Leita í fréttum mbl.is

Skákdeild KR 10 ára - blásið til sóknar með flugeldasýningu.

IMG 621126.10.1999-2009 markar söguleg tímamót í starfi Skákklúbbs KR, sem nú starfar sem sjálfstæð deild innan KR, undir hinni stóru regnhlíf og fána Knattspyrnufélags Reykjavíkur, sem jafnan setur markið hátt. Hann hefur fjölmarga valinkunna og öfluga skákmenn innan sinna raða. Af þessu tilefni hefur forysta skákdeildarinnar mótað henni nýja framtíðarstefnu. Þar er rík áhersla er lögð á einbeittan sigurvilja og glæstan árangur á hvítum reitum og svörtum í anda hins gamalgróna og  metnaðarfulla móðurfélags. 

Auk vikulegra skákkvölda/æfinga verður nú aukin áhersla lögð á að efla keppnissveitir klúbbsins og gróskumikið unglingastarf undir merkjum hans.  Á Íslandsmóti skákfélaga í september sl. mátti sjá þess merki en þar mætti KR  tvíelt til leiks með 5 sveitir, eina í 2. deild og fjórar í 4. deild, þar af eina unglingasveit. Góðar horfur er á því að í vetur muni tvær sveitir fara upp um deild, ein upp í 1. deild og önnur upp í 3. deild.

Í framtíðinni er ein sveit í hverri deild markmiðið enda á skákdeildin ýmis leynivopn upp í erminni í samstarfi við vinaklúbba sína erlendis. Áður hafði verið efnt til samvinnu við Örebro skákklúbbinn í Kaupmannahöfn og liðsmenn þaðan teflt með KR. Nú hefur einnig verið efnt til samstarfs við Marshall Chess Club í New York og vera má að 2 ungir bandarískir stórmeistarar tefli undir merkjum  KR áður en langt um líður.  Áformað er að heimsækja NY vorið 2012 þegar Skák(her)deildin, (KR Chess Artillery) mun etja þar kappi á 20 borðum eða svo. 

Í maí næsta vor er hins vegar á dagskrá að herja á Sambandslýðveldið Þýskaland og tefla við lið Kreuzenberg Schachklub í Berlin í framhaldi af góðum sigrum gegn Dönum 2008,  Skotum 2006 og Færeyingum, en keppnislið klúbbsins hefur farið utan í víking annað hvert ár.  Í skákæfingu í gærkvöldi var afmæli klúbbsins fagnað með viðeigandi hætti, veisluhöldum og flugeldasýningu á hvítum reitum og svörtum.  Innan tíðar  er fyrirhugað að halda skákhátíð þar sem Unglingamót Vesturbæjar og Opið á Hvatskákmót með góðum gestum verður á dagskrá. Þar verður m.a.keppt um "Knattspyrnuhrókinn", gamlan farandgrip sem gefin var til KR, endur fyrir löngu af merkismanninum Bergi Bergssyni, markmanni.

Dagskráin verður nánar kynnt síðar.

Forystumaður að stofnun klúbbsins og formaður hans frá upphafi er Kristján Stefánsson, hrl.

Úrslitin á afmælisæfingu KR:

  1. Gunnar Skarphéðinsson 10.5. v. af 13
  2. Sigurður A. Herlufsen     10.5 
  3. Dr. Ingimar Jónsson       10
  4. Guðfinnur R. Kjartansson 9
  5. Ingólfur Hjaltalín              8
  6. Pétur Viðarsson               8
  7. Jón Steinn Elíasson         7.5
  8. Viðhjálmur Guðjónsson    7.5
  9. Árni Þór Árnason             7.0
  10. Atli Jóhann Leósson        7.0

11 -20 með minna.

Myndaalbúm frá Einari S. Einarssyni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 22
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 146
  • Frá upphafi: 8779006

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 118
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband