Leita í fréttum mbl.is

Sundskákarsett vígt í Árbæjarlaug

Veronika, Stefán og Donika í ÁrbæjarlaugNú er hægt að tefla í Árbæjarlaug. Um það var fjallað í Mbl.is í gær en í fréttinni þar sagði:

Skáklistina þarf ekki að iðka innan fjögurra veggja heldur getur taflið tekið á sig ýmis form líkt og sást í heitum potti Árbæjarlaugarinnar í dag. Þar voru ný fljótandi taflborð vígð í tilefni Skákdags Íslands í dag.

Viðburðir af ýmsu tagi eru um allt land í dag í tilefni Skákdagsins, sem er nú haldinn í annað sinn á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslands í skák.

Þar á meðal var vígsla skákborðsins í Árbæjarlaug, en sambærileg skákborð hafa stundum flotið um í heitum pottum Laugardalslaugar og notið vinsælda enda fátt betra en að þjálfa hugann yfir tafli á meðan slakað er á kroppnum í heita pottinum.

Þeir Veronika Steinunn Magnúsdóttir og Danika Kolica tefldu eina skák í heita pottinum í dag og Stefán Bergsson hjá Skáksambandi Íslands fygldist með, en ekki fylgdi sögunni hvernig leikar fóru.

Myndin er frá Ómar Óskarssyni, ljósmyndara hjá Morgunblaðinu.

 


KORNAX-mótið: Uppgjör ritstjóra heimasíðu TR

Þórir Benediktsson heldur uppi öflugum fréttaflutningi á heimasíðu TR. Í gær birti hann góðan lokapistil um mótið sem hér birtur orðréttur.

KORNAX mótinu - Skákþingi Reykjavíkur lauk í gærkvöldi þegar spennandi lokaumferð fór fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur. Fyrir umferðina höfðu Fide meistarinn Davíð Kjartansson og Omar Salama 1,5 vinnings forskot á næstu keppendur en báðir höfðu þeir unnið allar sínar viðureignir utan innbyrðis viðureignarinnar sem lauk með skiptum hlut.  Þeir höfðu því 7,5 vinning eftir að hafa verið í nokkrum sérflokki en næstir á eftir þeim með 6 vinninga komu Fide meistarinn Einar Hjalti Jensson og hinn ungi og efnilegi Mikael Jóhann Karlsson.

Í lokaumferðinni stýrði Omar hvítu mönnunum gegn Mikaeli en Davíð hafði svart gegn Þór Má Valtýssyni. Greinilegt var að spenna var í loftinu því sviptingar urðu töluverðar og svo fór að Mikael gerði sér lítið fyrir og sigraði Omar eftir að kóngur þess síðarnefnda var orðinn full berskjaldaður og Mikeal náði frumkvæði sem dugði til sigurs.  Á sama tíma leit út fyrir að Davíð væri í vandræðum gegn Þór sem var skiptmun yfir en slæm peðastaða Þórs kom í veg fyrir sigur og jafntefli varð niðurstaðan.

Þar með lauk Davíð leik með 8 vinninga og er því Skákmeistari Reykjavíkur í annað sinn en hann hlaut titilinn einnig 2008.  Omar varð annar með 7,5 vinning en Mikael nældi í þriðja sætið með 7 vinninga eftir frábæran endasprett þar sem hann sigraði Lenku Ptacnikovu í næstsíðustu umferðinni og, sem fyrr segir, Omar í þeirri síðustu.  Árangur Davíðs samsvarar 2420 Elo stigum og hækkar hann um 19 stig, Omar hækkar um 13 stig og Mikael um heil 30 stig og er stigakóngur mótsins.

Að öðru leyti var ekki mikið um óvænt úrslit í lokaumferðinni en þó má nefna sigur hinnar ungu og efnilegu Sóleyjar Lind Pálsdóttur á Árna Thoroddsen en Sóley hefur verið á góðri siglingu að undanförnu og hækkar töluvert á stigum nú.

Baráttan um stigaverðlaunin var ekki síður hörð en utan verðlaunasætanna þriggja var hægt að vinna til fjögurra verðlauna í viðbót.  Bestum árangri keppenda undir 2000 stigum náði norðlendingurinn reyndi Þór Már Valtýsson en hann hlaut 6 vinninga.  Þrír keppendur komu jafnir í mark með 5,5 vinning í flokki keppenda undir 1800 stigum en það voru Hilmar Þorsteinsson, Jón Úlfljótsson og Hrund Hauksdóttir.  Hilmar varð efstur eftir stigaútreikning og hlýtur því verðlaunin.  Hinn ungi og efnilegi Dawid Kolka varð einn efstur með 5,5vinning í flokki keppenda undir 1600 skákstigum og í flokki stigalausra varð Andri Steinn Hilmarsson hlutskarpastur með 4,5 vinning.  Miðað er við íslensk skákstig við ákvörðun stigaverðlauna.

Að vanda var mótahald til fyrirmyndar og umgjörðin öll hin glæsilegasta. Skákstjórn var í höndum hinna margreyndu Ólafs S. Ásgrímssonar og Ríkharðs Sveinssonar og Birna Halldórsdóttir sá um veitingar af sinni alkunnu snilld.  Jóhann H. Ragnarsson tók myndir og þá er einnig fjöldi mynda, sem Gunnar Björnsson tók, aðgengilegur á fréttavefnum skak.is.  Sex viðureignir voru sendar út á vefnum í hverri umferð og hafði Ríkharður umsjón með þeim.  Skáksamband Íslands fær þakkir fyrir að leggja  búnaðinn til og Omar Salama og Halldóri G. Einarssyni er þakkað fyrir aðstoð í kringum útsendingarnar.  Þá sá Jóhann um innslátt skáka.

Að lokum þakkar Taflfélag Reykjavíkur KORNAX fyrir öflugt samstarf fjórða árið í röð.

Verðlaunasæti

  • 1. Davíð Kjartansson 8 vinningar
  • 2. Omar Salama 7,5v
  • 3. Mikael Jóhann Karlsson 7v

Besti stigaárangur

  • U2000: Þór Már Valtýsson (1971) 6v
  • U1800: Hilmar Þorsteinsson (1776) 5,5v
  • U1600: Dawid Kolka (1528) 5,5v
  • Stigalausir: Andri Steinn Hilmarsson 4,5v

Mestu stigahækkanir

  • Mikael Jóhann Karlsson 30 stig
  • Vignir Vatnar Stefánsson 25
  • Davíð Kjartansson 19
  • Sóley Lind Pálsdóttir 19
  • Þór Már Valtýsson 17
  • Óskar Long Einarsson 17
  • Felix Steinþórsson 15

Gallerý Skák - Keppteflið um Friðrikskónginn - Harvey vann fyrsta mótið

HARVEY I SIGURHAMKappteflið um FriðriksKónginn II hófst í Gallerý Skák sl. fimmtudagskvöld sem liður í dagskrá „Íslenska Skákdagsins" sem haldinn er hátíðlegur í dag,  26. janúar ár hvert,  á afmælisdegi Friðriks, með skákviðburðum og taflmennsku um land allt. Þetta var  fyrsta mótið af fjórum í mótaröðinni.

Þátttaka var góð - á þriðja tug keppenda voru mættir til að tafls og til þess að sýna skáklistinni þjóðhollustu í leiðinni með þátttöku sinni, eins og hvatt var til af forystumönnum skákhreyfingarinnar. Setja varð upp aukaborð á ganginum framanvið aðalkeppnissalinn, svo sumir fengu að prófa hvernig það er að  tefla „hinumegin". Er þeir komu svo aftur fílefldir „að handan"  stóðust þeim fáir mátið.

Jafnan er mikil áhersla á það lögð í SkákGallerýinu að keppendur tefli IMG 0030 1vandað. Engu að síður var taflmennska sumra að þessu sinni ekki upp á marga fiska eins og gengur. Annað slagið brá þó fyrir að menn tefldu með listrænu ívafi eins og hæfir listasmiðjunni, vettvangi mótsins. Var það ekki síst fyrir það að skákkóngurinn sjálfur kempan Friðrik Ólafsson var mættur á vettvang til að leika fyrsta leikinn og hvetja menn til dáða.  

Friðrik tefldi síðan nokkrar skákir í viðlögum sem afleysingamaður við góðan orðstír, var skipt inn á fyrir Guðfinn Err gegn Magnúsi Pé, hins áttræða seggs, aldurforseta mótsins, fyrir Einar Ess gegn Páli Gé  og  Guðmund Err, afmælisbarn dagsins gegn  Þórarni (TéTé), sem allir fengu þannig dýrmætan vinning á silfurfati upp í hendurnar. Komu Friðriks og viðveru var sjálfsögðu fagnað mjög. Enginn hefur borið hróður lands og þjóðar jafn vel og víða á alþjóðavísu á skáksviðinu sem hann. Það er afar veltilfundið og fallið að halda sérstakan skákdag og helga hann honum til heiðurs. Og vekja þannig athygli og áhuga á mikilvægi skákiðkunar til uppbyggingar og viðhalds andlegs atgerfis ungs fólks á öllum aldri og almennu félags- og listagildi manntaflsins.        

2013 Gallerý 241Þegar á leið mótið fór kynngimögnuð djúphyggja og  fláræð dulhyggja að setja mark sitt á taflstíl sumra keppenda í meira mæli en annarra - einkum Harveys Georgsonar Tausignant, hins ólseiga gamalreynda skákgúrús, sem síðan vann mótið með 8 vinningum af ellefu.  Að sama skapi fór óheft bitlaus og allt að því taumlaus keppnisharka og  glórulaus barátta að bera suma keppendur ofurliði ásamt klukkunni sem reyndist óvinur margra. Þannig töpuðust skákir sem menn töldu sig vera með unnar fyrir lítið, m.a. missti Þórarinn laxabani einn af önglinum í gjörunninni skák og átti þá bara eftir einn leik til að máta.  

Svona skakkaföll geta eins og áður hefur verið að vikið og tíundað leitt til alvarlegra „bráðaskákáfallastreyturöskunartaugastrekkingstilfella" ef einhverjir eru ekki nálægir til að veita viðkomandi „skyndiáfallastyrkingarviðlagahjálp" á staðnum með því að taka um axlir, slá á bak og  stuttri bænastund þar sem bölvað með honum í hljóði. Sem betur fer eru þó flestir hinir eldri og keppnisreyndari orðnir öllu vanir í þessum efnum og láta lítt á sig fá þótt gramir séu, einkum við sjálfan sig, þó yngstu keppendur séu stundum gráti næst.

 

Íslenski skákdagurinn - Friðrik í Gallerýinu
Þetta er þriðja mótið af fjórum sem Harvey vinnur í Gallerýinu. Þegar orrahríðinni lauk kom í ljós að Friðgeir Hólm hafði hafnað í öðru sæti með 7.5 vinning og svo einir þrír með 7 vinninga, þeir Jon Olav, Guðfinnur og Gunnar Ingi með fjóra niður og loks einir fimm með 6.5 vinning.  Jafnara gat það varla orðið og stigareikningur réði um sætaröð og stigagjöf.  

 

Mótaröðin heldur svo áfram næstu þrjár vikurnar á sama tíma. Allir taflfærir velkomnir - óháð þátttöku í kappteflinu mikla.

Nánari úrslit má sjá á meðf. mótstöflu og vettvangsmyndir í myndasafni.

 

2013 Gallerý 24

 

 ESE -Skákþankar 26.01.13


Bíó-skákmót Fjölnis. Hart barist um að fá miða í bíó

Um 30 þátttakendur voru á fyrsta BÍÓ-skákmóti Fjölnis sem haldið var í Rimaskóla á Skákdegi Íslands. Keppendur voru á öllum aldri og greinilegt í upphafi mótsins að menn myndu selja sig dýrt til að ná einu af 10 verðlaunasætum mótsins. Oliver Aron...

Fjársöfnun Goðans-Máta fyrir Velferðarsjóð Þingeyinga

Íslenski skákdagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land í gær. Félagar í Goðanum-Mátum blésu til fjársöfnunar fyrir Velferðarsjóð Þingeyinga á Húsavík og gekk hún ágætlega. Hápunktur söfnunarinnar var þegar Kristinn Vilhjálmsson, starfsmaður Víkurrafs...

Tinna Kristín héraðsmeistari UMSB

Héraðsmeistari UMSB varð Tinna Kristín Finnbogadóttir eftir einvígi við Bjarna Sæmundsson. Hún varð einnig kvennameistari, en Bjarni varð efstur heimamanna. Í unglingaflokki sigraði Ingibergur Valgarðsson. Alls tóku 6 manns þátt í mótinu og var tefld...

Óliver Ísak og Jón Kristinn sigruðu á Skákdagsmóti SA

Alls tóku 24 krakkar þátt í Skákdagsmóti Skákfélags Akureyrar í gær. Teflt var í tveimur aldursflokkum, þ.e. börn fædd 2000 og síðar í yngri flokki og 1999 og fyrr í þeim eldri. Úrslit í eldri flokki: Jón Kristinn Þorgeirsson 5 v. Andri Freyr...

Jón Arnljótsson efstur á Atskákmóti Skákfélagi Sauðárkróks

Eftir 5 umferðir af 7 er Jón Arnljótsson efstur á Atskákmóti Skákfélags Sauðárkróks, sem haldið er í tilefni af Skákdeginum. Jón hefur 4 vinninga, en Unnar Ingvarsson er næstur með 3,5, þrír skákmenn koma síðan með 3 vinninga. Alls taka 8 skákmenn þátt í...

Skákþing Goðans fer fram 8.-10. febrúar

Skákþing Goðans Máta 2013 verður haldið í 10. sinn, helgina 8-10 febrúar nk. í sal Framsýnar-stéttarfélags að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Mótið er öllum opið. Tefldar verða 7 umferðir eftir swissneska-kerfinu,(swiss-manager) 4 atskákir og 3 kappskákir....

Hraðskákmót Reykjavíkur fer fram í dag

Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 sunnudaginn 27. janúar kl. 14. Tefldar verða 2x7 umferðir eftir Sviss Perfect kerfi. Umhugsunartími verður 5 mínútur á skák. Þátttökugjald er kr. 500 fyrir 16 ára...

Friðrik heimsótti Morgunblaðið í gær - blaðinu þakkað fyrir skákumfjöllun í heila öld

Morgunblaðið fjallar ítarlega um Skákdaginn í umfjöllun í laugardagsblaðinu. Hluti þeirrar umfjöllunar má finna á heimsíðu blaðsins . Þar segir: Skákdagur Íslands er haldinn í dag á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga og...

Íslandsmótið í ofurhraðskák fer fram í kvöld

Lokaviðburður skákdagsins til heiðurs Friðriki Ólafssyni verður íslandsmótið í ofurhraðskák fer fram, laugardaginn 26. janúar á ICC og hefst kl. 21.00. Mótið er öllum opið og er teflt er einum flokki. Skráning fer fram á Heimasíðu Hellis . Allt...

Síðasta sýningarhelgi sýningarinnar Einvígi aldarinnar - Fischer og Spassky - 40 ár

Um helgina lýkur sýningunni Einvígi aldarinnar. Fischer og Spassky-40 ár sem staðið hefur frá því 3. mars 2012 í Þjóðminjasafni Íslands. Skákeinvígið sem kallað hefur verið „einvígi aldarinnar" var háð í Reykjavík sumarið 1972. Þar tókust á...

Friðrik heimsækir unglingaæfingu TR í dag á afmælis(skák)daginn sinn

Afmælisbarnið, TR-ingurinn, stórmeistarinn og fyrrverandi forseti FIDE Friðrik Ólafsson kemur á Laugardagsæfingu í Taflfélagi Reykjavíkur í dag. Skákæfingin er frá 14-16 í TR, Faxafeni 12.

Héraðsmót UMSB fer fram í dag

Á skákdegi Íslands, þann 26. janúar stendur Ungmennasamband Borgarfjarðar fyrir héraðsmóti í hraðskák. Mótið hefst kl. 14.00 í félagsheimilinu Óðali í Borgarnesi. Keppt verður í þremur flokkum; unglingaflokki (16 ára og yngri), karla og kvennaflokki. Sá...

Skákdagsmótið fer fram á Akureyri í dag

Í tilefni af Skákdeginum 26. janúar verður haldið skákmót fyrir börn í félagsheimili Skákfélags Akureyrar. Mótið er öllum opið sem kunna mannganginn og eru yngri en 18 ára. Teflt verður í tveimur flokkum, 12 ára og yngri (fædd 2000 og fyrr) og 13 ára og...

Atskákmót Sauðárkróks fer fram í dag

Í tilefni af íslenska skákdeginum verður Atskákmót Sauðárkróks haldið laugardaginn 26. janúar. Teflt verður í Safnahúsinu á Sauðárkróki og hefst mótið klukkan 13:00. Umhugsunartími er 25 mínútur pr mann á skák. Teflt verður til klukkan 18:00 á...

Gunnar Gunnarsson teflir fjöltefli í KR í dag

Á laugardaginn, 26. janúar, verður Skákdagurinn haldinn hátíðlegur víða um land. Skákdagurinn er til heiðurs Friðrik Ólafssyni sem á afmæli þennan dag. Börnum og ungmennum býðst að tefla í fjöltefli við Gunnar Gunnarsson fyrrum Íslandsmeistara í bæði...

Bíó - skákæfing Fjölnis hefst kl. 11

Í tilefni af Íslenska skákdeginum 26. janúar, afmælisdegi Friðriks Ólafssonar, heldur Skákdeild Fjölnis Bíó - skákæfingu í Rimaskóla og hefst hún kl. 11:00 í Rimaskóla. Gengið inn um íþróttahús. Öll verðlaun fyrir frammistöðu á skákmóti og skákkennslu...

Davíð Kjartansson skákmeistari Reykjavíkur

Davíð Kjartansson (2323) varð í kvöld skákmeistari Reykjavíkur eftir hörkubaráttu við Omar Samla (2265). Fyrir umferð kvöldsins höfðu þeir unnu alla nema í innbyrðis skák þegar þeir gerðu jafntefli. Það átti eftir að breytast í lokaumferðinni þegar þeir...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 158
  • Frá upphafi: 8779079

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 106
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband