Bloggfćrslur mánađarins, júní 2013
14.6.2013 | 08:32
Vigfús sigrađi á hrađkvöldi Hellis
Vigfús Ó. Vigfússon sigrađi međ fullu húsi 7 vinninga í jafn mörgum skákum á hrađkvöldi Hellis sem fram fór 10. júní. Eftir ađ hafa tröll grísađ á Bárđ í fyrstu umferđ ţá komu vinningarnir á fćribandi. Elsa María var ađ vísu nálćgt ţví ađ ná jafntefli í nćst síđustu umferđ en ţegar hún féll á tíma átti Vigfús sekúndu eftir á klukkunni.
Annar var Jón Úlfljótsson međ 5,5 vinning en hann fylgdi Vigfúsi eins og skugginn allt mótiđ og átti möguleika á efsta sćtinu í lokaumferđinni ef úrslitin hefđu orđiđ honum hagstćđari. Ţriđji varđ svo Örn Leó Jóhannsson međ 5 vinninga. Vigfús dró svo Gunnar Björnsson í happdrćttinu og báđir fengu ţeir úttektarmiđa á Saffran.
Nćsta hrađkvöld verđur 24. júní nk. og verđur ţađ síđasta hrađkvöldiđ ţangađ til í haust.
Lokastađan á hrađkvöldinu:
Röđ Nafn Vinningar M-Buch. Buch. Progr. 1 Vigfús Ó. Vigfússon, 7 20.0 28.5 28.0 2 Jón Úlfljótsson, 5.5 20.5 28.5 23.5 3 Örn Leó Jóhannsson, 5 20.0 29.5 19.0 4-7 Páll Andrason, 4 21.5 30.5 18.0 Gauti Páll Jónsson, 4 16.5 23.5 17.0 Gunnar Nikulásson, 4 16.5 20.5 16.0 Björn Hólm Birkisson, 4 16.0 22.5 13.0 8-11 Elsa María Kristínardóttir, 3.5 22.0 32.5 17.0 Gunnar Björnsson, 3.5 19.0 27.0 15.0 Hörđur Jónasson, 3.5 16.0 22.0 13.5 Hjálmar Sigurvaldason, 3.5 15.5 19.5 11.5 12 Bárđur Örn Birkisson, 3 17.5 24.5 12.0 13 Heimir Páll Ragnarsson, 2.5 13.5 18.5 9.5 14 Óskar Víkingur Davíđsson, 2 17.5 21.5 6.0 15 Björgvin Kristbergsson, 1 17.5 23.0 5.0 16 Pétur Jóhannesson, 0 15.0 20.0 0.0
14.6.2013 | 00:04
Styrkjareglur SÍ taka breytingum
Stjórn SÍ hefur gert smávćgilegar breytingar á styrkjareglum sínum. Breytingin felur í sér ađ styrkumsóknir verđa afgreiddar framvegis ţrisvar sinnum á ári, ţ.e. 10. febrúar, 10. júní og 10. október. Umsóknir ţurfa ađ hafa borist eigi síđar en í lok mánađarins á undan.
Vegna ţessara breytinga nú hefur fresturinn til ađ sćkja um styrki veriđ lengdur til 30. júní í ár og verđa styrkumsóknir sem bárust eđa berast eftir 10. júní afgreiddar eigi síđar en 10. júlí nćstkomandi.
Styrkjareglur SÍAđalmarkmiđ styrkveitinga stjórnar Skáksambands Íslands til einstaklinga er ađ styđja viđ bakiđ á ţeim skákmönnum sem sýnt hafa mestar framfarir, metnađ og ástundun á síđustu 12 mánuđum, og ţykja ţví líklegastir til ađ ná enn lengra í nánustu framtíđ. Einnig er markmiđiđ ađ verđlauna fyrir afburđaárangur og hvetja ţannig til afreka.
Styrkjum frá SÍ er ekki ćtlađ ađ styrkja hinn almenna skákáhugamann til farar erlendis, heldur einungis ţá sem ţykja skara fram úr. Sérstök áhersla er lögđ á yngri skákmenn sem eru tilbúnir til ađ leggja á sig ţjálfun til ađ standa sig á ţeim mótum sem styrkbeiđni liggur fyrir um.
Viđ allar úthlutanir á ađ vera lögđ áhersla á jafnrétti kynjanna og ađ ţeim stúlkum sem skarađ hafa fram úr í hverjum aldursflokki sé gert kleift ađ afla sér reynslu á skákmótum erlendis til jafns á viđ stráka. Sams konar kröfur um ástundun, árangur og framfarir eru hins vegar gerđar til stúlkna og drengja, kvenna og karla, hvađ styrkjaúthlutanir varđar
1. Allir styrkţegar SÍ (ungir, alţjóđlegir og ađrir) ţurfa ađ uppfylla eftirfarandi ţrjú skilyrđi:
- Hafa teflt 50 kappskákir á síđustu 24 mánuđum fyrir áriđ 2010 og 60 skákir fyrir áriđ 2011 og síđar.
- Hafa sýnt umtalsverđar framfarir á sl. 12 mánuđum, sem sjáist m.a. á árangri á skákmótum ársins, hćkkun skákstiga og reglulegri ţjálfun.
- Hafa sýnt virkni í skákmótum innanlands.
2. Ungir skákmenn (25 ára og yngri) hafa forgang ţegar kemur ađ úthlutun ferđastyrkja. Eftirfarandi börn og unglingar njóta sérstaks forgangs:
- Undir 12 ára: 2 stigahćstu og/eđa ţeir sem hćkkađ hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuđi (bćđi í stráka- og stúlknaflokki)
- 12-16 ára: 2 stigahćstu og/eđa ţeir sem hćkkađ hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuđi (bćđi í stráka- og stúlknaflokki)
- 16-20 ára: 2 stigahćstu og/eđa ţeir sem hćkkađ hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuđi (bćđi í stráka- og stúlknaflokki)
- 20-25 ára: 2 stigahćstu og/eđa ţeir sem hćkkađ hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuđi (bćđi í stráka- og stúlknaflokki)
4. Ţeir sem ţiggja stórmeistaralaun geta ekki fengiđ almenna ferđastyrki frá SÍ.
5. Ađrir skákmenn geta fengiđ ferđastyrki ef ţeir ná árangri sem samsvarar 2350 stigum eđa meira ("performance") í móti sem styrkur er sóttur um. Ákvörđun um styrkveitingu er tekin eftir mót.
Umsóknareyđublöđ og skil
Allir sem sćkja um styrk til SÍ ţurfa ađ leggja fram umsókn á ţar til gerđu rafrćnu eyđublađi.
Ţar á ađ koma fram hvers vegna tiltekiđ skákmót er valiđ og hvers vegna viđkomandi telur ađ hann hafi rétt á styrk frá SÍ skv. ofangreindum skilyrđum.
Í umsókninni skal lögđ fram ćfingaáćtlun ţar sem ţjálfun fyrir tiltekiđ mót og ţátttaka á skákmótum nćstu 3 mánuđi er skýrđ.
Ef umsókn er ófullnćgjandi og ekki skilađ á ţann hátt sem ađ ofan greinir, er henni sjálfkrafa vísađ frá.
Styrkir SÍ eru afgreiddir ţrisvar sinnum á ári. 10. febrúar, 10. júní og 10. október. Sćkja ţarf um styrkina í lok mánađarins á undan. Ćtlast er til ađ sótt sé um styrki áđur en haldiđ er mót en ef góđar ađstćđur valda ţví ađ sótt er um eftir á er tekiđ tillit til ţess.
Tímabundiđ sérákvćđi: Ţar sem ţessar reglur eru settar á í júní 2013 er umsóknarfrestur lengdur til júníloka 2013. Svör viđ umsóknunun sem bárust/berast eftir 10. júní verđa afgreiddar eigi síđar en 10. júlí 2013.
Sérstök styrkjanefnd, skipuđ af stjórn SÍ, fer yfir allar umsóknir og gerir tillögur til stjórnar um afgreiđslu styrkja hverju sinni.
Ađ jafnađi getur enginn fengiđ meira en 60.000 krónur á ári í styrk frá SÍ, nema ţegar hann er fulltrúi Íslands á alţjóđlegum mótum erlendis. Ef einhver ţykir skara sérstaklega fram úr á sl. 12 mánuđum er ţó hćgt ađ gera undantekningu á ţessari reglu og hćkka árlegan styrk til viđkomandi ađila.
Skyldur styrkţega gagnvart SÍ:
Ađ loknu móti skulu styrkţegar senda stutta frásögn til styrkjanefndar og skýra skák frá mótinu sem ţeir hlutu styrk til ađ taka ţátt í. Styrkjanefnd mun síđan birta greinina í einhverjum miđli skákhreyfingarinnar.
Ef stjórn SÍ fćr áreiđanlegar upplýsingar um ósćmilega og vítaverđa hegđun styrkţega á skákstađ (t.d. áfengisnotkun á međan á móti stendur) og ef styrkţegi hćttir á skákmóti án löglegra forfalla, mun viđkomandi vera sviptur ţeim styrk sem honum var veittur. Viđkomandi mun auk ţess ekki koma til greina viđ úthlutun styrkja SÍ nćstu 12 mánuđi.
Styrkir eru borgađir út eftir ađ skákmóti lýkur, ţegar ljóst er ađ skyldur styrkţega hafa veriđ uppfylltar.
Reglur um áfangastyrki og bođ á EM-einstaklinga
Stórmeistara áfangar: SÍ veitir íslenskum skákmanni sem nćr stórmeistara áfanga karla 300ţús krónur. Hćgt er ađ fá tvo ţannig styrki.
Alţjóđlegir áfangar: SÍ veitir íslenskum skákmanni sem nćr alţjóđlegum áfanga karla 100ţús krónur. Hćgt er ađ fá ţrjá ţannig styrki.
Áfangastyrkir eru ekki veittir ţeim sem hafa náđ viđkomandi titlum.
EM-einstaklinga í opnum flokki:Sigurvegari á Skákţingi Íslands er sendur af SÍ á nćsta EM-einstaklinga.
Ef íslenskur skákmađur,
a) nćr ađ fara yfir 2600 FIDE-stig síđustu tólf mánuđi fyrir EM
b) eđa vinnur Reykjavíkurmótiđ (jafnt efsta sćti nćgir)
c) eđa nćr árangri 7.umferđa eđa lengra skákmóti, sem mćlist sem frammistađa ("performance") upp á 2670 FIDE-stig eđa meira og innifelur GM-áfanga árangur
ţá býđur SÍ honum á nćsta EM einstaklinga.
Ef stutt er frá ţví ađ réttur til EM náđist fram ađ nćsta móti, er heimilt ađ taka bođiđ út á ţarnćsta EM í stađinn.
EM-einstaklinga í kvennaflokki:
Ef íslensk skákkona nćr,
a) alţjóđlegum áfanga karla
b) eđa nćr árangri í 7.umferđa eđa lengra skákmóti sem mćlist sem frammistađa ("performance") upp á 2450 FIDE-stig eđa meira og innifelur WGM-áfanga árangur
ţá býđur SÍ henni á nćsta EM-einstaklinga í kvennaflokki.
Ef stutt er frá ţví ađ réttur til EM náđist fram ađ nćsta móti, er heimilt ađ taka bođiđ út á ţarnćsta EM í stađinn.
13.6.2013 | 21:30
Tal Memorial: Carlsen vann Kramnik
Tal Memorial hófst í dag í Moskvu. Stigahćsti skákmađur heims, Magnus Carlsen (2868), gerđi sér lítiđ fyrir og vann Kramnik (2811) í fyrstu umferđ. Caruana (2774) lagđi heimsmeistarann Anand (2783). Flottasta skák umferđarinnar var hins vegar sigur Mamedyarov (2753) á Nakamura (2775). Aserinn fórnađi manni á laglegan hátt í 19. leik. Fórnina verđur ađ finna í skákdálki Fréttablađsins á laugardag.
Međal frétta á heimasíđu mótshaldara er um Boris Spassky. Skráningu hans á stigalista FIDE hefur veriđ breytt en ţar er hann nú skráđur Rússi en frá 1984 og ţar til nú hefur hann veriđ ţar skráđur á stigalistanum sem Frakki.
Önnur umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 11.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2013 | 14:47
Friđrik tefldi fjöltefli á Júní-námskeiđi Skákskóla Íslands
Friđrik Ólafsson tók í dag fjöltefli á Júní-námskeiđi Skákskóla Íslands. Friđrik tefldi viđ 25 krakka. Alls vann 19 af ţeim en gerđi sex jafntefli viđ hann. Sex gerđu jafntefli viđ hann en ţađ voru ţeir Jason Andri Gíslason, Dawid Kolka, Jóhann Arnar Finnsson, Felix Steinţórsson og tvíburarnir Bárđur Örn og Björn Hólm Birkissynir.
Hér má smá myndbrot frá upphafi fjölteflisins.
12.6.2013 | 22:53
Ný alţjóđleg bréfskákstig - Dađi Örn stigahćstur Íslendinga
Í byrjun júní voru birt ný alţjóđleg bréfskákstig. 22 virkir Íslendingar eru á nýja listanum og er Dađi Örn Jónsson hćstur ţeirra međ 2519 elóstig. Stigahćsti bréfskákmađur heims er hollenski stórmeistarinn Jopp J. Van Oosterom međ 2711 elóstig.
Röđ | Titill | Nafn | Skákir | Stig |
1 | IM | Jónsson, Dađi Örn | 34 | 2519 |
2 | SIM | Halldórsson, Jón Árni | 274 | 2480 |
3 | IM | Kristjánsson, Árni H. | 255 | 2463 |
4 | SIM | Pálsson, Jón Adólf | 388 | 2460 |
5 |
| Ţorsteinsson, Ţorsteinn | 20 | 2438 |
6 | SIM | Kárason, Áskell Örn | 242 | 2412 |
7 |
| Jónasson, Jónas | 167 | 2408 |
8 |
| Skúlason, Baldvin | 113 | 2400 |
9 | IM | Haraldsson, Haraldur | 237 | 2388 |
10 |
| Maack, Kjartan | 76 | 2337 |
11 |
| Elíson, Kári | 418 | 2329 |
12 |
| Guđlaugsson, Einar | 315 | 2314 |
13 |
| Jónsson, Kristján Jóhann | 201 | 2252 |
14 |
| Ţorsteinsson, Erlingur | 139 | 2249 |
15 |
| Vigfússon, Vigfús Ó. | 162 | 2217 |
16 |
| Ingason, Sigurđur | 18 | 2189 |
17 |
| Kristjánsson, Snorri Hergill | 40 | 2171 |
18 |
| Rúnarsson, Gunnar Freyr | 151 | 2152 |
19 |
| Hjaltason, Gisli | 22 | 2133 |
20 |
| Ragnarsson, Jóhann H. | 130 | 2083 |
21 |
| Gíslason, Guđmundur | 58 | 2021 |
22 |
| Hannesson, Sigurđur Örn | 26 | 1973 |
12.6.2013 | 14:27
Sigurbjörn: Skemmtilegu Íslandsmóti lokiđ
Sigurbjörn Björnsson hefur skrifađ góđan og mjög athyglisverđan pistil um Opna Íslandsmótiđ í skák. Ţar segir međal annars:
Mótiđ sjálft var vel heppnađ og áđur hef ég hrósađ skákstađnum og mótshöldurum. Ţađ var fínt ađ tefla ţarna og vćri gaman ef mótiđ yrđi á sama stađ ađ ári, ţađ hlýtur ađ vera gott fyrir alla ađila ađ nota ţetta húsnćđi međan ţađ er autt og ófrágengiđ ađ öđru leyti. Ég hef sagt ţađ áđur og endurtek nú ađ ţađ er sjálfsagt mál ađ hafa mótiđ opiđ í tilefni af 100 ára afmćli mótsins en ađ sama skapi tel ég afar brýnt ađ mótiđ verđi lokađ á nýjan leik á nćsta ári. Mótiđ hefur einfaldlega meiri vigt sé ţađ lokađ og ţađ reynir meira á keppendurna sem ţýđir ađ ţađ nýtist keppendum betur í ţeirri viđleitni ađ verđa betri skákmenn.
Áđur en mótiđ hófst las ég viđtaliđ viđ Friđrik Ólafsson í nýjasta SKÁK og tók ég sérstaklega eftir svari hans viđ spurningunni hvernig honum litist á skáklíf Íslendinga. Svar Friđriks var á ţá leiđ ađ áhuginn virđist vera mikill en styrleikinn mćtti vera meiri. Undir ţetta tek ég heilshugar og vil ég líta á ţetta sem áskorun Friđriks til skákmanna á Íslandi ađ bćta sig. Ađ mínu viti á ţetta ekkert bara viđ toppmennina heldur líka viđ ţá sem eru stigalćgri. Áhuginn hlýtur ađ vera frumforsenda árangurs og á međan áhuginn er mikill ţá á ađ vera hćgt ađ bćta sig, sama á hvađa styrkleikabili menn eru. Hver og einn skákmađur ćtti ađ taka ţessa áskorun Friđriks til sín og reyna ađ bćta sig sem skákmađur og ađ sama skapi tel ég ađ SÍ/Skákskólinn ćtti ađ móta sér stefnu um ţađ hvađ sambandiđ geti gert til ţess ađ eignast betri skákmenn. Ég tel ađ sóknarfćrin séu mikil og ţađ er hćgt, án mikils tilkostnađar, ađ fara markvisst í ađ búa til betri skákmenn. Ţađ mćtti t.d. prófa ađ halda námskeiđ sem standa undir sér sjálf fyrir skákmenn sem vilja lćra ađ stúdera og vilja kynnast réttum ađferđum viđ ađ bćta sig.
Pistilinn má nálgast í heild sinni á Skakbaekur.is.
12.6.2013 | 10:11
Dagur međ jafntefli viđ stórmeistara í 2. umferđ
Alţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2396) gerđi jafntefli viđ makedónska stórmeistarann Dmitry Svetushkin (2605) í 2. umferđ Golden Sands-mótsins sem fram fór í gćr. Dagur hefur 1˝ vinning. Í 3. umferđ, sem fram fer í dag, teflir Dagur viđ úkraínska stórmeistarann Yuri Solodovnichenko (2565).
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 12)
11.6.2013 | 20:23
Hannes XII. mćtir á Strandir!

Hannes Hlífar Stefánsson, tólf-faldur Íslandsmeistari í skák, var rétt í ţessu ađ stađfesta ţátttöku sína á Afmćlismóti Jóhanns Hjartarsonar í Trékyllisvík, 22. júní 2013. Hannes er fimmti i stórmeistarinn sem bođar komu sína á Strandir -- og fleiri eru í sigtinu. Ljóst er ađ margir vilja heiđra Jóhann, hinn ástsćla skákmeistara, sem nćst allra Íslendinga hefur komist krúnu heimsmeistara.
Stórmeistararnir eru Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Ólafsson, Henrik Danielsen og Jón L. Árnason.
Skákhátíđ í Árnreshreppi verđur haldin dagana 21. til 23. júní nćstkomandi, og er ţetta sjötta áriđ í röđ sem Hrókurinn efnir til skákveislu í afskektustu og fegurstu sveit landsins, en skákstarf félagsins í sveitinni teygir sig enn lengra aftur.
Skákhátíđ í Árneshreppi hefur unniđ sér sess sem gleđi- og uppskeruhátíđ skákmanna. Allar upplýsingar hér:Skákhátíđ.
11.6.2013 | 14:19
Mjög vel heppnađ Íslandsmót í Turninum
Skákţing Íslendinga var fyrst haldiđ í janúar 1913 ađ ég held á Hótel Íslandi. Taflfélag Reykjavíkur hélt mótiđ fram til ársins 1926 en hiđ nýstofnađa Skáksamband Íslands tók viđ mótinu 1927 og hefur haldiđ ţađ síđan. Síđar breyttist heiti mótsins í Skákţing Íslands en er reyndar kallađ í daglegu tali Íslandsmótiđ í skák. Mótiđ hefur reyndar falliđ niđur tvisvar sinnum og mótiđ í ár var ţví hiđ 99. sem haldiđ er.
Í tilefni 100 ára afmćlis mótsins var ákveđiđ ađ halda mótiđ međ gerbreyttu fyrirkomulagi. Mótiđ var opiđ og öllum gefinn kostur á tefla í efsta flokki - eitthvađ sem aldrei hefur veriđ gert áđur. Hugmyndin kom frá Hrafni Jökulssyni eins og margar góđar hugmyndir. Nćrri 70 keppendur tóku ţátt og ţar af fjórir sem komu erlendis frá.
Segja má ađ sú hugmynd hafi gengiđ vonum framar og í ljós kom ađ ţćr gagnrýnisraddir á fyrirkomulagiđ áttu sér fáar stođir. Fyrsti stórmeistaraáfanginn í sögu ţessa 100 ára móts náđist, eitthvađ sem aldrei kom í hús á međan teflt var í lokuđum 10-14 manna flokkum. Varađ var viđ ađ efstu menn myndu ekki mćtast. Ţegar lokastađan er skođuđ sést ađ ţađ voru einungis Hjörvar og Héđinn sem mćttust ekki og ađ Hannes og Björn tefldu báđir viđ alla sínu helstu andstćđinga.
Teflt var viđ einstakar ađstćđur, ţađ er á 20. hćđinni í Turninum í Borgartúni. Sú hugmynd kom upp úr samtali Stefáns Bergssonar og Hrafns Jökulssonar og reyndar dóttur hans Jóhönnu Engilráđ en feđginin höfđu skođađ hćđina. Hćđin var hrá - nánast fokheld. Ţegar Albert húsvörđur í Höfđatorgi, sem á húsnćđiđ og lánađi okkur fyrir málamyndaleigu, sýndi mér húsnćđiđ féll ég strax fyrir ţví. Auđvitađ var ljóst ađ alls konar erfiđleikar voru til stađar enda takmarkađ rafmagn til stađar, ekkert net, engir stólar og borđ, takmörkuđ lýsing, engin gluggatjöld, takmörkuđ og hávćr loftrćsting, ekkert rennandi vatn nema ţá á salernum, takmörkuđ salernisađstađa og fleira í ţeim dúr. En ţetta voru allt leysanleg verkefni og ekki stór vandamál.
Ţegar ég sýndi svo stjórn SÍ og Ásdísi framkvćmdastjóra og Birnu, sem ćtlađi ađ sjá um veitingarnar og ţrif, húsnćđiđ féllust ţeim Ásdísi og Birnu og andlit ţeirra sagđi: Jćja, nú er Gunnar minn, endanlega farinn".
Allt gekk ţetta upp. Vodafone lagđi fram net, Arion banki lánađi lampa og skjávarpa, Selecta lagđi fram vatn, Menntaskólinn viđ Hamrahlíđ lánađi stóla, Ráđhús Reykjavíkur lánađi okkur borđ, viđ fengum ađgang ađ salernum á 17. hćđinni og starfsmenn Eyktar hjálpuđu til međ međ ýmislegt á skákstađ eins og t.d. loftrćstingu.
Eftir margar vinnustundir í ađdraganda mótsins var allt orđiđ tilbúiđ á skákstađ. Illugi Gunnarsson, menntamálaráđherra, mćtti á stađinn og setti mótiđ. Illuga var tíđrćtt um mikilvćgi skákar í skólum - eitthvađ sem rímar frábćrlega viđ verkefniđ - Skák eflir skóla - sem ráđuneytiđ hefur ýtt úr vör.
Mótiđ var hafiđ. Strax bar til tíđinda í fyrstu umferđ ţegar Loftur Baldvinsson átti sennilega skák líf síns og lagđi Braga Ţorfinnsson ađ velli međ hverri fórninni á fćtur annarri. Og ţetta gaf tóninn fyrir óvćnt úrslit í umferđ eftir umferđ. Fleiri misstigu sig í byrjun móts. Héđinn Steingrímsson tapađi fyrir Skotanum Michael Grove í 2. umferđ og skyndilega voru tveir af ţeim sigurstranglegri komnir međ einn niđur.0
Fljótlega tók Hannes Hlífar Stefánsson forystuna og ţađ var ljóst ađ hann vćri í banastuđi. Hannes sem átti skelfilegt mót í fyrra, ţegar hann fékk ađeins 50% vinningshlutfall, lagđi brćđurna Björn og Braga Ţorfinnssyni ađ velli, en í fyrra tapađi hann fyrir ţeim báđum.
Hannes hafđi eins vinnings forskot á brćđurna fyrir lokaumferđina og mćtti ţá Héđni. Héđinn vann ţá skák eftir ađ Hannes lék af sér manni.
Ţá reyndi á nýlegar breytingar á lögum SÍ. Áđur hafđi ţađ veriđ bundiđ í lög ađ tefldar vćru a.m.k. fjórar kappskákir í einvígi ef tveir yrđu efstir. Á ađalfundi SÍ í vor var ţađ afnumiđ og ţar kemur fram ađ SÍ ákveđi fyrirkomulag úrslitakeppni hverju sinni. Stjórn SÍ hafđi ákveđiđ ađ ef tveir eđa fleiri yrđu efstir og jafnir myndu tveir efstu eftir stigaútreikning tefla einvígi sama dag og mótinu lyki. Ţetta er í samrćmi viđ ţróunina út í heimi. Langar úrslitakeppnir heyra einfaldlega sögunni til og ţađ meira segja í heimsmeistarakeppninni sjálfri. Menn vilja endapunkt.
Í fyrra, í einvígi Ţrastar og Braga voru örfáir áhorfendur ţegar ţeir tefldu kappskákirnar en mikiđ fjölmenni ţegar lokaátökin fóru fram. Sama gerđist nú; um 80 manns fylgdust međ úrslitaeinvígi Hannesar og Björns á stađnum og u.ţ.b. jafnmargir međ vefútsendingunni frá einvíginu. Ţetta er fyrir utan ţá sem horfđu svo á skákirnar sjálfar í gegnum netiđ. Ég skynjađi á samtölum viđ fólk ađ langflestir sterkustu skákmenn landsins vćru mjög sáttir viđ ţá breytingu ađ stytta úrslitakeppnina og ţađ kom einnig fram í máli Björns í rćđu sem hann hélt ađ móti loknu.
Ađ loknu einvígi fór fram lokahóf og verđlaunaafhending. Til ađ byrja var klappađ fyrir minningu skákvinarins Hermanns Gunnarssonar sem reynst hefur skákhreyfingunni dyggur ţjónn í gegnum tíđina. Hannes fékk Íslandsmeistaratitilinn í tólfta sinn. Hann hefur nú unniđ titilinn í 12 af 13 síđustu skiptum sem hann hefur tekiđ ţátt! Hannes verđur einnig sendur á vegum SÍ á EM einstaklinga sem fram fer í Yerevan í Armeníu á nćsta ári. Silfurhafinn, Björn Ţorfinnsson, verđur hins vegar fulltrúi SÍ á NM í skák sem fram fer í Köge Kyst í Danmörku í október. Björn náđi sínum fyrsta áfanga ađ stórmeistaratitli međ ţessum frábćra árangri. Ţeir félagar Hannes og Björn tefldu frísklegast og best í mótinu.
Ţeir brćđur Björn og Bragi hafa skipst á ţví ađ vera í öđru sćti á Íslandsmótinu skák síđan 2009. Bragi varđ annar í fyrra í Kópavogi og í hitteđfyrra á Eigđum og 2009 í Bolungarvík. Björn varđ svo annar nú og áriđ 2010 í Mosfellsbć. Ţađ hlýtur ađ styttast í gulliđ hjá ţeim brćđrum!
Hjörvar Steinn og Héđinn urđu jafnir í ţriđja og fjórđa sćtiđ. Hjörvar fékk bronsiđ eftir stigaútreikning. Henrik Danielsen, Guđmundur Gíslason og Bragi urđu jafnir í 5.-7. sćti. Fimm efstu menn eiga tryggt sćti í landsliđsflokki ađ ári fyrir árangur nú, ţ.e. Hannes, Björn, Hjörvar, Héđinn og Henrik.
Lenka Ptácníková varđ Íslandsmeistari kvenna annađ áriđ í röđ og í fimmta skipti alls. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Elsa María Kristínardóttir urđu nćstar. Jóhanna tók silfriđ eftir stigaútreikning og Elsa fékk bronsiđ.
Veitt voru sérstök verđlaun fyrir bestan árangur í samanburđi viđ skákstig bćđi fyrir ţá sem höfđu meira en 2000 skákstig og ţá sem höfđu 1000-2000 skákstig. Björn tók ţau verđlaun fyrir hina stigahćrri og hinn ungi og efnilegi skákmađur, Vignir Vatnar Stefánsson, tók ţau fyrir hina stigalćgri. Ţess má geta Vignir er barnabarnabarn fyrsta Íslandsmeistarans í skák, Péturs Zóphaníassonar.
Alltaf er gaman ađ skođa hverjir hćkka mest á stigum. Símon Ţórhallsson hćkkar mest allra á alţjóđlegum skákstigum fyrir frammistöđuna eđa um 72 skákstig. Vignir Vatnar (47), Felix Steinţórsson (35) og Björn Ţorfinnsson (26) komu nćstir.
Vignir hćkkar mest á íslenskum stigum eđa um 103. Nćstir eru Baldur Teódór Petersson (96), Hilmir Freyr Heimisson (79) og Símon Ţórhallsson (78) og Felix (75).
Ţađ komu margir ađ ţessu móti. Má nefna skákstjórana Ríkharđ Sveinsson, sem ţurfti á köflum ađ taka á erfiđum málum, Omar Salama, Ólaf S. Ásgrímsson og Róbert Lagerman. Omar og Rikki sáu auk ţess um beinar útsendingar ásamt Steinţóri Baldurssyni sem var heilinn á bakviđ vefútsendinguna. Ţórir Benediktsson sá um innslátt skáka og Ingvar var formađur dómnefndar um val á skák hverrar umferđar og sá um heimasíđu mótsins. Stefán Bergsson var lykilmađur í undirbúningi mótsins og átti heiđurinn af úrklippunum. Hrafn Jökulsson kom ađ myndatökum auk ţess ađ eiga ţessu skemmtilega hugmynd um mótshaldiđ. Ásdís Bragadóttir var sem fyrr algjörlega ómissandi og gerir margt ađ ţví sem menn ekki sjá. Birna Halldórsdóttir hélt uppi Birnukaffi og sá auk ţess um mörg önnur verkin. Algjör perla hún Birna. Og fjöldi annarra stjórnarmanna hjálpuđu viđ mótiđ.
Ýmsir styrktarađilar komu ađ mótinu. Má ţar nefna Icelandic, N1, Olís, Íslandsbanka, LS-Retail, Markó Partners, Borgun og Ölgerđ Egils Skallagrímssonar. Hamborgarfabrikkan gaf svo verđlaun fyrir skák umferđirnar, alls 20 máltíđir.
Allir ţessir ađilar sem og ađrir sem studdu viđ mótiđ fá miklar ţakkir fyrir.
Nú er spurning hvernig fyrirkomulagiđ verđur ađ ári!
Gunnar Björnsson
Spil og leikir | Breytt 12.6.2013 kl. 09:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2013 | 13:52
Sumarnámskeiđ í Skákskólanum
Ţessa vikunna stendur yfir júní-námskeiđ í Skákskóla Íslands. Fjölmargir ţátttakendur eru á námskeiđinu sem hefur gengiđ afskaplega vel. Međal kennara á námskeiđinu eru Helgi Ólafsson, sem er auk ţess ađalskipuleggjandi ţess, Héđinn Steingrímsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Lenka Ptácníková.
Í gćr var Dađi Örn Jónsson, einn fremsti skákforritasérfrćđingur landsins og jafnframt einn sterkasti bréfskákmađur landsins međ fyrirlestur um skákreikna.
Myndirnar tvćr er ađ finna ţađan. Góđur rómur er ađ námskeiđinu međal nemenda.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.9.): 16
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 187
- Frá upphafi: 8780290
Annađ
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 113
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar