Leita í fréttum mbl.is

Góð þátttaka á Vetrarmóti Vinjar - Skáksambandinu færð gjöf

frá vetrarmótinuFjórtán manns mættu á Vetrarmót Skákfélags Vinjar og Hróksins í gær, mánudag. Tefldar voru sex umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma.

Fyrir mótið færði Björn Sölvi Sigurjónsson Skáksambandi Íslands gjöf, sem Björn Þorfinnsson, forseti, tók við. Var það litgreint skákborð sem Björn Sölvi hefur unnið að undanfarin ár, stúdíur hans um reiti borðsins og tóna en eins og alkunna er sjá sumir og heyra í litum eða tónum, og vinna samkvæmt því.Björn Sölvi og Björn Þorfinns með borðið góða

Björn Sölvi hefur fengið löglegt einkaleyfi á borði þessu og í bréfi sem fylgdi gjöfinni eru nákvæmar útskýringar á útfrá hvaða hugmyndum unnið var að greiningunni.

Björn Sölvi var einn af betri skákmönnum landsins á árum áður. Eftir að hafa lítið látið fyrir sér fara lengi gekk hann til liðs við Skákfélag Vinjar og tók þátt í Íslandsmótinu í október með glæstum árangri. Hefur litlu gleymt og var efstur á Vetrarmótinu ásamt meisturunum Birni Þorfinnssyni og Róberti Harðarsyni sem var skákstjóri.

björn þorfinns á vetrarmótinuVoru þessir þrír í nokkrum sérflokki með fimm vinninga, þó forsetinn mætti teljast góður að hala inn heilum vinningi gegn Hauki Halldórssyni. Emil Ólafsson og Guðmundur Valdimar Guðmundsson voru með þrjá og hálfan en Haukur Halldórsson, Jón Birgir Einarsson, Árni Pétursson, Ingvar Sigurðsson og Arnar Valgeirsson náðu þremur. Aðrir komu í humátt þar á eftir.

Eftir fjórðu umferð var kaffi og skúffukaka, auk annars gotterís í boði fyrir lokaátökin. Allir þátttakendur fengu bókavinninga.

Skákfélag Vinjar og Hrókurinn munu standa fyrir jólamóti að Litla Hrauni, jólamóti milli geðdeilda að Kleppsspítala og að sjálfsögðu í Vin. En þó ekki fyrr en í desember! Nánar um það síðar.

Myndaalbúm mótsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir skemmtilegt mót. Sjáumst á jólamótinu !!!

Með kveðju

Emil Ólafsson Skáktryllir

Emil Ólafsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 20:51

2 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Komst ekki.  Er alltaf í námskeiði á þessum tíma í vetur.  Verð vonandi með í jólamótunum.  kv

Gunnar Freyr Rúnarsson, 12.11.2008 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 8779007

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband