Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2012
25.1.2012 | 09:34
Skákdagurinn 26. janúar 2012 til heiđurs Friđrik Ólafssyni: Allsherjar skákhátíđ um allt land
Skákdagur Íslands er haldinn í fyrsta sinn fimmtudaginn 26. janúar. Skákdagurinn er haldinn til heiđurs Friđrik Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Friđrik verđur 77 ára ţennan dag og tekur virkan ţátt í hátíđahöldum.
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson heldur móttöku til heiđurs Friđrik á Bessastöđum, en međal annarra gesta verđa ţau börn sem í febrúar tefla fyrir Íslands hönd á Norđurlandamóti barna. Fjölmiđlum er bođiđ ađ vera viđstaddir á Bessastöđum, ţar sem Friđrik mun m.a. tefla viđ Nansý Davíđsdóttur, 10 ára, sem er nýkrýndur Íslandsmeistari barna, fyrst stúlkna á Íslandi.
Ađ Skákdeginum standa Skáksamband Íslands, Skákakademía Reykjavíkur, Skákskóli Íslands og taflfélög um allt land, í samvinnu viđ skóla, íţróttafélög, sveitarfélög, fyrirtćki og einstaklinga.
Markmiđiđ er ađ heiđra Friđrik Ólafsson, fyrir einstakt framlag til samfélags okkar í heild og skákarinnar sérstaklega, jafnframt ţví ađ sýna ţá grósku sem er í íslensku skáklífi um allt land.
Ótal skákviđburđir fara fram í dag og eru Íslendingar hvattir til ađ draga fram skáksettin.Teflt verđur í fjölmörgum grunnskólum, fjöltefli verđur í Laugardalslaug, einvígi háđ í Kringlunni, haldin skákhátíđ á Akureyri, teflt í Trékyllisvík og efnt til margra skákmóta vítt og breitt um landiđ. Íslendingar víđa um heim hafa einnig bođađ ţátttöku í Skákdeginum 2012.
Skákhreyfingin hvetur landsmenn til ađ draga fram tafliđ og taka ţátt í hátíđinni, í fjöltefli viđ stórmeistara eđa heima í stofu, enda er skáksett ađ finna á langflestum íslenskum heimilum.
Stefán Bergsson sagđi frá Skákdeginum í morgunţćtti Rásar eitt. Viđtaliđ hefst á 34. mínútu.: http://www.ruv.is/sarpurinn/morgunthattur-rasar-1/25012012-0
Dagskrá Skákdagsins 2012 er ađ finna á slóđinni: http://skakdagurinn.blog.is/blog/skakdagurinn/
Jafnframt er hćgt ađ fylgjast međ Facebook-síđu Skákdagsins.
Dagskráin (getur veriđ ađ ţađ vanti eitthvađ - verđur uppfćrt):
Á Skákdaginn verđur teflt um allt land og í fjölmörgum skólum međal annars Laugalćkjarskóla, Salaskóla, nemendur Ölduselsskóla verđa međ skákkynningu á leikskólanum Seljaborg, Unnsteinn Sigurjónsson mun tefla fjöltefli viđ nemendur í grunnskóla Bolungarvíkur og teflt verđur í fjölda leikskóla.
Skákhreyfingin hvetur alla Íslendinga til ađ taka ţátt í Skákdeginum, til heiđurs Friđrik, međ einum eđa öđrum hćtti. Allir geta veriđ međ: í sundlaugum, kaffihúsum, fjölteflum, hrađskákmótum - eđa í stofunni heima. Kjörorđ dagsins er: Upp međ tafliđ!
Athugiđ er ađ hér ekki um tćmandi viđburđalista ađ rćđa. Út um allt land - og víđa um heim - leggja Íslendingar á ráđin um Skákdaginn 26. janúar 2012.
Hćgt er ađ fylgjast međ fréttum og viđburđum á skakdagurinn.blog.is.
07:30 Skákdagurinn hefst klukkan hálfátta á fimmtudagsmorgun međ fjöltefli Björns Ţorfinnssonar alţjóđlegs skákmeistara ofan í Laugardalslaug. Ţátttakendur eru Hilmir Freyr Heimisson, Heimir Páll Ragnarsson, Donika Kolica, Hrund Hauksdóttir og Kristján Örn Elíasson.
07:30 Viđtal viđ Friđrik Ólafsson á Rás 2.
08:00 Á Akureyri verđur sundlaugarskáksett vígt í Akureyrarlaug klukkan átta. Gestum laugarinnar býđst ađ tefla viđ Akureyrarmeistarann Smára Ólafsson.
08:10 Ötulasti skákkennari landsins hefur sinn daglega rúnt milli grunnskóla í Reykjavík. Björn Ívar Karlsson kennir í 15 skólum í viku hverri og ţennan fimmtudaginn verđa ţeir ţrír; Húsaskóli, Korpuskóli og Hlíđaskóli.
09:00 Skákhátíđ hefst í Grímsey og stendur allan daginn.
09:30 Ţröstur Ţórhallsson stórmeistari teflir fjöltefli viđ nemendur Víkur- og Korpuskóla.
10:00 Alţjóđlegi meistarinn Björn Ţorfinnson teflir annađ fjöltefli sitt og nú viđ nemendur Laugarnesskóla.11:00 Skákgleđi hefst á leikskólanum Marbakka í Kópavogi. Skákgleđi og söngvar međal elstu leikskólabarna stjórnađ af stórmeistara kvenna Lenku Ptáčníková.
10:00 Hjörvar Steinn Grétarsson teflir kappskák viđ íslensku ţjóđina gegnum netiđ. Hćgt verđur ađ velja milli ţriggja leikja og koma valmöguleikarnir fram á http://www.skak.is/ Hjörvar lagđi nýlega Shirov, sem hefur teflt hefur um heimsmeistaratitilinn. Getur ţjóđin sigrađ Hjörvar?
10:00 Skáksamband Austurlands annast kennslu fyrir börn í Egilsstađaskóla mestallan daginn.
10:00 Hrađskákeinvígi stórmeistarans Stefáns Kristjánssonar og alţjóđlega meistarans Braga Ţorfinnssonar hefst í Kringlunni. Landsliđsmennirnir munu ekki hćtta ađ tefla fyrren annar ţeirra sigrar í 50 skákum. Skákir einvígisins verđa í beinni á skák.is
11:00 Skákmót fyrir börn og fullorđna í Finnbogarstađaskóla Trékyllisvík.
11:00 Skákgleđi hefst á leikskólanum Marbakka í Kópavogi. Skákgleđi og söngvar međal elstu leikskólabarna stjórnađ af stórmeistara kvenna Lensku Lenka Ptáčníková.
12:00 Starfsmenn Vodafone halda skákdaginn hátíđlegan í hádeginu međ hrađskákum og tefla svo fram eftir degi.
12:00 Starfsmenn Íslandsbanka grípa í tafl.
13:00 TOYOTA-skákmót heldri skákmanna hefst í höfuđstöđvum TOYOTA. Friđrik Ólafsson leikur fyrsta leikinn.
13:00 Mikiđ skákstarf er unniđ í Lágafellsskóla Mosfellsbć og ber mót dagsins hina skemmtilegu nafngift Litla Friđriksmótiđ.
13:00 Ungstirnin í Grafarvogi tefla um meistaratitil Rimaskóla. Hjörvar Steinn Grétarsson sigrađi á mótinu mörg ár í röđ en núverandi meistari er Jón Trausti Harđarson.
13:00 Minningarmót um Björn Sölva Sigurjónsson FIDE-meistarann verđur haldiđ í VIN, Hverfisgötu 47. Björn var einn af sterkustu mönnum Skákfélags Vinjar og heiđra nú minningu fyrrum félaga.
14:00 Ţröstur Ţórhallsson teflir sitt ţriđja fjöltefli um daginn. Í ţetta skiptiđ viđ leikskólabörn á Laufásborg.
14:00 Friđrik heimsćkir Ríkisútvarpiđ og teflir fjöltefli viđ starfsmenn. Áriđ 1956 sat íslenska ţjóđin límd viđ útvarpstćkin og fylgdist međ beinum útsendingum frá skákum Friđriks Ólafssonar á stórmótinu í Hastings. Ţar vann Friđrik glćstan sigur, sem sýndi ađ hann var kominn í hóp ţeirra allra bestu.
16:00 Helgi Ólafsson teflir fjöltefli á Hyrnutorgi í Borgarnesi. Helgi hefur í mörg ár heimsótt Borgarnes og stađiđ fyrir kennslu í Borgarfirđi. Upp úr ţeirri kennslu kom međal annars landsliđskonan Tinna Kristín Finnbogadóttir sem hefur ásamt móđur sinni forgöngu fyrir vígslu skáksundlaugarsetts í Borgarnesi í tilefni dagsins.
16:00 Um miđjan daginn mćta kaffihúsaskákmenn miđborgarinnar á Cafe Haíti sem er sívaxandi skákmiđstöđ. Skák og pönnukökur! Allir velkomnir.
16:30 Skákmeistari Landsbankans. Fyrsti leikurinn verđur leikinn fyrir eitt af afmćlisbörnum dagsins, fyrrum ólympíumeistarann Bergstein Einarsson.
17:00 Hinn ungi meistari Jón Kristinn Ţorgeirsson teflir viđ gesti og gangandi í Pennanum-Eymundsson á Akureyri. Jón verđur međ 1 mínútu gegn fimm!
18:00 Heldri skákmenn Reykjavíkur standa fyrir öđru stórmóti sínu ţennan dag ađ ţessu sinni verđa ţeir í Gallerí Skák Bolholti. Fyrsta kapptefliđ af fjórum um Friđrikskónginn. Friđrik mćtir um áttaleytiđ og áritar Taflkónginn. Skákmenn á öllum aldri velkomnir.
19:00 Víkingaklúbburinn býđur skákmönnum á Dubliners í miđbć Reykjavíkur ţar sem fram fer Víkingaskákmót.
19:00 Skákfélag fjölskyldunnar verđur stofnađ í húsakynnum Skáksambands Íslands, Facafeni 12. Ađ stofnun félagsins stendur kraftmikiđ fólk, sem kemur međ nýja sýn á heim skákarinnar. Foreldrar skákbarna, sem og afar og ömmur og ađrir ćttingjar, eru hvattir til ađ fylgjast međ starfi félagsins. Ţátttaka er ókeypis og án skuldbindinga.
19:30 Krakkaskákmót á vegum Taflfélags Garđabćjar í gamla betrunarhúsinu.
19:30 Fimmtudagsmót hjá TR í félagsheimili ţeirra ađ Faxafeni 12. Allir velkomnir.
20:00 Hrađskákmót, "Friđriksmót", verđur haldiđ fimmtud. ađ Koltröđ 4, Egilsstöđum.
20:00 Ţriđja umferđ hefst í Gestamóti Gođans Faxafeni 12. Gestamót Gođans er skemmtileg nýjung í hinn mikla skákmánuđ janúar. Á mótinu tefla fyrrum Íslandsmeistarar, fyrrum Ólympíumeistarar og fjölmargir titilhafar.
20:00 Gođinn hefur tvćr starfsstöđvar og á heimavellinum í Húsavík verđur opiđ hús og kynning á félaginu. Hermann Ađalsteinsson fer fyrir sínum mönnum.
20:00 Mátar halda skákmót í húsakynnum sínum ađ Garđatorgi. Hefur félagsmönnum veriđ tilkynnt um leynigest og spennandi ađ sjá hver ţađ verđur.
20:00 Skákćfing í Dvalarheimilinu Barmahlíđ Reykhólasveit. Hlynur Ţór Magnússon sér um ćfinguna og von er á góđum gestum og ber ađ nefna sjálfan Jón Kristinsson fyrrverandi Íslandsmeistara í skák.
20:00 Skákmenn á Siglufirđi hittast í Safnađarheimili stađarins. Skák hefur veriđ kennd í Grunnskólanum í vetur og mćlst vel fyrir.
20:00 Opiđ hús hjá Skákfélagi Akureyrar. Skákfélagsmenn fara yfir perlur međ Friđrik. Hann sigrađi fleiri heimsmeistara en nokkur annar Íslendingur.
20:00 Atskákmót Sauđárkróks í Safnahúsi stađarins. Allir velkomnir.
22:30 Hellismenn standa fyrir Íslandsmótinu í ofurhrađskák á ICC en umhugsunartíminn er ađeins 2 mínútur á hverja skák. Eru netverjar hvattir til ađ fylgjast međ ţeim sviptingum.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2012 | 22:52
Aronian međ eins vinnings forskot í Sjávarvík
Aronian (2805) vann Caruana (2736) í níundu umferđ Tata Steel-mótsins sem fram fór í kvöld í Wijk aan Zee. Hann náđi ţar međ vinnings forskoti ţar sem Carlsen (2835) tapađi fyrir Karjakin (2769). Carlsen er í 2.-4. sćti ásamt Ivanchuk (2766), sem vann Giri (2714), og Radjabov (2773).
Í 10. umferđ, sem fram fer á morgun, mćtast m.a.: Nakamura-Carlsen, Giri-Aronian og Topalov-Caruana.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 12:30 nema lokumaferđin kl. 11 - frídagar (18., 23. og 26. janúar)
- ChessBomb
24.1.2012 | 22:42
Guđmundur tapađi í fyrstu umferđ í Gíbraltar
Guđmundur Gíslason (2332) tapađi enska stórmeistaranum David Howell í fyrstu umferđ Gibraltar-mótsins sem hófst í dag. Í 2. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Guđmundur viđ spćnska skákmeistarann Enrique Osuna Vega (2122).
Alls taka 256 skákmenn ţátt í ţessa sterka móti frá 58 löndum. Ţar af eru 56 stórmeistarar og 11 ţeirra međ međ meira en 2700 skákstig.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Restults
- Beinar útsendingar (12 efstu borđin)
24.1.2012 | 22:08
Nýtt frímerki og kort međ Friđrik

Í tilefni ađ DEGI SKÁKARINNAR á fimmtudaginn kemur, ţann 26. janúar á afmćlisdegi Friđriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga, kemur út nýtt frímerki međ mynd af honum sérútgefiđ á vegum Gallerý Skákar, sem áđur hefur gefiđ út nokkur skákfrímerki, m.a. međ Bobby Fischer.
Frímerkiđ prýđir blýantsteikning Svölu Sóleygar, myndlistarkonu, af Friđrik frá 1978 ţegar hann var á hátindi skákferils síns og var kjörinn forseti Alţjóđaskáksambandsins FIDE. Ţá hefur einnig veriđ prentađ ađ ţessu tilefni sérstakt póstkort međ mynd af Friđrik eftir málverki Einars Hákonarsonar, listmálara.
Á bakhliđ kortsins er áletrun á ţessa leiđ á íslensku og ensku:
FRIĐRIK ÓLAFSSON, stórmeistari í skák, fćddur 26. janúar 1935.Fremsti skákmađur Íslands fyrr og síđar, margfaldur Íslands- og Reykjavíkurmeistari og sigurvegari á mörgum stórmótum, bćđi heima og erlendis. Friđrik varđ stórmeistari fyrstur Íslendinga áriđ 1958 og skipađi sér á bekk međ bestu skákmönnum heims á sínum tíma. Virtur vel enda síđar kjörinn forseti Alţjóđaskáksambandsins FIDE, embćtti sem hann gengdi 1978-1982. Íslenski skákdagurinn er haldinn á afmćlisdegi hans ár hvert.
Í fyrstu útgáfu eru ađeins gefnar út 10 arkir x24 eđa alls 240 frímerki međ burđargjaldi innanlands. Heilar arkir kosta kr. 12.000- Póstkort međ 2 frímerkjum, annađ ađ framan og öđru á bakhliđ, póststimpluđu á útgáfudegi kosta kr. 1000- Póstkort međ óstimpluđi frímerki ađ aftan kr. 600- allt ađ viđbćttum sendingarkostnađi.
Merkin er hćgt ađ panta á www.galleryskak.net en einnig međ tölvupósti á netfangiđ gallery.skak@gmail.com
24.1.2012 | 21:59
Björn Ţorsteinsson efstur í Stangarhyl í dag

Toyota-skákmótiđ verđur haldiđ fimmtudaginn 26 jan. kl.13.00. Mótstađur Söludeild Toyota viđ Nýbýlaveg. Tefldar verđa 9 umferđir međ 10 minútna umhugsunartíma. Nauđsynlegt ađ mćta tímanlega á skákstađ.
Ţátttöku má tilkynna í netfang finnur.kr@internet.is. Eđa í síma 8222403 ( Ţorsteinn Guđlaugsson) og 8931238 (Finnur Kr Finnsson).
Nánari úrslit dagsins:
- 1 Björn Ţorsteinsson 8 vinninga
- 2 Ţorsteinn Guđlaugsson 7
- 3 Haukur Angantýsson 6.5
- 4 Ásgeir Sigurđsson 6
- 5-7 Kristján Guđmundsson 5
- Gísli Sigurhansson 5
- Jón Víglundsson 5
- 8-11 Valdimar Ásmundsson 4.5
- Magnús V Pétursson 4.5
- Halldór Skaftason 4.5
- Jónas Ástráđsson 4.5
- 12-15 Birgir Sigurđsson 4
- Finnur Kr Finnsson 4
- Einar S Einarsson 4
- Haraldur Axel 4
Nćstu fimm skákmenn fengu örlítiđ fćrri vinninga
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2012 | 11:14
Minningarmót um Björn Sigurjónsson í Vin
Á skákdaginn, fimmtudaginn 26. janúar verđur haldiđ minningarmót um Fide meistarann Björn Sölva Sigurjónsson í Vin, Hverfisgötu 47, og hefst ţađ klukkan 13:00.
Björn Sölvi var liđsmađur Skákfélags Vinjar frá stofnun og hefđi orđiđ 63. ára gamall ţennan stóra skákdag Íslendinga, en hann lést ţann 22. desember sl.
Skákstjóri er fyrirliđi Vinjarliđsins, Hrannar Jónsson. Tefldar verđa 6 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma og vöfflukaffi verđur reitt fram eftir ţrjár umferđir.
Sigurvegarinn hlýtur glćsilegan bikar auk ţriggja lítilla kvera sem Björn Sölvi sendi frá sér fyrir nokkru. Bókavinningar fyrir efstu sćtin og happadrćtti.
Ferill Björns var glćsilegur, ţrefaldur skákmeistari Kópavogs, Akureyrar- og Reykjavíkurmeistari og landsliđsmađur í bréfskák á sínum tíma. Allt skákáhugafólk hjartanlega velkomiđ.
24.1.2012 | 01:00
Íslandsmótiđ í ofurhrađskák fer fram á Skákdaginn
Lokaviđburđur skákdagsins til heiđurs Friđriki Ólafssyni verđur íslandsmótiđ í ofurhrađskák fer fram, fimmtudaginn 26. janúar á ICC og hefst kl. 22.30. Mótiđ er öllum opiđ og er teflt er einum flokki. Skráning fer fram á Heimasíđu Hellis.
Allt skráningarferliđ er sjálfkrafa og eina sem ţátttakendur ţurfa ađ hafa í huga er ađ vera mćttir tímanlega á ICC eđa eigi síđar en kl. 22:20. Tímamörk eru 2 mínútur á skák og tefldar verđa 15 umferđir.
Ţeir sem ekki eru skráđir á ICC geta skráđ sig á vef ICC en ekki ţarf ađ greiđa fyrir fyrstu vikuna. Ađ ţví loknu er hćgt ađ skrá sig á heimasíđu Hellis. Ţeir sem ekki hafa hugbúnađ til ađ tefla geta halađ niđur ţar til gerđu forriti (mćlt er međ Blitzin eđa Dasher). Einnig er hćgt ađ tefla í gegnum java-forrit. Ţar sem allir keppendur ţurfa ađ vera á svokallađri Íslands-rás er ćskilegt ađ menn slái inn "g-join Iceland" viđ nćstu/fyrstu innskráningu á ICC.
Fyrirspurnir sendist til Omars Salama, umsjónarmanns mótsins í netfangiđ omariscof@yahoo.com.
Verđlaun:
1. kr. 5.000
2. kr. 3.000
3. kr. 2.000
Spil og leikir | Breytt 23.1.2012 kl. 23:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2012 | 00:16
KORNAX mótiđ - Pörun áttundu umferđar
Nú liggur fyrir pörun í áttundu og nćstsíđustu umferđ KORNAX mótsins - Skákţings Reykjavíkur sem fram fer á miđvikudagskvöld. Pörunina má finna í heild sinni hér. Stöđu mótsins má finna hér.
Helstu viđureignir eru:
- Björn Ţ. (5) - Guđmundur Kja. (6˝)
- Ingvar Ţór (6) - Sćvar (5)
- Örn Leó (5) - Hjörvar Steinn (5)
- Bragi Ţ. (5) - Bjarni Jens (5)
- Einar Hjalti (5) - Emil (5)
- Sverrir Örn (5) - Stefán B. (5)
Mjög góđ ţátttaka er á mótinu eđa 73 skákmenn. Mótiđ er sterkt en fimm alţjóđlegir meistarar eru međal ţátttakenda. Teflt er á sunnudögum (kl. 14) og á mánu- og miđvikudögum (kl. 19:30).
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Myndaalbúm (GB, HÁ, SRF og JHR)
23.1.2012 | 22:57
Skákkeppni vinnustađa 2012
Veriđ velkomin ađ láta ţessa auglýsingu berast til stjórnenda og skákáhugamanna á ykkar vinnustađ! Skráningarform fyrir keppnina mun birtast á heimasíđu T.R., www.taflfelag.is innan skamms.
Taflfélag Reykjavíkur býđur öllum vinnustöđum ađ taka ţátt í Skákkeppni vinnustađa 2012 sem fram fer í félagsheimili T.R, Skákhöllinni Faxafeni 12, föstudaginn 17. febrúar nk. og hefst kl. 19.30.
Á hverjum vinnustađ er fólk sem hefur ánćgju af ađ tefla og teflir í frístundum. Einnig hafa fjölmargir vinnustađir á ađ skipa skákmönnum sem hafa teflt í áratugi og eru á međal sterkustu skákmanna landsins.
Taflfélag Reykjavíkur hvetur alla vinnustađi til ađ halda skákmót fyrir sína starfsmenn fyrir keppnina 17. febrúar og ţannig kynda undir áhuga á skákinni og mćta síđan međ liđ til keppni!
Upplýsingar og keppnisfyrirkomulag:
- Dagsetning: föstudagur 17. febrúar kl. 19.30
- Stađur: Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12 (Skeifunni)
- Sveitakeppni: Ţetta er liđakeppni/sveitakeppni og tefla 3 í hverju liđi. Vinnustađirnir geta sent fleira ein eitt liđ til keppni. Liđin verđa ţá auđkennd sem A-liđ, B-liđ o.s.frv. Hvert liđ getur haft 1-2 varamenn.
- Umferđir: fjöldi umferđa fer eftir ţátttöku (7-11 umferđir). Umhugsunartími er 10 mínútur á mann.
- Keppnisfyrirkomulag: svissneskt kerfi og flestir vinningar gilda.
- Verđlaun:
1. verđlaun: Eignabikar fyrir vinnustađinn og farandbikar til vörslu í 1 ár auk verđlaunapeninga (medalíur) fyrir keppendur
2. verđlaun: Eignabikar fyrir vinnustađinn auk verđlaunapeninga (medalíur) fyrir keppendur
3. verđlaun: Eignabikar fyrir vinnustađinn auk verđlaunapeninga (medalíur) fyrir keppendur
- Ţátttökugjald er kr. 15.000 á hverja sveit.
- Upplýsingar veitir Ríkharđur Sveinsson, stjórnarmađur í Taflfélagi Reykjavíkur: netfang: rz@itn.is gsm: 7722990.
- Skráning og stađfesting ţátttöku: skráning fer fram á heimasíđu Taflfélags Reykjavíkur, www.taflfelag.is á sérstöku skráningarformi eđa međ ţví ađ hafa samband viđ Ríkharđ Sveinsson (sjá hér ađ ofan). Vinnustađir stađfesti vinsamlegast ţátttöku sinna sveita međ ţví ađ greiđa ţátttökugjaldiđ inn á reikning Taflfélags Reykjavíkur í síđasta lagi tveimur dögum fyrir mót, ţ.e. 15. febrúar. Reikningsnúmer: 0101-26-640269. Kennitala: 640269-7669. Vinsamlegast setjiđ í skýringu: Skákkeppni V. og sendiđ greiđslukvittun á netfangiđ rz@itn.is
Veriđ velkomin ađ taka ţátt í Skákkeppni vinnustađa 2012 - hlökkum til ađ sjá ykkur!
23.1.2012 | 22:48
Ný skákmótaröđ: Taflkóngur Friđriks
Í tilefni af Degi Skákarinnar" á fimmtudaginn kemur, ţann 26. janúar, á afmćlisdegi Friđriks Ólafssonar, stórmeistara, fremsta skákmanns Íslands fyrr og síđar, verđur efnt til nýrrar skákmótarađar í Listasmiđjunni Gallerý Skák í Bolholti honum til heiđurs. Stefnt er ađ ţví ađ hún verđi framvegis árlegur viđburđur í janúarmánuđi ár hvert.
Um er ađ rćđa 4 kvölda Grand Prix kapptefli og mótaröđ ţar sem átta efstu sćti í hverju móti telja til stiga (10-8-6-5-4-3-2-1) líkt og í Formúlu 1. Keppt verđur um veglegan farandgrip, myndarlegan taflkóng úr Hallormsstađabirki, sem tileinkađur hefur veriđ Friđrik Ólafssyni.
Sigurvegari ár hvert fćr nafn sitt skráđ á styttuna gullnu letri og verđlaunapening ađ auki, ţví Taflkóngurinn vinnst aldrei til eignar og fer á safn međ tíđ og tíma. Ţrjú bestu mót hvers keppanda reiknast til stiga en taka verđur ţátt í a.m.k. 2 mótum til ađ teljast međ.
Kapptefliđ á fimmtudaginn hefst kl. 18 og verđa tefldar 11 umferđir međ 10 mín. umhugsunartíma. Lagt er í púkk fyrir kaffi, kruđeríi og krćsingum í taflhléi. (Kr. 1.000).
Friđrik mun mćta á svćđiđ upp úr kl. 20, í tilefni dagsins og árita nafna sinn.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 2
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 122
- Frá upphafi: 8779315
Annađ
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 83
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar