Leita í fréttum mbl.is

Róbert lagði Player

Róbert Harðarson

Róbert Lagerman (2358) sigraði enska skákmanninn Edmund C Player (2149) í áttundu og næstsíðustu umferð opins flokks London Chess Classic sem fram fór í dag. Jorge Fonseca (2032) tapaði hins vegar.  Eftir góðan sprett hefur Róbert 5½ vinning en hann hefur fengið 3½ vinning í síðustu 4 skákum en Jorge hefur 4 vinninga.   

Norski stórmeistarinn Jon Ludvig Hammer (2588) er efstur með 7½ vinning, hefur vinnings forskot á næstu menn, og sýnir að árangur hans á EM landsliða var enginn tilviljun.  Í 2.-3. sæti eru ensku stórmeistararnir Simon Williams (2550) og Mark Hebden (2522) með 6½ vinning.

Róbert teflir við norska alþjóðlega meistarann Eirik Gullaksen (2400) í lokaumferðinni sem fram fer í fyrramálið.  

125 skákmenn tefla í opnum flokki og þar á meðal eru 9 stórmeistarar.  Norðmaðurinn ungi, Jon Ludwig Hammer (2588) er stigahæstur keppenda.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Nú skil ég ekki með Lille Hammer, árangur hans á hvaða ólympíuskákmóti ertu að tala um? :)

Snorri Bergz, 15.12.2009 kl. 08:26

2 Smámynd: Skák.is

Takk, leiðrétt.  

Skák.is, 15.12.2009 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 19
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 145
  • Frá upphafi: 8779025

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 115
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband