Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íslenskar skákfréttir

Atkvöld hjá Helli í kvöld

Taflfélagiđ Hellir heldur atkvöld mánudaginn 17. mars og hefst tafliđ  kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hrađskákir ţar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til ađ ljúka skákinni og síđan ţrjár atskákir, međ tuttugu mínútna umhugsun. Ljúffeng verđlaun. 

Sigurvegarinn fćr í verđlaun pizzu frá Dominos Pizzum. Ţá hefur einnig veriđ tekinn upp sá siđur ađ draga út af handahófi annan keppanda, sem einnig fćr pizzu hjá Dominos Pizzum. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. 

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).

Henrik Íslandsmeistari í Slembiskák

Henrik DanielsenStórmeistarinn Henrik Danielsen varđ í kvöld Íslandsmeistari í Slembiskák (Fischer Random eđa Chess960) sem fram fór á ICC.   Henrik sigrađi í öllum níu skákunum sínum.  Í 2.-3. sćti urđu Halldór Brynjar Halldórsson og Gunnar Björnsson međ 6 vinninga svo yfirburđir Henriks voru afar miklir.   

Stöđurnar sem koma upp eru sérstakar og nokkuđ erfitt ađ átta sig stundum á stöđunni.  Ritstjórinn t.d. lenti í ţví ađ verđa mát eftir ađeins sjö leiki gegn Páli Andrasyni sem varđ í 4.-5. sćti međ 5,5 vinning ásamt Omari Salama.

Ţađ var Taflfélagiđ sem stóđ fyrir mótinu.   Mótsstjóri var Omar Salama. 

Mótstaflan:

 

    Name                  R1    R2    R3    R4    R5    R6    R7    R8    R9    Score  #g
  1 H-Danielsen    (2200) Ww18  +b12  +w2   +b4   +w8   +b7   +w3   +b5   +w9     9.0   8
  2 HaddiBje       (1400) +w8   +w6   -b1   -w3   +b13  -b4   +b11  +w10  +b7     6.0   9
  3 vandradur      (1728) +w17  +b11  -w4   +b2   -w5   +b9   -b1   +w7   +b10    6.0   9
  4 pallipure      (1400) Ww19  +b9   +b3   -w1   -b7   +w2   =w8   +b6   -w5     5.5   8
  5 omariscoff     (1412)             latej Ww16  +b3   -w6   +b13  -w1   +b4     5.5   5
  6 puti           (1593) +w15  -b2   -w8   +b14  +w10  +b5   -w7   -w4   +b11    5.0   9
  7 Njall          (1992)       latej +w12  +b10  +w4   -w1   +b6   -b3   -w2     5.0   7
  8 velryba        (2200) -b2   +w15  +b6   +w13  -b1   +w11  =b4   ----- -----   4.5   7
  9 HaXeN          (1400) latej -w4   -b10  +b15  +w14  -w3   +b17  +w13  -b1     4.5   8
 10 skyttan        ( 978) -b11  +b17  +w9   -w7   -b6   +w15  +w14  -b2   -w3     4.0   9
 11 Le-Bon         (1469) +w10  -w3   -b13  +b12  +w15  -b8   -w2   +b17  -w6     4.0   9
 12 skotta         (1546) Wb20  -w1   -b7   -w11  +b17  -w13  -b15  +w14  bye     4.0   8
 13 Oddur          (1600)       latej +w11  -b8   -w2   +b12  -w5   -b9   +w17    4.0   7
 14 Iceduke        (1241)             latej -w6   -b9   +w17  -b10  -b12  +b15    3.5   6
 15 stanislawski   (1400) -b6   -b8   +w17  -w9   -b11  -b10  +w12  bye   -w14    3.0   9
 16 agnarlarusson  (1379) ----- ----- latej Lb5   ----- ----- ----- ----- -----   1.5   0
 17 HarryKlein     (1400) -b3   -w10  -b15  bye   -w12  -b14  -w9   -w11  -b13    1.0   9


Fjöltefli á ísbjarnaslóđum

Grćnland Opiđ hús var í grunnskólanum í Ittoqqortoormiit í dag, sunnudag, og mćttu hátt í sjötíu manns. Gríđarlegur áhugi skein úr augum barnanna, og reyndar ţeirra fullorđnu líka, og var ţegar hafist handa viđ taflmennskuna. Ţegar allir voru orđnir heitir tefldi skákmeistari ferđarinnar, Róbert Harđarson, fjöltefli viđ rúmlega 50 manns, mest börn og unglinga en ţó nokkra fullorđna einnig. Upphafsskákin var viđ skólastjóra grunnskólans og hjálparhellu Hróksmanna, Peter von Staffeldt, sem finnst mikiđ koma til starfs Hróksins á Grćnlandi.Grćnland

Peter gaf reyndar ţegar hann var kominn í töluverđ vandrćđi en flestir börđust fram í rauđan dauđann, nema ţeir sem náđu jöfnu viđ meistarann međ glćsilegri frammistöđu. Sú fyrsta var hún Gudrun litla, vinkona okkar frá í fyrra, 7 ára gömul. Alls náđu 8 jöfnu viđ Róbert, ađ vísu ţrjú lítil börn en ađrir vegna flottrar frammistöđu. Ţeirra á međal var Paulus Napatoq, hinn sextán ára blindi snillingur sem mun tefla blindskák á morgun viđ Róbert.

Róbert HarđarsonPaulus fór međ ferđalanga í 15 km og ţriggja tíma hundasleđaferđ í gćr út á Kap Tobin, ţar sem veiđimenn hafa bćkistöđ, í ótrúlega góđu veđri ţar sem kuldinn reyndar beit nokkuđ. Ísbirnir hafa nokkuđ veriđ ađ gera fólki lífiđ leitt á ţessari leiđ undanförnu en Paulus var međ riffil međ. Ţegar íslenskir skákmenn sögđust lítiđ kunna ađ fara međ svoleiđis sagđi hann ţađ í lagi ţví hann kynni á riffilinn sjálfur! Sérstakur ađstođarmađur í ferđinni var litli bróđir hans, Jósef sem er 12 ára.

Skákhátíđin hófst auđvitađ međ kennslu í skólanum tvo síđustu dagana fyrir páskafrí, en byrjađi međ látum í dag og tvö mót verđa haldin á morgun og eitt á ţriđjudag. Kennsla var einnig í félagsheimili unglinganna á föstudeginum, Umimmak eđa Moskuxanum, en skólastjórahjónin buđu einmitt upp á moskuxasteik strax fyrsta kvöld Hróksmanna í bćnum. Hafa ţau bođiđ upp á grćnlenskan hátíđarverđ á morgun ţar sem selur og lođna koma viđ sögu, ásamt ísbjarnarkjöti, svo tilhlökkunin er mikil.Róbert Harđarson

Allur ađbúnađur er til mikillar fyrirmyndar, ferđalangar hafa yfir heilu húsi ađ ráđa sem er reyndar yst í bćnum, ţar sem einn ísbjörn gekk um fyrir stuttu og bauđ sér í heimsókn í bćinn. Hinir íslensku ferdalangar treysta á ađ hundarnir, sem eru nánast um allan bć, láti vita sé önnur heimsókn fyrirhuguđ.

Formađur skákfélagsins Tĺrnet i Ittoqqortoormiit, Knud Eliassen, hefur veriđ öflugur viđ allt utanumhald og mun stjórna skákmótum á morgun og hinn. Ţýđir hann yfir á grćnlensku fyrir litlu börnin og er ómissandi viđ skákstarfiđ hér.

Skákin hefur gjörsamlega tekiđ yfir í bćnum og allir eru međ sćlusvip.

Góđur granni 


Íslandsmótiđ í Slembiskák (Fischer Random) fer fram í kvöld á ICC

Taflfélagiđ Hellir stendur fyrir Íslandsmóti í slembiskák (Fischer Random) á ICC á sunnudagskvöld og hefst ţađ kl. 19:30.   Tefldar verđa 9 umferđir međ umhugsunartímanum 4 + 2 (4 mínútur + 2 sekúndur á leik).   

Skráning fer fram á heimasíđu Hellis.   Einnig er nćgjanlegt ađ mćta á ICC fyrir 19:25 og slá inn "tell automato join".  Upphafastađan kemur svo sjálfkrafa upp.


Páskamót SA hefst á morgun

Skákfélag Akureyrar heldur "Páskamót" sem mun standa nćstu daga, en ţađ hefst á morgunn sunnudag kl. 14.00 í Íţróttahöllinni. Tefldar verđa fimm umferđir eftir Monrad-kerfi. Tímamörk á keppenda er 60 mínútur og + 30 sekúndur viđ hvern leik.

Dagskrá:

  • Sunnudagur   16. mars kl. 14.00   1. umferđ.
  • Mánudagur    17. mars kl. 20.00   2. umferđ.
  • Fimmtudagur 20. mars kl. 14.00   3.umferđ.
  • Fimmtudagur 20. mars kl. 20.00  4.umferđ.
  • Föstudagur    21. mars kl. 14.00   5. umferđ.

Ţátttökugjald: kr. 500,-


Íslandsmótiđ í slembiskák (Fischer Random) fer fram á ICC á sunnudag

Taflfélagiđ Hellir stendur fyrir Íslandsmóti í slembiskák (Fischer Random) á ICC á sunnudagskvöld og hefst ţađ kl. 19:30.   Tefldar verđa 9 umferđir međ umhugsunartímanum 4 + 2 (4 mínútur + 2 sekúndur á leik).   

Skráning fer fram á heimasíđu Hellis.   Einnig er nćgjanlegt ađ mćta á ICC fyrir 19:25 og slá inn "tell automato join".  Upphafastađan kemur svo sjálfkrafa upp.


Rúnar hrađskákmeistari Akureyrar

Rúnar og Björn ívarRúnar Sigurpálsson varđ Akureyrarmeistari í hrađskák ţegar hann sigrađi á Akureyrarmótinu sem fram fór 9. mars sl. en hann hlaut 12 vinninga af 14 mögulegum en margir merkir menn hafa sigrađ á ţessu móti í gegnum tíđina.  Áskell Örn Kárason varđ annar međ 11,5 v.  Mikael Jóhann Karlsson varđ unglingameistari í hrađskák. 

Lokastađan: 

  • 1. Rúnar Sigurpálsson 12 v. af 14 
  • 2. Áskell Örn Kárason 11,5 v. 
  • 3. Gylfi Ţórhallsson 9,5
  • 4. Smári Ólafsson 7
  • 5. Sigurđur Eiríksson 6,5.

 

Mikael Jóhann Karlsson varđ unglingameistari vann allar sínar níu skákir.

2. Logi Rúnar Jónsson 7,5 v.

3. Hjörtur Snćr Jónsson 7 v.


Milky Way - skákmótiđ á Selfossi haldiđ í október

Dagana 8.-12. október nk. er fyrirhugađ The Milky Way - skákmótiđ á Selfossi.  Á dagskrá eru skákmót, fjöltefli, sýningar og fyrirlestrar.   Helsti styrktarađili mótsins verđur Mjólkursamsalan.   Međal ţátttakenda á sýningunni má nefna stórmeistarann Tiger Hillarp Persson.

Skipuleggjandi mótsins er Gunnar Finnlaugsson og gefur nánari upplýsingar í netfangiđ gunfinn@hotmail.com.  

Nánari upplýsingar verđur svo ađ finna á vef Mjólkursamsölunnar eftir 1. maí 2008. 


Íslandsmót skákfélga sent til FIDE

Páll Sigurđsson, hyggst senda Íslandsmót skákfélaga til skákstigaútreiknings nú um helgina.  Ţess vegna eru skákmenn og liđsstjórar hvattir til ađ yfirfara úrslitin á Chess-Results og koma međ ábendingar til Páls, sé ţess ţörf sem fyrst, í netfangiđ pallsig@hugvit.is.

 


Wang Hao sigrađi á Reykjavík Blitz

Kínverski stórmeistarinn Wang Hao (2658) sigrađi íranska stórmeistarann Elshan Morabiabadi í úrslitum Reykjavík Blitz sem fram fór í kvöld, 1,5-0,5.  

Undanúrslit:

 

GMMoradiabadi Elshan1,5-0,5GMCaruana Fabiano
GMWang Hao2-0GMMikhalevski Victor

Úrslit:


Kínverski stórmeistarinn Wang Hao (2658) sigrađi íranska stórmeistarann Elshan Morabiabadi í úrslitum Reykjavík Blitz sem fram fór í kvöld, 1,5-0,5.  


GM
Moradiabadi Elshan
0,5-1,5
GM
Wang Hao

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 120
  • Frá upphafi: 8779297

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband