Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2015

Páskaeggjamót Víkingaklúbbsins fer fram á miđvikudaginn

Páskaeggjamót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga verđur haldiđ í Víkinni Víkingsheimilinu miđvikudaginn 25. mars. Tefldar verđa 6. umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma á mann og hefst mótiđ kl. 17.15. Allir krakkar eru velkomnir og ţátttaka er ókeypis. Keppt verđur ţrem flokkum: Flokki fćddra 1999-2005, flokki fćddra 2006 og yngstu krakkarnir og byrjendur tefla tefla í sérflokki. (ţrjú mót).  

Allir fá páskaegg fyrir framistöđu sína og  ţátttaka í mótinu er ókeypis.  Barna og unglingaćfingar Víkingaklúbbsins verđa vikulega á miđvikudögum fram á sumar.

ATH:  Nauđsynlegt er ađ skrá sig (nafn og fćđingarár) til ađ tryggja ţátttöku.

Skráning á mótiđ fer fram á Skák.is (guli kassinn efst)

Heimilisfang hér:

Knattspyrnufélagiđ Víkingur
Trađarlandi 1, 108 Reykjavík


Páskaeggjamót Hugins

Páskaeggjamót Hugins verđur haldiđ í 23. sinn mánudaginn 23. mars 2015, og hefst tafliđ kl. 17, ţ.e. nokkru fyrr heldur en venjulegar mánudagsćfingar. Páskaeggjamótiđ kemur í stađ mánudagsćfingar. Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Mótiđ er opiđ öllum krökkum á grunnskólaaldri.

Allir ţátttakendur keppa í einum flokki en verđlaun verđa veitt í tveimur ađskildum flokkum. Páskaegg verđa í verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, bćđi í eldri flokki (fćddir 1999 – 2002) og yngri flokki (fćddir 2003 og síđar). Sá sem er efstur í hverjum árgangi fćr einnig páskaegg sem og efstu ţrjár stúlkurnar á mótinu. Ađ auki verđa tvö páskaegg dregin út. Enginn fćr ţó fleiri en eitt páskaegg. Lítiđ páskaegg verđur svo fyrir ţá sem ekki vinna til verđlauna.

Páskaeggjamótiđ verđur haldiđ í félagsheimili Hugins í  Álfabakka 14a í Mjóddinni. Inngangur er milli Subway og Fröken Júlíu en salur félagsins er á ţriđju hćđ hússins.


Skákfélagiđ Huginn Íslandsmeistari skákfélaga

Íslandsmeistarar Skákfélagsins Hugins

Skákfélagiđ Huginn sigrađi á ćsispennandi Íslandsmóti skákfélaga sem lauk í gćr í Rimaskóla. Sveitin vann Skákfélag Reykjanesbćjar 7,5-0,5 í lokaumferđinni á međan helsti keppinauturinn Taflfélag Reykjavíkur sigrađi Skákdeild Fjölnis 6,5-1,5. Taflfélag Vestmannaeyja varđ í ţriđja sćti. B-, C- og D-sveitir TR unnu 2.-4. deild. 

Lokastađan:

  1. Skákfélagiđ Huginn 56,5 v.
  2. Taflfélag Reykjavíkur 55 v.
  3. Taflfélag Vestmannaeyja 52,5 v.
  4. Skákdeild Fjölnis 38 v.
  5. Taflfélag Bolungarvíkur 36 v.
  6. Skákfélag Akureyrar 33,5 v.
  7. Víkingaklúbburinn 29,5 v.
  8. Skákfélagiđ b-sveit 25 v.
  9. Skákfélag Reykjanesbćjar 17,5 v.
  10. Skákfélag Íslands 16,5 v.

Nánar á Chess-Results.

Skákfélag Reykjanesbćjar og Skákfélag Íslands falla niđur í 2. deild.

Hjörvar Steinn Grétarsson, Hugin, og Björn Ţorfinnsson, TR, stóđu sig best allra en ţeir hlutu 8 vinninga í 9 skákum. 

2. deild

B-sveit TR vann öruggan sigur en hún hlaut 31,5 v. Skákdeild KR varđ í öđru sćti međ 28,5. Ţessar tvćr sveitir hafa áunniđ sér rétt til ađ tefla í fyrstu deild ađ ári.

Spennan um ţriđja sćti var mikil. Ţađ féll í skaut b-sveitar Skákfélags Akureyrar en sveitin hlaut 22,5 vinning. Ađeins munađi 3 vinningum á verđlaunasćti og fallsćti. 

Lokastađan:

  1. Taflfélag Reykjavíkur b-sveit 31,5 v.
  2. Skákdeild KR 28,5 v.
  3. Skákfélag Akureyrar b-sveit 22,5 v.
  4. Skákdeild Hauka 21,5 v. (9 stig)
  5. Taflfélag Garđabćjar 21,5 v. (7 stig)
  6. Skákfélagiđ Huginn c-sveit 20 v.
  7. Vinaskákfélagiđ 19,5 v.
  8. Víkingaklúbburinn b-sveit3 v.

Vinaskákfélagiđ og Víkingaklúbburinn féllu niđur í 3. deild. Afar litlu munađi ađ Vinaskákfélagiđ hefđi fengiđ hálfan vinning til viđbótar í lokaumferđinni. Ţá hefđi komiđ til ţeirra sérstöku stöđu og draga hefđi ţurft um hvort Vinaskákfélagiđ eđa b-sveit Hugins hefđi falliđ en liđin hefđu veriđ hnífjöfn eftir allan stigaútreikning.

Stöđuna má nálgast á Chess-Results.

3. deild

C-sveit Taflfélags Reykjavíkur vann öruggan sigur en sveitin hlaut fullt hús stiga. Borgnesingar og Selfyssingar urđu í 2. og 3. sćti međ 9 stig. Borgnesingar fengu fleiri vinninga og fá sćti í 2. deild ađ ári.

D-sveit Skákfélaga Akureyrar, a-unglingasveit TR og f-sveit Hugins féllu niđur í 4. deild

Stöđuna má nálgast á Chess-Results.

4. deild

D-sveit TR vann öruggan sigur en sveitin hlaut 13 stig. B-sveit Taflfélags Garđabćjar varđ í öđru sćti 12 stig. Skákgengiđ varđ í ţriđja sćti međ 10 stig. Ţessar ţrjár sveitir unnu sér keppnisrétt í 3. deild ađ ári. 

Stöđuna má nálgast á Chess-Results.

Myndir vćntanlegar!


Skákţáttur Morgunblađsins: Hjörvar og Jón Viktor í fararbroddi

Hjörvar Steinn Grétarsson vann Zhansaya Abdumalik frá Kasakstan í fjórđu umferđ Reykjavíkurskákmótsins á fimmtudagskvöldiđ og var međ fullt hús vinninga ásamt fimm öđrum fyrir fimmtu umferđ sem fram fór í gćrkvöldi. Hann átti ađ tefla viđ Aserann Shakriyar Mamedyarov í toppslag umferđarinnar. Íslensku skákmennirnir hafa margir hverjir stađiđ sig prýđilega ţó enginn eins vel og Jón Viktor Gunnarsson sem hafđi hlotiđ 3 ˝ vinning úr fjórum skákum eftir sigur á Gawain Jones á fimmtudagskvöldiđ. Hann gerđi jafntefli viđ nćststigahćsta keppanda mótsins, Tékkann David Navara, sem mátti berjast fyrir jafntefli peđi undir í erfiđu hróksendatafli.

Međ 3 vinninga af fjórum voru međal annarra Hannes Hlífar Stefánsson, Einar Hjalti Jensson, Guđmundur Kjartansson, Henrik Danielsen, Einar Valdimarsson og Ţröstur Ţórhallsson. Athygli vekur einnig frammistađa hins unga Jóns Kristins Ţorgeirssonar sem er međ 2 ˝ vinnning eftir jafntefli viđ indverska stórmeistarann Sahaj Grover í 4. umferđ. Í ţeirri umferđ var heldur meira jafnrćđi međ keppendum en í ţeim fyrstu og margar stórskemmtilegar baráttuskákir sáu dagsins ljós. Mikla athygli vakti skák Héđins Steingrímssonar viđ Aserann Shakriyar Mamedyarov en Mamedyarov hafđi sigur eftir ađ hafa náđ ađ snúa á Héđin í miđtaflinu.

Jón Viktor Gunnarsson dróst á móti Svíanum Nils Grandelius í umferđ gćrdagsins. Ţađ vita flestir ađ hann á heilmikiđ inni og gćti hćglega nćlt sér í áfanga ađ stórmeistatatitli ef svo heldur fram sem horfir. Hann fann glćsilega vinningsleiđ gegn Gawain Jones ţegar margir töldu ađ hann ţyrfti ađ taka jafntefli međ ţráskák.

Gawain Jones – Jón Viktor Gunnarsson

Enskur leikur

1. c4 c5 2. Rf3 g6 3. g3 Rc6 4. Rc3 Bg7 5. Bg2 d6 6. O-O Bf5 7. d3 Dd7

Ţetta dálítiđ frumstćđa kerfi sem byggist á framrás h-peđsins hefur Jón Viktor margoft reynt í hrađskák. Hvers vegna ekki ađ prófa ţađ líka í kappskák?

8. He1 Bh3 9. Bh1 h5 10. Rg5 h4 11. Rd5 hxg3 12. hxg3 Rf6 13. Rf4 Bg4 14. f3 e5!

Byrjunartaktík Jóns hefur gengiđ fullkomlega upp, hann hefur náđ ađ opna h-línuna og getur hrókerađ langt.

15. Rd5 Be6 16. e4 Rh5 17. Kf2 Bxd5 18. exd5 Rd4 19. g4 Rf6 20. Bg2 O-O-O 21. Be3 Rh7 22. Rxh7 Hxh7 23. Dd2 f5 24. Hh1 Hdh8 25. Bxd4 cxd4 26. Hxh7 Hxh7 27. Hh1 Hxh1 28. Bxh1 Dd8!

Mislitir biskupar eru engin trygging fyrir jafntefli ţví biskup svarts er miklu virkari en sá hvíti.

29. Kg3 Bf6 30. Dh6!

Góđur varnarleikur, annars kemst biskupinn til g5.

30. ... Da5!?

Lítur glćfralega út en Jón Viktor hafđi komiđ auga á hinn snjalla 32. leik.

31. gxf5 De1+ 32. Kh2 e4! 

GPETQ6HILeikur peđinu ofan í ţrćlvaldađa reitinn! Ţessu ţema beitti Kasparov betur en ađrir.

33. Df8+ Bd8! 34. fxg6 Dh4+ 35. Kg2 Dg5+ 36. Kf1 Dc1+ 37. Kg2 Dg5+ 38. Kf1 exd3 39. Dxd6 Dc1+ 40. Kg2 Dg5+ 41. Kf1

 

 

 

 

GPETQ6HEŢađ lá ekki alveg ljóst fyrir hvernig svartur ćtlađi ađ tefla ţessa stöđu til vinnings. Ţannig gengur ekki 41. ... d2 vegna 42. De6+ Kb8 43. Ke2! o.s.frv. En Jón fann lausnina.

41. ... Dc1+ 42. Kg2 Dd2+ 43. Kh3


Eđa 43.Kg1 De3+ og 44. ... d2.

43. ... Dh6+ 44. Kg2 d2! 45. Dc5+ Kb8 46. Dxd4 Dxg6+ 47. Kh3 Dh7+ 48. Kg2 Dc2! 49. Df4+ Ka8

- og hvítur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 14. mars 2015

Skákţćttir Morgunblađsins


Huginn međ hálfs vinnings forskot fyrir lokaumferđ Íslandsmóts skákfélaga

Skákfélagiđ Huginn hefur hálfs vinnings forskot á Taflfélag Reykjavíkur fyrir lokaumferđ Íslandsmóts skákfélaga. Taflfélag Vestmannaeyja er skammt undan 1,5 vinningi á eftir TR. Lokaumferđin hefst kl. 17 á eftir í Rimaskóla. 

Huginn vann 6,5-1,5 sigur á Skákfélagi Akureyrar. Ţar vakti sigur Stefáns Bergssonar á Helga Áss Grétarssyni mesta athygli. TR-ingar unnu sannfćrandi 7,5-0,5 vinning á Bolvíkingum. Guđmundur Kjartansson vann ţar Jóhann Hjartarson. Eyjamenn unnu b-sveit Hugins 7-1. 

Öll úrslit má finna á Chess-Results.

Stöđuna má einnig finna á Chess-Results.

Í lokaumferđinni mćtir Huginn Skákfélagi Reykjanesbćjar, TR mćtir Skákdeild Fjölnis og Eyjamenn mćta Bolvíkingum. 

Verđi jafnt verđur teflt til ţrautar međ styttri umhugsunartíma.

2. deild

B-sveit TR er efst međ 26,5 og hefur ţegar tryggt sér sćti í efstu deild ađ ári. KR-ingar eru í vćnlegri stöđu ađ fylgja ţeim upp en ţeir hafa 24,5 vinning. Í 3.-4. sćti eru b-sveit Akureyringa og Taflfélag Garđabćjar.

Stöđuna má nálgast á Chess-Results.

3. deild

C-sveit Taflfélags Reykjavíkur er efst međ fullt hús stiga í 3. deild og hefur ţegar tryggt sér sigur og sćti í 2. deild ađ ári. C-sveit Skákfélags Akureyrar og Selfyssingar eru í 2.-3. sćti međ 8 stig.

Stöđuna má nálgast á Chess-Results.

4. deild

D-sveit TR er efst í 4. deild međ 11 stig B-sveit TG er í öđru sćti međ 10 stig. Ţessar sveitir hafa ţegar tryggt sér sćti í 3. deild ađ ári. Óljósara er hins vegar hvađ sveit fylgir ţeim upp en Skákgengiđ er í ţriđja sćti međ 8 stig.

Stöđuna má nálgast á Chess-Results.


Wow air Vormót TR hefst á mánudagskvöldiđ

wowair_tr_banner3_2015

Hiđ glćsilega Wow air Vormót Taflfélags Reykjavíkur hefst í skákhöll félagsins ađ Faxafeni 12 mánudaginn 23. mars  Frábćrar viđtökur er mótiđ var haldiđ í fyrsta sinn í fyrra tryggja ađ ţađ verđur nú árlegur viđburđur í fjöbreyttri mótaflóru félagsins.

Tefldar verđa sjö umferđir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á fyrstu 40 leikina en eftir ţađ bćtast viđ 15 mínútur.  30 sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik alla skákina.  Teflt verđur einu sinni í viku á mánudagskvöldum og hefjast umferđirnar kl. 19.30  Tvćr yfirsetur (bye) verđa leyfđar í umferđum 1-5.

Mótiđ er fyrst og fremst hugsađ fyrir sterkari skákmenn og er frábćr upphitun fyrir Skákţing Íslands sem hefst ađ móti loknu. 

Í A – meistaraflokk hafa allir skákmenn međ GM/IM/FM/WGM titil ţátttökurétt, auk allra skákmanna međ yfir 2200 Elo skákstig.

Í B – áskorendaflokk hafa allir skákmenn međ yfir 2000 Elo skákstig ţátttökurétt.

Skákmenn sem uppfylla stigalágmörkin á 1. mars eđa ná ţeim á Reykjavik Open er gjaldgengir í mótiđ.

Tveimur skákmönnum á stigabilinu 2000 – 2199 verđur bođiđ sćti í A flokki.  Ţau sćti eru fyrst og fremst hugsuđ fyrir unga og upprennandi skákmenn á öllum aldri í mikilli framför. 

Allt ađ fjórum skákmönnum sem ekki hafa tilskilin stig fyrir B flokkinn verđur bođin ţátttaka ţar.  Ţau sćti eru fyrst og fremst ćtluđ efnilegustu skákkrökkunum og unglingunum okkar, en allir geta sótt um.

Hćgt er ađ sćkja um ţessi 6 sćti međ ţví ađ senda póst á taflfelag@taflfelag.is eđa hafa samband viđ formann félagsins Björn Jónsson í síma 8999268 eigi síđar en 18. mars.

Sigurvegari Wow air Vormótsins í fyrra var Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari. Magnús Pálmi Örnólfsson sigrađi í B flokki og annar varđ Kjartan Maack.  Ţeir tveir unnu sér inn keppnisrétt í A - flokki í ár.

Í fyrra tóku ţátt fimm stórmeistarar, tveir alţjóđlegir meistarar, fjórir Fide meistarar og einn stórmeistari kvenna

Glćsileg verđlaun eru í mótinu í bođi Taflfélags Reykjavíkur og vina okkar hjá Wow air.

A – Meistaraflokkur:

  1. Flugmiđi međ Wow air á einn af áfangastöđum félagsins (skattar og gjöld innifaliđ) plús 40.000 krónur
  2. 40.000 krónur
  3. 20.000 krónur

 

B – Áskorendaflokkur:

  1. Flugmiđi međ Wow air á einn af áfangastöđum félagsins (skattar og gjöld innifaliđ) plús 20.000 krónur
  2. 20.000 krónur
  3. 10.000 krónur

Auk ţess verđa veittir bikarar fyrir efsta sćtiđ í hvorum flokki auk farandbikars fyrir sigurvegara A flokks.  Verđlaunapeningar fyrir annađ og ţriđja sćtiđ í báđum flokkum.

Ađ lokum eiga allir keppendur möguleika á ađ vinna glćsilegar DGT  skákklukkur  en tvćr slíkar verđa dregnar út í happdrćtti viđ verđlaunaafhendingu.

Tvö efstu sćtin í B – flokki veita ţátttökurétt í A flokki ađ ári. 

Umferđatafla:

  1. umferđ mánudag 23. mars kl. 19.30
  2. umferđ mánudag 30. mars  kl. 19.30

Páskahlé

  1. umferđ mánudag 13. apríl  kl. 19.30
  2. umferđ mánudag 20. apríl  kl. 19.30
  3. umferđ mánudag 27. apríl  kl. 19.30
  4. umferđ mánudag 04. maí   kl. 19.30
  5. umferđ mánudag 11. maí   kl. 19.30

 

Verđlaunaafhending mun fara fram föstudagskvöldiđ 22. maí, en ţá mun fara fram skemmtikvöld hjá TR

Tekiđ skal fram ađ 25% af verđlaunafé úr Wow air mótinu verđur haldiđ eftir ef verđlaunahafar mćta ekki á verđlaunaafhendinguna til ađ taka viđ verđlaunum sínum án gildra ástćđna.

Ef fresta ţarf skákum verđa ţćr viđureignir tefldar á miđvikudagskvöldum kl. 19.30 (samhliđa skákmóti öđlinga). 

Ţátttökugjald er kr. 5000 fyrir félagsmenn Taflfélags Reykjavíkur en kr. 10.000 fyrir ađra. 

Ţeir skákmenn sem skrá sig fyrir 20. mars fá 50% afslátt af ţátttökugjaldinu.  Frítt er fyrir titilhafa á mótiđ skrái ţeir sig fyrir 20. mars, annars kr. 5000.  

Skráning fer fram hér og lýkur á miđnćtti 22. mars. 

Hér má sjá keppendalistann. 

Taflfélag Reykjavíkur hvetur alla skákmenn til ađ taka ţátt enda var mótiđ í fyrra eitt sterkasta og best heppnađa mót ársins.


Skákmót öđlinga hefst á miđvikudagskvöld

Skákmót öđlinga 40 ára og eldri hefst miđvikudaginn 25. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viđbótartími á hvern leik.
Skákmót öđlinga verđur nú haldiđ í 24. sinn. Núverandi Skákmeistari öđlinga er alţjóđlegi meistarinn Sćvar Bjarnason.
 
Dagskrá:
  • 1. umferđ miđvikudag 25. mars kl. 19.30

  • 2. umferđ miđvikudag 8. apríl kl. 19.30

  • 3. umferđ miđvikudag 15. apríl kl. 19.30

  • 4. umferđ miđvikudag 22. apríl kl. 19.30

  • 5. umferđ miđvikudag 29. apríl kl. 19.30

  • 6. umferđ miđvikudag 6. maí kl. 19.30

  • 7. umferđ miđvikudag 13. maí kl. 19.30

Mótinu lýkur miđvikudaginn 20. maí kl. 19:30 međ hrađskákmóti og verđlaunaafhendingu. Keppt er um veglegan farandbikar,en auk hans eru verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, bćđi í ađalmótinu og hrađskákmótinu.

Ţátttökugjald er kr. 4.000 fyrir ađalmótiđ og kr 500 fyrir hrađskákmótiđ. Innifaliđ er frítt kaffi allt mótiđ ásamt rjómavöfflum og öđru góđgćti á lokakvöldi. 

Skráning fer fram hér.

Hér er hćgt ađ fylgjast međ skráningu.


Huginn efstur fyrir lokadag Íslandsmóts skákfélaga

Skákfélagiđ Huginn hefur 1,5 vinnings forskot á Taflfélag Reykjavíkur fyrir lokadag Íslandsmóts skákfélaga sem fram fer á morgun međ tveimur umferđum. Huginn vann Skákdeild Fjölnis 6-2. Taflfélag Reykjavíkur vann Skákfélag Íslands međ sama mun. Taflfélag Vestmannaeyja er vinningi ţar á eftir. Eyjamenn unnu Reyknesinga 7-1.

Nokkuđ var um óvćnt úrslit. Jóhann Ingvason (2142), Reykjanesbć, gerđi jafntefli viđ Helga Ólafsson (2543), Taflfélagi Vestmannaeyja, en Jóhann gerđi einnig jafntefli viđ Jón L. Árnason í gćr.  Rúnar Sigurpálsson (2249), Skákfélagi Akureyrar, vann portúgalska stórmeistarann Luis Galego (2465), Víkingaklúbbnum.

Úrslit kvöldsins má finna á Chess-Results.

Stöđuna má einnig finna á Chess-Results.

Nćstsíđasta umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 11. Ţá teflir Huginn viđ Skákfélag Akureyrar, TR viđ Bolvíkinga og Eyjamenn viđ b-sveit Hugins.

2. deild

B-sveit TR er efst međ 21 vinning. KR-ingar eru ađrir međ 20 vinninga og b-sveit Akureyringa er í ţriđja sćti međ 18 vinninga.

Stöđuna má nálgast á Chess-Results.

3. deild

C-sveit Taflfélags Reykjavíkur er efst međ fullt hús stiga í 3. deild. B-sveit Fjölnis og Selfyssingar eru í 2. og 3. sćti međ 7 stig.

Stöđuna má nálgast á Chess-Results.

4. deild

D-sveit TR er efst í 4. deild međ fullt hús stiga. B-sveit Garđbćinga er í öđru sćti međ 8 stig. Sex sveitir koma ţar á eftir međ 6 stig.

Stöđuna má nálgast á Chess-Results.

 


Íslandsmót skákfélaga - allar deildir í kvöld!

Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga 2014-2015 fer fram dagana 19.-21 mars. nk. Mótiđ fer fram í Rimaskóla, Reykjavík.  Keppnin hefst (eingöngu í 1.deild) kl. 19.30 fimmtudaginn 19. mars. Ađrar deildir munu hefja taflmennsku föstudaginn 20. mars  kl. 20.00 og síđan  laugardaginn 21. mars. kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag. 

Nemendur og foreldrar 7 . bekkjar í Rimaskóla munu sjá um veitingasölu á Íslandsmóti skákfélaga og er veitingasalan liđur í fjáröflun krakkanna fyrir Skólabúđir ađ Reykjum. Posi til taks og einnig er skákfélögum heimilt ađ stofna til reiknings gegn undirskrift ábryrgđarmanns.

Lokahóf mótsins er á Kringlukránni ađ móti lokinni. Lokahófiđ er ađeins fyrri 18 ára og eldri nema ţá í fylgd í fullorđnum. 

Nánar á heimasíđu Skáksambands Íslands.


Áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák

Skáksamband ÍslandsÁskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák fer fram um páskana, 27. mars – 5. apríl nk. Teflt er húsnćđi Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12. Tefldar verđa níu umferđir eftir svissneska kerfinu. Mótiđ verđur jafnframt Íslandsmót kvenna.

Einnig verđur teflt í opnum flokki sem verđur opinn fyrir skákmenn međ 1600 skákstig eđa minna. Keppendur međ minna en 1600 skákstig geta valiđ á milli flokka.

Í áskorendaflokki verđa tefldar níu umferđir en í opnum flokki verđa tefldar sjö umferđir. Opnum flokki lýkur á föstudeginum langa. 

Verđlaun í áskorendaflokki eru sem hér segir: 

  1. 75.000 kr.
  2. 45.000 kr.
  3. 30.000 kr. 

Verđlaun í opnum flokki: 

  1. Ţrjár skákbćkur hjá bóksölu Sigurbjörns
  2. Tvćr skákbćkur hjá bóksölu Sigurbjörns
  3. Skákbók hjá bóksölu Sigurbjörns. 

Auk ţess verđi sérstök stigaverđlaun fyrir ţá sem hafa minna en 1200 stig í opnum flokki. 

Verđlaun skiptast eftir Hort-kerfi séu menn efstir í verđlaunasćtum í áskorendaflokki. Tvö efstu sćtin gefa keppnisrétt í landsliđsflokki ađ ári. Séu menn jafnir rćđur stigaútreikningur (nánar í mótsreglum hér ađ neđan). Í opnum flokki gildir stigaútreikningur um verđlaunsćti.  

Skráning

Ţátttökugjöld eru 5.000 kr. Unglingar 15 ára og yngri (1999 og síđar) og F3-félagar fá 50% afslátt. 

Í opnum flokki (sem eingöngu fyrir opinn fyrir ţá sem hafa 1600 skákstig eđa minna) eru ţátttökugjöld fyrir alla kr. 2.000. 

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst). Ţátttökugjöld greiđist inn á reikning 101-26-12763, kt. 580269-5409 fyrir mót.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Tímamörk

Áskorendaflokkur: 90 mínútur + 30 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúnda viđbótartími eftir hvern leik.

Opinn flokkur: 60 mínútur auk 30 sekúnda viđbótartími eftir hvern leik.

Dagskrá: 

  1. umferđ, Föstudagurinn, 27. mars, kl. 18 
  2. umferđ, Laugardagurinn, 28. mars, kl. 10
  3. umferđ, Laugardaginn, 28. mars, kl. 18 
  4. umferđ, ţriđjudaginn 31. mars, kl. 18
  5. umferđ, miđvikudaginn, 1. apríl, kl. 18
  6. umferđ, föstudagurinn (langi), 3. apríl, kl. 10
  7. umferđ, föstudagurinn (langi), 3. apríl, kl. 18
  8. umferđ, laugardagurinn, 4. apríl, kl. 14
  9. umferđ, sunnudagurinn, 5. apríl, kl. 14

Opinn flokkur klárast föstudaginn 3. apríl.

Nánari mótreglur

Ef tveir eđa fleiri eru jafnir í sćti mun stigaútreikningur ráđa ferđ.

Nánar um útreikninginn:

  • Samanlagđir vinningar allra andstćđinga lagđir saman nema ţess stigalćgsta
  • Samanlagđir vinningar allra andstćđinga lagđir saman.
  • Samanlagđir vinningar allra andstćđinga lagđir saman nema tveggja stigalćgstu
  • Innbyrđis úrslit  ţeirra sem eru jafnir
  • Sonneborn-Berger
  • Hlutkesti

Jafnteflisreglur 

Takmarkanir eru settar á jafnteflisbođ. Hún gengur út á ţađ ađ ekki er heimilt ađ bjóđa jafntefli fyrr en báđir keppendur hafa leikiđ 30 leiki. Á ţví má gera undantekningar sé ţráteflt en ţá verđur ađ stöđva klukku, kalla á skákstjóra og koma međ jafntefliskröfu. 

Yfirseta

Hćgt er ađ taka tvćr yfirsetur  í umferđum 1-6 og fá fyrir hana hálfan vinning. Óska ţarf eftir yfirsetunni međ góđum fyrirvara og fylla út eyđublađ ţess efnis hjá skákstjóra. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 226
  • Frá upphafi: 8765178

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 129
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband