Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íslenskar skákfréttir

Fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga fer fram 3.-5. október

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2008-2009 fer fram dagana 3.-5. október nk.  Mótiđ fer fram í Rimaskóla í Reykjavík.  1. umferđ mun hefjast kl. 20.00 föstudaginn 3. október, 2. umferđ kl. 11.00 laugardaginn 4. október og 3. umferđ kl. 17.00 sama dag.  4. umferđ verđur síđan teflt kl. 11.00 sunnudaginn 5. október.

Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga 2008-2009 fer fram á Akureyri dagana 21. og 22. mars 2009.

Tímamörk:  90 mín. + 30 sek. til ađ ljúka.

Ţátttökugjöld:

  • 1. deild                       kr. 110.000.-
  • 2. deild                       kr.   90.000.-
  • 3. deild                       kr.   10.000.-
  • 4. deild                       kr.   10.000.-

Skáksamband Íslands mun greiđa fargjöld utan stór-Reykjavíkursvćđisins samkvćmt reikningum fyrir sveitir í 1. og 2. deild.  Miđa skal viđ einn brottfararstađ á hverju svćđi, t.d. Akureyri, Egilsstađi, Ísafjörđ.  Sami háttur verđur hafđur í 3. og 4. deild og áđur, ţ.e. ţátttökugjöld höfđ lág en sveitirnar verđa sjálfar ađ sjá um ferđakostnađ á skákstađ.

Međfylgjandi er reglugerđ um Íslandsmót skákfélaga og 3. kafli skáklaga Skáksambands Íslands sem varđa Íslandsmót skákfélaga.

Ţátttökutilkynningar ţurfa ađ berast Skáksambandi Íslands fyrir 20. september međ bréfi, tölvupósti (siks@simnet.is) eđa símleiđis.  Ađ gefnu tilefni er minnt á ađ nauđsynlegt er ađ skrá sveitir í keppnina, ekki síst í 4. deild.

Ath.  Skákir í Íslandsmóti skákfélaga verđa reiknađar til alţjóđlegra skákstiga.

 

 

3. kafli

Íslandsmót skákfélaga

 15. grein.
Stjórn Skáksambands Íslands gengst árlega fyrir Íslandsmóti skákfélaga.  Keppnin er sveitakeppni og eiga öll skuldlaus taflfélög eđa svćđasambönd innan S.Í ţátttökurétt.  Stjórn S.Í. skal ákveđa keppnisdaga og ţátttökugjöld fyrir 1. september ár hvert.  

16.grein.
Keppninni skal skipt í fjórar deildir.  Efsta sveit í 1. deild er sigurvegari keppninnar. Fjöldi vinninga skal ráđa úrslitum um endanlega röđ sveita.  Verđi vinningar jafnir, skulu liđsstig (matchpoints) ráđa.  Hvert félag á rétt á ađ senda svo margar sveitir til keppninnar sem ţađ óskar.  Ţó mega ekki vera fleiri en tvćr sveitir frá nokkru félagi í fyrstu deild og ekki fleiri en fjórar samanlagt í fyrstu og annarri deild.  Ţó er félögum sem hafa međ sér svćđissamband, heimilt ađ sameinast um eina eđa fleiri sveitir.

 
17. grein.
8 liđ skulu vera í tveim efstu deildunum.  Stjórn S.Í. hefur rétt til ađ fjölga eđa fćkka liđum í 3. og 4. deild ţyki henni ástćđa til.  Tvö efstu liđ 2. 3. og 4. deildar fćrast upp í lok keppnistímabils en tvö neđstu í fyrstu, annarri og ţriđju deild fćrast niđur.

 18.grein.
Tilkynning skákmanns skv. 12.gr. laga S.Í. skal hafa veriđ send 20 dögum fyrir mótiđ ella getur hann ekki teflt fyrir sitt nýja félag á ţví.  Félög sem hyggjast taka ţátt í Íslandsmóti skákfélaga skulu minnst 14 dögum fyrir keppnina skila félagaskrá til S.Í.  Á félagaskrám skulu tilgreind nöfn, heimilisföng og kennitölur félagsmanna.  Ađeins ţeir sem eru á skránni teljast löglegir međ viđkomandi félagi í Íslandsmótinu (fyrri - og seinni hluta).  Enginn hefir rétt til ađ tefla fyrir nema eitt félag, sjá ţó ákv. 16. greinar um svćđissambönd.  Sé sami mađur á félagaskrá tveggja eđa fleiri félaga skal mótsstjórn strika hann út af báđum eđa öllum félagaskrám ţar til leiđrétting fćst.  Fáist ekki leiđrétting viku fyrir keppnina telst skákmađurinn ekki löglegur međ neinu félagi.

 19. grein.
Keppendur skulu vera fullgildir félagsmenn ţeirra taflfélaga sem ţeir tefla fyrir.  Rađa skal keppendum í sveitir og borđ eftir styrkleika.  Ekki er leyfilegt ađ breyta röđ keppenda eftir ađ keppni hefst.  Keppandi getur flust upp eđa niđur um sveit hvenćr sem er keppninnar en heildarröđ keppenda verđur ađ haldast.  Komi liđ ekki til keppni án orsaka tapar ţađ skákum á öllum borđum.  Komi slíkt fyrir tvisvar skal liđiđ dćmt úr keppninni.  Í hverri viđureign skal a.m.k. helmingur liđsmanna hverrar sveitar vera íslenskir ríkisborgarar eđa hafa veriđ međ lögheimili sitt á Íslandi undanfariđ ár.

 20.grein.
Stjórn Skáksambandsins skal árlega skipa sérstaka mótsstjórn sem sker úr um lögmćti keppenda ef beiđni um athugun á lögmćti viđkomandi liggur fyrir eđa ef kćra berst mótsstjórninni. Beiđni um athugun og/eđa kćra skal berast mótsstjórn, eđa skákstjórum fyrir hennar hönd, áđur en keppni lýkur í ţeirri umferđ sem ólöglegur keppandi telst hafa teflt í. Úrskurđur skal liggja fyrir áđur en nćsta umferđ mótsins hefst. Ef keppandi er úrskurđađur ólöglegur er dreginn einn vinningur frá liđi hans fyrir hverja viđureign sem hann tekur ţátt í. Úrskurđi mótsstjórnar má skjóta til Dómstóls SÍ og skulu slík erindi hafa veriđ send Dómstólnum innan ţriggja sólarhringa frá upphafi ţeirrar umferđar, sem keppandinn var á međal ţátttakenda. Dómur Dómstóls S.Í. skal liggja fyrir eigi síđar en 5 sólarhringum eftir ađ erindiđ barst. Skákstjóri úrskurđar um önnur vafaatriđi.

21.grein
Stjórn S.Í. setur reglugerđ um nánari framkvćmd Íslandsmóts skákfélaga. 

 

Reglugerđ um Íslandsmót skákfélaga

 

1. gr. Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga, fjórar umferđir, skal tefldur á tímabilinu september til desember. Síđari hluti mótsins skal fara fram eftir áramótin og ljúka fyrir lok apríl.

2. gr.

Framkvćmdanefnd Íslandsmóts skákfélaga, sem skipuđ er af stjórn Skáksambands Íslands, ákveđur töfluröđ og skipar skákstjóra og umsjónarmenn Íslandsmóts skákfélaga.

3. gr.

Tefla skal einfalda umferđ í 1. og 2. deild, en stjórn SÍ skal ákveđa fyrirkomu­lag í 3. og 4. deild, miđađ viđ fjölda ţátttökuliđa.

Ef stendur á stöku í deild skal liđiđ sem situr hjá fá 4 vinninga í yfirsetunni.

Stjórn SÍ ákveđur tímamörk skáka, en ţau skulu ekki vera skemmri en kappskákartímamörk FIDE.

4. gr.

Liđsstjóra ţess liđs, sem svart hefur á 1. borđi, er skylt ađ gefa skákstjóra skýrslu um úrslit viđureignarinnar, strax ađ henni lokinni.

5. gr.

Hver sveit í 1. deild skal skipuđ 8 keppendum, en í öđrum deildum skulu sveitir skipađar 6 keppendum.

6. gr.

Viđ uppstillingu í liđ skal keppendum rađađ í styrkleikaröđ, ţannig ađ sterkasti skákmađurinn teflir á fyrsta borđi, sá nćststerkasti á öđru borđi o.s.frv.

Ef félag teflir fram fleiri en einu liđi í keppninni skulu ţau auđkennd međ A, B, C o.s.frv. Liđ A skal vera sterkasta liđ félagsins, liđ B ţađ nćststerkasta o.s.frv.  Efsta borđ í neđri sveit skal vera skipađ af ađila sem hefur svipađan eđa minni styrkleika en neđsta borđ í efri sveit.

Hverju félagi er heimilt ađ hafa unglinga-öldunga-og  kvennasveitir sem ekki ţurfa ađ uppfylla framangreind skilyrđi.  Skákmönnum ţessara sveita er heimilt ađ tefla međ öđrum sveitum, sem ekki eru unglinga-öldunga-eđa kvennasveitir, hvenćr sem er í keppninni en geta ađ ţví loknu ekki teflt aftur međ unglinga-öldunga-eđa kvennasveit.  Hafi félög fleiri en eina unglinga-öldunga-eđa kvennasveit skal rađa ţeim í styrkleikaröđ og er félögunum heimilt ađ flytja skákmenn á milli ţessara sveita á sama hátt og um almennar sveitir vćri ađ rćđa.

Brjóti félag gegn ákvćđum ţessarar greinar viđ röđun í liđ teljast ţeir keppendur sem rangt er rađađ ólöglegir og skal međferđ málsins ţá vera skv. 20. gr. skáklaga.

7. gr.

Framkvćmdanefnd er heimilt ađ fresta viđureign ef um samgönguerfiđleika er ađ rćđa.  Sé viđureign frestađ skal ákveđa nýjan keppnisdag innan hálfs mánađar.  Umferđ skal lokiđ innan mánađar frá töfludegi.

 

8. gr.

Ef liđ hćttir keppni, hvort sem er fyrir upphaf móts, eđa eftir ađ ţađ er hafiđ, eđa ef liđi er vísađ úr keppni, ţá skal ţađ hefja ţátttöku í neđstu deild, ţegar ţađ hyggst taka ţátt í mótinu nćst.

Ef liđ kýs ađ taka ekki sćti sitt, skv. úrslitum á nćsta Íslandsmóti á undan, sbr. 17. gr. skáklaga, telst ţađ hafa sagt sig úr mótinu.

9. gr.

Ef flytja ţarf fleiri liđ upp á milli deilda en gert er ráđ fyrir skv. 17. gr. skáklaga, eđa ef liđ sem á ađ flytjast upp skv. sömu grein kýs ađ taka ekki sćti sitt í efri deild skal bjóđa öđrum liđum úr sömu deild ađ taka sćti ţess í efri deild. Öđrum liđum en ţeim sem samkvćmt 17. gr. skáklaga eiga ađ fćrast upp er heimilt ađ hafna slíku bođi án skýringa. Liđum úr neđri deildinni skal bođiđ ađ fćrast upp um deild í eftirfarandi forgangsröđ:

1.     Liđiđ sem lenti í ţriđja sćti

2.     Ţađ liđanna tveggja sem féll úr efri deildinni sem lenti ţar í nćstneđsta sćti

3.     Liđiđ sem lenti í fjórđa sćti deildarinnar

4.     Ţađ liđanna tveggja sem féllu úr efri deildinni sem lenti ţar í neđsta sćti

5.     Liđiđ sem lenti í fimmta sćti deildarinnar og svo koll af kolli.

Almennt gildir sú regla ađ nćsta liđ sem á ađ fara upp hefur forgang en annars virkar á víxl.

10. gr.

Reglugerđ ţessi er sett međ heimild í 21. gr. skáklaga SÍ og tekur gildi viđ útgáfu hennar.                            


Omar og Elsa efst á hrađkvöldi

OmarOmar Salama og Elsa María Kristínardóttir urđu efst og jöfn á hrađkvöldi Hellis sem haldiđ 8. september.  Ţau fengu bćđi 6˝ vinning í 7 skákum og voru líka jöfn á öllum stigum og innbyrđis viđureignin endađi međ jafntefli ţannig ađ grípa ţurfti til hlutkestis til ađ fá úrslit. Ţá hafđi Omar betur ţegar fiskurinn kom upp. Ţriđji varđ svo Andri Áss Grétarsson međ 5 vinninga. 

 

 

Lokastađan á hrađkvöldinu:

  • 1.   Omar Salama                     6,5v/7 (22, 25, 28)
  • 2.   Elsa María Kristínardóttir    6,5v   (22, 25, 28)
  • 3.   Andri Áss Grétarsson         5v
  • 4.   Ólafur Gauti Ólafsson         4v
  • 5.   Vigfús Vigfússon                4v
  • 6.   Arnar Valgeirsson              3v
  • 7.   Brynjar Steingrímsson        3v
  • 8.   Finnur Sveinbjörnsson        3v
  • 9.   Björgvin Kristbergsson       3v
  • 10.  Pétur Jóhannesson            2,5v
  • 11.  Ottó Hörđur Guđmundsson 1,5v

Pálmi í Mátar

Pálmi R. Pétursson (2105) hefur gengiđ úr Skákfélagi Akureyrar og tilkynnt félagaskipti yfir í nýstofnađ taflfélag, Taflfélagiđ Mátar.

Ritstjóri veit ekkert meira um ţađ nýja félag og óskar hér međ međ eftir meiri upplýsingum!


Unglingaćfingar TR hefjast á laugardag

Skákćfingar (skákkennsla og skákmót) fyrir stelpur og stráka 15 ára og yngri
hefjast ađ nýju hjá Taflfélagi Reykjavíkur laugardaginn 13. september kl. 14
í húsnćđi félagsins Faxafeni 12. Laugardagsćfingarnar verđa í allan vetur
frá kl. 14 - 16. Ţátttaka er ókeypis.


Ný íslensk skákstig

Ný íslensk skákstig komu út í dag og eru ţau miđuđ viđ 1. september.  Íslandsmótiđ er t.d. ekki inn í stigaútreikningum.  Hannes Hlífar Stefánsson er sem fyrr stigahćstur.  Enginn nýliđi er ađ ţessu á listanum.  Hástökkvari listans er Andrzej Misiuga, sem hćkkađi um 75 stig.  Nćstir voru Friđrik Ţjálfi Stefánsson (55), Matthías Pétursson (55), Birkir Karl Sigurđsson (50) og Patrekur Maron Magnússon (50).

Stigahćstu skákmenn landsins:


NafnÍsl.stig

1Hannes H Stefánsson 2645  
2Jóhann Hjartarson 2635  
3Margeir Pétursson 2600  
4Helgi Ólafsson 2540  
5Jón Loftur Árnason 2525  
6Friđrik Ólafsson 2510  
7Héđinn Steingrímsson 2505  
8Helgi Áss Grétarsson 2500  
9Henrik Danielsen2500  
10Karl Ţorsteins 2495  
11Jón Viktor Gunnarsson 2470  
12Stefán Kristjánsson 2465  
13Ţröstur Ţórhallsson 2460  
14Guđmundur Sigurjónsson2445  
15Bragi Ţorfinnsson 2435  
16Björn Ţorfinnsson 2415  
17Arnar Gunnarsson 2405  
18Magnús Örn Úlfarsson 2375  
19Guđmundur Kjartansson 2370  
20Sigurđur Dađi Sigfússon 2360  
21Björgvin Jónsson 2360  
22Ingvar Jóhannesson 2360  

 
Mestu hćkkanir:

 

Nr.NafnNý stigEldriBr.
1Andrzej Misiuga 2235216075
2Friđrik Ţjálfi Stefánsson 1510145555
3Matthías Pétursson 1785173055
4Birkir Karl Sigurđsson 1325127550
5Patrekur Maron Magnússon 1870182050
6Guđmundur Kjartansson          2370232545
7Hrund Hauksdóttir 1190115040
8Örn Stefánsson                 1350131040
9Dađi Ómarsson 2135210035
10Omar Salama 2220219525

 

Reiknuđ mót:

  • Meistaramót Skákskóla Íslands
  • Alţjóđlegt Bođsmót TR
  • Einvígi vegna Ól-16
  • Helgarskákmót Hellis og TR
  • Alţjóđlegt mót Hellis

Jafnframt komu út ný atskákstig.

Skákstigasíđa SÍ

 

 


Hrađkvöld hjá Helli í kvöld

Hrađkvöld hjá Helli verđur haldiđ mánudaginn 8. september í Hellisheimilinu í Mjódd og hefst kl. 20.  Eins og venjulega eru tefldar 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma ţannig ađ mótiđ tekur tiltölulegan stuttan tíma!  Ljúffeng verđlaun í bođi!   Sigurvegarinn fćr pizzu fyrir tvo frá Dominos auk ţess sem einn heppinn útdreginn keppandinn fćr sömu verđlaun. 

Ţátttökugjald er kr. 300 fyrir félagsmenn en kr. 500 fyrir ađra.

Ţátttökugjald er kr. 200 fyrir 15 ára og yngri félagsmenn en kr. 300 fyrir ađra.

Teflt er í Hellisheimilinu, Álfabakka 14a.  

Allir velkomnir!


Sigurđur startađi vel

Sigurđur ArnarsonVetrastarf Skákfélags Akureyrar hófst í dag međ startmóti (hrađskákmóti).  Sigurđur Arnarson sigrađi eftir jafna og tvísýnu baráttu en hann hlaut 8˝ vinning af 12 mögulegum.  Annar varđ Tómas Veigar Sigurđarson og ţriđji varđ Ţór Valtýsson.
 
Lokastađan:
 
1. Sigurđur Arnarson 8,5 af 12.
2. Tómas V Sigurđarson 8
3. Ţór Valtýsson        7,5
4. Sigurđur Eiríksson  3
5. Sveinbjörn Sigurđsson 3.
 
Nćsta mót er 10 mínútna mót á fimmtudag sem hefst kl. 20.00 í Íţróttahöllinni.

MH endađi í öđru sćti - MR međ stóran sigur í lokaumferđinni

Atli Freyr Kristjánsson teflir á fyrsta borđi fyrir MHSkáksveit Menntaskólans viđ Hamrahlíđ endađi í öđru sćti á Norđurlandamóti framhaldsskóla, sem lauk í dag í félagsheimili TR.  Skáksveit Noregs varđ norđurlandameistari.  Skáksveit Menntaskólans í Reykjavíkur vann stóran sigur á dönsku sveitinni, 3˝-˝ og endađi í fjórđa sćti.  Hjá MH stóđ Atla Freyr Kristjánsson sig frábćrlega og fékk 3˝ vinning í fjórum skákum og hćkkar um heil 26 skákstig.  Dađi Ómarsson náđi jafnframt bestum árangri allra á öđru borđi en hann fékk 3 vinninga. 

Úrslit 5. umferđar:

  

Iceland 2, MRRtg-Danmark, Sankt Annć GymnasiumRtg3˝: ˝
Asbjornsson Ingvar 2026-Thestrup Sixten 1883˝ - ˝
Kristinsson Bjarni Jens 1912-Christanssen Andreas Ryding Lund 13001 - 0
Oskarsson Aron Ingi 1888-Torp-Hansen Mathias Frost 13001 - 0
Frigge Paul Joseph 1826-Schulz Albert Johannes Mardechai 12001 - 0

 

Lokastađan:

Rk.TeamTB1TB2
1Norge, Toppidrettsgymnas (NTG)12,58
2Iceland 1, MH10,54
3Sverige, Gymnasieskolen Metapontum9,05
4Iceland 2, MR7,03
5Danmark, Sankt Annć Gymnasium1,00


Árangur sveitanna:

 

2. Iceland 1, MH (10,5 / 4)
Bo. NameRtgPts. nrtg+/-
1 Kristjansson Atli Freyr 20703,5 426,4
2 Omarsson Dadi 20293,0 46,3
3 Petursson Matthias 18782,5 45,7
4 Finnbogadottir Tinna Kristin 16551,5 4-1,5
4. Iceland 2, MR (7 / 3)
Bo. NameRtgPts. nrtg+/-
1FMKjartansson Gudmundur 23280,5 1-4,2
2 Asbjornsson Ingvar 20262,0 43,3
3 Kristinsson Bjarni Jens 19122,0 3-1,0
4 Oskarsson Aron Ingi 18881,0 3-20,5
5 Frigge Paul Joseph 18261,5 4-18,8


Fimm sveitir tóku ţátt.  Engin finnsk sveit tóku ţátt og Danirnir munu hafa tilkynnt ađ ţetta verđi í síđasta sinn sem ţeir taki ţátt í keppninni og veitti danska skáksambandiđ dönsku sveitinni engan fjárhagslegan stuđning.  


SA startar starfseminni međ Startmóti

"Startmótiđ" hjá Skákfélagi Akureyrar hefst kl.
14.00 í Íţróttahöllinni í dag, en ţađ eru tefldar fimm mínútna skákir. Startmótiđ
er upphaf vetrastarf Skákfélags Akureyrar. 


MH međ stórsigur - MR tapađi

Skáksveit Menntaskólans viđ Hamrahlíđ vann stórsigur, 4-0, á dönsku sveitinni í fjórđu og nćstsíđustu umferđ Norđurlandamóts framhaldsskólasveita sem fram fór í dag.  Skáksveit Menntaskólans í Reykjavík tapađi hins vegar 1-3 fyrir norsku sveitinni.  MH er í efsta sćti fyrir lokaumferđina.  Engu ađ síđur er ekki tölfrćđilegur möguleiki á sigri sveitarinnar ţar sem hún situr yfir í lokaumferđinni og ljóst ađ annađhvort norska og/eđa sćnska fara upp fyrir hana.  

Úrslit 4. umferđar:

 

Norge, Toppidrettsgymnas (NTG)Rtg-Iceland 2, MRRtg3 : 1
Getz Nicolai 2111-Kjartansson Gudmundur 2328˝ - ˝
Hagen Anders Gjerdum 2084-Asbjornsson Ingvar 2026˝ - ˝
Haugstad Espen 2032-Kristinsson Bjarni Jens 19121 - 0
Gandrud Vegar Koi 2002-Frigge Paul Joseph 18261 - 0
Danmark, Sankt Annć GymnasiumRtg-Iceland 1, MHRtg0 : 4
Thestrup Sixten 1883-Kristjansson Atli Freyr 20700 - 1
Christanssen Andreas Ryding Lund 1300-Omarsson Dadi 20290 - 1
Torp-Hansen Mathias Frost 1300-Petursson Matthias 18780 - 1
Schulz Albert Johannes Mardechai 1200-Finnbogadottir Tinna Kristin 16550 - 1


Stađan:

  1. MH 10,5 v.
  2. Noregur 9,5 v.
  3. Svíţjóđ 8 v.
  4. MR 3,5 v.
  5. Danmörk 0,5 v.

 

Fimm sveitir taka ţátt.  Engin finnsk sveit tekur ţátt og Danirnir munu hafa tilkynnt ađ ţetta verđi í síđasta sinn sem ţeir taki ţátt í keppninni og veitir danska skáksambandiđ dönsku sveitinni engan fjárhagslegan stuđning.  

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 74
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 244
  • Frá upphafi: 8779937

Annađ

  • Innlit í dag: 58
  • Innlit sl. viku: 145
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 56

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband