Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2008

Henrik gerđi jafntefli í 2. umferđ

Henrik ađ tafli í BarlinekStórmeistarinn Henrik Danielsen (2510) gerđi jafntefli viđ pólska stórmeistarann Łukasz Cyborowski (2541) í 2. umferđ alţjóđlega mótsins, sem fram fór í Mysliborz í dag. Henrik hefur 1 vinning.

Í ţriđju umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Henrik viđ pólska alţjóđlega meistarann Klauiusz Urban (2465).   

Henrik teflir í lokuđum 10-manna flokki.  Međal ţátttakenda eru fjórir stórmeistarar.   


Jón L. skákmeistari Kaupţings

Arnaldur, Jón L og BjörnGlćsilegt skákţing Kaupţings var haldiđ á dögunum. Fjölmargir ţátttakendur voru mćttir til leiks, og mátti međal annars sjá glitta í fyrrverandi heimsmeistara. Ekkert skal fullyrt um ţađ hér, en óvíst verđur ađ telja ađ annađ eins úrval skákmanna finnist í nokkru öđru fyrirtćki innan landhelgi.

Tefldar voru atskákir, 7 mín. Menn létu hendur skipta hratt og örugglega og skemmst er frá ţví ađ segja ađ hinn hćgláti og prúđi viđskiptastjóri í Einkabankaţjónustunni, Jón L. Árnason bar sigur úr býtum. Verđur ekki sagt ađKaupţingsmenn ţungt hugsi sigur hans hafi komiđ á óvart, enda er hann einn fimm heimsmeistara sem Íslendingar hafa eignast. Hann var heimsmeistari sveina 1977 og er fyrsti íslenski heimsmeistarinn samkvćmt upplýsingum á vef Skáksambands Íslands. Í öđru sćti var undrabarniđ Arnaldur Loftsson framkvćmdastjóri Frjálsa og ţriđji hinn geđţekki Ţröstur Árnason bílstjóri.

Myndaalbúm mótsins 


Björn Ívar í TV

Björn Ívar Karlsson (2200) er genginn í rađir Taflfélags Vestmannaeyja eftir eins árs dvöl í Skákfélagi Akureyrar.

 


Henrik međ jafntefli í fyrstu umferđ

Henrik ađ tafli í BarlinekStórmeistarinn Henrik Danielsen (2510) gerđi jafntefli viđ Pólverjann Dominik Orzech (2483) í fyrstu umferđ alţjóđlega mótsins, sem hófst í Mysliborz í dag.   

Henrik teflir í lokuđum 10-manna flokki.  Međal ţátttakenda eru fjórir stórmeistarar.  

 

 


FEB: Reykvíkingar lögđu Akureyringa

Björn ŢorsteinssonUm helgina lauk vetrarstarfi skákdeildarinnar međ keppni viđ skákfélag eldri borgara frá Akureyri.  Ellefu manna hópur kom ađ norđan.  Á laugardag var keppt í atskák í 2 riđlum. Heimamenn sigruđu í báđum riđlum.

  • A riđill Reykjavík 25,5 v Akureyri 10,5 v 
  • B riđill Reykjavík 17 v Akureyri 13 v.

Á sunnudag var keppt í hrađskák ţar sigruđu Reykvíkingar einnig, fengu 75 vinninga gegn 46 vinningum Akureyringa.

Björn Ţorsteinsson stóđ sig best allra ,hann vann allar sínar skákir .

Nánari árangur einstaklinga í hrađskákkeppninni: 

  • 1          Björn Ţorsteinsson          R     11 vinningar
  • 2          Magnús Sólmundarson  R     1o,5
  • 3          Gunnar Gunnarsson       R       9
  • 4-5      Sigurđur Daníelsson       A       8,5
  •              Jóhann Ö Sigurjónsson R       8,5
  • 6          Ţór Valtýsson                   A       8
  • 7-8      Kári Sólmundarson         R       6,5
  •              Grétar Áss Sigurđsson   R       6,5
  •   9         Björn V Ţórđarson          R       6
  • 10-11  Haki Jóhannesson         A       5,5
  •               Ari Friđfinnsson              A       5,5
  • 12-13  Jón Víglundsson            R       5
  •               Ţorsteinn Guđlaugsson R     5
  • 14-15  Sveinbjörn Sigurđsson   A     4
  •               Páll G Jónsson                R     4
  • 16-17  Hjörleifur Halldórsson    A     3,5
  •               Atli Benediktsson            A     3,5
  • 18        Grímur Ársćlsson           R     3
  • 19        Haukur Jónsson              A     2,5
  • 20        Karl Steingrímsson         A     2
  • 21-22  Bragi Pálmason              A     1,5
  •               Haraldur ólafsson          A     1,5

Mót til heiđurs Lilju á morgun í Vin

Lilja_og_Hrafn.jpgFyrir utan félaga í Skákfélagi Vinjar hafa nokkrir sterkir skákmenn og - konur bođađ komu sína í Vin, Hverfisgötu 47, í dag, mánudag 9. júní kl. 13:00 á mót til heiđurs Guđfríđi Lilju Grétarsdóttur sem nýlega hefur látiđ af störfum sem forseti Skáksambands Íslands. 

Má ţar nefna: Omar Salama, Lenku  Ptácníková, Jöhönnu Björgu Jóhannsdóttur, Pétur Atla Lárusson og svo mćtir Íslandsmeistaraliđ Rimaskóla í rífandi formi. Nýkjörinn forseti Skáksambandsins, Björn Ţorfinnsson og mótframbjóđandinn Óttar Felix Hauksson mćta einnig en vinningar eru einmitt bćkur um - eđa eftir - Guđfríđi, Lilju, Björn, Óttar og Felix, sem ţeir heiđursfeđgar Bragi Kristjónsson og Ari Gísli Bragason hafa tekiđ til. Munu ţeir sjá um verđlaunaafhendingu og fá allir ţátttakendur glađning.

Veglegir happadrćttisvinningar verđa einnig, m.a. skákborđ áritađ af sjálfum Garry Kasparov, ţar sem eđalskákkallar fylgja međ.  

Tefldar verđa fimm umferđir eftir Monradkerfi og er umhugsunartími 7 mínútur.

Skákstjórar eru ţeir Robert Lagerman og Hrannar Jónsson. 

Allir eru velkomnir til leiks en ţátttaka kostar ekkert (og er kaffihlađborđ  a la Vin, sem aldrei hefur brugđist, innifaliđ)!  

Vin er athvarf Rauđa kross Íslands fyrir fólk međ geđraskanir og er ađ Hverfisgötu 47 í Reykjavík. Hrókurinn hefur stađiđ fyrir ćfingum á mánudögum í u.ţ.b. fimm ár og Skákfélag Vinjar er ađili ađ Skáksambandi Íslands. Síminn i Vin er 561-2612


Henrik sigrađi á Lasker-mótinu! (uppfćrt)

Henrik ađ tafli í LúxStórmeistarinn Henrik Danielsen sigrađi á minningarmótinu um Emanuel Lasker sem lauk í Barlinek í Póllandi í dag.  Henrik hlaut 6˝ vinning og var hálfum vinningi fyrir ofan nćsta menn.

Í 2.-3. sćti međ 6 vinninga urđu hvít-rússneski alţjóđlegi meistarann Nikolai Aliavdin (2384) og pólski stórmeistarinn Luakasz Cuborowski (2541).

Árangur Henriks samsvarar  2509 skákstigum og hćkkar hann um 2 stig fyrir frammistöđu sína.   Ţetta er fimmta mótiđ í röđ ţar sem Henrik hćkkar á stigum og ćtti hann ađ hafa um 2528 skákstig á stigalistanum 1. júlí.   

Henrik heldur nú til Mysliborz ţar sem hann tekur ţátt í öđru alţjóđlegu skákmóti sem hefst á morgun.   Ţar teflir hann í 10 manna lokuđum a-flokki.   

Alls tók 21 skákmađur ţátt í mótinu, og ţar af fjórir stórmeistarar.  


Henrik efstur fyrir lokaumferđina

Henrik ađ tafli í BarlinekStórmeistarinn Henrik Danielsen (2510) gerđi jafntefli viđ stigahćsta keppenda mótsins pólska stórmeistarann Lukasz Cuborowski (2541) í áttundu og nćstsíđustu umferđ minningarmótsins um Emanuel Lasker sem fram fór í dag í Barlinken í Póllandi.  Henrik er efstur fyrir lokaumferđina, hefur 6 vinninga.   

Annar er hvít-rússneski alţjóđlegi meistarinn Nikolai Alivadin (2385) međ 5,5 vinning en fjórir skákmenn hafa 5 vinninga.    

Í níundu og síđustu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Henrik viđ pólska alţjóđlega meistarann Aleksander Czerwoński (2407).   Skákin hefst kl. 8 í fyrramáliđ og verđur í beinni. 

Alls teflir 21 skákmađur í mótinu, og ţar af fjórir stórmeistarar.  


Blindur grćnlenskur skákmađur međ í Djúpuvík - síđustu forvöđ ađ skrá sig

Sextán ára gamall grćnlenskur piltur, Paulus Napatoq, sem veriđ hefur blindur fá fćđingu verđur međal keppenda á Minningarmóti Páls Gunnarssonar í Djúpavík 20. og 21. júní.

Paulus kemur alla leiđ frá ţorpinu Ittoqqortoormiit, en engin byggđ er norđar á austurströnd Grćnlands. Ţangađ hafa liđsmenn Hróksins fariđ síđustu 2 árin, og ţađ var í fyrra sem Paulus lćrđi mannganginn á undraskömmum tíma. Viđ ţađ tćkifćri var Paulus gerđur ađ heiđursfélaga í Hróknum.

Ţegar Hróksmenn voru aftur á ferđ í Ittoqqortoormiit um páskana sigrađi Paulus á skákmóti, ţar sem keppendur voru 70, og sýndi ađ hann er engum líkur.

Hann fer líka létt međ ađ aka hundasleđa og fer allra sinna ferđa í ţessu litla ţorpi, ţar sem 700 kílómetrar eru í nćstu byggđ.

Smelliđ hér til ađ lesa meira um ferđir Hróksins í nyrstu byggđum Grćnlands.

Mikill áhugi hefur veriđ á mótinuAllt gistirými í Hótel Djúpavík er nú bókađ, sömuleiđis allt svefnpokapláss í Finnbogastađaskóla, en nóg pláss er á tjaldstćđum. Örfá önnur gistirými eru eftir í hreppnum.

Keppendur ćttu ađ skrá sig sem allra fyrst, ţví búast má viđ ađ loka ţurfi skráningu á nćstu dögum!


Mót til heiđurs Guđfríđi Lilju á mánudag

Mánudaginn 9. júní, klukkan 13:00 halda Skákfélag Vinjar og Hrókurinn stórmót til heiđurs Guđfríđi Lilju Grétarsdóttur sem nýlega hefur látiđ af störfum sem forseti Skáksambands Íslands. 

Mótiđ verđur haldiđ í Vin, Hverfisgötu 47 og tefldar verđa fimm umferđir eftir Monrad kerfi ţar sem umhugsunartími er 7 mínútur.

Ţeir heiđursfeđgar, Bragi Kristjónsson og Ari Gísli Bragason í Bókinni ehf, hafa tekiđ saman vinninga, sem eru bćkur um - eđa eftir - Guđfríđi, Lilju, Björn, Óttar og Felix, en ţeir Björn Ţorfinnsson og Óttar Felix buđu sig einmitt fram til forseta fyrir síđasta ađalfund Skáksambandsins. Bragi deilir út vinningum af alkunnri snilld.

Veglegir happadrćttisvinningar verđa einnig, m.a. skákborđ áritađ af sjálfum Garry Kasparov, ţar sem eđalskákkallar fylgja međ. 

Skákstjórar eru ţeir Robert Lagerman og Hrannar Jónsson. 

Ađ móti loknu verđur bođiđ upp á kaffihlađborđ  a la Vin, sem aldrei hefur brugđist. 

Vin er athvarf Rauđa kross Íslands fyrir fólk međ geđraskanir og er ađ Hverfisgötu 47 í Reykjavík. Hrókurinn hefur stađiđ fyrir ćfingum á mánudögum í u.ţ.b. fimm ár og Skákfélag Vinjar er ađili ađ Skáksambandi Íslands. Síminn i Vin er 561-2612


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.6.): 42
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 245
  • Frá upphafi: 8766271

Annađ

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 194
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband