Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2015

Kapphlaupið um Íslandsmeistaratitilinn heldur áfram kl. 17 í Hörpu

P1040363

Níunda umferð Íslandsmótsins í skák fer fram í kvöld og fara úrslitin senn að ráðast í kapphlaupi Héðins Steingrímssonar og Hjörvars Steins Grétarssonar um Íslandmeistaratitilinn. 

P1040366

Héðinn Steingrímsson (2532) teflir við Jóhann Hjartarson (2566) í kvöld en Hjörvar Steinn Grétarsson (2561) mætir Sigurði Daða Sigfússyni (2319).

Röðun níundu umferðar

9umferð

Á morgun er tefld tíunda og næstsíðasta umferð og sú síðasta á sunnudag á sama tíma. 

Staðan

9stadan

 

Skákáhugamenn eru hvattir til að fjölmenna í Hörpu. Heitt á könnunni! 


Kapphlaup Hjörvars og Héðins heldur áfram - hafa tveggja vinninga forskot

P1040366

Kapphlaup Hjörvars Steins Grétarssonar (2561) og Héðins Steingrímssonar (2532) um Íslandsmeistaratitilinn heldur áfram en þeir unnu báðir í dag. Hjörvar vann Henrik Danielsen (2520) en Héðinn lagði Einar Hjalta Jensson (2359) að velli. Þeir hafa tveggja vinninga forskot á Hannes Hlífar Stefánsson (2590) sem er þriðji eftir jafntefli við Braga Þorfinnsson (2416). Þess má geta að Hjörvar og Héðinn mætast í lokaumferðinni á sunnudag. Úrslit þeirrar skákar mun mjög líklega ráða úrslitum á mótinu. 

P1040363

Jón L. Árnason (2499) vann Jóhann Hjartarson (2566) í uppgjöri meðlima Gullaldarliðsins á EM landsliða í nóvember nk. Jón L. er í 4.-6. sæti ásamt Braga og Lenku Ptácníková (2284). Árangur Lenku, sem er stigalægst keppenda, hefur verið frábær á mótinu en í dag vann hún Sigurð Daða Sigfússon (2319).

P1040357

Níunda umferð fer fram á morgun. Þá teflir Héðinn við Jóhann Hjartarson en Hjörvar við Sigurð Daða.

P1040353

 


Júlíus hraðskákmeistari öðlinga

Glaðir öðlingar 2015

Júlíus Friðjónsson (2153) sigraði á hraðskákmóti öðlinga sem fram fór´i gær. Þorvarður F. Ólafsson (2222) varð annar eins og á aðalmótinu. Pálmi R. Pétursson (2226) varð þriðji með 5 vinninga. Jafnframt fór fram verðlaunaafhending fyrir aðalmótið. Þar hafði Einar Valdirmsson mikla yfirbyrði og vann með fullu húsi.

Lokastöðuna má finna á Chess-Results.


Hjörvar og Héðinn að stinga af - Hjörvar vann Hannes - óvænt úrslit

P1040340

Óvænt úrslit settu svip sinn á sjöundu umferð Íslandsmótsins í skák í kvöld. Sigurður Daði Sigfússon vann Jóhann Hjartarson og Lenka Ptácníková hafði betur gegn Henrik Danielsen. Árangur Lenku gegn stórmeisturunum hefur verið afar eftirtektarverður á mótinu en hún vann Hjörvar fyrr í mótinu og gerði jafntefli við Hannes í gær.

P1040347

Hjörvar Steinn Grétarsson sigraði Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson vann Guðmund Kjartansson. Hjörvar og Héðinn virðast hreinlega vera að stinga aðra keppendur af en þeir hafa 1,5 vinnings forskot á Hannes sem er þriðji. Þess má geta að Hjörvar og Héðinn mætast í lokaumferðinni á sunnudag. 

P1040334

Úrslit 7. umferðar

7umferd

Staðan

7staða

Áttunda umferð fer fram á morgun og hefst kl. 17. Þá teflir Hjörvar við Henrik og Héðinn við Einar Hjalta. Jón L. Árnason og Jóhann Hjartarson tefla einnig saman á morgun.

Skákáhugamenn eru hvattir til að fjölmenna í Hörpu. Heitt á könnunni! Ekkert Eurovision!

 


Jóhann Arnar Finnsson skákmeistari Rimaskóla 2015

IMG_7039

Skákmót Rimaskóla var haldið í 22. sinn og var mótið að þessu sinni boðsmót sem rúmlega 20 nemendum skólans var boðið að taka þátt í. Sextán nemendur þáðu boðið og tefldu sex umferða mót undir stjórn Björns Ívars Karlssonar skákkennara skólans. Stigahæstu skákmennirnir Nansý Davíðsdóttir (1590)

IMG_7037

Norðrulandameistari stúlkna og Jóhann Arnar Finnsson (1410) komu jafnt í mark eftir sex umferðir með 5,5 vinninga. Þau gerðu innbyrðis jafntefli og unnu aðra andstæðinga sína. Þau Nansý og Jóhann urðu því að tefla tveggja skáka einvígi. Fyrri skákinni lauk með jafntefli en Jóhann Arnar vann síðari skákina. Jóhann Arnar sem er nemandi í 9. bekk Rimaskóla er því skákmeistari Rimaskóla 2015 og fær nafn sitt ritað á farandbikar og eignarbikar að launum. Hann hefur stundað skákíþróttina mjög vel í vetur og sýnt og sannað hversu efnilegur skákmaður hann er. Fimm efstu menn mótsins unnu sér inn gjafabréf fyrir pítsu.  

IMG_7036

 

Skákmót Rimaskóla hefur verið haldið frá stofnun skólans 1993 – 1994 og hefur Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari og landsliðsmaður Íslands oftast unnið meistaratitilinn eða í 7 skipti.  Meðal annarra meistara skólans í gegnum árin eru efnilegustu skákmenn Íslands 20 ára og yngri, þeir Oliver Aron Jóhannesson, Dagur Ragnarsson og Jón Trausti Harðarson.

 

Efstir

 

Rtg

Pts

BH.

1

Nansý Davíðsdóttir

1590

22½

2

Jóhann Arnar Finnsson

1410

20½

3

Joshua Davíðsson

1216

4

23

4

Mikael Maron Torfason

1000

4

17½

5

Anton Breki Óskarsson

0

4

17½

6

Valgerður Jóhannsdóttir

0

3

22½

7

Kristófer Aron Helgason

0

3

20½

8

Ríkharð Skorri Ragnarsson

0

3

18½

9

Arnór Gunnlaugsson

0

3

17½

10

Kjartan Karl Gunnarsson

0

3

16½


Björgvin efstur á síðasta skákdegi Ása.

Björgvin Víglundsson sigraði á síðasta hefðbundna skákdegi okkar á þessum skákvetri. Björgvin fékk 8 vinninga í gær. Björgvin hefur þá sigrað tuttugu og þrisvar sinnum af tuttugu og sjö skákdögum á þessari vertíð. Á síðustu helgi fóru tólf skáköðlingar af höfuðborgar svæðinu norður í Vatnsdal til móts við skákmenn 60+ frá SA.

Okkar menn sigruðu með eins vinnings mun, minna mátti það ekki vera. Þessi keppni hefur verið haldin síðan 2003. SA hefur unnið átta sinnum, okkar menn fjórum sinnum og einu sinni skildu liðin jöfn.

Næsta þriðjudag verður Vorhraðskákmótið haldið. Þá teflum við níu umferðir með 7 mín. umhugsunar tíma

Verðlaun fyrir samanlagðan árangur vetrarins verða afhent og gott kaffi drukkið hjá henni Hallfríði.

Tuttugu og átta skákmenn mættu til leiks í dag.

Guðfinnur R Kjartansson varð í öðru sæti með 7½ vinning. Bragi Halldórsson varð í þriðja sæti með 7 vinninga. 

Sjá nánari úrslit í töflu og myndir frá ESE.

Æsir 2015-05-19

 


Íslandsmótið í skák: Sjöunda umferð hefst kl. 14 í dag - ath. fyrr en venjulega

P1040321Sjöunda umferð Íslandsmótsins í skák hefst kl. 14 eða heldur fyrr en venjulega. Hjörvar Steinn Grétarsson og Héðinn Steingrímsson eru efstir á mótinu með 4½ vinning og Hannes Hlífar Stefánsson þriðji með 4 vinninga. Hjörvar og Hannes mætast í dag. Á síma tíma teflir Héðinn við Íslandsmeistarann í skák Guðmund Kjartansson.

Henrik Danielsen sem er fjórði með 3½  vinning teflir við Lenku Ptácníková í dag en Lenku hefur náð góðum úrslitum gegn efstu mönnum mótsins.

Röðun umferðarinnar:

7umferd

Staðan

staðan7

 

Skákáhugamenn eru hvattir til að fjölmenna í Hörpu. Heitt á könnunni!

 


Hraðskákmót öðlinga fer fram í kvöld

Hraðskákmót öðlinga fer fram kvöld í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Mótið hefst kl. 19.30 og er opið fyrir alla 40 ára (á árinu) og eldri. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mín. umhugsunartíma.  Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga sem lauk s.l. miðvikudagskvöld með sigri Einars Valdimarsson. 
 
Þátttökugjald er kr. 500 og er í því innifalið kaffi og góðgæti. Skákmenn 40+ eru hvattir til að fjölmenna! 

Núverandi Hraðskákmeistari öðlinga er Gunnar Björnsson.


Hjörvar og Héðinn efstir á Íslandsmótinu - enn ein spennuumferðin

P1040321

Enn ein spennuumferðin var í kvöld á Íslandsmótinu í skák þegar sjötta umferð fór fram í Hörpu. Hjörvar Steinn Grétarsson og Héðinn Steingrímsson unnu báðir og eru efstir með 4,5 vinning. Hjörvar vann Björn Þorfinnsson og Héðinn hafði betur gegn Jóni L. Árnasyni. Hannes Hlífar Stefánsson er þriðji með 4 vinninga eftir afar spennandi skák gegn Lenku Ptácníková. Henrik Danielsen skaust svo upp í fjórða sæti með 3,5 vinning eftir sigur á Jóhanni Hjartarsyni. 

P1040327

Einar Hjalti Jensson vann svo Sigurð Daða Sigfússon og Bragi Þorfinnsson vann Íslandsmeistarann Guðmundur Kjartansson. Jóhann, Einar og Bragi eru í 5.-7. sæti með 3 vinninga.

P1040328

Sjöunda umferð fer fram á morgun. Rétt er að vekja athygli á því að hún hefst fyrr en hefðbundnar umferðir eða kl. 14. Aðalskák morgundagsins verður að teljast skák Hjörvars og Hannesar. Héðinn mætir Guðmundi og Henrik teflir við Lenku. 

Skákáhugamenn eru hvattir til að fjölmenna í Hörpu. Heitt á könnunni!

 


Íslandsmótið: Sjötta umferð hefst kl. 17

P1040295Sjötta umferð íslandsmótsins í skák hefst kl. 17 í dag. Spennan á mótinu er gríðarleg og aðeins munar einum vinningi á keppendum í fyrsta og áttunda sæti. Hannes Hlífar Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Héðinn Steingrímsson eru efstir með 3½ og Jóhann Hjartarson er fjórði með 3 vinninga.

Hannes mætir Lenku Ptacníková í dag, Hjörvar teflir við Björn Þorfinnsson. Tvær stórmeistaraviðureignir eru á dagskrá í dag. Annars eru það tveir yngstu Íslandsmeistarar sögunnar Jón L. Árnason (16 ára) og Héðinn (15 ára) og hins vegar Henrik Danielsen og Jóhann Hjartarson.

Umferðin í gær bauð upp á magnþrungna spennu og spurning hvað gerist í dag. 

 

Staðan

Staðan

Röðun sjöttu umferðar

7umferd

Skákáhugamenn eru hvattir til að fjölmenna í Hörpu. Heitt á könnunni!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 204
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 154
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband