Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íslenskar skákfréttir

Dađi sigrađi á öđru Sumarmóti Vinnuskólans og Skákakademíunnar

Dađi ÓmarssonAnnađ sumarmót Vinnuskólans í Reykjavík og Skákakademíu Reykjavíkur var vel sótt af keppendum og áhorfendum. Alls tóku 26 keppendur ţátt í mótinu og var hart barist í veđurblíđunni.

Krakkar af skák- og leikjanámskeiđi Skákakademíunnar voru áberandi í hópi ţátttakenda sem og unglingar í Landnemahópi Vinnuskólans en einnig létu nokkrir kunnir meistarar sjá sig eins og Róbert Lagerman, Rúnar Berg, Dađi Ómarsson, Stefán Bergsson, Ingi Tandri Traustason og Birgir Berndsen.

Ţađ má ţví međ sanni segja ađ mótiđ hafi veriđ litskrúđugt enda vakti ţađ töluverđa athygli međal gangandi vegfarenda nutu veđurblíđunnar.

Dađi Ómarsson og Rúnar Berg urđu efstir í mótinu međ 4,5 vinninga af 5 mögulegum. Ţeir gerđu innbyrđis jafntefli í baráttuskák en lögđu ađra andstćđinga sína ađ velli.  Til gamans ákváđu skákstjórarnir, Björn Ţorfinnsson og Davíđ Kjartansson, ađ tefld yrđi ein úrslitskák á stóra útitaflinu međ 10 mín. umhugsunartíma. Rúnar og Dađi tóku vel í hugmyndina og varđ úr hin besta skemmtun, sérstaklega í byrjun ţar sem skákmennirnir úđuđu út leikjunum međ ógnarhrađa enda vill enginn lenda í tímahraki á ţessu stóra borđi! Ţegar upp var stađiđ hafđi Dađi sigur og var ţví úrskurđađur sigurvegari mótsins.

Í ţriđja sćti á stigum varđ Ólafur Gauti Ólafsson en hann hlaut fjóra vinninga eins og nokkrir ađrir skákmenn. Ólafur vann fjórar fyrstu skákirnar sínar og var einn efstur fyrir síđustu umferđ en varđ ađ játa sig sigrađan eftir mikla baráttu gegn Dađa Ómarssyni. 

Efnilegasti keppandinn var svo útnefndur Sigurđur Kjartansson, átta ára gamall labbakútur úr Kópavogi en hann hlaut ţrjá vinninga.

Skemmtilegu móti var svo slitiđ međ ţví ađ sigurvegararnir fengu afhent gómsćt verđlaun frá Hamborgarbúllunni.

Nćsta sumarmót verđur haldiđ miđvikudaginn 15.júlí, kl.13.00. viđ útitafliđ í Lćkjargötu.


Skákkeppni Landsmóts UMFÍ hefst á morgun - liđsskipan liggur fyrir

Skákkeppni Landsmóts UMFÍ hefst á morgun.  Liđsskipan liđanna liggur nú fyrir og er liđ Bolvíkinga langsigurstranglegast.  Akureyringar eru nćststerkastir á pappírnum en skammt á eftir eru núverandi meistarar Fjölnis.   

Međalstig liđanna:

  1. HSB - Bolar (2299) 
  2. UFA/UMSE - SA (2197)
  3. Fjölnir (2123)
  4. ÍBA - SA (2073)
  5. ÍBV - TV (1998)
  6. HSK - SSon (1975)
  7. UMSK - TG (1938)
  8. UMFN - SR (1841)
  9. ÚÍA - SSaust (1796)
  10. HSŢ - Gođinn (1684)
  11. UMSB - (1385)


Liđsskipan:

 

1. UMSK (RtgAvg:1938 / TB1: 0 / TB2: 0)
Bo. NameRtg
1 Ragnarsson Johann 2100
2 Sigurdsson Pall 1890
3WFMThorsteinsdottir Gudlaug 1925
4 Vilmundarson Leifur Ingi 1835
2. UFA/UMSE (RtgAvg:2197 / TB1: 0 / TB2: 0)
Bo. NameRtg
1 Sigurpalsson Runar 2305
2 Karason Askell O 2070
3 Thorhallsson Gylfi 2140
4FMNaes Flovin Tor 2262
5 Kristjansson Olafur 2080
6 Hansson Gudmundur Freyr 1710
7 Halldorsson Hjorleifur 1855
3. Fjölnir (RtgAvg:2123 / TB1: 0 / TB2: 0)
Bo. NameRtg
1FMKjartansson David 2335
2 Halldorsson Jon Arni 2045
3 Thorsteinsson Erlingur 2100
4 Petursson Gudni 2010
5 Helgadottir Sigridur Bjorg 1650
4. HSK (RtgAvg:1975 / TB1: 0 / TB2: 0)
Bo. NameRtg
1 Jonsson Pall Leo 2110
2 Gunnarsson Magnus 2050
3 Sigurmundsson Gudbjorn 1820
5 Sigurmundsson Ingimundur 1920
6 Matthiasson Magnus 1725
7 Gudbjornsson Arni 0
5. HSŢ (RtgAvg:1684 / TB1: 0 / TB2: 0)
Bo. NameRtg
1 Gislason Petur 1825
2 Isleifsson Runar 1710
3 Sigurdsson Jakob Saevar 1685
4 Baldursson Gestur Vagn 1440
5 Akason Aevar 0
6 Olgeirsson Armann 1515
7 Asmundsson Sigurbjorn 1265
6. UMFN (RtgAvg:1841 / TB1: 0 / TB2: 0)
Bo. NameRtg
1 Jonatansson Helgi E 1990
2 Ingason Olafur G 1865
3 Jonsson Sigurdur H 1750
4 Snorrason Snorri 1760
5 Svansson Patrick 1735
7. ÍBA (RtgAvg:2073 / TB1: 0 / TB2: 0)
Bo. NameRtg
1 Halldorsson Halldor 2275
2 Bergsson Stefan 2010
3 Valtysson Thor 2020
4 Arnarson Sigurdur 1830
5 Eiriksson Sigurdur 1985
6 Karlsson Mikael Johann 1690
8. ÍBV (RtgAvg:1998 / TB1: 0 / TB2: 0)
Bo. NameRtg
1 Karlsson Bjorn-Ivar 2220
2 Einarsson Einar Kristinn 2095
3 Unnarsson Sverrir 1950
4 Sverrisson Nokkvi 1725
9. ÚÍA (RtgAvg:1796 / TB1: 0 / TB2: 0)
Bo. NameRtg
1 Kristinsson Bjarni Jens 1685
2 Jonsson Vidar 1910
3 Gestsson Sverrir 1870
4 Geirsson Albert Omar 1720
5 Valgeirsson Magnus 1680
10. HSB (RtgAvg:2299 / TB1: 0 / TB2: 0)
Bo. NameRtg
1IMGunnarsson Jon Viktor 2440
2IMArngrimsson Dagur 2205
3FMGudmundsson Elvar 2395
4 Ornolfsson Magnus P 2155
5 Arnalds Stefan 1810
11. UMSB (RtgAvg:1385 / TB1: 0 / TB2: 0)
Bo. NameRtg
1 Finnbogadottir Tinna Kristin 1480
2 Eidsson Johann Oli 1660
3 Ingolfsson Finnur 0
4 Finnbogadottir Hulda Run 1105

 

 


Landsmót UMFÍ hefst á morgun á Akureyri - 11 liđ taka ţátt

Keppni í skák á Landsmóti UMFÍ 2009 hefst kl 13.00 á morgunn föstudag 10. júlí í Glerárskóla.

Keppnisliđin eru ellefu:

 Ungmenna- eđa Íţróttafélög

skammst.

 

 

 Ungmennafélag Fjölnir

  UMFF

 

 

 Hérađssamband Bolungarvíkur

 HSB

 

 

Ungmennasamb. Eyjaf. og Umf.Ak.

UMSE/UFA

 

 

Íţróttabandalag Akureyrar

  ÍBA

 

 

Hérađssamband Ţingeyinga

  HSŢ

 

 

Ungmenna - og Íţróttasamband Austurlands

  UÍA

 

 

Hérađssambaniđ Skarphéđins

  HSK

 

 

Ungmennasamband Kjalarnesţings

 UMFK

 

 

Ungmennafélag Njarđvíkur

 UMFN

 

 

Ungmennasamband Borgarfjarđar

 UMSB

 

 

Íţróttabandalag Vestmanneyja 

 ÍBV 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjölnir sigrađi á síđasta Landsmóti haldiđ í Kópavogi 2007.

Hver sveit er skipuđ 4 einstaklingum plús varamanna

Teflar verđa atskákir, 25 mínútur á keppenda.  Mótiđ er reiknađ til skákstiga(atskákstig) Tefldar verđa 11. umferđir, allir viđ alla, hefst kl. 13.00.  á föstudag 5. umf. og á laugardag 11. júlí 6 umf og hefst tafliđ kl. 13.00.

Tćknifundur verđur haldinn föstudaginn 10. júlí 2009 kl. 12.00 á mótsstađ, og verđur ţá dregiđ um töfluröđ.


Útiskákmót á Lćkjartorgi í dag

Skákakademía ReykjavíkurSkákakademía Reykjavíkur og Vinnuskóli Reykjavíkur standa ađ dag í ađ útiskákmóti viđ útitafliđ á Lćkjartorgi.  Mótiđ hefst kl. 13 og er öllum opiđ.  Ókeypis ađgangur.   Tefldar verđa 6 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma og munu bragđgóđ verđlaun (ís) vera í bođi.

Slíkt útimót mun vera haldiđ alla miđvikudag út júlí.   

 


Björn og Davíđ efstir í Rauđakrosshúsinu

Tíu manns mćttu til leiks á hrađskákmót Skákfélags Vinjar og Hróksins sem haldiđ var í Rauđakrosshúsinu, Borgartúni 25, á mánudaginn. Á međan Jóhann Thoroddsen, sálfrćđingur hjá Rauđa krossinum, var međ fyrirlestur um sálrćnan stuđning í einu horninu og hressar konur í prjónahóp voru á fullu í öđru, föndruđu skákmenn međ fléttur og gambíta í miđjum sal og börđu klukkur.

Tefldar voru fimm umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma og hart var tekist á. Ţeir Björn Ţorfinnsson og Davíđ Kjartansson, sem eru ekki síđur frćgir fyrir takta á knattspyrnuvelli en viđ borđiđ, gerđu jafntefli en unnu annars andstćđinga sína og voru efstir međ 4,5 vinninga. Hrannar Jónsson, Elsa María Kristínardóttir og Sigurjón Friđţjófsson fengu 3 og ađrir minna.  

Bođiđ var upp á heljarinnar súkkulađikökur međ kaffinu auk ţess sem allir ţátttakendur fengu bókavinning. Björn og Hrannar stýrđu mótinu af stakri snilld og allir fóru búttađir og sáttir heim


Vinjarskákmót í Rauđakrosshúsinu í dag

Mánudaginn 6. júlí, kl. 13:30 halda Skákfélag Vinjar og Hrókurinn skákmót í Rauđakrosshúsinu, Borgartúni 25.

Tefldar verđa fimm umferđir eftir Monradkerfi ţar sem umhugsunartími er sjö mínútur.

Vinningar fyrir efstu sćtin auk ţess sem dregnir verđa út happadrćttisvinningar.

Skákstjórar eru snillingarnir Björn Ţorfinnsson og Hrannar Jónsson.

Allir hjartanlega velkomnir og auđvitađ er heitt á könnunni.

Rauđakrosshúsiđ var opnađ í byrjun mars sl. og ţar er bođiđ upp á dagskrá alla daga: fyrirlestra, námskeiđ ýmiskonar auk ţess sem sálfrćđingar, prestar og ráđgjafar veita viđtöl. Tölvur eru á stađnum auk margskonar afţreyingar. Opnunartími er 12-17.

Guđmundur enn međ jafntefli í Lundúnum

Guđmundur Kjartansson

FIDE-meistarinn Guđmundur Kjartansson (2388) gerđi jafntefli viđ enska alţjóđlega meistarann Simon Ansell (2394) í sjöundu umferđ Big Slick-skákmótsins, sem fram fór í London í dag.  Fjórđa jafntefli Guđmundar í jafn mörgum skákum.  Guđmundur hefur 2 vinninga og er í 9. sćti.

Rússarnir Alexander Cherniav (2423), stórmeistari, og Alexei Slavin (2308) eru efstir međ 5 vinninga.  Í 3.-4. sćti, međ 4,5 vinning, eru stórmeistararnir Keith Arkell (2517), Englandi, og Luis Galego (2454), Portúgal. 

Guđmundur teflir viđ Galego í áttundu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer á morgun.

Alls taka 10 skákmenn ţátt í efsta flokki og tefla ţeir allir viđ alla.  Til ađ ná áfanga ađ stórmeistaraáfanga ţarf 7 vinninga en til ađ ná áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli ţarf 5,5 vinning.

Heimasíđa mótsins


Davíđ Kjartansson sigrađi á fyrsta sumarmóti Vinnuskólans og Akademíunnar

Sumarskákmót Vinnuskólans og SRFyrsta sumarmót Vinnuskóla Reykjavíkur og Skákakademíu Reykjavíkur fór fram miđvikudaginn 1.júlí síđastliđinn viđ útitafliđ í Lćkjargötu. Mótiđ hófst kl.13.00 og voru tefldar fimm umferđir međ 7 mín. umhugsunartíma. Veđriđ var afar milt og gott ţótt ađ sólin hafi ekki látiđ á sér krćla ađ ţessu sinni. Alls tóku 24 skákmenn ţátt í mótinu og settu börn úr skák-og leikjanámskeiđi Skákakademíu Reykjavíkur sem og unglingar úr Landnemahópi Vinnuskólans í Reykjavík mikinn svip á mótiđ.

Ívar Örn Sverrisson, leiđbeinandi Landnemahópsins, hóf fyrstu umferđ međ ţví ađ etja kappi viđ hinn átta ára Sumarskákmót Vinnuskólans og SRgamla Sigurđ Kjartansson, sem er mikiđ efni. Til ađ byrja međ leit stađa Ívars ekkert sérstaklega vel út en svo kom ađ ţví ađ hann náđi ađ snúa á litla labbakútinn og tryggja sér unniđ tafl. Ţá tók ađ saxast allverulega á tíma keppenda sem endađi međ ţví ađ Ívar pattađi Sigurđ! Báđir stóđu sig vel í mótinu, Ívar endađi međ 3,5 vinninga en Sigurđur 2,5.

Ţađ kom hinsvegar engum á óvart ađ FIDE-meistarinn Davíđ Kjartansson bar sigur úr býtum međ fullu húsi en nćstir komu ţeir Stefán Bergsson og Ólafur Kjaran međ fjóra vinninga. Ţar sem léttleikinn var svo sannarlega í fyrirrúmi á mótinu var ákveđiđ ađ Davíđ myndi leggja sigurinn í mótinu ađ veđi gegn Stefáni Bergssyni (sem var hćrri á stigum en Ólafur) í einni úrslitaskák í lokin. Sú skák fór fram á sjálfu útitaflinu og var tefld međ klukku. Tilgangurinn var sá ađ afsanna ađ skák vćri ekki íţrótt en viđbúiđ ađ viđureignin yrđi verulega athyglisverđ ef keppendur kćmust í mikiđ tímahrak. Úrslitaskákin var spennandi og vel tefld af báđum keppendum en ţegar ţeir félagar voru farnir ađ herđa verulega á gönguhrađanum ţá varđ Stefáni á fingurbrjótur sem Davíđ nýtti sér til sigurs.

Báđir fengu ţeir bragđgóđ verđlaun frá ísbúđinni Dairy Queen á Ingólfstorgi. Ţađ sama gilti um Odd Stefánsson, níu ára gamlan ţátttakenda í skák-og leikjanámskeiđi Skákakademíunnar, en hann var útnefndur „efnilegasti keppandinn" enda hlaut hann ţrjá vinninga sem var afar vel gert. Smári Arnarson, jafnaldri Odds, fékk einnig ţrjá vinninga en var lćgri á stigum. Ţá var brugđiđ á ţađ ráđ ađ veita sárabótarverđlaun sem var pakki af Match Attax fótboltamyndum. Mátti ekki á milli sjá hvor var sáttari međ verđlaunin sín, Smári eđa Oddur.

En fyrsta sumarmótiđ var afar velheppnađ og er ráđlagt ađ slík mót verđi haldin vikulega út júlí.


Skákmót í Rauđakrosshúsinu, Borgartúni 25, á mánudag

Mánudaginn 6. júlí, kl. 13:30 halda Skákfélag Vinjar og Hrókurinn skákmót í Rauđakrosshúsinu, Borgartúni 25.

Tefldar verđa fimm umferđir eftir Monradkerfi ţar sem umhugsunartími er sjö mínútur.

Vinningar fyrir efstu sćtin auk ţess sem dregnir verđa út happadrćttisvinningar.

Skákstjórar eru snillingarnir Björn Ţorfinnsson og Hrannar Jónsson.

Allir hjartanlega velkomnir og auđvitađ er heitt á könnunni.

Rauđakrosshúsiđ var opnađ í byrjun mars sl. og ţar er bođiđ upp á dagskrá alla daga: fyrirlestra, námskeiđ ýmiskonar auk ţess sem sálfrćđingar, prestar og ráđgjafar veita viđtöl. Tölvur eru á stađnum auk margskonar afţreyingar. Opnunartími er 12-17.

Guđmundur međ jafntefli í fimmtu umferđ

Guđmundur KjartanssonFIDE-meistarinn Guđmundur Kjartansson (2388) gerđi jafntefli viđ rússneska skákmanninn Alexei Slavin (2308) í fimmtu umferđ Big Slick-skákmótsins, sem fram fór í dag í Lundúnum.  Guđmundur hefur 1 vinning og er tíundi.  Í sjöttu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Guđmundur viđ enska stórmeistarann Daniel W. Gormally (2487).   

Efstir međ 3,5 vinning eru enski stórmeistarinn Keith Arkell (2517), rússneski stórmeistarinn Alexmder Cherniav (2423) og áđurnefndur Slavin. 

Alls taka 10 skákmenn ţátt í efsta flokki og tefla ţeir allir viđ alla.  Til ađ ná áfanga ađ stórmeistaraáfanga ţarf 7 vinninga en til ađ ná áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli ţarf 5,5 vinning.


Heimasíđa mótsins

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 15
  • Sl. sólarhring: 70
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 8779389

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 136
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband