Leita í fréttum mbl.is

Fjögur skákmót á tveimur dögum á Grænland

Skákstarfsemin fór rólega af stað í Kulusuk eins og áður sagði. Þó var byrjað ad tefla þar strax á sunnudeginum og síðan var teflt allt fram á miðvikudag þegar barnaskákmótin fóru fram. Stofnað var skákfélag í Kulusuk og var það gert með stuðningi skákfélagsins úr Háskólanum í Reykjavík sem hafði séð um skákkennsluna í Kulusuk árið áður. Félagið hlaut nafnið Pisittartorq eða Riddarinn og er skólastjóri bæjarins, Lars-Peter Stirling, formaður þess. Miðvikudaginn 6. ágúst voru síðan haldin barnaskákmót í öllum bæjunum þremur. Tugir krakka tóku þátt í mótunum.

Þeir sem lentu í efsta sæti á mótinu í Tasiilaq voru Dines Ingnatiussen í 1. sæti, Jens Mathæussen í 2. sæti og í 3.-4. sæti urðu Simujoog Taunajik og Jukom Brandt. Brosbolir styrktu mótið.

 Sigurvegari á Kuummiut-mótinu var Sakæus Kalia, annar varð Barajare Uitsatikitseq og þriðja varð Anna Manikutdlak. Landsbankinn styrkti það mót.

Hörð keppni var á mótinu í Kulusuk. Eftir mótið voru jöfn í efsta sæti Mikael Kunak og Antia Poulsen eftir að hafa unnið alla andstæðinga sína en gert jafntefli hvort gegn öðru. Tefla varð úrslitaskák milli þeirra og hafði Mikael þá betur. Olga Mikaelsen varð i þriðja sæti. Kaupþing styrkti þetta mót.

7. ágúst í blíðskaparveðri héldu Kátir biskupar og Hróksmenn í Kulusuk til Tasiilaq í báti Sigurðar Péturssonar ísmanns, Þyt. Það kvöld héldu Hrókurinn og skákfélagið í Tasiilaq, Løberen (biskupinn), skákmót fyrir alla aldurshópa. Á mótinu varð Einar K. Einarsson efstur og í öðru sæti var Gunnar Freyr Rúnarsson. Þeir unnu allar sínar skákir og gerðu jafntefli innbyrðis en Einar var hærri á stigum. Efstur Grænlendinga á mótinu og í 3. til 4. sæti var Ulrik Utuaq með sex vinninga af sjö. Ulla Kuitse varð efst kvenna. Vinningar voru frá Smekkleysu, Henson og Sandholtsbakaríi.

Á mótinu var Harald Bianco gerður að þrettánda heiðursfélaga Hróksins. Harald er bæjarráðsmaður í Tasiilaq og hefur verið helsta stoð og stytta Hróksmanna í skáklandnámi þeirra í Tasiilaq. Meðal fyrri heiðursmanna Hróksins má nefna rokkdrottninguna Patti Smith. 

Heimasíða Grænlandsfara


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 13
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 137
  • Frá upphafi: 8778997

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 109
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband