Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Íslendingar erlendis

Henrik og Björn unnu báðir í áttundu umferð

Henrik að tafli í LúxStórmeistarinn Henrik Danielsen (2482) og alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson (2422) unnu báðir í áttundu umferð Scandinavian Open, sem fram fór í dag í Kaupmannahöfn.  Henrik vann  danska alþjóðlega meistarann Simon Bekker-Jensen (2411) en Björn lagði úkraínsku skákkonuna Natalia Zdebskaja (2438), sem er stórmeistari kvenna.   Henrik hefur 4,5 vinning og er í 5.-9. sæti en Björn hefur 4 vinninga og er í 10.-11. sæti.  

Úkraínski stórmeistarinn Yuri Drozdovskij (2603) og þýski alþjóðlegi meistarinn Thorsten Michael Haub (2448) eru efstir með 6 vinninga.  Þriðji er sænski alþjóðlegi meistarinn Hans Tikkanen (2425) með 5,5 vinning. 

Frídagur er á morgun en í níundu umferð, sem fram fer á laugardag, teflir Henrik við Drozdovskij en Björn við heldur áfram í stórmeisturum kvenna og teflir við indversku skákkonuna Tania Sachdev (2423).

Heimasíða mótsins

Björn gerði jafntefli í Köben

Björn ÞorfinnssonAlþjóðlegi meistarinn, Björn Þorfinnsson (2422), gerði jafntefli við  Finnann Olli Sisattö (2286) í sjöundu umferð Scandinavian Open sem fram fór í kvöld.  Henrik Danielsen (2482) gerði jafntefli við sænska alþjóðlega meistarann Nils Grandelius (2491).  Henrik hefur 3,5 vinning og er í 9.-10. sæti en Björn hefur 3 vinninga og er í 11.-16. sæti.

Efstur með 5½ vinning er úkraínski stórmeistarinn Yuri Drozdovskij (2603) og annar er þýski alþjóðlegi meistarinn Thorsten Michael Haub (2448) með 5 vinninga.  

Í áttundu umferð, sem fram fer í fyrramálið, teflir Henrik við danska alþjóðlega meistarann Simon Bekker-Jensen (2411) en Björn við úkraínsku skákkonuna Natalia Zdebskaja (2438), sem er stórmeistari kvenna. 

Heimasíða mótsins


Henrik vann Björn

HenrikStórmeistarinn Henrik Danielsen (2482) vann Björn Þorfinnsson (2422) í sjöttu umferð Scandinavian Open sem fram fór í dag í Kaupmannahöfn.  Henrik hefur 3½ vinning og er í 5.-9. sæti en Björn hefur 2½ vinning og er í 13.-16. sæti.

Efstir með 4½ vinning eru eru þýski alþjóðlegi meistarinn Thorsten Michael Haub (2448) og úkraínski stórmeistarinn Yuri Drozdovskij (2603).

Í sjöundu umferð, sem hófst nú kl. 16, teflir Henrik við sænska Eyjapeyjann Nils Grandelius (2491) en Björn teflir við  Finnann Olli Sisattö (2286).

Heimasíða mótsins


Björn sigraði í fimmtu umferð

BjörnAlþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson (2422) vann sína aðra skák í röð er hann sigraði bosníska FIDE-meistarann Jasmin Bejtovic (2306) í fimmtu umferð Scandinavian Open, sem fram fór í dag, í Kaupmannahöfn.  Henrik Danielsen (2482) tapaði hins vegar fyrir pólska stórmeistaranum Miroslaw Grabarczyk (2469).  Báðir hafa þeir 2½ vinning og eru í 8.-14. sæti.  Þeir mætast í fimmtu umferð, sem fram fer í fyrramálið. 

Efstir með 4 vinninga eru þýski alþjóðlegi meistarinn Thorsten Michael Haub (2448) og úkraínski stórmeistarinn Yuri Drozdovskij (2603).

Heimasíða mótsins


Björn sigraði í fjórðu umferð

Alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson (2422) vann Danann Bo Jackobsen (2325) í fjórðu umferð Scandinavian Open sem fram fór í Kaupmannahöfn í dag.  Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2482) gerði jafntefli við forystusauðinn þýska alþjóðlega meistarann Thorstein Michael Haub (2448).  Henrik hefur 2,5 vinning og er í 4.-8. sæti en Björn hefur 1,5 vinning og er í 14.-18. sæti.  

Efstir með 3 vinninga eru Haub, úkraínski stórmeistarinn Yuri Drozdovskij (2603) og sænski Eyjamaðurinn Nils Grandelius (2491).  

Í fimmtu umferð, sem fram fer á morgun, teflir Henrik við pólska stórmeistarann Miroslaw Grabarczyk (2469) en Björn við bosníska FIDE-meistarann Jasmin Bejtovic (2306).  

Heimasíða mótsins


Henrik vann í þriðju umferð

Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2482) vann sænska alþjóðlega meistarann Axel Smith (2383) í þriðju umferð Scandinavian Open, sem fram fór í dag í Kaupmannahöfn.  Björn Þorfinnsson (2422) tapaði fyrir danska stórmeistarann Carsten Höi (2387).  Henrik hefur 2 vinninga og er í 2.-9. sæti en Björn hefur ½ vinning og er í 18.-19. sæti.  

Þýski alþjóðlegi meistarinn Thorstein Michael Haub (2448) er efstur með 2½ vinning.  Í fjórðu umferð, sem fram fer á morgun, teflir Henrik við Haub en Björn teflir við Baunann Bo Jackobsen (2325). 

 

Heimasíða mótsins

Hrund í 2. sæti á NM stúlkna!

HrundHrund Hauksdóttir endaði í öðru sæti í sínum aldursflokki á Norðurlandamóti stúlkna sem lauk í dag í Stokkhólmi.  Hrund hlaut 3½ vinning og varð í 2.-3. sæti en hafði 2. sætið eftir stigaútreikning.   Jóhanna Björg Jóhannsdóttir varð í 3.-5. sæti en endaði í fimmta sæti eftir stigaútreikning.  

Lokastaða íslensku stúlknanna er sem hér segir:

A-flokkur:

  • 4.-7. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 2½ v.
  • 8.-9. Elsa María Kristínardóttir 2 v.

B-flokkur:

  • 3.-5. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 3 v.
  • 6.-7. Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir 2½ v.

C-flokkur:

  • 2.-3. Hrund Hauksdóttir 3½ v. (í 2. sæti eftir stigaútreikning)
  • 11. Hulda Rún Finnbogadóttir 1 v.

Helgi Ólafsson var liðsstjóri íslensku sendinefndarinnar. 


Henrik vann í 2. umferð

Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2482) vann Finnann Olli Sisattö (2286) í 2. umferð Scandinavian Open sem fram fór í Köben í morgun.  Björn Þorfinnsson (2422) gerði jafntefli við sænska alþjóðlega meistarann Axel Smith (2383).   Henrik hefur 1 vinning en Björn hefur 0,5 vinning.  Í 3. umferð, sem hefst kl. 16, mætir Henrik Axel en Björn teflir við danska stórmeistarann Carsten Höi (2387).

Þýski alþjóðlegi meistarinn Thorstein Michael Haub (2448) er efstur með 2 vinninga. 

Hægt er að fylgjast með skákunum beint á vefsíðu mótsins.  

Heimasíða mótsins

Hallgerður í 2.-6. sæti á NM stúlkna

 

Elsa, Jóhanna og Geirþrúður

Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (1951) er í 2.-6. sæti með 2 vinninga eftir 3 umferðir á NM stúlkna á sem fram fer um helgina í Stokkhólmi.  Hallgerður teflir í a-flokki.  Staða íslensku stúlknanna er sem hér segir:

 

 

 

A-flokkur:

  • 2.-6. Hallgerður Helga 2 v.
  • 7.-9. Elsa María 1 v.

B-flokkur:

  • 5.-6. Jóhanna Björg 1½ v.
  • 7.-8. Geirþrúður Anna 1 v.

C-flokkur:

  • 5.-8. Hrund 1½ v.
  • 11.-12. Hulda Rún 0 v.

Í dag lýkur mótinu með 4. og 5. umferð  Á heimasíðu mótsins er valdar skákir sýndar beint.  Nú eru m.a. skákir Hallgerðar, Jóhönnu, Geirþrúðar og Hrundar sýndar beint.  Hrund hefur þegar sigrað í sinni skák.  


Henrik og Björn töpuðu

Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2482) og alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson (2422) töpuðu báðir sínum skákum í fyrstu umferð Scandinavian Open, sem fram fór í gær í Köben.   Henrik fyrir sænska FIDE-meistarann Daniel Semcesen (2387) en Björn fyrir danska FIDE-meistarann Daniel Vesterbæk Pedersen (2251).  Fall er fararheill!

Í dag eru tefldar tvær skákir og hófst sú fyrri kl. 9.  Henrik teflir við Finnann Olli Sisattö (2286) og Björn við sænska alþjóðlega meistarann Axel Smith (2383).

Hægt er að fylgjast með skákunum beint á vefsíðu mótsins.  

Heimasíða mótsins

« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 8780706

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband