borgahólsskóla  4  
 4.  Hersteinn Heiđarsson  Glerárskóla  3  
 5.  Samuel Chaen  Valsárskóla  1  
 6.  Aron Fannar Skarphéđinsson  Hlíđaskóla  1  
 7.  Svavar Jónsson  Valsárskóla  1  
         Tefldar voru 15.  mínútna skákir.  
    1. - 7. bekkur.  vinn.  
 1. Jón Kristinn Ţorgeirsson   Lundarskóla  8  
 2.  Andri Freyr Björgvinsson  Brekkuskóla  7  
 3.  Snorri Hallgrímsson  Borgahólsskóla  5  +15 stig. 
 4.  Hlynur Snćr Viđarsson  Borgahólsskóla  5  + 11 st. 
 5.  Sigtryggur Vagnsson  Stórutjarnarskóla  4  
 6.  Tinna Ósk Rúnarsdóttir  Hrafnagilsskóla  3  
 7.  Gunnar Arason  Lundarskóla  2  
 8.  Jóhanna Ţorgilsdóttir  Valsárskóla  1  
 9.  Sćvar Gylfason   Valsárskóla  1  

 

Tefldar voru 12 mínútna skákir, allir viđ alla. Skákstjórar voru Gylfi Ţórhallsson og Hjörleifur Halldórsson.

Landsmót í skólaskák fer fram í nćsta mánuđi og keppa minnsta kosti ţrír keppendur ađ norđan á mótinu, en ţađ eru Mikael Jóhann Karlsson í eldri flokki og úr ţeim yngri ţeir Jón Kristinn Ţorgeirsson og Andri Freyr Björgvinsson. 


Örn Leó sigrađi á fimmtudagsmóti TR

Örn LeóÖrn Leó Jóhannsson sigrađi á fimmtudagsmótinu í gćr. Stefán Pétursson var efstur í kaffihléinu eftir 4. umferđ en Örn Leó, sem hafđi gert jafntefli í fyrstu tveimur umferđunum, vann allar sem eftir voru (ţ.á.m. Jón Úlfljótsson í síđustu umferđ en tap fyrir honum í síđustu umferđ kostađi Örn efsta sćtiđ fyrir viku) og stóđ uppi sem öruggur sigurvegari. Mótin á fimmtudögum í T.R. verđa út maí og jafnvel lengur ef áhugi reynist fyrir hendi.

Úrslit urđu annars sem hér segir:  

 

  • 1    Örn Leó Jóhannsson                       6       
  • 2-3  Stefán Pétursson                         5       
  •      Jóhanna Björg Jóhannsdóttir              5       
  • 4-5  Eiríkur K. Björnsson                     4.5     
  •      Hallgerđur Ţorsteinsdóttir               4.5     
  • 6-9  Jón Úlfljótsson                          4       
  •      Gunnar Friđrik Ingibergsson              4       
  •      Gunnar Randversson                       4       
  •      Elsa María Kristínardóttir               4       
  • 10-11 Vignir Vatnar Stefánsson                3       
  •       Björgvin Kristbergsson                  3       
  • 12-13 Davíđ Sigurđsson                        1       
  •       Ingvar Vignisson                        1       
  •  14   Pétur Jóhannesson                       0       

 


Skákir öđlingamóts

Ólafur S. Ásgrímsson hefur slegiđ inn skákir öđlingamótsins og má nú finna skákir 1.-4. umferđar í međfylgjandi viđhengi.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 121
  • Frá upphafi: 8778939

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband