Leita í fréttum mbl.is

NM: Pistill ţriđju umferđar

Patrekur Maron Magnússon

Pistill Davíđ Ólafssonar ađ lokinni ţriđju umferđ NM í skólaskák: 

Í A-flokki tapađi Guđmundur fyrir Mikko Niemi (sami gćinn og vann Atla í Vodafone gambítnum).  Guđmundur fékk ekki alveg ţađ sem hann vildi úr byrjuninni og var ekki alveg međ stöđutýpuna á hreinu sem endađi međ ţví ađ hann fékk erfiđa stöđu sem hann ađ lokum tapađi.  Atli Freyr tefldi mjög undarlega byrjun (samt teoría) og endađi skákin međ jafntefli eftir mikla baráttu.  Besti leikur Atla í skákinni var ţegar hann bauđ jafntefli á hárréttum tíma.  Andstćđingurinn ţáđi jafntefliđ í unninni stöđu!  Í B-flokki gekk illa í dag.  Sverrir lenti í furđulegri mannsfórn (framkvćmd sem neyđarúrrćđi) og var örugglega kominn međ unniđ ţegar hann lék ónákvćmt og tapađi. Ţetta var frekar slysalegt en hann kemur örugglega til baka, enda búinn ađ tefla vel í mótinu.  Dađi tapađi líka gegn drekanum í undarlegum varíanti sem eftir nokkrar sviptingar endađi í verra endatafli sem hann tapađi.  Í C-flokki sigrađi Patrekur í mikilli og tvísýnni baráttuskák gegn Svanbergi.  Í D-flokki sigrađi Dagur Andri örugglega andstćđing sinn, sem og Friđrik Ţjálfi sem lokađi drottningu andstćđingsins inni á d5!  Magnađ ađ loka drottninguna inni á miđju borđinu.  Í E-flokki tapađi Kristófer í mikilli baráttuskák ţar sem úrslitin réđust í jafnteflislegu endatafli ţar sem Kristófer hafđi biskup á móti riddara og hvor um sig hafđi 6 peđ.  Ţađ getur stundum veriđ erfitt ađ sjá einhver leiđinda riddarahopp.  Dagur Ragnarsson lenti í litlu sćtu stelpunni í dag.  Hann var enginn eftirbátur félaga síns og bauđ dömunni jafntefli.  Sú stutta var klárlega reynslunni ríkari frá ţví í gćr og ţáđi jafntefliđ umsvifalaust.

Pistillin kemur seint í dag ţví viđ fórum í skemmtilega skođunarferđ í fiskasafn ţar sem međal annars mátti klappa fiskunum og fóđra ţá.  Drengirnir fóru létt međ ţađ ađ stinga hendinni ofan í vatniđ međ skelfisk á milli puttanna og láta 4-5 kg styrju borđa úr hendinni á sér.  Undirritađur hefđi ţó heldur viljađ vera fóđrađur á mörgum fiskanna ţarna fremur en ađ fóđra ţá.

Bestu kveđjur frá Danmörku.

Davíđ


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 10
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 176
  • Frá upphafi: 8779160

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 111
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband