Færsluflokkur: Íslendingar erlendis
23.4.2009 | 14:50
Henrik og Björn unnu báðir í áttundu umferð
Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2482) og alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson (2422) unnu báðir í áttundu umferð Scandinavian Open, sem fram fór í dag í Kaupmannahöfn. Henrik vann danska alþjóðlega meistarann Simon Bekker-Jensen (2411) en Björn lagði úkraínsku skákkonuna Natalia Zdebskaja (2438), sem er stórmeistari kvenna. Henrik hefur 4,5 vinning og er í 5.-9. sæti en Björn hefur 4 vinninga og er í 10.-11. sæti.
Úkraínski stórmeistarinn Yuri Drozdovskij (2603) og þýski alþjóðlegi meistarinn Thorsten Michael Haub (2448) eru efstir með 6 vinninga. Þriðji er sænski alþjóðlegi meistarinn Hans Tikkanen (2425) með 5,5 vinning.
Frídagur er á morgun en í níundu umferð, sem fram fer á laugardag, teflir Henrik við Drozdovskij en Björn við heldur áfram í stórmeisturum kvenna og teflir við indversku skákkonuna Tania Sachdev (2423).
Heimasíða mótsinsÍslendingar erlendis | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2009 | 22:42
Björn gerði jafntefli í Köben
Alþjóðlegi meistarinn, Björn Þorfinnsson (2422), gerði jafntefli við Finnann Olli Sisattö (2286) í sjöundu umferð Scandinavian Open sem fram fór í kvöld. Henrik Danielsen (2482) gerði jafntefli við sænska alþjóðlega meistarann Nils Grandelius (2491). Henrik hefur 3,5 vinning og er í 9.-10. sæti en Björn hefur 3 vinninga og er í 11.-16. sæti.
Efstur með 5½ vinning er úkraínski stórmeistarinn Yuri Drozdovskij (2603) og annar er þýski alþjóðlegi meistarinn Thorsten Michael Haub (2448) með 5 vinninga.
Í áttundu umferð, sem fram fer í fyrramálið, teflir Henrik við danska alþjóðlega meistarann Simon Bekker-Jensen (2411) en Björn við úkraínsku skákkonuna Natalia Zdebskaja (2438), sem er stórmeistari kvenna.22.4.2009 | 16:55
Henrik vann Björn
Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2482) vann Björn Þorfinnsson (2422) í sjöttu umferð Scandinavian Open sem fram fór í dag í Kaupmannahöfn. Henrik hefur 3½ vinning og er í 5.-9. sæti en Björn hefur 2½ vinning og er í 13.-16. sæti.
Efstir með 4½ vinning eru eru þýski alþjóðlegi meistarinn Thorsten Michael Haub (2448) og úkraínski stórmeistarinn Yuri Drozdovskij (2603).
Í sjöundu umferð, sem hófst nú kl. 16, teflir Henrik við sænska Eyjapeyjann Nils Grandelius (2491) en Björn teflir við Finnann Olli Sisattö (2286).
21.4.2009 | 21:42
Björn sigraði í fimmtu umferð
Alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson (2422) vann sína aðra skák í röð er hann sigraði bosníska FIDE-meistarann Jasmin Bejtovic (2306) í fimmtu umferð Scandinavian Open, sem fram fór í dag, í Kaupmannahöfn. Henrik Danielsen (2482) tapaði hins vegar fyrir pólska stórmeistaranum Miroslaw Grabarczyk (2469). Báðir hafa þeir 2½ vinning og eru í 8.-14. sæti. Þeir mætast í fimmtu umferð, sem fram fer í fyrramálið.
Efstir með 4 vinninga eru þýski alþjóðlegi meistarinn Thorsten Michael Haub (2448) og úkraínski stórmeistarinn Yuri Drozdovskij (2603).
20.4.2009 | 17:54
Björn sigraði í fjórðu umferð
Alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson (2422) vann Danann Bo Jackobsen (2325) í fjórðu umferð Scandinavian Open sem fram fór í Kaupmannahöfn í dag. Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2482) gerði jafntefli við forystusauðinn þýska alþjóðlega meistarann Thorstein Michael Haub (2448). Henrik hefur 2,5 vinning og er í 4.-8. sæti en Björn hefur 1,5 vinning og er í 14.-18. sæti.
Efstir með 3 vinninga eru Haub, úkraínski stórmeistarinn Yuri Drozdovskij (2603) og sænski Eyjamaðurinn Nils Grandelius (2491).
Í fimmtu umferð, sem fram fer á morgun, teflir Henrik við pólska stórmeistarann Miroslaw Grabarczyk (2469) en Björn við bosníska FIDE-meistarann Jasmin Bejtovic (2306).
19.4.2009 | 20:22
Henrik vann í þriðju umferð
Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2482) vann sænska alþjóðlega meistarann Axel Smith (2383) í þriðju umferð Scandinavian Open, sem fram fór í dag í Kaupmannahöfn. Björn Þorfinnsson (2422) tapaði fyrir danska stórmeistarann Carsten Höi (2387). Henrik hefur 2 vinninga og er í 2.-9. sæti en Björn hefur ½ vinning og er í 18.-19. sæti.
Þýski alþjóðlegi meistarinn Thorstein Michael Haub (2448) er efstur með 2½ vinning. Í fjórðu umferð, sem fram fer á morgun, teflir Henrik við Haub en Björn teflir við Baunann Bo Jackobsen (2325).Heimasíða mótsins
19.4.2009 | 18:09
Hrund í 2. sæti á NM stúlkna!
Hrund Hauksdóttir endaði í öðru sæti í sínum aldursflokki á Norðurlandamóti stúlkna sem lauk í dag í Stokkhólmi. Hrund hlaut 3½ vinning og varð í 2.-3. sæti en hafði 2. sætið eftir stigaútreikning. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir varð í 3.-5. sæti en endaði í fimmta sæti eftir stigaútreikning.
Lokastaða íslensku stúlknanna er sem hér segir:
A-flokkur:
- 4.-7. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 2½ v.
- 8.-9. Elsa María Kristínardóttir 2 v.
B-flokkur:
- 3.-5. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 3 v.
- 6.-7. Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir 2½ v.
C-flokkur:
- 2.-3. Hrund Hauksdóttir 3½ v. (í 2. sæti eftir stigaútreikning)
- 11. Hulda Rún Finnbogadóttir 1 v.
Helgi Ólafsson var liðsstjóri íslensku sendinefndarinnar.
19.4.2009 | 15:42
Henrik vann í 2. umferð
Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2482) vann Finnann Olli Sisattö (2286) í 2. umferð Scandinavian Open sem fram fór í Köben í morgun. Björn Þorfinnsson (2422) gerði jafntefli við sænska alþjóðlega meistarann Axel Smith (2383). Henrik hefur 1 vinning en Björn hefur 0,5 vinning. Í 3. umferð, sem hefst kl. 16, mætir Henrik Axel en Björn teflir við danska stórmeistarann Carsten Höi (2387).
Þýski alþjóðlegi meistarinn Thorstein Michael Haub (2448) er efstur með 2 vinninga.Hægt er að fylgjast með skákunum beint á vefsíðu mótsins.
Heimasíða mótsins19.4.2009 | 09:28
Hallgerður í 2.-6. sæti á NM stúlkna
Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (1951) er í 2.-6. sæti með 2 vinninga eftir 3 umferðir á NM stúlkna á sem fram fer um helgina í Stokkhólmi. Hallgerður teflir í a-flokki. Staða íslensku stúlknanna er sem hér segir:
A-flokkur:
- 2.-6. Hallgerður Helga 2 v.
- 7.-9. Elsa María 1 v.
B-flokkur:
- 5.-6. Jóhanna Björg 1½ v.
- 7.-8. Geirþrúður Anna 1 v.
C-flokkur:
- 5.-8. Hrund 1½ v.
- 11.-12. Hulda Rún 0 v.
Í dag lýkur mótinu með 4. og 5. umferð Á heimasíðu mótsins er valdar skákir sýndar beint. Nú eru m.a. skákir Hallgerðar, Jóhönnu, Geirþrúðar og Hrundar sýndar beint. Hrund hefur þegar sigrað í sinni skák.
19.4.2009 | 09:21
Henrik og Björn töpuðu
Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2482) og alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson (2422) töpuðu báðir sínum skákum í fyrstu umferð Scandinavian Open, sem fram fór í gær í Köben. Henrik fyrir sænska FIDE-meistarann Daniel Semcesen (2387) en Björn fyrir danska FIDE-meistarann Daniel Vesterbæk Pedersen (2251). Fall er fararheill!
Í dag eru tefldar tvær skákir og hófst sú fyrri kl. 9. Henrik teflir við Finnann Olli Sisattö (2286) og Björn við sænska alþjóðlega meistarann Axel Smith (2383).
Hægt er að fylgjast með skákunum beint á vefsíðu mótsins.
Heimasíða mótsinsNýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 1
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 105
- Frá upphafi: 8780706
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar