Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2013

Jóhann Arnar sigrađi á fjölmennu Vetrarleyfisskákmóti Fjölnis

Jóhann Arnar FinnssonRúmlega 30 ţátttakendur mćttu á Vetrarleyfisskákmót Skákdeildar Fjölnis og Gufunesbćjar sem fram fór viđ hinar bestu ađstćđur í Hlöđunni Gufunesbć í Grafarvogi. Mótiđ var ćtlađ grunnskólanemendum í 1. - 7. bekk. Tefldar voru 6 umferđir og hart barist um 17 glćsilega vinninga sem í bođi voru.

Ţađ var Jóhann Arnar Finnsson Rimaskóla sem stóđ uppi sem sigurvegari. Jóhann fékk 5,5 vinninga, gerđi eitt jafntefli en vann ađrar.

Í öđru sćti varđ Nansý Davíđsdóttir í Rimaskóla međ 5 img_0953_1191882.jpgvinninga. Í 3. - 5. sćti međ 4,5 vinninga urđu brćđurnir snjöllu úr Smáraskóla, Björn Hólm og Bárđur Örn,  ásamt Joshua Davíđssyni í Rimaskóla. Ađrir í verđlaunasćtum urđu ţeir Sigurđur Bjarki (4) Kelduskóla, Kristófer Halldór (4) Rimaskóla, Hilmir Hrafnsson (4) Kelduskóla, Róbert Orri (4) Rimaskóla, Alex Ţór (3,5) Foldaskóla, Birgir Logi (3,5) Ölduselsskóla, Arnar Gauti (3,5) Vćttaskóla, Guđríđur Halima (3,5) Vćttaskóla, Sindri Snćr (3) Salaskóla, Andri Gylfason (3) Kelduskóla, Jón Hreiđar (3) Ingunnarskóla), Stefán Karl (Norđlingaskóla), Styrmir Rafn (3) Kelduskóla, Ćgir Ţór (3) Vćttaskóla og Kristján Dagur (3) Langholtsskóla.

img_0963_1191883.jpgEins og sjá má af úrslitunum ţá var mótiđ afar jafnt og hver vinningur dýrmćtur. Krakkarnir voru mjög ánćgđ međ mótiđ og ađstćđur í Hlöđunni viđ Gufunesbć eru eins góđar og hugsast getur. Skákstjórar voru ţeir Helgi Árnason og Davíđ Hallsson frá skákdeild Fjölnis í frábćru samstarfi viđ Hafstein Hrafn Grétarsson frá Tígrisbć.


Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga fer fram 1. og 2. mars

From the Music and playing hallDagana 1. og 2.  mars nk. fer fram seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga 2012-2013. Teflt verđur í Tónlistarhöllinni Hörpu í Reykjavík.

Dagskrá:

  • Föstudagur 1. mars, kl. 20.00, 5. umferđ
  • Laugardagur 2. mars, kl. 11.00, 6. umferđ
  • Laugardagur 2. mars, kl. 17.00, 7. umferđ

Ţau félög sem enn skulda ţátttökugjöld ţurfa ađ gera upp áđur en seinni hlutinn hefst.

Vakin er athygli á nýrri grein í reglugerđ.  Taflfélög í 1. deild eru beđin ađ tilkynna til SÍ nöfn skákstjóra sinna.

Chess-Results


Pub-Quiz í kvöld; Barna-Blitz í fyrramáliđ

Jón Gunnar Jónsson and Ingvar Ţór JóhannessonÍ kvöld fer hiđ árlega Pub-Quiz á Reykjavik Open fram. Eins og áđur eru tveir og tveir saman í liđi og svara ţrjátíu spurningum Sigurbjörn Björnssonar spyrils og höfundar spurninga. 

Kvissiđ byrjar 22:00 og fer fram á 1. hćđ í Hörpu; á Munnhörpunni veitingastađ.

Á morgun eru svo úrslit í Barna-Blitz. Ţau hefjast 10:30 á Nansý um ţađ bil ađ máta Baldursviđinu í skáksalnum. Dregiđ verđur síđar í dag í 8-manna úrslit.


"Skák er lífiđ" - skáksýning í anda Bobby Fischer á Icelandair hótel Reykjavík Natura.

Bobby Fischer portraitHeimsmeistaraeinvígiđ mikla í skák áriđ 1972 milli bandaríska áskorandans BobbyFischer og hins sovéska heimsmeistara Boris Spassky vakti gífurlega athygli um veröld alla og kom Íslandi rćkilega á heimskortiđ. Rćtt var um ţađ sem „Einvígi aldarinnar" og síđar sem „Einvígi allra tíma" eftir ađ BBC valdi ţađ sem einn af 10 fréttnćmustu viđburđum liđinnar aldar.

Í tengslum viđ ţennan merka viđburđ hefur veriđ sett upp Skákhorniđfróđleg sýning Icelandair hótel Reykjavík Natura sem tengist einvíginu og skákgođsögninni BobbyFischer. Á sýningunni má međal annars sjá skákborđ frá einvíginu ásamt öđrum munum og myndum sem tengjastsögu BobbyFischers, skáklistinni  og hótelinu sem sögufrćgum skákstađ.

Sýningin er sett upp í samvinnu viđ skákáhugamennina Einar S. Einarsson og Pál G. Jónsson og er stađsett í suđurálmu hótelsins, viđ hliđina á ađalfundarsalnum Ţingsölum. Sýningin er alltaf opin, veriđ velkomin.

 


Gallerý Skák - Friđrikskóngurinn: Gunnar vann međ fullu húsi

FriđriksKóngurinn    Sigurreifur sigurvegari 2013Lokamótiđ í Kappteflinu um FriđriksKónginn fór fram í síđustu viku. Á fjórđa tug klókindalegra skákkappa tók ţátt í mótaröđinni sem taldi 4 mót. Ekki höfđu ţó allir erindi sem erfiđi ţrátt fyrir djúphugsađar sóknarađgerđir, varfćrnar forvarnarađferđir og/eđa viđamiklar viđbragđsáćtlanir allt eftir atvikum međan barist var á hvítum reitum og svörtum.   Allir höfđu ţó ámćlda ánćgju af ţví ađ tefla og spreyta sig gegn verđugum andstćđingum og skildu sáttir.  Reiđubúnir ađ endurtaka leikinn viđ fyrsta tćkifćri.  

Á međan á mótinu stóđ var tekin upp skemmtileg heimildamynd í fjórum hlutum af GussFilms Inc. sem Guđfinnur R. Kjartansson gerđi međ „einari" milli ţess ađ hann tefldi eins og herforingi.  Hana má nú sjá á youtube á ţessari slóđ: http://youtu.be/PLKDRU0bdLw

Ljóst var áđur en sest var ađ tafli ađ eđalsjólinn Gunnar I. Birgisson vćri búinn ađ tryggja sér sigurinn í mótaröđinni. Var kominn  međ 25 stig ađ loknum ţremur mótum. Hann sló samt ekkert af, bćtti um betur og vann glćsilega međ fullu húsi. Hlaut 30 stig af 30 mögulegum og var ađ vonum sigurreifur í mótslok. Fćr nafn sitt skráđ silfruđu letri á farandgripinn og fagran verđlaunagrip til eignar.   Í öđru sćti varđ Friđgeir K. Hólm međ 22 og efnispilturinn ungi Vignir Vatnar ţriđji međ 18. Ađrir uppskáru minna en mikla ánćgju engu ađ síđur eins og fyrr sagđi. Ţrjú bestu mót hvers keppenda töldu til vinningstiga og nánari úrslit má sjá á međf. mótstöflu og í myndasafni.

 

2013 Gallerý lokamótiđ úrslit  ese

 

ESE- skákţankar 20.2.13


Vetrarleyfismót Fjölnis og Gufunesbćjar fer fram í hádeginu

Vetrarleyfismótiđ í GufunesbćPítsur, bíómiđar, skíđakort í Bláfjöll, sundlaugakort í Reykjavíkurlaugum og  nammipokar frá Nettó eru međal ţeirra 15 - 20  eftirsóttu vinninga sem í bođi verđa á ţriđja Vetrarleyfisskákmóti Fjölnis og Gufunesbćjar sem fram fer í Hlöđunni viđ Gufunesbć viđ hliđina á Ćvintýragarđinum í Grafarvogi. Mótiđ hefst kl. 12:30 föstudaginn 22. febrúar. Allir grunnskólakrakkar í 1. - 7. bekk á landinu hafa ţátttökurétt og eru ţeir beđnir um ađ mćta tímanlega til skráningar.

Í Hlöđunni er góđ ađstađa fyrir skákmót og tilvaliđ fyrir alla á barnaskólaaldri, stráka og stelpur, ađ skemmta sér í vetrarleyfinu og  vera međ á Hlöđumótinu og freista ţess ađ fá vinning. Tefldar verđa 6 umferđir međ 6 mínútna umhugsunartíma. Ađ vanda er ţátttaka á skákmótum Fjölnis ókeypis. Hćgt verđur ađ kaupa veitingar á stađnum.

 


N1 Reykjavíkurskákmótiđ: Hjörvar međ jafntefli viđ Wesley So

IMG 6975Fjórir stórmeistarar eru efstir og jafnir á N1 Reykjavíkurskákmótinu ađ lokinni fjórđu umferđ sem fram fór í kvöld í Hörpu. Íslendingarnir Hannes Hlífar Stefánsson og Stefán Kristjánsson fylgja fast á hćla ţeirra međ 3,5 vinning.

Hjörvar Steinn Grétarsson gerđi jafntefli gegn Wesley So frá Filippseyjum, í ţungri stöđubaráttuskák i slavneskri vörn. So er 19 ára og ţriđji stigahćsti skákmađur heims undir tuttugu ára aldri. Mjög góđ úrslit fyrir Hjörvar, sem stefnir ađ ţví ađ klára ţriđja og síđasta stórmeistaraáfangann á mótinu.

Friđrik Ólafsson tefldi viđ ţýska skákmeistarann Frank DrillIMG 6993 og gerđi jafntefli međ svörtu í 20 leikjum. Friđrik, sem er 78 ára og fyrsti stórmeistari Íslands, er enn ósigrađur á N1 Reykjavíkurmótinu, en hann hefur í ţrígang orđiđ sigurvegari á Reykjavíkurmótinu í 49 ára sögu mótsins. 

Stefán Kristjánsson stórmeistari tefldi afburđa vel, ţegar hann sigrađi norska alţjóđameistarann Andreas Hagen, eftir stórsókn sem endađi međ óverjandi máti.

Hannes Hlífar Stefánsson, sigursćlasti skákmađurinn í sögu Reykjavíkurmótanna, gerđi jafntefli viđ kínverska ofurstórmeistarann Bu Xiangzhi, ţar sem hvorugur spennti bogann of hátt.

Henrik Danielsen stórmeistari sigrađi sigrađi Dinöru Sadaukassova frá Kasakstan, ţar sem Henrik beitti hinni svokölluđu flóđhestauppstillingu.

IMG 6988Fleiri Íslendingar náđu góđum og áhugaverđum úrslitum. Íslandsmeistari kvenna, Lenka Ptacnikova, gerđi jafntefli viđ enska stórmeistarann Simon Williams. Ţá sigrađi hin 15 ára Donika Kolica, formađur nemendaráđs Hólabrekkuskóla, skákmann međ 500 fleiri skákstig en hún, og Íslandsmeistari barna Vignir Vatnar Stefánsson skellti Inga Tandra Traustasyni, Íslandsmeistara í skákafbrigđinu "Heilinn og höndin".

Ţeir skákmenn sem hafa fullt hús eru: Yu Yangyi, Kína, sem stóđ sig svo eftirminnalega vel í landskeppninni viđ Íslendinga, Gajewski, Póllandi, og Vachier-Lagrave, Frakklandi, og Eljanov, Úkraínu. Međal ţeirra sem hafa 3,5 vinning er hinn 13 ára Wei Yi, sem freistar ţess ađ ná lokaáfanga ađ stórmeistaratitli.

Fimmta umferđ fer fram á morgun kl. 16:30. Jóhann Hjartarson verđur međ skákskýringar sem hefjast upp úr kl. 18.

Í 5. umferđ mćtast međal annars Stefán Kristjánsson og Ivan Cheparinov og Hjörvar Steinn og enski stórmeistarinn Jones. Hannes Hlífar mćtir stigalágum keppanda og Friđrik Ólafsson glímir viđ hinn unga og stórefnilega Dađa Ómarsson.


Fjórđa umferđ í fullum gangi á N1 Reykjavíkurskákmótinu: Margar spennandi skákir

StórmeistararFjórđa umferđ N1 Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu hófst klukkan 16.30 og má búast viđ ađ teflt verđi vel fram á kvöld. Margar spennandi skákir eru í gangi, og fylgjast margir međ Hjörvari Steini Grétarssyni glíma viđ Wesley So, snillinginn unga frá Filippseyjum. Báđir hafa ţeir fullt hús, eđa 3 vinninga.

Friđrik Ólafsson mćtir ţýska meistaranum Frank Drill; Hannes Hlífar Stefánsson hefur hvítt gegn kínverska ofurstórmeistaranum Bu Xiangzhi og Ţröstur Ţórhallsson glímir viđ Gawain Jones, svo ađeins séu nefndar nokkrar af ţeim spennandi viđureignum sem nú standa yfir.

Sokolov og dr. ÓlafurSkák dagsins mun trúlega seint líđa Ólafi Gísla Jónssyni barnalćkni úr minni. Hann situr nú og reynir ađ verjast sjálfum Ivan Sokolov, sem hlaut slćma byltu í gćr. Ólafur Gísli er gamalreyndur skákmađur međ 1870 stig, en Sokolov hefur heil 2644. Ólafur tefldi viđ Friđrik Ólafsson í 1. umferđ, svo hann hefur heldur betur veriđ heppinn međ andstćđinga.

Skákskýrinar hefjast um klukkan 19 og eru allir hjartanlega velkomnir í Hörpu.

 

 


Íslensku tónlistarverđlaunin: Ekki trufla skákmennina!

Tónlistaverđlaunin!Afhending íslensku tónlistarverđlaunanna fór fram í gćrkveldi í Hörpu. Ţađ fór hvorki framhjá keppendum á N1 Reykjavíkurskákmótinu né áhorfendum ţar sem sem ómur ađ tónlistinni barst niđur, reyndar ađallega bassadrunurnar.

Keppendur tóku ţessu flestir létt og tveir stigahćstu keppendurnir Anish Giri og Maxime Vachier-Lagrave komu ađ tali viđ mótsstjóra og ţökkuđu fyrir tónlistina. Ţetta vćri skemmtileg tilbreyting frá öđru mótshaldi og vćri frítt í ţokkabót!

Villi Naglbítur og Diddú slógu einnig létta strengi viđ upphaf tónlistarverđlaunanna ţegar ţau hvöttu áhorfendur til ađ stappa ekki niđur fótunum til ađ trufla ekki skákmennina!

Sjá hér í útsendingu RÚV (u.ţ.b. 7 mín).


Tímaritiđ Skák - náđu í eintak í Hörpu í dag!

 Tímaritiđ Skák 2013

Tímaritiđ Skák er komiđ út. Áskrifendur, sem hafa ţegar greitt fyrir áskrift, geta nálgast ţađ í Hörpu í dag eđa yfir helgina. Á mánudag verđur svo blađiđ sent til áskrifenda sem ekki nálgast blađiđ í Hörpu um helgina. Einnig er hćgt ađ kaupa ţađ í lauasölu á stađnum.

Hér er um ársrit ađ rćđa - yfirlit yfir skákáriđ 2012-2013. Skyldulesning allra er láta sig íslenskt skáklíf einhverju varđa og styđja um leiđ viđ íslenska skákhreyfingu.

Í blađinu kennir ýmissa grasa og víđa verđur drepiđ niđur fćti. Ţar má m.a. finna: 

  • Viđtal viđ Friđrik Ólafsson
  • Arabískt mát
  • Jóhann Hjartarson fimmtugur
  • Skákţing Íslands
  • Ólympíumótiđ í Istanbúl
  • Skákmađur ársins
  • Og margt fleira.

 

Tímaritiđ Skák - efnisyfirlit

Ţeir sem ekki eru áskrifendur geta skráđ sig fyrir áskrift hér.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband