Leita í fréttum mbl.is

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga fer fram 12.-14. október í Rimaskóla

Skáksamband ÍslandsFyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2007-2008 fer fram dagana 12.-14. október nk.  Mótið fer fram í Rimaskóla í Reykjavík.  1. umferð mun hefjast kl. 20.00 föstudaginn 12. október, 2. umferð kl. 11.00 laugardaginn 13. október og 3. umferð kl. 17.00 sama dag.  4. umferð verður síðan teflt kl. 11.00 sunnudaginn 14. október.

Tímamörk:  90 mín. + 30 sek. til að ljúka.

Þátttökugjöld:

  • 1. deild, kr. 50.000.-
  • 2. deild, kr. 45.000.-
  • 3. deild, kr.   5.000.-
  • 4. deild, kr.   5.000.-

Skáksamband Íslands mun greiða fargjöld utan stór-Reykjavíkursvæðisins samkvæmt reikningum fyrir sveitir í 1. og 2. deild.  Miða skal við einn brottfararstað á hverju svæði, t.d. Akureyri, Egilsstaði, Ísafjörð.  Sami háttur verður hafður í 3. og 4. deild og áður, þ.e. þátttökugjöld höfð lág en sveitirnar verða sjálfar að sjá um ferðakostnað á skákstað.

Þátttökutilkynningar þurfa að berast Skáksambandi Íslands fyrir 28. september með bréfi, tölvupósti (siks@simnet.is) eða símleiðis.  Að gefnu tilefni er minnt á að nauðsynlegt er að skrá sveitir í keppnina, ekki síst í 4. deild.

Ath.  Skákir í Íslandsmóti skákfélaga verða reiknaðar til alþjóðlegra skákstiga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 22
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 146
  • Frá upphafi: 8779006

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 118
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband