Leita í fréttum mbl.is

Minningarmót Páls Gunnarssonar í Djúpavík 20.-22. júní

Pál GunnarssonSkákfélagiđ Hrókurinn heldur opiđ alţjóđlegt atskákmót í Djúpavík í Árneshreppi á Ströndum, helgina 20.-22. júní til minningar um Pál Gunnarsson, einn af stofnendum Hróksins. Mjög vegleg verđlaun eru í bođi og margvíslegheit hátíđahöld í tilefni af mótinu. 

Minningarmót Páls Gunnarssonar er haldiđ í samvinnu viđ fjölskyldu Páls og eru heildarverđlaun á mótinu 500 ţúsund krónur. Veitt verđa verđlaun í mörgum flokkum, enda er mótiđ opiđ áhugamönnum á öllum aldri. Palli á Grćnlandi

Međal keppenda verđa bćđi erlendir og innlendir meistarar, en hćgt er ađ skrá sig til ţátttöku hjá Róbert Harđarsyni í chesslion@hotmail.com.

Teflt verđur í ćvintýralegu umhverfi í gömlu síldarverksmiđjunni í Djúpavík. Keppendum verđur ađ auki bođiđ upp á skođunarferđir um Árneshrepp, haldnir verđa tónleikar, ljósmyndasýning opnuđ, og slegiđ upp ósvikinni veislu ađ hćtti Strandamanna.

Gistingu er hćgt ađ fá í Hótel Djúpavík og víđar í Árneshreppi, auk ţess sem tjaldstćđi er í Trékyllisvík og Norđurfirđi. Gestir í Árneshreppi, sem er afskekktasta sveit á Íslandi, eiga í vćndum ađ kynnast stórbrotinni náttúru og sögu viđ ysta haf.

Dagskrárstjóri hátíđarinnar er Sigrún Baldvinsdóttir (sigrun.baldvinsdottir@reykjavik.is, sími 698-7307) og mun hún m.a. hjálpa fólki viđ ađ finna gistingu og veita upplýsingar um hátíđina ađ öđru leyti.

Páll Gunnarsson (1961-2006) tók ţátt í stofnun Hróksins 1998 og tefldi flestar skákir allra liđsmanna félagsins á Íslandsmóti skákfélaga. Páll, sem ćttađur var af Ströndum, var einn traustasti liđsmađur Hróksins og tók virkan ţátt í skáklandnáminu á Grćnlandi. Međ mótinu vilja vinir hans, félagar og fjölskylda heiđra minningu ţessa góđa drengs.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 157
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband