Bloggfćrslur mánađarins, september 2015
2.9.2015 | 10:05
Davíđ og Einar Hjalti efstir á Meistaramóti Hugins
Davíđ Kjartansson (2366) og Einar Hjalti Jensson (2394) eru efstir međ 4˝ vinning eftir fimmtu umferđ Meistaramóts Hugins sem fram fór í gćrkveldi. Davíđ vann nafna sinn Kolka (1819) en Einar Hjalti lagđi Loft Baldvinsson (1988) ađ velli. Bárđur Örn Birkisson (1854), sem vann Veroniku Steinunni Magnúsdóttur (1843), er ţriđji međ 4 vinninga.
Ungir og efnilegir skákmenn áttu góđa umferđ í gćr. Óskar Víkingur Davíđsson (1742) vann Björn Hólm Birkisson (1907) og Róbert Luu (1460) vann Heimir Pál Ragnarsson (1712). Elvar Örn Hjaltason (1766) gerđi jafntefli viđ Jón Trausta Harđarson (2117).
Sjötta og nćstsíđasta umferđ fer fram á morgun. Ţá teflir viđ Einar Hjalti viđ Bárđ og Davíđ viđ Loft.
2.9.2015 | 07:00
Bikarsyrpa TR hefst á föstudaginn
Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur fer nú af stađ annađ áriđ í röđ eftir góđar móttökur í fyrra. Mótum syrpunnar hefur veriđ fjölgađ og telur hún alls sex kappskákmót sem eru ćtluđ börnum á grunnskólaaldri (fćdd 2000 og síđar) sem ekki hafa náđ 1600 skákstigum. Ţar međ gefst ţeim tćkifćri til ađ nćla sér í alţjóđleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuđ eru fyrir ţau.
Fyrsta mótiđ í syrpunni hefst föstudaginn 4. september og stendur til sunnudagsins 6. september. Tefldar eru 5 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo viđ leggjum ćtíđ áherslu á ađ krakkarnir vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.
Mótiđ er sérstaklega hugsađ fyrir krakka sem hafa sótt skákćfingar TR (og/eđa annarra taflfélaga) reglulega síđastliđinn vetur eđa lengur. Ţađ er gott ađ byrja sem fyrst ađ keppa á kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim krökkum sem vilja tefla á alvöru mótum mestmegnis stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunurinn oft mikill, mótin taka langan tíma, auk ţess sem marga krakka óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví.
Einungis börn og unglingar á grunnskólaaldri sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og krakkarnir njóta ţess betur ađ tefla kappskákir. Tímamörkin eru líka styttri, og henta krökkunum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á venjulegum kappskákmótum. Mótiđ uppfyllir öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga sem gott er ađ byrja ađ safna snemma. Eins og á ađra viđburđi félagsins ţá er frítt í mótin fyrir krakka í Taflfélagi Reykjavíkur. Fyrir krakka í öđrum taflfélögum er ţátttökugjaldiđ 1000 krónur fyrir hvert mót Bikarsyrpunnar.
Dagskrá:
1. umferđ 17.30 á föstudegi (4. september)
2. umferđ 10.30 á laugardegi (5. september)
3. umferđ 14.00 á laugardegi (5. september)
4. umferđ 10.30 á sunnudegi (6. september)
5. umferđ 14.00 á sunnudegi (6. september). (Lokaumferđ + verđlaunaafhending).
Vinsamlegast skráiđ ţátttakendur sem fyrst, ţađ hjálpar viđ undirbúning mótsins!
Bikarsyrpan samanstendur af sex mótum í vetur. Bikarar og medalíur eru í verđlaun fyrir efstu sćtin í hverju⨠móti, en auk ţess verđa veitt sérstök verđlaun fyrir samanlagđan árangur á mótunum.
Hlökkum til ađ sjá ykkur!
Sigurvegarar Bikarsyrpunnar 2014-2015:
- Mót 1: Mykhaylo Kravchuk
- Mót 2: Aron Ţór Mai
- Mót 3: Jóhann Arnar Finnsson
- Mót 4: Mykhaylo Kravchuk
- Bestur samanlagđur árangur: Mykhaylo Kravchuk
Pistill um lokamót Bikarsyrpunnar 2014-2015.
Spil og leikir | Breytt 31.8.2015 kl. 10:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2015 | 23:27
Huginn lagđi TR í ćsispennandi viđureign: 36˝ - 35˝
Taflfélag Reykjavíkur og Huginn áttust viđ gćr í hinum vistlegu húsakynnum TR í Faxafeni en um var ađ rćđa 8-liđa úrslit í Hrađskákkeppni taflfélaga.
Viđureignin var mjög jöfn, spennandi og bráđskemmtileg og ţandi taugar áhorfenda engu síđur en keppenda. Í hálfleik var stađan 20-16 Hugin í vil. TR-ingar komu sterkir inn í seinni hlutanum, náđu ađ saxa niđur forskot Hugins jafnt og ţétt og ţegar ein umferđ var eftir var stađan jöfn, 33-33. Lokaumferđin var ćsispennandi en Huginn hafđi sigur ađ lokum međ 3,5-2,5 og ţar međ sigur í viđureigninni međ eins vinnings forskoti.
Keppendur beggja liđa fá ţakkir fyrir vasklega framgöngu og skemmtan góđa. Ómari Salama er ţökkuđ vönduđ dómgćsla.
Árangur einstakra liđsmanna:
Huginn: 36,5
- Hjörvar Steinn Grétarsson 10,5/12
- Stefán Kristjánsson 6,5/12
- Ţröstur Ţórhallsson 6,5/12
- Helgi Ólafsson 5,5/12
- Helgi Áss Grétarsson 3/9
- Ingvar Ţór Jóhannesson 2/7
- Einar Hjalti Jensson 1,5/5
- Magnús Örn Úlfarsson 1/3
TR: 35,5
- Hannes Hlífar Stefánsson 9,5/12
- Björn Ţorfinnsson 8/12
- Jón Viktor Gunnarsson 6,5/11
- Karl Ţorsteins 4/10
- Guđmundur Kjartansson 3,5/10
- Henrik Danielsen 3/10
- Bragi Ţorfinnsson 1/6
Í dag dróg Ólafur Ásgrímsson hverjir tefla saman í undanúrslitum. Ţar var niđurstađan:
- Huginn-b Bolungarvík
- Huginn-a SA
Skv. reglum keppninnar eiga undanúrslit ađ fara fram laugardaginn 5. september. Gert er ráđ fyrir ađ viđureignirnar hefjist kl. 14.
LITLA BIKARKEPPNIN (UNDANÚRSLIT)
- SFÍ Vinaskákfélagiđ/Fjölnir
- SSON SR
Mćlst er til ţess ađ undanúrslit Litlu bikarkeppninnar fari fram sem fyrst til ađ hćgt sé ađ tefla báđar úrslitaviđureignirnar saman ţann 12. september.
Spil og leikir | Breytt 2.9.2015 kl. 09:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2015 | 23:20
Björgvin byrjar vel hjá Ásum.
Ćsir byrjuđu ađ tefla í dag eftir ţriggja mánađa sumarstopp. 27 skákvíkingar mćttu til leiks. Ţađ var gaman ađ sjá ţrjá nýja menn ganga í salinn og vonandi fáum viđ ađ sjá ţá aftur. Björgvin Víglundsson var í miklu stuđi og vann alla sína andstćđinga tíu ađ tölu. Ţór Valtýsson varđ í öđru sćti međ átta vinninga og í ţriđja sćti varđ Ţorsteinn Ţorsteinsson međ sjö og hálfan vinning.
Sjá nánari úrslit í töflu og myndir frá ESE.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2015 | 17:14
Aronian međ vinningsforskot fyrir lokaumferđina
Armeninn Levon Aronian (2765) hefur vinningsforskot fyrir lokaumferđ Sinquefield-mótins sem hefst nú kl. 18. Í gćr gerđi hann jafntefli viđ Vishy Anand (2816). Öđrum skákum umferđarinnar lauk einnig međ jafntefli og aldrei ţessu vant tókst Carlsen (2853) ekki ađ leggja Nakamura (2814) ađ velli. Carlsen er í 2.-4. sćti ásamt Grischuk (2771) og MVL (2731).
Í lokaumferđinn teflir Aronian viđ Topalov (2816), Carlen viđ Anand, Grischuk viđ Nakamura og MVL viđ Giri.
Gćti orđiđ mjög spennandi umferđ sérstaklega ţar sem Topalov hefur hvítt gegn Aronian.
Góđa umfjöllun um umferđ gćrdagsins má finna á Chess24.
1.9.2015 | 16:43
Skákćfingar Breiđabliks hefjast 7. september
Viltu ćfa skák af alvöru og ná afreksmörkum Skáksambands Íslands ?
Skákdeild Breiđabliks í samstarfi viđ Skákakademíu Kópavogs og Skákskóla Íslands býđur í vetur upp á öfluga skákţjálfun međ ţađ ađ markmiđi.
Bođiđ er upp á ćfingatíma í Glersalnum í stúkunni viđ Kópavogsvöll mánudaga til föstudaga frá 16:00 17:30.
Ţjálfari er Birkir Karl Sigurđsson FIDE National Instructor
Ćfingarnar henta skákkrökkum á grunnskólaaldri sem hafa náđ grunnfćrni í skák, hafa mikinn áhuga og vilja ćfa af alvöru til ađ stefna ađ ţví ađ verđa í fremstu röđ á Íslandi og ađ standa sig međ sóma á alţjóđlegum barna- og unglingaskákmótum.
Hver iđkandi velur sér ţrjár ćfingar í viku, en frjálst verđur ađ hafa ţćr fleiri eđa fćrri. Einnig verđur hćgt ađ velja um ađ mćta seinna og fara fyrr ef tíminn t.d. rekst á ađrar tómstundir. Viđ búumst viđ ađ geta myndađ tvo kjarna, eldri og reyndari krakkar og svo hóp af ungum og efnilegum.
Iđkendur utan Kópavogs og í hvađa taflfélagi sem er eru velkomnir. Allir geta mćtt í nokkur skipti til ađ prófa án ćfingagjalds.
Fyrsta ćfing: Mánudaginn 7.september
Ćfingagjöld veturinn 2015-16: (eru styrkhćf sem tómstundastyrkur hjá Kópavogsbć og Reykjavíkurborg):
Ţrisvar sinnum eđa oftar í viku: 30.000 kr.
Tvisvar sinnum í viku: 20.000 kr.
Einu sinni í viku: 10.000 kr.
Skráning á https://breidablik.felog.is/ eđa bara ađ mćta á ćfingu til ađ prófa!
Verkefniđ Skák eflir skóla - kennari verđur skákkennari er nú hafiđ. Megin inntak verkefnisins er ađ fjölga skákkennurum innan grunnskólanna. Skáksambandiđ sinnir verkefninu fyrir hönd mennta- og menningarmálaráđuneytisins. Verkefnisstjóri er Stefán Bergsson.
Lesa má um verkefniđ á heimasíđu ţess:
1.9.2015 | 08:56
Einar Hjalti, Davíđ og Loftur efstir á Meistaramóti Hugins
Einar Hjalti Jensson (2394), Davíđ Kjartansson (2366) og Loftur Baldvinsson (1988) eru efstir međ 3,5v eftir fjórar umferđir á Meistarmóti Hugins. Í fjórđu umferđ bar ţađ helst til tíđinda á efstu borđum ađ Daviđ og Einar Hjalti sömdu stutt jafntefli og tók Einar Hjalti stefnuna á Faxafeniđ strax ađ henni lokinn. Loftur vann svo Jón Trausta á öđru borđi og tók sér stöđu međal efstu manna. Nćstir koma svo Snorri Ţór Sigurđsson (1956), Bárđur Örn Birkisson (1854) og núverandi skákmeistari Hugins (suđursvćđi) Dawid Kolka (1819) en ţeir eru allir međ 3v.
Í fimmtu umferđ ţá mćtast međal annars: Loftur Einar Hjalti, Davíđ Dawid, Veronika Bárđur og Elvar Örn -Jón Trausti.
1.9.2015 | 07:00
Ćsir hefja taflmennsku í dag eftir sumarfrí
Ćsir eru ađ vakna eftir sumarsvefninn. Ţeir byrja ađ tefla ţriđjudaginn 1 september í Ásgarđi, félagsheimili eldri borgara í Reykjavík sem er í Stangarhyl 4.
Allir eldri borgarar sem hafa gaman af skák hjartanlega velkomnir til leiks, karlar 60+ og konur 50+.
Viđ teflum alla ţriđjudaga frá kl 13.00 til 16.30
Ţátttökugjald er kr. 500 innifaliđ kaffi og međlćti.
Hittumst hress á hvítum reitum og svörtum.
Stjórn Ása.
Spil og leikir | Breytt 30.8.2015 kl. 10:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 98
- Frá upphafi: 8778821
Annađ
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 75
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar