Leita í fréttum mbl.is

EM taflfélaga: TR og Hellir töpuðu

Sigurdur_Dadi.jpgBæði Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélagið Hellir töpuðu sínum viðureignum í 4. umferð Evrópumóts taflfélaga sem fram fór í dag.   TR tapaði fyrir frönsku frönsku fjölþjóðastórmeistarasveitina Clichy Echecs 92 ½-5½ en Hellismenn töpuðu fyrir spænsku sveitinni Cuna de Dragones - Ajoblanco 1½-4½.  Sigurður Daði Sigfússon var sá eini sem vann sína skák í dag.   

TR hefur 4 stig og 12,5 vinning og er í 28.-29. sæti og Hellir hefur 2 stig og 8 vinninga og er í 46.-48. sæti.   

Í 5. umferð, sem fram fer á morgun teflir TR við tyrkneska félagið Besiktas en Hellismenn mæta litháísku sveitinni Plunge Chess Club Bokstas.   Makedónska félagið Alkaloid er efst með 8 stig og 19,5 vinning.  

 


Úrslit í viðureign TR:

Bo.19Reykjavik Chess ClubRtg-12Clichy Echecs 92Rtg½ :5½
7.1GMStefansson Hannes 2574-GMPelletier Yannick 2609½ - ½
7.2GMNataf Igor-Alexandre 2546-GMNaiditsch Arkadij 26470 - 1
7.3GMThorhallsson Throstur 2448-GMFressinet Laurent 26540 - 1
7.4IMKristjansson Stefan 2458-GMTregubov Pavel V 26090 - 1
7.5IMGunnarsson Arnar 2439-GMDavid Alberto 25360 - 1
7.6IMGunnarsson Jon Viktor 2427-GMApicella Manuel 25390 - 1

Úrslit í viðureign Hellis:

Bo.39Hellir Chess ClubRtg-40Cuna de Dragones - AjoblancoRtg1½:4½
23.1IMThorfinnsson Bragi 2404-GMKhamrakulov Ibragim S 26040 - 1
23.2FMThorfinnsson Bjorn 2323-IMLlanes Hurtado Miguel 24590 - 1
23.3FMSigfusson Sigurdur 2320- Delgado Palomeque Marco A 22211 - 0
23.4FMLagerman Robert 2346- Garcia-Ortega Jose M 2190½ - ½
23.5 Edvardsson Kristjan 2266- Sanchez Silva Luis Agapito 21070 - 1
23.6 Berg Runar 2125- Gomez Gomez Francisco Jose ++20830 - 1


Andstæðingarnir í 5. umferð:
 

44. Besiktas (2 / 8)
Bo. NameRtgFED
1IMAtakisi Umut 2399TUR
2FMOlcayoz Alper 2315TUR
3 Tanrikulu Erhan 2217TUR
4 Apaydin Fethi 2210TUR
5 Yaramis Hakan 2119TUR
6 Firat Burak 2147TUR
7 Yilmazyerli Mert 2120TUR
8 Ozdemir Timur 1924TUR

 

47. Plunge Chess Club Bokstas (2 / 7,5)
Bo. NameRtgFED
1FMAsauskas Henrikas 2320LTU
2 Godlauskas Kazys 2273LTU
3 Kalvaitis Sigitas 2245LTU
4 Jadenkus Henrikas 1994LTU
5WFMDomarkaite Laima 2155LTU
6 Macenis Audrius 2091LTU
7 Vasylius Kestutis 2048LTU


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrst mér hefur verið meinuð skrif á Skákhorninu þá leyfi ég mér að fara hingað inn með meinhorn mín þar til það skjólið lokast einnig.

Þetta er auðvitað arfaslök frammistaða hjá íslensku sveitunum, sérstaklega hjá Helli.

Spænska sveitin er mun stigalægri en Hellismennirnir en samt stórtap eða 4,5 vinningur gegn 1,5. Íslendingarnir voru stigahærri á fjórum síðustu borðunum (af sex) en töpuðu samt.

Kristján Eðvarðs og Rúnar Berg töpuðu t.d. báðir fyrir mun stigalægri mönnum.

Einhvern tímann heyrði ég fleygt að það væru ekkert að marka alþjóðleg stig Íslendinga. Þau væru alltof há. Þessi útkoma gæti sýnt það.

Það hefur vakið athygli mína hve slaka sveit Hellir er að senda (með 2100 stiga mann á 6. borði). Hvað finnst almennum félagsmanni um þá ákvörðun að senda lið eins og þetta sem hefur lítið sem ekkert skáklegt erindi á mótið?

Er kostnaðurinn við þátttökuna réttlætanlegur eða má líta á þessa ferð sem umbun fyrir skákmennina?  Svo virðist nefnilega sem þetta sé miklu frekar frí en keppni (35 stiga hiti og flatmagað á ströndinni samkvæmt bloggi Snorra Bergs. frá mótinu).

 Já, hvað ætli herlegheitin öll sömul kosti eiginlega?

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 20:54

2 Smámynd: Gunnar Björnsson

Hellir hefur sent lið til þátttöku síðan 1997 að árinu 2000 undanskyldu. Á þeim árum hafa um 25 skákmenn tefld fyrir hönd félagsins á mótinu. Skákmennirnir greiða að mestu leyti kostnaðinn sjálfan enda að fara á gott og skemmtilegt áfangahæft mót en félagið styrkir þá til þátttöku og nýtur til þess stuðnings fyrirtækja.

Stigahæstu skákmönnum félagsins ár hvert boðið að tefla á mótinu. Iðulega er hér um ræða skákmenn sem eru alltaf tilbúnir að tefla fyrir hönd félagsins á Íslandsmóti skákfélaga og öðrum liðakeppnum og leggja sig ávallt 100% fram.  Rúnar Berg kom inn með skömmum fyrirvara í kjölfar þess að Ingvar Þór Jóhannesson átti ekki heimangengt og fær sérstakar þakkir fyrir það!

Félagið er ákaflega stolt af því að senda ár eftir ár lið til keppni þótt ekki séum við að keppa um verðlaun.

Ég hef fulla trú á því að mínir menn spýti í lófana í lokaumferðunum!

Kveðja,
Gunnar Björnsson

Gunnar Björnsson, 7.10.2007 kl. 11:07

3 identicon

Gott að sjá að hér er leyfð málefnaleg umræða sem því miður er ekki raunin á umræðuhorni skákmanna (sjá http://hornid.com/cgi-bin/mwf/topic_show.pl?tid=6446) meðan önnur umræða er látin óáreitt og meira að segja stofnað til hennar að frumkvæði umsjónarmannsins Hornsins sem má enga gagnrýni sjá á stöðu unglingaskákarinnar en hefur frumkvæði að níði á hendur skákmanni sem að auki er mikill Íslandsvinur: sjá http://hornid.com/cgi-bin/mwf/topic_show.pl?tid=6429.

Ég er hvorki Hellismaður né TR-ingur þannig að ég hef enga hagsmuna að gæta hvernig er farið með fé þessara félaga.

En ef skáksveitinin mín væri að fara í svona för þá myndi ég vilja fá sundurliðaðar tölum um kostnað og allar þær upplýsingar um fjársöfnun sem til eru. 

Þá undrar mig að sveit Hellis skuli ekki vera betur skipuð en raun ber vitni. Þið eruð jú Íslandsmeistarar. Hafið að vísu misst Hannes yfir í TR en eigið mun fleiri öfluga skákmenn en þetta svo sem Jóhann Hjartar og marga fleiri.

Það má ljóst vera að þið eigið ekki mikla möguleika á að verja titilinn í ár. 

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 12:14

4 Smámynd: Gunnar Björnsson

Þessar tölur liggja fyrir í ársreikningum félagsins og eru lagðar fram á aðalfundum.  Allir félagsmenn geta því rætt þessi mál á réttum vettvangi.  

Það er ljóst að sterkasta lið Hellis er ekki að fara á EM.   Menn höfðu nú ekki mikla trú á því að Hellismenn myndu hampa titlinum í fyrra en allir þekkja söguna.  Ég myndi því ekki vanmeta Íslandsmeistarana nú!

Kveðja,
Gunnar 

Gunnar Björnsson, 7.10.2007 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 124
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband