Leita í fréttum mbl.is

Skákuppbođ í Braunchweig í Ţýskalandi

kwa_023.jpg

Í lok ţessa mánađar nánar til tekiđ ţann 27. og 29. verđur stórt uppbođ hjáfyrirtćkinu A. Klittich-Pfankuch. Ţar fara á tólfta hundrađ skákmunir undir hamarinn. Ţeir sem áhuga hafa á ađ kynna sér ţessa muni má benda á heimasíđu fyrirtćkisins sem er antiquariat@klittich-pfankuch.de

KWA samtökin (heimasíđa kwabc.org) voru međ fund í Braunchweig í síđustu viku. Ţar gafst okkur tćkifćri ađ skođa ţá muni sem verđa á uppbođinu.

Međfylgjandi myndir voru teknar viđ ţađ tćkifćri. Feđgarnir Karl og Roger Klittich sáu vel um okkur. Á hinni myndinni eru félagar mínir í KWA ađ skođa bćkur sem fara á uppbođiđ. Frá hćgri; Calle Erlandsson Lundi Svíţjóđ, Danirnir Claes Löfgren og Per Skjoldager. Síđan kemur Hollendingurinn Bob van de Velde og loks Englendingurinn Tony Gillam. kwa_024.jpg

Bandaríkjamađurinn John Donaldsson sem býr í San Francisco hélt fyrirlestur hjá okkur. Einnig tefldi hann samráđaskák gegn okkur fundarmönnum (3 Danir voru í liđinu). Hann hafđi hvítt og náđi frumkvćđi snemma eftir nokkra "Larsen leiki" í byrjuninni sem ég neyddist til ađ samţykkja ?! Okkur tókst ađ ná jafntefli međ ţráskák.

Eftir u.ţ.b. 10 leiki var Donaldsson beđinn um ađ giska á styrkleika sterkustu manna KWA liđsins. Etv 1850 stig var svariđ. Ţegar honum var sagt ađ ţađ vćri nokkuđ langt frá lagi spurđi hann hvort ţađ hćrra eđa lćgra!

Nćsti ađalfundur verđur í San Francisco haustiđ 2009.

Seinna í dag verđur opnunarhátíđ Ólympíuskákmótsins. Calle Erlandsson og undirritađur munu senda myndir til birtingar á Skák.is

Gunnar Finnlaugsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 158
  • Frá upphafi: 8779079

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 106
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband