Leita í fréttum mbl.is

Enginn ćvintýraendir

Ólympíuliđ ÍslandsŢađ var enginn ćvintýraendir á ţátttöku Íslands á Ólympíuskákmóti undir 16 ára í borg hinna grćnu garđa, Singapore.

Andstćđingurinn í síđustu umferđ var óheppilegur, svo ekki sé meira sagt, en ţađ var skáksveit Uzbekistan sem settist andspćnis okkur.  Sem kunnugt hafa skákmenn frá fyrrum  Sovétlýđveldunum ţađ orđ á sér ađ vera vel menntađir og skákfrćđunum og agađir.

Viđ töldum ţví ekki líklegt ađ ţeir myndu gera neitt vanhugsađ í síđustu umferđ eđa sýna einhver ţreytumerki.  Samt sem áđur vorum viđ stađráđnir í ađ gefa ekki ţumlung eftir og setja pressu á Uzbekana.

Ađ ná 2-2 úrslitum gegn svo sterkri sveit hefđi veriđ frábćrt.  Ćvintýradraumurinn var hinsvegar ađ viđ myndum allir tefla okkar bestu skákir og ynnum 3-1 eđa meira.  Í ţví tilfelli var möguleiki á ađ lenda í einu af 6 efstu sćtunum, en ţau gefa verđlaun.

Ekki fór ţađ svo vel.  Dađi fékk unniđ út úr byrjuninni og var viđ ţađ ađ innbyrđa vinninginn ţegar hann lenti í svínslegu máttrikki.  Eina leiđin til ađ forđast mát var ađ gera ekki neitt - eđa ţađ sýndist honum.  Jafntefli varđ ţví niđurstađan.  Hugsanlega var til leiđ til sigurs í lokastöđunni, en ţađ var erfitt ađ sjá hana og í liđakeppni sem ţessari vilja menn ekki hćtta á of mikiđ.

Á 1. borđi lenti Sverrir í endataflssvíđingi, en hann lék eitthvađ ónákvćmt og ţađ nćgđi andstćđingi hans til sigurs.  Ingvar lagđi allt í sölurnar á 2. borđi og fórnađi liđi, en ţađ gekk ţví miđur ekki upp.

Ţegar ţarna var komiđ viđ sögu var ljóst ađ enginn ćvintýraendir yrđi á ţessari ţátttöku okkar.  Fyrir okkur skipti í sjálfu sér ekki öllu máli hvort viđ lentum í 10. eđa 20. sćti - ađalatriđiđ var ađ reyna ađ sýna sitt besta andlit og reyna ađ berjast viđ sterkustu sveitirnar á jafnréttisgrundvelli.

Engu ađ síđur lét Matti ekki hugfallast á 4. borđi, ţó sveitin hefđi ađ engu ađ stefna lengur.  Hann varđist í endatafli međ peđi minna og rétt missti ef jafntefli - ef hann hefđi leikiđ hrók sínum á annan reit en hann gerđi (en međ sömu hugmynd) hefđi jafntefliđ veriđ tryggt.

Úrslitin ţví:

Ísland - Uzbekistan 0,5-3,5

Ţegar ţetta er skrifađ er ekki ljóst í hvađa sćti sveitin endar.

Vinningar sveitarinnar: 20,5

1. borđ:    Sverrir Ţorgeirsson 4,5 af 9
2. borđ:    Ingvar Ásbjörnsson 3 af 9
3. borđ:    Dađi Ómarsson 5,5 af 8
4. borđ:    Helgi Brynjarsson 4 af 7
vm.:        Matthías Pétursson 3,5 af 7

Sverrir átt nokkuđ jafnt mót.  Um miđbikiđ tapađi hann nokkrum í röđ gegn sterkum andstćđingum, en svo tefldi hann sína bestu skák (rúmlega 100 leikja skák gegn Suđur-Afríkumanninum) og rétti úr kútnum í kjölfariđ.

Ţetta verđur sjálfsagt mót sem Ingvar vill gleyma sem fyrst.   Lánleysi hans var algjört.  Hvađ eftir annađ byggđi hann upp betri stöđur eđa vinningsstöđur, en gloprađi ţví niđur í jafntefli eđa tap.

Dađi byrjađi illa og tapađi tveimur fyrstu.  Ţá fékk hann hvíld og kom hungrađur til leiks og ef hann hefđi unniđ Uzbekann, hefđi hann unniđ allar eftir hvíldina.

Helgi og Matti tefldu báđir upp og ofan.  Ţeir tefldu stundum ágćtlega, en stundum síđra.

Fyrir utan ţađ ađ vera góđ keppni, er ţetta mót tilvaliđ tćkifćri til ađ kynnast skákmenntun annarra landa.  Ég hef áđur vikiđ ađ kerfisbundinni ţjálfun ungra barna hér í Suđ-Austur Asíu, sem ég held ađ sé eitthvađ sem viđ ćttum ađ taka til athugunar á Fróni.

Ţar fyrir utan má gera samanburđ á íslensku skákmönnunum og hinum.  Íslendingarnir tefldu oft betur í endatöflunum á neđri borđunum.  Strákarnir voru gjarnan meira skapandi í ađgerđum sínum og eyddu meiri tíma en andstćđingar ţeirra, sem virtust vera ţjálfađri í taktík og agađri í tímanotkun og ákvarđanatöku.

Sú taflmennska sem Íslendingarnir sýndu var gjarnan skemmtilegri frá skapandi sjónarmiđi, en mörg meistaraverkin eyđilögđust út af tímanauđ eđa taktískum yfirsjónum.  En ţarna held ég ađ ţađ komi til sögunnar ađ okkar menn hafa ekki notiđ jafn mikillar kerfisbundinnar ţjálfunar í taktík á yngri árum.

Ađ lokum vil ég ţakka öllum ţeim fjölmörgu fyrirtćkjum og einstaklingum sem styrktu okkur til ferđarinnar, svo og öllum ţeim sem hvöttu okkur til dáđa og hugsuđu til okkar.

Ekki síđur vil ég ţakka umsjónarmönnum skak.is - en síđan ađ netiđ hrundi á hótelinu hafa ţeir séđ um ađ birta allar fréttirnar héđan.

Ég held ađ ţessi keppni sé góđur vettvangur fyrir íslensk unglingalandsliđ og mér fyndist ekki óeđlilegt ađ stefnt vćri ađ fara í slíka ferđ annađ hvert ár.  A.m.k. finnst mér ekki ađ ţađ ćttu ađ líđa 10 ár ţangađ til fariđ verđur nćst, eins og nú hefur gerst.

Torfi Leósson

Athugasemd ritstjóra:  Íslenska liđiđ hafnađi í 17. sćti.  Indverjar urđu ólympíumeistarar.  

Ég vil ţakka Torfa fyrir afar skemmtilega pistla sem gefa fréttum af skákmótum miklu meira heldur en bein fréttaskrif skrifuđ heima á Íslandi!   Ţetta er eitthvađ sem Skák.is hyggst auka í framtíđinni. Takk kćrlega Torfi!

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju međ árangurinn og takk fyrir fréttir og stórskemmtilega pistla.  Góđa ferđ heim.

Jón Páll í Laugalćk.

Jón Páll Haraldsson (IP-tala skráđ) 11.8.2007 kl. 15:05

2 identicon

Leiđrétting: Ég vil taka ţađ fram ađ ţađ var Skáksamband Íslands sem greiddi ađ nćr öllu fyrir ţessa ferđ og sá um - í samstarfi viđ Skákskóla Íslands - um virkilega mikinn undirbúning fyrir sveitina. Skáksambandiđ sýndi mikla djörfung og framsýni međ ţeirri ákvörđun ađ senda sveit á mótiđ ađ mínu mati og á skiliđ miklar ţakkir fyrir - a.m.k. frá mér!

Ţess vegna er algjör klaufaskapur af minni hálfu ađ gleyma ađ geta ţess sem mest gerđi fyrir sveitina. Ţetta er líkast ţví ađ gleyma kónginum á taflborđinu! Ég vona ađ sem flestir sjái ţessa leiđréttingu mína og mun reyna ađ afsaka ţessa gleymsku međ ţreytu (en eftir ađ mótinu lauk helltist yfir mig ţreyta allra síđustu daga og ég skrifađi pistilinn strax eftir mótiđ - nú er hinsvegar komiđ netsamband á hótelinu aftur).

Kćrar ţakkir til stjórnar SÍ,

Torfi Leósson

Torfi Leósson (IP-tala skráđ) 11.8.2007 kl. 17:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 24
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 188
  • Frá upphafi: 8779148

Annađ

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband