Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Tvö íslensk liđ tefla á EM skákfélaga

Ponomariov - HannesTaflfélag Bolungarvíkur og Hellir, sem taka ţátt í Evrópumóti taflfélaga í Rogaska Slatina í Slóveníu, hafa veriđ furđu samstiga; í fyrstu umferđ unnu bćđi liđin, 4˝:1˝, í ţeirri nćstu steinlágu ţau bćđi ˝:5˝, í 3. umferđ drógust ţćr saman skildu jafnar, 3:3. Í 4. umferđ unnu bćđi liđ 4:2 og hafa hlotiđ 5 stig og sitja í 17.-23. sćti.

Margir frćgir kappar taka ţátt í ţessu móti 62 liđa. Bolvíkingar eru reiknađir í 26. sćti en Hellismenn í 29. sćti.

Frammistađa íslensku liđanna er hvorki betri né verri en Bolgar tefla viđ ofursveit á EM 2011búast mátti viđ, töpin í 2. umferđ ţó óviđunandi og einnig sú stađreynd ađ ţeir fjórir skákmenn sem tefldu í ólympíuliđi Íslands í fyrra hafa eftir fjórar umferđir tapađ fleiri skákum samanlagt en á öllu síđasta ólympíumóti. Stefán Kristjánsson sem teflir á 1. borđi fyrir Bolvíkinga hefur veriđ ađ rađa inn jafnteflum gegn stigaháum andstćđingum og bjartsýnismenn sjá fram á ađ hann nái 2.500 elo-stiga markinu sem hann ţarf til ađ fá stađfestan stórmeistaratitil.

Skemmtilegasta skák okkar manna hingađ til er án efa viđureign Björns Ţorfinnssonar gegn Motylev í 2. umferđ. Rússarnir í Tomsk 400 hafa sennilega klórađ sér í kollinum yfir taflmennsku Björns í fyrstu umferđ en ţar var andstćđingur Björns svo vinsamlegur ađ sćttast á jafntefli međ unniđ tafl. En í skákinni sem hér fer á eftir sannast hiđ forna rússneska máltćki, ađ ţađ er hćgt ađ kenna birni ađ dansa. Sporiđ sem Björn sté í 14. leik setti allt í bál og brand og Motylev fann enga lausn á vanda sínum.

EM taflfélaga 2011:

Björn Ţorfinnsson - Alexander Motylev

Enskur leikur

1. c4 e5 2. g3 Rf6 3. Bg2 d5 4. cxd5 Rxd5 5. Rc3 Rb6 6. Rf3 Rc6 7. 0-0 Be7 8. a3 0-0 9. b4 Be6 10. Hb1 f6 11. d3 Rd4 12. Rxd4 exd4 13. Re4 Ba2

Traustara er 13.... Bd5 en Motylev hefur sennilega átt von á 14. Hb2 Bd5 og hrókurinn stendur ekki vel á b2.

ggoo2rv5.jpg14. Rc5! Bxb1

Engu betra var 14.... Bxc5 15. bxc5 Bxb1 16. Db3+ ásamt 17. cxb6 og biskupinn á b1 fellur síđan.

15. Db3+ Kh8 16. Re6 Dd7 17. Rxf8 Hxf8 18. Bxb7 Da4?

Eftir ţennan leik á svartur í miklum erfiđleikum en ekki gekk 18.... c6 vegna 19. Ba6 o.s.frv. Betra var hinsvegar 18.... Bxd3 19. exd4 c5 o.s.frv.

19. Dxb1 c6 20. Da2! Bxb4

20.... Hb8 er svarađ međ 21. Df7! t.d. 21.... Hxb7 22. De8+ og mátar.

21. De6 Bxa3 22. Bxc6 Db4 23. Be4! f5

Reynir ađ hrista upp stöđunni. Hann er engu bćttari međ 23.... Bxc1 24. Hxc1 o.s.frv.

24. Bxf5 Ra4 25. Bf4 Rc3 26. Be5

Hótar 27. Dh6.

26.... De7 27. Dxe7 Bxe7 28. Bg4 Bc5 29. Ha1

Eftir 29. e3! er svarta stađan vonlaus.

29.... h5!

Góđur varnarleikur í tímahraki.

30. Bf3 He8 31. Bc7 He7 32. Bb8 Rxe2 33. Bxe2??

Hrikaleg fljótfćrni í unninni stöđu. Eftir 33. Kg2 Bb6 (33.... g6 er svarađ međ 34. Ha5 Bb6 35. He5! og vinnur.) 34. Bxh5 er hvíta stađan léttunnin.

33.... Hxe2 34. Bxa7 Bxa7 35. Hxa7 Hd2 36. Ha3 Hd1+! 37. Kg2 Kh7 38. h3?

Enn var von og hér gat Björn leikiđ 38. h4, gefiđ f2-peđiđ og leikiđ hróknum til g5.

38.... g5! 39. Kf3 Hd2!

Svartur hefur teflt vörnina vel. Nú er engan vinning ađ finna lengur.

40. h4 g4+ 41. Kf4 Hxf2+ 42. Kg5 Hf3 43. Kxh5 Hxg3 44. Ha7+ Kg8 45. Kg6 Hf3 46. h5 g3 47. h6 Hf8 48. Hg7+

- og hér sćttist Björn á skiptan hlut.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is 

-------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum 2. október 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


Bolvíkingar langefstir í leikhléi

Bolvíkingar eru langefstir í leikhléi á Íslandsmóti skákfélaga.  Í fjórđu og síđustu umferđ fyrri hlutans sem fram fór í dag unnu Bolvíkingar Eyjamenn 6-2.  Ţeir hafa 27,5 vinning af 32 mögulegum.  TR er í öđru sćti međ 19 vinninga eftir 5,5-2,5 sigur á Fjölni.  Hellismenn eru ţriđja međ 18 vinninga eftir 4-4 jafntefli viđ b-sveit Bolvíkinga.  Akureyringar unnu svo mikilvćgan sigur á Mátum, 4,5-3,5.   Nánari úrslit ţar međ talin einstaklingsúrslit úr 1. deild má finna hér. 

Ritstjóri vill nota tćkifćriđ og benda skákáhugamönnum ađ skrá sig fyrir áskrift ađ Tímaritinu Skák.  Skráningarform má finna hér.   

Pistill um fyrri hlutann verđur ađgengilegur á bloggsíđu ritstjóra á morgun.   Ţar verđur fariđ yfir gang mála í öllum deildum, fariđ yfir ţađ áhugaverđasta og skemmtilegasta frá mótinu.  

Stađan í 1. deild:

 

Rk.TeamTB1TB2
1TB A27,58
2TR A196
3Hellir A184
4TV A16,54
5TB B15,55
6SA A13,54
7Mátar111
8Fjölnir A70

 

Stađa efstu liđa í 2. deild:

  • 1. Víkingaklúbburinn-Ţróttur 19,5 v.
  • 2. Gođinn 18,5 v.
  • 3. KR 11,5 v.

Stađa efstu liđa í 3. deild:

  • 1. TG 8 stig (20 v.)
  • 2. TV b-sveit 7 stig (18 v.)
  • 3. Haukar-b 6 stig (15,5 v.)

Stađa efstu liđa í 4. deild:

  • 1. SFÍ b-sveit 8 stig (18,5 v)
  • 2. Mátar-b 7 stig (16 v.)
  • 3. Austurland 6 stig (17,5 v.)

Búiđ er ađ para í 3. og 4. deild.  Settur er fyrirvari á pörun í 4. deild.  Dragi sveitir sig úr keppni fyrir síđari hlutann verđur endurrađađ


Bjarni Jens endađi í 9.-17. sćti í Osló

Bjarni Jens Kristinsson

Bjarni Jens Kristinsson (2033) hlaut 5,5 vinning í 9 skákum í ELO-flokki alţjóđlegs móts í Osló sem lauk í dag.  Bjarni endađi í 9-17. sćti.  Frammistađa hans samsvarađi 1936 skákstigum og lćkkar hann um 15 stig.

Enski stórmeistarinn Matthew Sadler (2625) sigrađi í GM-flokki.  Hann hlaut 8 vinninga, 1,5 vinningi meira en hollenski stórmeistarinn Spike Ernst (2581). 

 

 


Bolvíkingar međ 7 vinninga forskot

Bolvíkingar hafa 7 vinninga forystu á Íslandsmóti skákfélaga eftir 7-1 sigur á Mátum í 3. umferđ sem fram fór í gćrkveldi. Bolvíkingar hafa 21,5 vinning af 24 mögulegum. Eyjamenn eru ađrir međ 14,5 vinning ţrátt fyrr tap gegn TR, 3,5-4,5. Hellismenn eru...

Íslandsmót skákfélaga: Bolvíkingar langefstir - Eyjamenn lögđu Helli

Bolvíkingar hafa algjöra yfirburđi í 1. deild ađ lokinni 2. umferđ Íslandsmóts skákfélaga sem nú er nýlokiđ. Bolvíkingar unnu Akureyringa 6,5-1,5 og hafa 14,5 vinning. Ţar náđu Áskell Örn Kárason og Halldór Brynjar Halldórsson eftirtektarverđum...

Íslandsmót skákfélaga: Óvćnt úrslit í fyrstu umferđ

Óvćnt úrslit urđu í fyrstu umferđ Íslandsmóts skákfélaga sem hófst í kvöld í Rimaskóla. Skákfélag Akureyrar vann mjög óvćntan sigur á Taflfélagi Reykjavíkur, 4,5-3,5, og Mátar náđu óvćnt 4-4 jafntefli gegn Helli á sínum fyrsta ári í fyrstu deild....

Haustmót TV hafiđ

Á miđvikudagskvöld hófst Haustmót Taflfélags Vestmannaeyja. Einungis 7 skráđu sig til leiks og var ţví ákveđiđ ađ allir tefldu viđ alla. úrslit 1. umferđar Karl Gauti - Dađi Steinn 0-1 Stefán - Nökkvi 0-1 Sverrir - Kristófer 1-0 Hafdís sat yfir. 2....

Íslandsmót skákfélaga hefst í kvöld

Íslandsmót skákfélaga hefst nú um helgina í Rimaskóla í Grafarvogi. Um er ađ rćđa langstćrstu skákhátíđ hvers ár en um 400 skákmenn á öllum aldri og öllum styrkleika munu tefla um helgina. Međal gesta um helgina verđur Anatoly Karpov , fyrrverandi...

111 ára afmćlishóf T.R. í kvöld - Anatoly Karpov heiđursgestur

Taflfélag Reykjavíkur hélt í dag upp á 111 ára afmćliđ međ afmćliskaffibođi fyrir bođsgesti í félagsheimili T.R. Klukkan 17 byrjuđu bođsgestir ađ streyma ađ og eftirvćnting var í loftinu, ţví von var á heiđursgesti afmćlisins, Anatoly Karpov, fyrrverandi...

Fimmtudagurinn ţrettándi – stórmót í sal TR

Í tilefni Alţjóđlegs geđheilbrigđisdags verđur blásiđ til móts í sal TR viđ Faxafen klukkan 19:30, fimmtudaginn 13. okt. Skráning hefst strax uppúr klukkan 19:00. Taflfélagiđ Hellir, Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélag Vinjar sameina krafta sína, líkt og...

Ivanchuk međ yfirburđi í Bilbao

Í dag var Alslemmumótinu framhaldiđ međ sjöttu umferđ. Nú héldu keppendurnir til Bilbao en fyrri hlutinn fór fram í Sao Paulo. Ivanchuk (2765) vann Nakamura (2753) en öđrum skákum lauk međ jafntefli. Ivanchuk er langefstur međ 13 stig en fjórir keppendur...

Bjarni Jens međ 3˝ vinning eftir 6 umferđir í Osló

Bjarni Jens Kristinsson (2033) hefur 3˝ vinning ađ loknum sex umferđum ELO-flokki á Osló-mótinu sem nú er í fullum gangi. Bjarni Jens er í 15.-24. sćti Í GM-flokki er stórmeistarinn Matthew Sadler (2625) međ eins vinnings á nćstu menn, en hann hefur 5˝...

Spá ritstjóra um Íslandsmót skákfélaga

Gunnar Björnsson, ritstjóri Skák.is, mun venju samkvćmt birta spá ritstjóra um Íslandsmót skákfélaga á bloggsíđu sinni. Nálgast má spánna á slaginu kl. 17:30. Bloggsíđa Gunnars

Dagskrá Anatoly Karpovs á međan á dvöl hans stendur 6. – 10 október

Dagskrá Anatoly Karpovs á međan á dvöl hans stendur 6. – 10 október Koma Karpovs er samstarfsverkefni Taflfélags Reykjavíkur, CCP og MP banka. Fimmtudagur 06. október 15.00 Anatoly Karpov lendir á Keflavíkurflugvelli 17.00 – 19.00 Móttaka...

Sigurđur sigrađi á fyrsta kappteflinu um Hörpuna

Kapptefliđ um Hörpuna - fyrsta mót af fjórum - hófst í gćr hjá Ridduranum í Hafnarfirđi. Besti árangur í 3 mótum af 4 telur til GrandPrix stiga (10-8-6-5-4-3-2-1). Mótaröđin er haldin til heiđurs Fjölni Stefánssyni, tónskáldi, öldnum félaga...

Fimmtudagsmót fellur niđur í kvöld

Fimmtudagsmót fellur niđur nćsta fimmtudag (6. október) vegna anna viđ undirbúning TR fyrir ţátttöku í Íslandsmóti skákfélaga. Ţar nćsta fimmtudag (13. október) verđur hins vegar örugglega mót, ţví ţá verđur stórmót í samvinnu viđ Vin, svipađ og í fyrra,...

Jóhann og Guđmundur efstir í leikhléi á Haustmótinu

Jóhann H. Ragnarsson (2068) og Guđmundur Kjartansson (2314) eru efstir međ 4 vinninga í a-flokki Haustmóts TR en fimmta umferđ fór fram í kvöld. Jóhann vann Tómas Björnsson (2162) í vel útfćrđri sóknarskák og Guđmundur lagđi Stefán Bergsson (2135). Davíđ...

Íslandsmót skákfélaga fer fram um helgina

Íslandsmót skákfélaga hefst nú um helgina í Rimaskóla í Grafarvogi. Um er ađ rćđa langstćrstu skákhátíđ hvers ár en um 400 skákmenn á öllum aldri og öllum styrkleika munu tefla um helgina. Međal gesta um helgina verđur Anatoly Karpov , fyrrverandi...

Dagskrá Anatoly Karpovs á Íslandi

Á heimasíđu TR er ađgengileg dagskrá Karpovs á međan hann er staddur á Íslandi. Óhćtt er ađ segja ađ kappinn komi víđa viđ. Dagskrá Anatoly Karpovs á međan á dvöl hans stendur 6. - 10. október Koma Karpovs er samstarfsverkefni Taflfélags Reykjavíkur, CCP...

Haustmót TR: Skákir fimmtu umferđar í beinni

Skákir 5. umferđar í a-flokki Haustmóti TR, sem hefst núna kl. 19:30, má nálgast í beinni útsendingu. Bein útsending frá fimmtu umferđ

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 12
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 109
  • Frá upphafi: 8780647

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband