Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2011
28.11.2011 | 09:22
Atskákmót Icelandair fer fram 10. og 11. desember
Verđlaun:*
Sveitakeppni:
1. Sćti 4 x farmiđar fyrir tvo til Evrópu međ Icelandair ásamt ađgöngupassa í Saga Lounge
2. Sćti 4 x gjafabréf fyrir tvo í Brunch eđa hádegishlađborđ á VOX
3. Sćti 4 x gjafabréf fyrir tvo í High Tea á VOX
Borđaverđlaun.
Borđaverđlaunin eru farmiđar innanlands fyrir tvo í bođi Flugfélags Íslands og Vildarklúbbs Icelandair og gisting í 2 nćtur fyrir tvo á Icelandair Hótelum ásamt morgunverđarhlađborđi. Hćgt verđur ađ velja um gistingu á Hótel Akureyri eđa á Hótel Hérađi.
Óvćntasti sigurinn
Sá ađili sem vinnur óvćntasta sigurinn mun fá gjafabréf á veitingastađnum Satt sem gildir fyrir tvo. Miđađ er viđ stigamun.
Útdráttarverđlaun.
Einnig eru glćsileg útdráttarverđlaun en ţau eru hvorki meira né minna en farmiđar fyrir tvo til Evrópu međ Icelandair ásamt ađgöngupassa í Saga Lounge.
* ATH. Sami ađili getur ekki unniđ til fleiri en einna verđlauna, ef slíkt kemur upp mun viđkomandi ađili velja hvađa vinning hann vill, útfćrist nánar á skákstađ! Skattar eru ekki innifaldir í flugmiđum.
Ţađ eru margir sterkir skákmenn búnir ađ skrá sig m.a. stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Stefán Kristjánsson. Auk ţeirra eru fjórir alţjóđlegir meistarar og tíu Fide meistarar búnir ađ skrá sig.
Sterkasta sveitin sem er búin ađ skrá sig er sveitin Hösmagi undir forustu Helga Ólafssonar en hún hefur hvorki fleiri né fćrri en 8.489. stig en hámarkiđ er 8.500 stig.
Međalstigafjöldi sveitanna utan viđ varamenn er 8.340 stig en međalstigafjöldi skákmannanna á fyrstu fjórum borđunum er 2.085 stig.
Ţađ eru komnar 12 sveitir en eins og áđur segir er lágmarks ţátttökufjöldi 14 sveitir og hámarksfjöldi er 26 sveitir.
Ef menn eru ađ reyna ađ koma saman liđi er tilvaliđ ađ auglýsa sig eđa eftir öđrum á Facebook http://www.facebook.com/#!/event.php?eid=294842353859976
Skráning fer fram hér https://docs.google.com/spreadsheet/viewform?formkey=dDBONWduX1A4RURmdjRDTnFaTWdzOXc6MQ og má sjá skráđar sveitir hér. https://docs.google.com/spreadsheet/ccc?key=0AsfeK_D4TfaCdDBONWduX1A4RURmdjRDTnFaTWdzOXc#gid=0
Nánari upplýsingar má sjá hér. http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1204969/
28.11.2011 | 07:00
Hrađkvöld hjá Helli í kvöld
Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 28. nóvember nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.
Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun pizzu frá Dominos Pizzum. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi, sem einnig fćr pizzu hjá Dominos Pizzum. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.
Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
Spil og leikir | Breytt 22.11.2011 kl. 16:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2011 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Danskurinn missti ţann stóra

Íslendingar náđu bestum árangri Norđurlandaţjóđa, hlutu 8 stig og 18 vinninga og voru vel yfir ćtluđum árangri sem setti liđiđ í 32. sćti. Forföll háđu liđinu ekki og ţađ náđi vel saman. Undirbúningur á mótstađ gekk vel en ţađ er sláandi hvernig tölvutćknin hefur bylt öllum vinnubrögđum. Ţrátt fyrir ţađ stendur gamli skólinn" enn fyrir sínu.
Mikiđ var um óvćnt úrslit á Evrópumótinu. Búlgarar međ Topalov og Cheprainov léku ţar sérstćtt hlutverk. Ţegar ţeir unnu Rússa 3:1 í 4. umferđ spáđu margir ţeim öruggum sigri. Í nćstu umferđ unnu ţeir Ţjóđverja međ sömu tölum.
Formsatriđi ađ klára ţetta? Ó, nei!
Í 7. umferđ var skyndilega úr ţeim allur vindur og ţeir töpuđu fyrir Aserum ˝:3˝ og í lokumferđinni 0:4 fyrir Ungverjum og enduđu í 7. sćti.
Gamla stórveldiđ Rússland var međ langsterkasta liđiđ á pappírnum en tapađi fyrst fyrir Búlgörum og svo fyrir Aserum. Rússana hefur sárlega vantađ leiđtoga eftir ađ Kasparov hćtti ađ tefla.
Margar afar athyglisverđar skákir voru tefldar á mótinu. Óvćntustu úrslitin teljast ţegar Hjövar Steinn lagđi Shirov. En stundum slapp stóri fiskurinn og magnađ dćmi má finna í viđureign Dana viđ Armena í fimmtu umferđ.
Lev Aronjan kom hingađ til lands á Reykjavíkurmótiđ 2004 og vakti síđan mikla athygli ţegar hann vann hrađskákhluta Reykjavík rapid sem fram fór í kjölfariđ, varđ ţar fyrir ofan sjálfan Kasparov. Hann hefur haldiđ sér í hópi fimm stigahćstu skákmanna heims undanfarin misseri en merki oflćtis komu fram á Evrópumótinu og ekki síst í eftirfarandi skák. Hann tefldi alltof hratt og hafđi ekkert fram ađ fćra. Sune Berg tefldi hinsvegar af miklum ţrótti og og átti nćgan tíma á klukkunni ţegar Aronjan hafđi leikiđ sínum 37. leik.
EM landsliđa 2011:
Sune Berg Hansen - Lev Aronjan
Ítalskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3 Rf6 5. d3 a6 6. Bb3 d6 7. O-O O-O 8. Bg5 Ba7 9. Rbd2 Kh8 10. h3 h6 11. Be3 Bxe3 12. fxe3 Re7 13. Rh4 Rg6 14. De1 a5 15. a4 c6 16. d4 Bd7 17. Dg3 Kh7 18. Rf5 Be6 19. Bc2 Re8 20. Hf2 f6 21. Df3 Rh8 22. Haf1 Db6 23. b3 Dc7 24. g4 b5 25. h4 bxa4 26. bxa4 Dd8 27. Dg3 g6 28. g5 gxf5 29. exf5 Bc8 30. dxe5 dxe5 31. Re4 Ha7 32. Dg4 Db6 33. Kh1 Ba6 34. Hg1 Hg7 35. Dh5 Rf7 36. g6 Kh8 37. gxf7 Dxe3
Í reynd er ţađ sérstakt afrek ađ finna ekki vinningsleik í ţessari stöđu; ég hef fundiđ fimm leiki sem allir vinna ađ mati tölvuforritsins Houdini" 38. Hg6 +16,30, 38. Rg5 +9,15, 38. Kh2 +6,59, 38. Hg5 +4,38, 38. Hxg7+2,18.
En Sune Berg var of veiđibráđur:
38. fxe8(D)?? Dh3+ 39. Hh2 Hxg1+
- og hvítur gafst upp ţví ađ eftir 40. Kxg1 kemur 40. .... Df1 mát!
Viđ fundum sárlega til međ Sune Berg. Heppnin fylgir ţeim sterka, sagđi Capablanca.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
-------------------------------------------Skákţćttur Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 20. nóvember 2011.
Spil og leikir | Breytt 19.11.2011 kl. 19:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2011 | 18:44
Sigurđur atskákmeistari Akureyrar
Í dag lauk atskákmóti Akureyrar međ sigri Sigurđar Eiríkssonar. Hann hlaut 5,5 vinninga í 7 skákum og varđ hálfum vinningi á undan nafna sínum Arnarsyni sem sigrađi mótiđ í fyrra. Í ţriđja sćti var sonur meistarans, Tómas Veigar Sigurđarson međ 4 vinninga.
Ţessir ţrír voru efstir og jafnir eftir fyrri dag keppninnar og var hörđ barátta á milli ţeirra út allt mótiđ og skiptust ţeir á ađ vera í forystu. Sigurđur Eiríksson tryggđi sér sigurinn í lokaumferđinni međ ţví ađ leggja Tómas Veigar ađ velli.
Mótstöflu má finna á heimasíđu SA
Athygli vekur árangur Karls Steingrímssonar. Hann vann ţá sem lentu í 1. og 2. sćti og gerđi jafntefli viđ ţá sem voru í 3. og neđsta sćti. Öđrum skákum tapađi hann. Ţetta sýnir hve mótiđ var jafnt og ađ hver sem er getur unniđ hvern sem er.Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2011 | 17:00
Hjörvar og Guđmundur mćtast í úrslitum
Hjörvar Steinn Grétarsson (2452) og Guđmundur Gíslason (2318) mćtast í úrslitum Íslandsmótsins í atskák en ekki liggur fyrir hvenćr ţeir tefla. Hjörvar vann Björn Ţorfinnsson (2402) 3-1 í undanúrslitum en
Guđmundur vann Einar Hjalta Jensson (2236) 2-0.
27.11.2011 | 16:55
KEA styrkir skáklíf á Akureyri
Ţriđjudaginn 23. nóvember voru veittir styrkir úr Menningar- og viđurkenningasjóđi KEA. Samtals voru veittir 38 styrkir ađ fjárhćđ 6,1 milljón króna og komu tveir af ţeim til góđa fyrir Skákfélagiđ. Yngsti styrkţeginn var Jón Kristinn Ţorgeirsson sem fékk 125.000 krónur í flokknum Ungir afreksmenn og munu ţessir peningar koma sér vel fyrir Jokkó svo hann eigi hćgara međ ađ sćkja mót.
Ađ auki fékk Skákfélag Akureyrar 150.000 krónur út flokknum Almennir styrkir. Upphćđina á ađ nota til ađ kaupa skjávarpa sem mun nýtast félaginu vel á fyrirlestrum og ćfingum. Auk ţess opnast ţarna möguleiki á ađ sýna skákviđburđi í beinni útsendingu í húsakynnum félagsins.
Skákfélagiđ ţakkar KEA fyrir báđa ţessa styrki.
27.11.2011 | 14:23
Henrik vann í dag
Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2542) vann Indverjann Krishnan Ram (2344) í sjöttu umferđ alţjóđlega mótsins í Vizag í Indlandi. Henrik hefur 4˝ vinning og er í 9.-34. sćti.
Á morgun eru tefldar tvćr umferđir. Sú fyrri hefst kl. 4:30 í nótt og sú síđari kl. 11. Skákir Henriks verđa sýndar beint.
Indverjarnir Abhijeet Gupta (2636) og C R G Krishna (2305) eru efstir međ 5˝ vinning.
236 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af eru 14 stórmeistarar. Henrik er sjöundi í stigaröđ keppenda.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2011 | 09:47
Oliver Aron og Nansý sigurvegarar TORG-skákmótsins
Grunnskólanemendur fjölmenntu í Hlöđuna í Gufunesbć til ađ taka ţátt í TORG-skákmóti Fjölnis. Ţátttakendur voru 64, táknrćnt, einn fyrir hvern skákborđsreit. Mótiđ var ekki bara fjölmennnt heldur mjög sterkt og umferđirnar fáar. Oliver Aron Jóhannesson,13 ára gamall fyrirliđi Norđurlandameistara barnaskólasveita Rimaskóla, reyndist ótvírćđur sigurvegari mótsins og vann hann einn allar sínar skákir. Oliver Aron vann mótiđ einnig í fyrra.
Í fyrsta sinn gerđist ţađ ađ sama manneskjan sigrađi bćđi í yngri flokk og í stúlknaflokki og var ţađ Rimaskólastúlkan unga Nansý Davíđsdóttir sem ađeins er 9 ára gömul. Rimaskólakrakkarnir fjölmenntu á mótiđ og voru áberandi í efstu saćtunum. Ađrir í topp 20 manna hóp komu nánast allir úr Kópavogi.
Ţađ var Óttar Ólafur Proppé borgarfulltrúi sem setti TORG-skákmótiđ og lék fyrsta leikinn fyrir Dag Ragnarsson stigahćsta mann mótsins. Síđan hófst mótiđ af krafti og gamla hlađan í Gufunesi iđađi af lífi, ţegar skákmennirnir flugust á á taflborđunum og áhugasamir skákkrakkar börđust til sigurs í hverri umferđ. Margir foreldrar voru viđstaddir og ţáđu kaffisopa á međan krakkarnir nutu hagstćđra veitinga í skákhléi frá NETTÓ í Hverafold.
Helgi Árnason formađur skákdeildar Fjölnis og Stefán Bergsson frá Skákakademíu Reykjavíkur höfđu gođa stjórn á mótinu sem mörgum fannst líđa allt of hratt og vera of stutt. Mótinu lauk međ mikilli verđlaunahátíđ. Fyrirtćki í verslunarmiđstöđinni Torginu viđ Hverafold gáfu um og yfir 30 verđlaun. NETTÓ bikararnir glćsileu lentu í höndum meistaranna Olivers og Nansýjar eins og áđur sagđi.
Fyrirliđi Salaskóla og tvöfaldur Árnamessumeistari Birkir Karl Sigurđsson lenti í öđru sćti međ 5 vinninga og Dawid Kolka fyrirliđi Álfhólsskóla í ţví ţriđja einnig međ 5 vinninga. Jón Trausti Harđarson Íslandsmeistari drengja og Nansý Davíđsdóttir fengu líka 5 vinninga sem er frábćr árangur á svona stuttu móti. Í 6. - 10. sćti komu Donika Kolica skákdrottning úr Hólabrekkuskóla, Sóley Lind Pálsdóttir úr Hvaleyrarskóla í Hafnarfirđi, Hrund Hauksdóttir margfaldur Íslandsmeistari stúlkna úr Rimaskóla, Felix Steinţorsson sá ungi og efnilegi skákmađur úr Álfhólsskóla og Jóhann Arnar Finnsson enn einn Norđurlandameistarinn úr barnaskólaskáksveit Rimaskóla.
Til ađ sýna hversu baráttan var hörđ og mótiđ sterkt ţá urđu hinir öflugu Evrópumeistarafarar, Dagur Ragnarsson og Vignir Vatnar Stefánsson ađ gera sér ađ góđu 11. - 20. sćti. Eins og sjá má á Chess-Results ţá voru líka ný nöfn í efstu sćtum eins og Kormákur Máni í Kársnesskóla, Viktor Ásbjörnsson úr Rimaskóla Bárđur Örn og Björn Hólm í Smásraskóla og síđast en ekki síst hinn sex ára Joshua Davíđsson Rimaskóla sem líkt og Nansý systir hans er mikiđ efni í góđan skákmann.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2011 | 22:27
Bjarni Jens vann stigahćsta keppandann í Kexinu
Bjarni Jens Kristinsson (2045) vann ungverska alţjóđlega meistarann Zoltan Hajnal (2425) í áttundu umferđ á alţjóđlega mótinu í Kéckemet í Ungverjalandi. Bjarna hafđi ekki gengiđ vel ţar til ţá en átti ţessa fínu vinningsskák eins og hćgt er ađ sjá međ fréttinni. Bjarni hefur 1,5 vinning en tvćr umferđir eru eftir á mótinu.
Bjarni teflir í AM-flokki. Ţar tefla sex keppendur tvöfalda umferđ og er Bjarni stigalćgstur keppenda.
Allar átta skákir Bjarna fylgja međ fréttinni.
Heimasíđa mótsins (takmarkađar upplýsingar)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2011 | 18:47
Hjörvar, Einar, Guđmundur og Björn í undanúrslit
Hjörvar Steinn Grétarsson (2452) varđ efstur í undankeppni Íslandsmótsins í skák sem lauk í dag. Hjörvar hlaut 6,5 vinning í 7 skákum. Einar Hjalti Jensson (2236) varđ annar, Guđmundur Gíslason (2318) ţriđji og Björn Ţorfinnsson (2402). Ţessir fjórir komust ţar međ í úrslitakeppni Íslandsmótsins en undanúrslit fara fram á morgun.
Arnar E. Gunnarsson (2441), tvöfaldur Íslandsmeistari í atskák, var međal ţeirra sem ekki komust í úrslitakeppnina.
Í undanúrslitum mćtast Hjörvar-Björn og Einar-Guđmundur. Úrslitakeppnin hefst kl. 14 og fer fram í SÍ. Áhorfendur velkomnir.
Lokastöđu undanrása má finna á Chess-Results.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 1
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 419
- Frá upphafi: 8776103
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 84
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar