Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2017

Skákţing Finnlands: Sá langstigalćgsti hampađi titlinum!

Skákţingi Finnlands lauk síđustu helgi. Afar óvćnt úrslit urđu á mótinu ţegar langstigalćgsti keppandi mótsins, hinn 18 ára, Teemu Virtanen (2204) vann mótiđ. Ungstirniđ og hinn ţrautreyndi alţjóđlegi meistari Mika Karttunen (2487) komu jafnir í mark međ 4˝ vinning í sjö skákum. Ţeir tefldu til ţrautar međ styttri umhugsunartíma og ţar hafđi Virtanen betur 2-0. Anastsia Nazarov (2038) varđ skákmeistari kvenna ţriđja áriđ í röđ ţrátt fyrir ađ vera ađeins 15 ára.

Nánar á heimasíđu finnska skáksambandsins.

 


Pólverjar og Rússar efstir á HM landsliđa

ART_1709

Ţriđja umferđ HM landsliđa fór fram í Khanty-Mansiysk í Síberíu í gćr. Í oprnum flokki eru Pólverjar efstir međ fullt hús stiga eftir 3-1 sigur á Egyptum. Kínverjar og Rússar koma nćstir međ 5 vinninga. Rússar unnu Úkraínu 2,5-1,5 og náđu ţar međ hefna ófaranna frá Ólympíuskákmótinu. Kínverjar gerđu 2-2 jafntefli viđ Bandaríkin. 

tingije-lei-pe

Rússar og Úkraínukonur eru efstar međ 5 stig í kvennaflokki. Georgíukonur og Pólverjar koma nćstar međ 4 stig.

Ítarlega umfjöllun má finna á Chess24


Skákhátíđ á Ströndum fer fram 7.-9. júlí

download

Skákhátíđ í Árneshreppi verđur haldin dagana 7. til 9. júlí ţar sem áhugamönnum gefst kostur á ađ spreyta sig gegn sumum bestu skákmönnum Íslands. Međal ţeirra sem ţegar eru skráđ til leiks eru Guđmundur Kjartansson, nýbakađur Íslandsmeistari, stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Lenka Ptacnikova og landsliđskonan Guđlaug Unnur Ţorsteinsdóttir. 

Hátíđin hefst međ tvískákarmóti og brennu í Trékyllisvík föstudagskvöldiđ 7. júlí kl. 20. Í tvískák eru tveir saman í liđi, og iđulega afar heitt í kolunum. 

963821

Hápunktur hátíđarinnar verđur laugardaginn 8. júlí í félagsheimilinu, minninningarmót Jóhönnu Kristjónsdóttur 2017. Jóhanna, sem lést 11. maí síđastliđinn, var međal ötulustu liđsmanna Hróksins og hafđi jafnframt sterk tengsl viđ Árneshrepp. Yfirskrift hátíđarinnar er sótt í kjörorđ Jóhönnu: Til lífs og til gleđi. 

d2009v_1152705

Minningarmótiđ hefst klukkan 14 og verđa tefldar 8 umferđir, međ 10 mínútna umhugsunartíma. Verđlaun á mótinu eru í senn vegleg og óvenjuleg, m.a. listaverk sem Guđjón Kristinsson frá Dröngum og Valgeir Benediktsson í Árnesi vinna sérstaklega af ţessu tilefni. Ţá verđa ýmsir munir úr fjarlćgum löndum, vegleg gjafabréf og fleiri vinningar. 

ImageHandler (1)

Á laugardagskvöldiđ verđur hátíđarkvöldverđur í félagsheimilinu, ţar sem ýmislegt verđur til skemmtunar, og verđlaun á minningarmóti Jóhönnu afhent. 

Hátíđinni lýkur međ hrađskákmóti í Kaffi Norđurfirđi sunnudaginn 9. júlí kl. 12. Ţar verđa tefldar 5 mínútna skákir, 7 umferđir, og sigurvegarinn hlýtur nafnbótina Norđurfjarđarmeistarinn 2017. 

Hrókurinn hefur um árabil efnt til skákviđburđa í Árneshreppi og ţangađ hafa flestir bestu skákmenn landsins og fjölmargir áhugamenn lagt leiđ sína á skákmót og hátíđir. 

ImageHandler

Árneshreppur er afskekktasta og fámennasta sveitarfélag á Íslandi, en jafnframt eitt hiđ fegursta og stórbrotnasta. Ţađ er Hróknum mikiđ gleđiefni ađ geta nú bođađ til hátíđar undir kjörorđunum: Til lífs og til gleđi. 

  • Áhugasamir ćttu ađ skrá sig sem fyrst hjá hrafnjokuls@hotmail.com eđa chesslion@hotmail.com
  • Mjög góđ tjaldstćđi eru í Trékyllisvík og Norđurfirđi.  
  • Gistirými er takmarkađ en viđ reynum ađ hjálpast ađ viđ ađ koma öllum góđum gestum í hús!

Kínverjar og Rússar efstir á HM landsliđa

ART_1312

Ţegar tveimur umferđum er lokiđ á HM landsliđa í Khanty í Rússlandi eru Kínverjar efstir í opnum flokki, Rússar ađrir og Pólverjar ţriđju. Rússar eru efstir í kvennaflokki, Pólverjar ađrir og Indverjar ţriđju.

Í opnum flokki vakti ţađ mesta athyglis ađ stigalćgsta liđiđ, Egyptar, gerđu jafntefli viđ Rússa. Heimamenn hafa á ađ skipa nćststigahćsta liđinu vegna forfalla stigahćstu manna á eftir Kínjverjum.

Clipboard04

Rússar hafa byrjarđ frábćrlega í kvennaflokki og unnu Kínverja, sem eru án Hou Yifan, 3-1.  

Byrjun Kínverja er slök en ţeir hafa stigahćsta liđiđ ţrátt fyrir fjarveru Yifan.

Clipboard05

 

Ítarlega umfjöllun um fyrstu tvćr umferđirnar má finna á Chess.com. .


Hannes endađi međ 5 vinninga í Teplice

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2548) endađi međ 5 vinninga á opna skákmótinu í Teplice í Tékklandi sem lauk í dag. Hann endađi í 45.-65. sćti. 

Einstaklingsárangur Hannesar má finna hér

Rússneski stórmeistarinn Maxim Turov (2595) sigrađi á mótinu. Hann hlaut 7,5 vinninga.

166 skákmenn frá 26 löndum tóku ţátt í mótinu. Ţar af voru 14 stórmeistarar. Hannes var nr. 11 í stigaröđ keppenda.


Bođsmót TR endurvakiđ 23.-25. júní

Bođsmót Taflfélags Reykjavíkur á sér yfir 40 ára langa sögu en mótiđ hefur legiđ í dvala síđasta áratuginn. Nú hefur stjórn T.R. ákveđiđ ađ endurlífga Bođsmótiđ í formi helgarskákmóts. Bođsmót T.R. hefur ţví göngu sína á ný föstudaginn 23. júní kl. 19:30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissneska-kerfinu og verđa tefldar atskákir í bland viđ kappskákir samkvćmt dagskrá hér ađ neđan. Venju samkvćmt verđur mótiđ reiknađ til skákstiga.

Keppt er um stórglćsilegan farandbikar, en auk hans eru peningaverđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin. Ţá verđa veitt bókaverđlaun fyrir bestu frammistöđu miđađ viđ eigin stig. Verđi keppendur jafnir ađ vinningum mun stigaútreikningur (tiebreaks) skera úr um lokaröđ. Peningaverđlaunum verđur skipt eftir Hort kerfinu.

Skráningu lýkur föstudaginn 23.júní kl.19:15.

Dagskrá:
1. umferđ (atskák) föstudaginn 23. júní kl. 19:30
2. umferđ (atskák) föstudaginn 23. júní kl. 20:45
3. umferđ (atskák) föstudaginn 23. júní kl. 22:00
4. umferđ (kappskák) laugardaginn 24. júní kl. 11:00
5. umferđ (kappskák) laugardaginn 24. júní kl. 17:00
6. umferđ (kappskák) sunnudaginn 25. júní kl. 11:00
7. umferđ (kappskák) sunnudaginn 25. júní kl. 17:00

Tímamörk:
Atskákir: 20 mínútur + 10 sekúndna viđbót eftir hvern leik.
Kappskákir: 90 mínútur + 30 sekúndna viđbót eftir hvern leik.

Verđlaun:
1. sćti kr. 20.000
2. sćti kr. 10.000
3. sćti kr. 5.000

Bókaverđlaun fyrir bestu frammistöđu miđađ viđ eigin kappskákstig (“performance” mínus “eigin kappskákstig”).

Ţátttökugjald:
Fyrir fullgilda međlimi T.R. er gjaldiđ 2.500kr en ađrir greiđa 4.000kr. Ţátttökugjöld greiđast međ reiđufé viđ upphaf móts. Fyrrum sigurvegarar Bođsmótsins fá frítt í mótiđ. Titilhafar fá auk ţess frítt í mótiđ.

Skráningarform

Skráđir keppendur


HM landsliđa hófst í gćr

ART_1003

Heimsmeistaramót landsliđa hófst í gćr í Khanty-Mansiysk í Síberíu í Rússlandi. Ţar tefla 10 liđ í bćđi opnum- og kvennaflokki. Liđin vinna sér keppnisrétt í gegnum Ólympíuskákmót og álfukeppnir. Ţađ er sláandi međ keppendalista mótsins í ár hversu marga af sterkustu skákmönnum heims og t.d. höfnuđu bćđi liđ Asera og Armena ţátttöku í opnum flokki ţar sem ţeirra bestu skákmenn (Mamedyarov og Aronian) gáfu ekki kost á sér. Í liđ Norđmanna vantar bćđi Carlsen og Hammer. 

Skýringuna má ađ miklu leyti rekja til ţess ađ mótiđ skarađist á Altibox Norway Chess-mótiđ og at- og hrađskákmót í París og Leuven í Belgíu dagana 21. júní - 2. júlí nk. međ ţátttöku flestra bestu skákmanna heims. Emil Sutovsky, forseti ACP, hefur gagnrýnt tímasetningu mótsins mjög. 

Kínverjar mćta međ sitt besta liđ og Rússarnir eru ekki árennilegir, međ Peter Svidler á fyrsta borđi, ţrátt fyrir fjarveru ţeirra allra stigahćstu manna eins og Kramnik, Karjakin og Grischuk. Í liđ Bandaríkjanna vantar So, Caruana og Nakamura. 

Umfjöllun um gang gćrdagsins má finna á Chess24.


Skákţáttur Morgunblađsins: Hárgreiđsla heimsmeistarans, gleraugun og kćrastan

GL611CP1CNorska skákmótiđ sem hófst međ pompi og pragt í Stafangri í byrjun vikunnar dregur til sín tíu af tólf stigahćstu skákmönnum heims. Ţegar ţađ var upphaflega kynnt lögđu skipuleggjendur ţess og stćrsti styrktarađili, norska fyrirtćkiđ Altibox, áherslu á ađ ná saman öllum á topp tíu lista FIDE. Smávćgilegar breytingar á elo-listanum sem birtur var í byrjun maí sl. og eru ţćr helstar ađ Aserinn Mamedyarov hefur skotist upp í í 5. sćti og Kínverjinn Liren Ding situr í ţví tíunda. En ţađ skiptir Norđmenn litlu máli; ţeir eru hvort eđ er allir ađ fylgjast međ heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen sem ţessa dagana skartar nýjum gleraugum, nýrri hárgreiđslu og hefur eignast kćrustu, hina 22 ár gömlu Synn Christin Larsen.

Mótshaldiđ hófst á mánudaginn međ hrađskákmóti keppendanna en fimm efstu sćtin ţar tryggđu fleiri skákir međ hvítu í ađalmótinu. Magnús var baneitrađur og vann međ yfirburđum, hlaut 7 ˝ vinning af níu mögulegum en í 2. – 3. sćti komu Nakamura og Aronjan međ 5 ˝ v. hvor, Vachier-Lagrave varđ fjórđi međ 5 vinninga og Kramnik náđi 5. sćti á stigum.

Hressileg barátta í hrađskákinni hefur svo vikiđ fyrir yfriđ varfćrnislegri taflmennsku á ađalmótinu; í fyrstu ţrem umferđunum hefur 13 skákum af 15 lokiđ međ jafntefli. Nakamura og Kramnik eru efstir međ 2 vinninga, síđan koma Magnús, So, Aronjan, Vachier-Lagrave, Caruana og Karjakin međ 1 ˝ vinning en lestina reka Anand og Giri međ 1 vinning.

Enn á Magnús eftir ađ vinna skák og hefur gert jafntefli viđ So, Caruana og Nakamura. Sá síđastnefndi hóf keppnina međ ţví ađ vinna Anish Giri sem sjaldan tapar en vendipunkturinn kom í ţessari stöđu: 

GL611CP1GNakamura – Giri

Hollendingurinn hafđi veriđ í varnarstöđu lengi og biskupinn virtist ofjarl riddarans en samt lék Naka...

48. Bxd7! Hxd7+ 49. Ke5 Kf7 50. Hb8!

Svartur rćđst inn á b7 og a7-peđiđ fellur. Eftirleikurinn er auđveldur.

50. ... He7+ 51. Kd5 Kf6 52. Hb7 He5+ 53. Kd4 Ha5 54. Hxa7 f4 55. Kc4 Ha2 56. Kc5 h5 57. Ha8 Hc2 58. Kb6 Hb2+ 59. Kc5 Hc2+ 60. Kb6 Hb2+ 61. Ka7 Hxg2 62. Hb8 Hf2 63. Hb6+ Kg7 64. Kb7 Hxf3 65. a7 Ha3 66. Ha6 Hb3+ 67. Kc6

- og Giri gafst upp.

Nakamura dregur enga dul á ţá fyrirćtlan sína ađ ná heimsmeistaratitlinum úr hendi Magnúsar en árangur hans gegn Norđmanninum er slakur. En ţegar á hólminn er komiđ ţurfa fyrri viđureignir ekki ađ skipta neinu máli. Góđir frćđimenn voru fljótur ađ benda á nokkurn skyldleika viđ einn frćgasta leik Fischers frá lokaeinvígi áskorendakeppninnar áriđ 1971 og hefur stundum veriđ tekinn sem dćmi um ţađ hvernig koma má betri stöđu í verđ međ óvćntum uppskiptum:

GL611CP1KBuenos Aires 1971; 7. einvígisskák: 

Fischer – Petrosjan

Ţađ hafđi margt fróđlegt gerst áđur en ţessi stađa kom upp. Riddarinn á c5 er greinilega mikill stólpagripur en án ţess a depla auga lék Fischer ... ..

22. Rxd7+! Hxd7 23. Hc1 Hd6 24. Hc7 Rd7 25. He2 g6 26. Kf2 h5 27. f4 h4?

Petrosjan hefđi betur sleppt ţessum leik en stađan var erfiđ.

28. Kf3 f5 29. Ke3 d4+ 30. Kd2 Rb6 31. Hee7 Rd5 32. Hf7+ Ke8 33. Hb7 Rxb4 34. Bc4!

Ţađ fór vel á ţví ađ uppáhaldsbiskup Fischers ćtti síđasta orđiđ. Petrosjan gafst upp.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 10. júní 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Aronian sigurvegari Altibox Norway Chess

levon-aronian

Altibox Norway Chess-mótinu lauk í dag í Stafangri. Levon Aronian (2793) gerđi jafntefli viđ Wesley So (2812) í lokaumferđinni. Armeninn viđkunnanlegi hlaut 6 vinninga og varđ vinningi fyrir ofan nćstu menn. Í 2.-3. sćti međ 5 vinninga urđu Hikaru Nakamura (2785), sem tapađi fyrir Fabiano Caruana (2808), og Vladimir Kramnik (2808) sem yfirspilađi Anish Giri (2771) í lokaumferđinni. Carlsen (2832) gerđi jafntefli viđ Anand (2786) og varđ í 7.-9. sćti međ 4 vinninga.  

Lokastađan

Clipboard01

Heimsmeistarinn heldur efsta sćtinu á lifandi heimlistanum. Kramnik er annar, So ţriđji og Aronian er fjórđi.

Clipboard02

Ítarlega umfjöllun um lokaumferđina má finna á Chess.com.

 

 


Fjöltefli á vegum Vinaskákfélagsins og Geđhjálpar

Geđhjálp-fćr-viđurkenningu-frá-Vinask.-620x330

Vinaskákfélagiđ í samstarfi viđ Geđhjálp heldur fjöltefli mánudaginn 21. ágúst kl. 16:00 í húsnćđi Geđhjálpar ađ Borgartúni 30.

Keppendur verđa 10 manns frá athvörfum, búsetukjörnum, geđdeildum og fólki frá Kleppi. 1 til 2 frá hverjum stađ. Engin skákmađur yfir 2000 skákstig mun tefla, ţannig ađ ţetta verđa bara áhuga skákmenn sem verđa ţarna í fararbroddi. Hörđur Jónasson og Hjálmar Sigurvaldason frá Vinaskákfélaginu munu svo tefla viđ ţau. Teflt verđur međ klukku og er áćtlađ ađ skákmenn hafi 15 mín, en ţeir Hörđur og Hjálmar 20 mín. Verđlaun verđa veitt öllum sem keppa ţ.e. gullverđlaunapeningur sem á stendur "Fjöltefli á vegum Geđhjálpar og Vinaskákfélagsins 2017". Ennfremur mun Vinaskákfélagiđ vera međ kaffi og kökur í samvinnu viđ Geđhjálp.

Áhorfendur eru velkomnir!


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 166
  • Frá upphafi: 8779126

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband