Leita í fréttum mbl.is

NM: Sjö vinningar í fjórđu umferđ!

Friđrik ŢjálfiVel gekk hjá íslensku skákmönnunum í fjórđu umferđ Norđurlandamótsins í skák sem fram fór í kvöld í Tjele í Danmörku.  Alls komu sjö vinningar í hús af 10 mögulegum!   Dađi Ómarsson, Patrekur Maron Magnússon, Svanberg Már Pálsson, Dagur Andri Friđgeirsson, Friđrik Ţjálfi Stefánsson og Kristófer Gautason sigruđu en Guđmundur Kjartansson og Sverrir Ţorgeirsson gerđu jafntefli.   Dagur og Friđrik hafa 3 vinninga, Guđmundur og Sverrir hafa 2,5 vinning en ađrir minna.   Nýr pistill frá Davíđ liđsstjóra hefur borist!

Rétt er ađ benda á ađ nú er komiđ myndaalbúm frá mótinu sem inniheldur alls 70 myndir frá Páli Sigurđssyni, sem er liđsstjóri ásamt Davíđ.  Takk Palli og Davíđ fyrir afar góđar upplýsingar frá skákstađ!Dagur Andri

Einnig er rétt ađ benda á blogg síđu Karls Gauta, föđur Kristófer.  Sjá tengla í enda fréttarinnar. 

Pistill Davíđs:

Í 4. umferđ urđu úrslit hjá íslensku keppendunum urđu eftirfarandi:
 
Simon Rosberg, Svíţjóđ (2246) - Guđmundur Kjartansson (2307)                0,5-0,5
IM Helgi Dam Ziska, Fćreyjar (2406) - Atli Freyr Kristjánsson                       1-0
Pohjala Henri, Finland (2039) - Sverrir Ţorgeirsson (2120)                           0,5-0,5
Dađi Ómarsson (1999) - Timmy Forsberg, Svíţjóđ (2068)                               1-0
Patrekur Maron Magnússon (1785) - Runi Egholm Vörmadal, Fćreyjar (1355) 1-0
Svanberg Már Pálsson (1820) - Pćtur Poulsen, Fćreyjar (1140)                    1-0
Dagur Andri Friđgeirsson (1798) - Daniel Ebeling, Finland (1845)                     1-0
Friđrik Ţjálfi Stefánsson (1455) - Mattis Olofsson-Dolk, Svíţjóđ (1435)             1-0
Valdemar Stenhammar, Svíţjóđ (1021) - Kristjófer Gautason (1245)                 0-1
Dagur Ragnarsson (0) - Aryan Tari, Noregur (1299)                                         0-1
 
Í A-flokki gerđi Guđmundur jafntefli í langri skák ţar sem hann komst lítiđ áleiđis gegn ţéttri taflmennsku andstćđingsins.  Atli Freyr tapađi fyrir alţjóđlega meistaranum frá Fćreyjum í skemmtilegri skák ţar sem allt var í háalofti allan tíman.  Í B-flokki gerđi Sverrir jafntefli í mjög langri skák sem hann reyndi mikiđ ađ vinna. Ţađ er reglulega gaman ađ sjá til Sverris á ţessu móti ţar sem hann teflir allar skákir í botn.  Dađi vann mjög góđan sigur í sinni skák og sýndi ţar kunnáttu sína í Svesnikov varíantinum.  Drengirnir í C-flokki áttu mjög góđan dag ţar sem ţeir unnu báđir tiltölulega auđvelda sigra.  Svanberg fékk strax betra tafl í sinni skák og landađi öruggum sigri.  Patrekur fékk ţćgilega stöđu upp úr byrjuninni og gerđi út af viđ andstćđinginn međ góđri mannsfórn.  Í D-flokki gekk einnig mjög vel.  Dagur Andri tefldi mjög aggresivt gegn sterkum andstćđingi og fórnađi manni fyrir sókn.  Ađ lokum náđi hann ađ skipta út í ţćgilegt peđsendatafl sem hann vann örugglega.  Friđrik Ţjálfi tefldi rólega og vandađ ađ venju og átti í engum vandrćđum međ andstćđing sinn.  Í E-flokki var fjör ađ vanda.  Kristófer tefldi stíft til sigurs en missteig sig ađeins og tapađi skiptamun.  Harđjaxlinn úr eyjum lét ţađ ekki á sig fá og nýtti biskupapar sitt vel og vann sannfćrandi.  Dagur Ragnars fékk ágćtis stöđu og stefndi skákin lengi vel í jafntefli, ţar til honum varđ illa á í messunni og tapađi.  Hann kemur örugglega sterkur til baka á morgun.
 
Fimmta umferđin fer fram í fyrramáliđ og hefst klukkan 9 ađ íslenskum tíma.
 
Hilsen fra Danmark,
Davíđ 

Tenglar:


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 5
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 169
  • Frá upphafi: 8779129

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband