Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2012

Lenka vann í 4. umferđ í Prag

Lenka PtácníkóváLenka Ptácníková (2275) vann sína skák í 4. umferđ alţjóđlegs skákmóts í Prag sem fram fór í dag.  Lenka hefur nú 3 vinninga og er í 4.-11. sćti.

Í mótinu taka ţátt 43 skákmenn og ţar af er einn stórmeistari og fjórir alţjóđlegir meistarar.  Lenka er nr. 9 í stigaröđ keppenda.

Chess-Results


Fađir fćr refsingu í svindlmáli - sonur sýknađur

Playing hallEins og kunnugt er kom upp svindlmál á N1 Reykjavíkurskákmótinu  Ungur norskur keppandi var talinn hafa svindlađ međ hjálp föđur síns.  Skákstjórar dćmdu tap á keppandann í lokaumferđinni og var hann sviptur verđlaunum fyrir bestan árangur ungmenna. 

Fyrir ţeim úrskurđi var stuđst viđ ađ fađirinn hafđi í farsíma sínum skáktölvuforrit ţar sem finna mátti stöđu í skák sonarins og einnig var stuđst viđ vitnisburđ vitna sem sögđust hafa séđ föđurinn koma skilabođum til sonarins međ varamáli.  

Máliđ var tekiđ fyrir hjá norskum skákdómstóli.  Strákurinn var ţar upphaflega dćmdur í eins árs bann en fađirinn í ţriggja ára bann.  Ţví var áfrýjađ og í dag féll endanlegur úrskurđur ađ hálfu skákyfirvalda í Noregi.  Strákurinn var sýknađur en fađirinn fékk eins árs bann. 

Ađilar geta annađ hvort áfrýjađ málinu til norskra dómstóla eđa til FIDE.  

Nánar má lesa um máliđ á Nettavisen.  


Lenka ađ tafli í Prag

Lenka PtácníkóváLenka Ptácníková (2275) teflir ţessa dagana á alţjóđlegu skákmóti í Prag í Tékklandi.  Eftir 3 umferđir hefur Lenka hlotiđ 2 vinninga og er í 7.-20. sćti.

Í mótinu taka ţátt 43 skákmenn og ţar af 1 stórmeistari og 4 alţjóđlegir meistarar.  Lenka er nr. 9 í stigaröđ keppenda.

Chess-Results


Mótaáćtlun SÍ starfsáriđ 2012-13 - Íslandsmótiđ 2013 verđur galopiđ í tilefni 100 ára afmćli mótsins

Skáksamband ÍslandsNý mótaáćtlun Skáksambands Íslands fyrir starfsáriđ 2012-13 liggur nú fyrir samţykkt af stjórn.  Áćtlunina í heild sinni má finna hér.

Skákmótahald á vegum SÍ er nokkuđ hefđbundiđ ađ ţessu sinni. Ţó má nefna ţrennt óhefđbundiđ. Reykjavíkurskákmótiđ verđur haldiđ fyrr nú en venjulega og Íslandsmót skákfélaga í Hörpu í kjölfariđ. Unglingameistaramót Íslands (20 ára og yngri) fer einnig fram sömu helgi og Drengja- og telpnameistaramót Íslands (15 ára og yngri).

Langstćrsta breytingin er sú ađ Íslandsmótiđ (Skákţing Íslands) verđur međ allt öđru sniđi á nćsta ári en venja er.  Teflt verđur í einum flokki fyrri hluta júnímánađar 2013, ţar sem allir geta tekiđ ţátt; innlendir sem erlendir skákmenn. Ţetta er gert í ljósi ţess ađ mótiđ á 100 ára afmćli á komandi ári.  Í ţví tilefni hefur stjórn SÍ jafnframt ákveđiđ ađ bjóđa Taflfélagi Reykjavíkur ađ standa ađ mótinu í samvinnu viđ SÍ en TR hélt fyrsta Íslandsmótiđ (sem hét ţá Skákţing Íslendinga) áriđ 1913 og reyndar í um aldarfjórđung eftir ţađ er SÍ tók viđ mótshaldinu.


Jóhann Norđurfjarđarmeistari

Jóhann og HjörvarSkákhátíđinni á Ströndum lauk í gćr međ hrađskákmót á Norđurfirđi.  Jóhann Hjartarson vann öruggan sigur á mótinu, hlaut fullt hús í 6 skákum.  Guđmundur Gíslason varđ annar međ 5 vinninga. 

Góđ ţátttaka var á mótinu en ţátt tóku 32 skákmenn í blíđskaparveđri.  Kaffihúsiđ fyllist og var brugiđ á ţađ ráđ ađ setja hluta mótsins út.   

Ađ móti loknu héldu hluta gestanna í sundlaugina á Krossanesi ţar sem mesta ferđarykiđ var hreinsađ áđur en heim á leiđ var haldiđ.   

Frábćr skákhátíđ sem gerđ verđur betur skil í texta og myndum nćstu daga hér á Skák.is

 


Áskell Jónsmessuálfur

Áskell Örn KárasonÁ Jónsmessunótt fara álfar og vćttir á kreik. Í hóp ţeirra bćttust níu skákálfar fyrrakvöld og efndu til útiskákmóts í Kjarnaskógi í samvinnu viđ Skógrćktarfélag Eyfirđinga. Ţar var kátt á hjalla; ketilkaffi í bođi ađ hćtti skógarmanna og kynjaverur á sveimi eins og fyrr segir. Hjá skákálfum varđ ţetta niđurstađan:

  • Áskell Örn Kárason  7
  • Haki Jóhannesson 6
  • Tómas Veigar Sigurđarson 5
  • Sigurđur Eiríksson og Rúnar Ísleifsson 4
  • Sigurđur Arnarson og Karl Steingrímsson 3
  • Sveinbjörn Sigurđsson 2,5
  • Andri Freyr Björgvinsson 1,5

Ađ skákunum loknum hugđust keppendur bađa sig nakta í dögginni og óska sér um leiđ skákstigahćkkunar upp á 300 stig. Ţetta var ţó stöđvađ af viđstöddum, enda börn á svćđinu.


Skákţáttur Morgunblađsins: Fullkomin óvissa

MorozevichMinnisstćđ eru ţau ummćli enska stórmeistarans Jonathans Speelmans ţegar fimmta einvígi Kasparovs og Karpovs stóđ sem hćst áriđ 1990, ađ á stundum fengju ţeir upp stöđur ţar sem fullkomin óvissa ríkti, engar ţekktar viđmiđanir ćttu lengur viđ, skákmennirnir gćtu ekki stuđst viđ útreikninga; yrđu ađ berjast áfram í myrkrinu. Ţar sem lćgu hćttur viđ hvert fórmál.

Á minningarmóti um Tal sem stendur yfir ţessa dagana í Moskvu hafa veriđ tefldar nokkrar skákir ţar sem keppendur hafa ekki hikađ viđ ađ setja allt í bál og brand og fullkomin óvissa hefur veriđ um úrslit. Magnús Carlsen tefldi eina slíka skák gegn Gritsjúk en sá sem hefur teflt mest og best í anda Tal er Alexander Morosevitsj, litríkur skákmađur sem er aftur mćttur til leiks međal hinna bestu eftir nokkurra ára fjarveru. Hann er efstur eftir fimm umferđir međ 4 vinninga en á hćla hans koma Magnús Carlsen, Kramnik og Azerinn Radjabov.

Áđur en ađalmótiđ hófst fór fram hrađskákmót sem Moro vann. Fimm efstu menn hlutu rásnúmer 1-5 sem ţýddi fleiri skákir međ hvítu í níu umferđa móti, svipađ kerfi var fyrst tekiđ upp á Reykjavik rapid-mótinu áriđ 2004.

Í eftirfarandi skák sem tefld var í fimmtu umferđ lenti nćst stigahćsti skákmađur heims í magnađri baráttu viđ Moro og gaf ekkert eftir, svarađi peđsfórn međ mannsfórn og virtist á réttri leiđ en ónákvćmni hér og ţar í fullkomlega óljósri stöđu varđ honum ađ falli:

Lev Aronjan - Alexander Morozevitsj

Hollensk vörn

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 c6 4. e3 Rd7 5. Rf3 f5 6. Bd3 Rh6!?

„Nýr reitur." Riddarinn á h6 heldur opnu fyrir hróknum eins og síđar kemur í ljós og á inni f7-reitinn.

7. b3 Bd6 8. Bb2 O-O 9. O-O Hf6 10. Dc2 Rf7 11. Rd2 e5!?

Tal hefđi veriđ ánćgđur međan ţennan leik. Svartur lćtur peđ af hendi fyrir óljósar bćtur.

12. Bxf5 e4!?

Hér er hugmyndin komin fram. Eftir 13. Bh3 Hg6 er ađstađa hvíts á kóngsvćng dálítiđ ótrygg. Ţess vegna var sennilega öruggara ađ leika 12. cxd5 og eftir 12 ... e4 13. Bc4 međ flókinni stöđu. En nú tekur Aronjan skemmtilega ákvörđun.

13. Bxh7+!? Kxh7 14. cxd5 Hg6 15. Rdxe4

Stađan minnir á „perluna frá Zandvoort" frćga sigurskák Max Euwe yfir Aljékín. Aronjan hefur látiđ mann af hendi og fengiđ ţrjú peđ.

15. ... Rf6 16. Rxf6 Dxf6 17. f4 Rh6 18. Re4 Df5 19. dxc6 Be7 20. c7 Hc6

gb7p7s8d.jpg21. Db1?

Ţó Aronjan hafi haslađ sér völl sem einn sterkasti skákmađur heims ţá á hann ţađ til ađ vera svolítiđ yfirborđskenndur. 21. Dd3 er meira „fram á viđ" en Aronjan gast ekki ađ leppuninni og skyggndist ekki nćgilega djúpt í stöđuna. Flćkjurnar sem koma upp eftir 21. ... Hxc7 22. Hac1! Hd7 eru hvítum í hag vegna 23. Rg5+! Bxg4 24. e4! er svartur er illa beygđur.

21. ... Hxc7 22. Rc3 Dxb1 23. Haxb1 Hd7 24. Hbd1 b6 25. e4 Bb7 26. h3 Rg8 27. e5 Hc8 28. d5 Bb4! 29. e6?!

Aronjan hikar ekki viđ ađ ryđja peđunum áfram en hér var 29. Hc1 betra.

29. ... Hdd8 30. Re4 Hxd5 31. Rg5+ Kg6!

Ţarna skorđar kóngurinn skorđar f4-peđiđ.

32. Hxd5 Bxd5 33. Hd1 Re7 34. Bd4 Hc2!

Hvítur er varnarlaus eftir ţennan leik.

35. g4 Bd2 36. Hf1 Bc1

36. ... Rc6 vinnur og einnig 36. .... Be3+! 37. Bxe3 Hg2+ 38. Kh1 Hxg4+ o.s.frv.

37. Rf3 Bxf4 38. Rh4 Kg5 39. Rf3 Kh6 40. h4 Hxa2

- og Aronjan gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 17. júní 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


Helgi og Jóhann sigurvegarar á afmćlismóti Róbert Lagerman í Trékyllisvík

Stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson urđu efstir og jafnir á afmćlismóti Róberts Lagerman sem fram fór í Trékyllisvík í dag.  Hlutu ţeir 8 vinninga í 9 skákum.  Helgi vann Jóhann Hjartarson en tapađi fyrir Gunnari Björnssyni.  Guđmundur Gíslason varđ ţriđji međ 7 vinninga og Jón Kristinn Ţorgeirsson fjórđi međ 6,5 vinning.  Gunnar, Hilmir Freyr Heimisson og Óskar Long Einarsson urđu í 5.-7. sćti međ 6 vinninga.  

Jón Kristinn hlaut jafnframt unglingaverđlaun á mótinu.  Ingibjörg Edda Birgisdóttir hlaut kvennaverđlaun og feđgarnir Ingólfur Benediktsson og Númi Fjalar Ingólfsson hlutu verđlaun fyrir bestan árangur heimamanna.  40 keppendur tóku ţátt í mótinu sem fram fór í algjöru blíđarskaparveđri í Trékyllisvík.

Í gćr tefldi Róbert fjöltefli á Hólmavík og um kvöldiđ fór fram tvískákmót í Djúpavík.  Ţar unnu Gauti Páll Jónsson og Ingibjörg Edda eftir harđa baráttu viđ forsetaliđiđ (Gunnar, Hrafn Jökulsson og Róbert Lagerman).  Halldór Blöndal og Hilmir Freyr Heimisson urđu í 3. sćti. 

Sameiginlegt grill fer fram í kvöld í Trékyllisvík.  Ţegar ţetta er ritađ liggur ljúfur ljúmur grillilmurinn í loftinu í blandi viđ fagran fuglasöng.  Á morgun lýkur skákhátíđinni međ hrađskákmóti á Norđurfirđi.  

Ítarlegri fréttir sem og fjöldi mynda frá skákhátíđinni verđur ađ finna á Skák.is nćstu dögum.


Vilka Sipilä skákmeistari Finnlands

FIDE-meistarinn Vilka Sipilä (2393) varđ finnskur meistari í skák en mótinu lauk í gćr.  Sipilä hlaut 8,5 vinning og varđ vinningi fyrir ofan alţjóđlega meistarann Mika Karttunen (2447) og hinn unga og efnilega Daniel Ebeling (2279).  

Sama fyrirkomulag er á efsta flokknum og Íslandi, ţ.e. 12 manna lokađur flokkur.   Enginn stórmeistari tók ţátt en 6 alţjóđlegir meistarar.  

 

 


Jónsmessumót á Akureyri í dag

Laugardaginn 23. júní heldur Skógrćktarfélag Eyfirđinga sína árlegu Jónsmessuhátíđ í Kjarnaskógi. Skákfélag Akureyrar mun nú, í fyrsta skipti, taka ţátt í hátíđinni og blása til skákmóts í lerkilundi norđan viđ sólúriđ í Kjarnaskógi kl. 20.30 (ath. breytt stađsetning). Allir skákáhugamenn eru hvattir til ađ mćta.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband